Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR:EVRÓPA ERLENT Aðild staðfest THOMAS Klestil, forseti Austur- ríkis, undirritar aðiidarsamning Austurríkismanna við Evrópu- sambandið ásamt Franz Vran- itzky kanslara (til hægri á mynd- inni). Var þetta síðasta forms- atriðið sem varð að afgreiða af hálfu Austurríkismanna áður en þeir gætu gerst aðilar um ára- mótin. Fimm ár eru liðin frá því að Austurríkismenn sóttu um aðild. Breytingar á reglum um fiskmarkað í Evrópusambandinu Engin áhrif á inn- flutning Islendinga FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur birt í stjórnart- íðindum ESB tillögu að ráðherrar- áðsreglugerð, sem breytir núgildandi reglum um skipulag markaðsmála á sjávar- og fiskeldisafurðamarkaði. Breytingin felst einkum í auknum stuðningi við starfsemi fisksölusam- taka í sambandinu. Að sögn Krist- jáns Skarphéðinssonar, sjávarút- vegsfulltrúa í sendiráðinu í Brussel, fullyrða embættismenn Evrópusam- bandsins að reglugerðarbreytingin muni ekki hafa nein áhrif á viðskip- takjör ríkja, sem flytja fisk inn á Evrópumarkaðinn. Tillaga framkvæmdastjómarinn- ar gerir ráð fyrir breytingum vegna væntanlegrar inngöngu Norðmanna í ESB um áramót. I Noregi hefur gilt sú regla að menn megi ekki selja fisk fyrstu sölu nema í gegnum sölusamtök (Ráfiskalaget). I tillög- unni er gert ráð fyrir að þetta fyrir- komulag verði tekið upp á fleiri svæðum í ESB og þeim seljendum, sem standa utan sölusamtaka, gert að fara eftir reglum þeirra. Þetta verði gert til árs í senn. Reynt að jafna framboð Þetta er gert í því skyni að reyna að jafna framboð á fiski og koma þannig í veg fyrir verðsveiflur. Þann- ig geta sölusamtök í Noregi jafnvel bannað veiðar á ákveðnum tegund- um ef stefnir í offramboð, að sögn Kristjáns. Nái tillagan fram að ganga, og samþykki Norðmenn ESB-aðild, hef- ur innganga þeirra strax haft áhrif á skipan markaðsmála í ESB. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að stuðningur við samtök flskselj- enda í ESB verið aukinn, meðal annars til að auka starf að gæðamál- um, og möguleikar þeirra til að skiptast á upplýsingum bættir, einn- ig í því skyni að jafna framboð á fiski. Óttast frjáls- ræði í sölu áfengis Ósló. Morgiinblaðid. •STARFSFÓLK norsku áfengis- einkasölunnar fór í klukkustund- ar verkfall í gær til að mótmæla áformum um ESB-aðild Noregs. Starfsfólkið telur sig geta misst vinnuna, verði fijálsræði í áfeng- issölu aukið með ESB-aðild. • DREGIÐ hefur saman með stuðningsmönnum og andstæð- ingum ESB-aðildar í Noregi í sumum skoðanakönnunum. Af þeim, sem afstöðu tóku, sögðust 49% myndu samþykkja aðild í könnun, sem Scan-Fact birti í gær, en 51% var á móti. Andstæð- ingar voru hins vegar með stærri meirihluta i öðrum könnunum; 57% þeirra, sem afstöðu tóku í könnun MMI, og 54% í könnun Gallup. • HOPUR ungra ESB-andstæð- inga í Svíþjóð hefur sótt um póli- tískt hæli í Noregi vegna þess að í Svíþjóð sé lýðræðið ekki virkt, það sýni áróður stjórnvalda, sem leitt hafi til þess að Svíar sam-" þykktu ESB-aðiId. Norski sendi- herrann í Stokkhólmi hefur út- skýrt fyrir ungmennunum að úrslit atkvæðagreiðslunnar þyki ekki nægileg ástæða til að veita þeim hæli. • J0RGEN Kosmo, varnarmála- ráðherra Noregs, segir að úrslit þingkosninganna í Bandaríkjun- um geri það líklegra að Banda- ríkjamenn vilji ekki taka þátt í ýmsum aðgerðum Atlantshafs- bandalagsins, NATO, í framtíð- inni, til dæmis friðargæzlu. í slík- um tilfellum muni evrópskar her- sveitir NATO verða settar undir stjórn Vestur-Evrópusambands- ins, VES. „Ef við eigum ekki aðild að ESB, getum við tekið þátt í slíkum aðgerðum. Við get- um hins vegar ekki hindrað þær. NATO-aðildin glatar æ meiru af mikilvægi sínu vegna þess að æ meira af skipulagningu aðgerða NATO á sér stað á vettvangi ESB,“ segir Kosmo. „Að hafna ESB-aðild er að hafna þætti í starfsemi NATO, sem verður sí- fellt mikilvægari." • ÞIN GFLOKKSFORM AÐUR Miðflokksins, Johan Jakobsen, hefur krafið norsku ríkisstjórn- ina svara um það hvort hún hyggist leita eftir niðurfellingu tolla á ýmsum vörum, sem fluttar eru út til Svíþjóðar og Finn- lands, fari svo að Norðmenn felli ESB-aðild. Jakobsen telur að auðvelt verði að semja um aðlög- un tolla, þótt Noregur standi ut- an ESB.