Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 'tj. ***«*ó**Jg:,*K, /j»»« H . ópuþingmaður sagði við norræna blaðamenn í Strassborg fyrir skömmu, þá skildi hann ekki hlut- leysistal Svía. Hlutlaus gagnvart hverjum? spurði hann klumsa. Það er enginn efi á því að þessi mál eiga eftir að verða mikið rædd í Svíþjóð, hvemig sem fer með ESB-aðiIdina. Heimurinn hefur breyst og Svíar hljóta að þurfa að hugsa sinn gang upp á nýtt í þessum efnum. Efnahagsmálin er svo hinn stóri pósturinn. Svíar fá að heyra að vext- ir hækki, fjárfestingar minnki eða skili sér ekki með tilheyrandi at- vinnuleysi og allt eru þetta kunnug- leg umræðuefni úr ESB-umræðunni á hinum Norðurlöndunum. En efna- hagsumræðan er háð með miklum þunga, því í Svíþjóð eru miklir hags- munir í húfi. Landið er ótvírætt iðn- ríki, ríkidæmið er mikið og það þarf ekki lengi að ganga um götur Stokk- hólms til að átta sig á að þar er til mun meira af auðugu fólki en nokk- urn tíma á hinum Norðurlöndunum. Eins og danskur Evrópuþingmaður sagði við mig um daginn þá væri það gríðarlegt kjaftshögg fyrir sænsku hástéttina, ef ESB-aðildin yrði felld. Og tók undir að sænska hástéttin væri miklu meiri hástétt en nokkurn tímann sú danska. ANDSTAÐAN við ESB-aðiId er langmest í norðurhluta Svíþjóðar. I bænum Áre er Thomas Hagg til að mynda eini jafnaðarmaðurinn sem opinberlega viðurkennir að hann hyggist segja ,já“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hefur orðið frægur fyrir. Hér sést hann skoða áróðurspjöld frá andstæðingunum en segir litlum tilgangi þjóna að dreifa áróðri fyrir Evrópusambandsaðild. Þjóðaratkvæðagreiðsla í Svíþjóð í dag um aðild að ESB Verður sjálfstraust eða tortryggni ofan á? ESB-umræðan í Svíþjóð hefur að mörgu leyti líkst umræðunni á hinum Norðurlöndum segir Sigrún Davíðsdóttir. Hún segir um- ræðuna einnig snúast um það hvort Svíar þori að beita sér á evrópskum vettvangi af jafn miklu sjálfsöryggi og á árum áður. „MIKILVÆGASTA ákvörðunin sem Svíar hafa staðið frammi fyrir á þessari öld“, er ákvörðunin um ESB- aðild gjarnan kölluð og nú á þjóðin að svara fyrir sig í dag. Svo virðist sem ekki sé öllum Svíum ljós alvara stundarinnar. Samkvæmt skoðana- könnunum telja 74 prósent lands- manna að þó svarið verði nei í dag muni Svíar samt gerast aðilar að Evrópusambandinu innan fjögurra ára og 44 prósent telja að það ger- ist innan tveggja ára. Andstæðingar aðildar hafa reyndar óspart haldið því fram að ákvörðunina megi alltaf endur- skoða, meðan fylgjendur aðildar benda á að það hafi tekið Svía 22 ár að fá tækifæri til að svara og tækifærið komi ekki aftur í bráð, ef aðildinni verði hafnað núna. Rétt eins og fyrir þingkosningamar í haust liggur að baki ESB-umræð- unnar hverju eigi að svara, ef Svíar óski þess að hafa allt eins og áður, meðan Svíþjóð og sænska velferðar- kerfið var í föstum skorðum og land- ið hlutlaust í góðu tal- og viðskipta- sambandi við austur- og vestur- blokkina. En það er ekki bara Sví- þjóð sem er önnur, heldur heimurinn aliur og nú herjar kreppa landið og spurningin er hvernig sé hægt að vera hlutlaus í heimi, þar sem ekki em neinar skýrar andstæður. Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag er sú fimmta sem Svíar efna til og eftir á séð hafa tilefnin ekki alltaf verið ýkja merkileg. Árið 1922 var kosið um áfengisbann og þá voru atkvæði karla og kvenna talin sér. Tillagan var felld, þó tveir þriðju hlutar kvenna styddu bannið, en aðeins þriðjungur karlanna, en samt var áfengisbanni komið á. Síðan hefur atkvæðagreiðsja ekki verið kynskipt í Svíþjóð. Árið 1965 var kosið um hvort taka ætti upp hægri umferð. Áhangendum vinstri um- ferðar tókst að hræða fólk með því að fjöldi barna og gamalmenna’" myndi látast í umferðarslysum, þeg- ar bílstjórar gleymdu sér og eins var það röksemd gegn breytingunni að bæði hestar og kýr gengju vinstra megin. Stjórnmálamennimir létu íhaldssemi landsmanna ekki halda aftur af sér, kenna mátti dýrunum betri siði og skipt var yfir í hægri umferð, eins og íslendingar gerðu svo síðar. Næsta atkvæðagreiðsla var um ellilífeyrismál og þá fengu Svíar þzjá kosti að velja á milli, svo kjörseðillinn var ærlega flókinn. Atkvæðagreiðslan var lausn stjórn- málamanna á áratuga deilumáli, en þeir leystu málin síðan eins og þeim hentaði. Kjarnorkuatkvæðagreiðsl- an 1980 einkenndist af hræðsluá- róðri á báða bóga. Kostirnir voru aftur þrír og útkoman var að Svíar vildu ekki kjarnorku, þó verin þeirra mali enn. Einnig þessi atkvæða- greiðsla var haldin til að leysa innanstjómarmál. Líkt og í fyrri skiptin er atkvæða- greiðslan í dag ekki bindandi, heldur ráðgefandi, en fyrirfram hafa stjórnmálamennirnir lofað að fylgja henni. Þeir dagar virðast liðnir að stjórnmálamenn geti látið þjóðarat- kvæðagreiðslur sem vind um eyru þjóta. Það var þó ekki sjálfgefið að kosið yrði um ESB-aðild. Framan af voru jafnaðarmenn, máttugasti flokkurinn, andvígir atkvæða- greiðslúnni, sem Miðflokkurinn, gamli bændaflokkurinn og umhverf- isverndarsinnar, studdu eindregið. Þegar svo Hægriflokkurinn gerðist hallur undir atkvæðagreiðslu og borgaraflokkamir fylgdu á eftir létu jafnaðarmenn undan, svo ákvörðun- in var tekin 1991. Frá munntóbaki til öryggis-og efnahagsmála Fyrstu Evrópuumræðurnar í Svi- þjóð mótuðustu af fréttaflutningn- um af gangi samningaviðræðna Svía við ESB, þar sem athygli fjöl- miðla beindist helst að því hve Svíum gengi erfiðlega að fá ýmsum sérmálum sínum framgengt eins og hvort þeir fengju áfram að taka í vörina. En síðan var tekið til við að fræða almenning rækilega (og þá blaða- og fréttamenn líka) og um leið gerðust umræðuefnin al- vöruþrungnari. Af Norðurlöndunum þremur, sem nú sækja um inn- göngu, og Danmörku, sem einnig hefur staðið í ESB-atkvæðagreiðsl- um, hefur ekkert land gengið jafn skörulega fram í fræðslumálum og Svíar. Af stóru málunum hafa öryggis- málin verið ofarlega á baugi og þá hvaða hlutverk Svíar ætluðu sér á því sviði. Ingvar Carlsson leiðtogi jafnaðarmanna og forsætisráðherra síðan í haust hefur lýst því yfir að Svíar muni eftir sem áður standa utan hernaðarbandalaga og vera hlutlausir. Á evrópskum vettvangi kemur hlutleysið spánskt fyrir sjón- ir, eða eins og einn af frammámönn- um þýskra jafnaðarmanna og Evr- Ungir Svíar tortryggnir á ESB Meðan að ESB-aðild á sér al- mennt stuðning meðal ungs fólks á hinum Norðurlöndunum, gegnir öðru máli með sænsk ungmenni. Þau eru fremur andsnúin ESB. Það er erfítt að .festa hendur á hald- bærri skýringu, en líklega felst hún í umhverfismálum annars vegar og tortryggni gagnvart kerfinu og því viðtekna hins vegar. Kannski má líka bæta við sænsku goðsögninni, sem unga fólkið hefur drukkið í sig með móðurmjólkinni og fengið í stórum skömmtum í gegnum skóla- kerfíð að Svíþjóð væri fýrirmyndar- landið. Samskipti við útlönd geti þá aldrei nema togað landið niður á við. Ungir Svíar eru fjarska uppteknir af umhverfismálum og þó fylgjend- ur aðildar hafí reynt að skýra út fyrir unga fólkinu að Svíar geti haldið sínu striki í umhverfismálum án íhlutunar ESB og auk þess sótt styrk og mátt í sambandið, því mengun þekki engin landamæri, hefur það komið fyrir lítið. Hér tak- ast á tilfinningar annars vegar og rök hins vegar og á þetta tvennt hafa andstæðingar aðildar spilað af mikilli sniíld. Andstæðingamir hafa fyrst og fremst beitt fyrir sig tilfinningaleg- um rökum og verið ótrauðir að höfða til tilfinninganna, fremur en áþreif- anlegra raka, auk þess sem þeir beita fyrir sig þeirri tækni að sá efa og tortryggni. Þeir hafa því gjarnan komið líflegar fram og haft á að skipa kröftugu fólki með einfaldan málflutning, ' sem kannski hefur frekar höfðað til ungs fólks en fylgj- endurnir, sem hafa verið formlegri oft á tíðum, sjarmalausir kerfiskarl- ar og -kerlingar. Undanfama daga hefur slagurinn eðlilega harðnað og þá hafa ESB- andstæðingar hamrað á því að ef fólk væri í óvissu væri ömggara að Barmnælur, áróðurs- bæklingar og smokkar Á ESB-fundi með Carl Bildt og sænskum skólakrökkum c Það var ekki að sjá að Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokksins, og fyrrum forsætisráðherra væri búinn að fara með sömu rulluna undanfarnar fimm vikur. Evrópuræðan sem hann hélt í vikunni fyrir nemendur fram- haldsskólans í Halmstad á Skáni var hressileg og kumpánleg og ekk- ert farið að slá í hana. Bildt er líka stjómmálamaður af lífi og sál og hann virðist alltaf skemmta sér við að tala við kjósend- ur. Halmstad er smábær, tæplega á stærð við hálfa Reykjavík, en skýjakljúfurinn, sem skólinn og iðn- aðarsamtök og aðrir aðilar eru í lík- ist fremur glæsibyggingu f London eða New York. Það er eitthvað stórt yfir Svíum, það verður ekki af þeim skafið. Á borðinu lágu bæklingar og barmnælur til stuðnings aðild, auk smokkapakka með fjörlegum áritunum frá stúdentasamtökum. „Rennum inn í ESB - Betra er að vera inni en úti - EES, bara hálfur inni - Það bytjaði með sex og nú em tólf.“ Bildt byrjaði á að vara krakkana við eftirsjár-áróðri ESB-andstæð- inga, sem segðu Svía bara geta sagt nei núna og skipt svo um skoð- un seinna. Svo væri ekki, hér þýddi já já og nei nei. Svo benti hann þeim á að aðild værí örugga spilið, því við vissum hvað hún fæli í sér. Aðildin fæli í sér ábyrgð og hana vildu Svíar gjarnan axla, meðan aðildarhöfnun fæli í sér óvissu. Kostirnir væru margir: „Við getum flutt eins og okkur lystir innan Svíþjóðar. Af hvetju ættum við ekki að geta það líka innan Evrópu?“ spurði Bildt. EES-samningurinn væri ekki nægilegur, því með hon- um gætu Svíar Iítil sem engin áhrif | vmim rv* tvioTí Jrri •a m i ■ -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.