^ • ÓPRÚTTNIR náungar hafa falsað nöfn leiðtoga ESB-and- stæðinga í Noregi undir drei- firit, sem inniheldur kynþáttaá- róður. Samtök ESB-andstæðinga hafa kært málið til lögreglu. Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs Fáum ekki aftur jafn gott tækifærí Ósló. Morgunblaðið. GRO Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, segir að tækifærið til að ná jafnhagstæðum samningum við Evrópusambandið um aðild Norðmanna komi ekki aftur. Fráleitt sé fyrir Norðmenn að sækja um aðild í þriðja skiptið, verði aðildarsamningurinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni eftir tæpa viku. Brundtland sagði á blaðamannafundi í Ósló í gær að hún teldi góðar líkur á að stuðn- ingsmenn ESB-aðildar myndu síga framúr á lokaspretti kosningabar- áttunnar. ESB-sinnar binda mikl- ar vonir við frammistöðu Brundt- land seinustu dagana, og ekki fór framhjá þeim, sem sátu blaða- mannafundinn, að forsætisráð- herrann var í baráttuskapi. „Akvörðunin, sem Norðmenn taka næsta mánudag, er sú mikil- vægasta í sögu Noregs síðan 1949, er við ákváðum að ganga í Atlants- hafsbandalagið," sagði Brundt- land. Sótzt eftir samstarfi „Sögulega séð hafa Norðmenn aldrei kosið að standa einir, allt frá lokum seinna stríðs. Þvert á móti höfum við sótzt eftir sam- starfí við aðrar þjóðir á alþjóða- vettvangi. Við vorum stofnríki Sameinuðu þjóðanna, NATO og EFTA. Brundtland í bar- áttuhug á blaða- mannafundi Einu sinni, fyrir 22 árum, ákváðum við að vera frekar með EFTA-ríkjunum og norrænum ná- grönnum okkar, en að ganga í Efnahagsbandalagið. Nú stendur okkur hins vegar enginn slíkur kostur til boða. Að þessu sinni hafa Norðurlöndin og EFTA ákveðið að ganga í Evrópusam- bandið.“ Brundtlánd lagði ríka áherzlu á að það yrðu „söguleg mistök" -að hafna ESB-aðild og með því myndu Norðmenn fórna sess sín- um meðal Norðurlanda, í Evrópu og á heimsvísu. Forsætisráðherrann sagðist ekki telja að betur hefði gengið að sannfæra Norðmenn um ágæti Evrópusambandsaðildar, þótt Norðmenn hefðu reynt að fá ýms- ar sömu undanþágur frá reglum ESB og Danir hafa náð fram, til dæmis varðandi þátttöku í mynt- bandalagi sambandsins. „Okkur hefur tekizt betur en nokkru öðru Evrópuríki að laga myntkerfi okk- ar að því evrópska. Af hveiju ætt- um við að sækjast eftir undanþág- um?“ sagði Brundtland. Brundtland lagði ríka áherzlu á að samflotið við Svíþjóð og Finn- land hefði skilað Norðmönnum góðum aðildarsamningi við ESB. „Það er afar vond hugmynd að halda að við getum fellt aðild nú og sótt um í þriðja sinn,“ sagði hún. „Okkur tókst í þetta sinn að leiða evrópska vini okkar í allan sannleika um ýmsar af sérþörfum Norðurlandanna. Þess vegna hafa þeir veitt okkur undanþágur fyrir heimskautalandbúnaðinn og góð- an samning, sem tekur tillit til þess að við verðum sjálf að stjórna náttúruauðlindum okkar í hafinu. Hvernig getum við verið viss um að fá jafngóðan samning í framtíð- inni?“ Afsögn kemur ekki til greina Blaðið Verdens Gang hafði í gær eftir heimildum innan Verka- mannaflokksins að Brundtland kynni að segja af sér, verði ESB- aðild felld. Forsætisráðherrann vísaði þessu eindregið á bug. „Það væri ólýðræðislegt,“ sagði hún. „Við höfum sagt frá byijun að norska þjóðin verði að svara spurningunni um aðild og að við munum virða svar hennar. Það væri rangt að snúa við henni baki og segja: Þið gáfuð rangt svar, og við ætlum að hlaupast frá ábyrgð okkar.“ Reuter ÍSRAELSKI herinn lagði hús fjölskyldu Salah Nazzal í þorpinu Qalqilya á Vesturbakkanum í rúst I gær. Hann bar sprengju sem varð honum sjálfum og 22 ísraelum að bana í Tel Aviv í síðasta mánuði. Myndin var tekin í rústunum í gær og þar stend- ur Iman, sex ára systir Salah, með mynd af bróður sinum. Hamas boðar fund Ótti við ný átök ei Gaza Gaza, Jerúsalem. Reuter. HAMAS-hreyfingin hefur boðað til minningarsamkomu á Gaza á föstu- dag og er óttast, að hún muni snú- ast upp í mótmæli gegn Yasser Arafat, leiðtoga Frelsisfylkingar Palestínumanna. Palestínska lög- reglan lét lausa í gær 23 herskáa bókstafstrúarmenn og er vonast til, að það verði til að draga úr spenn- unni eftir að 14 menn létu lífið í átökum milli bókstafstrúarmanna og lögreglunnar sl. föstudag. Samkoman verður til minningar um Imad Akel, sem ísraelar drápu fyrir ári, en hann var yfirmaður vopnaðra sveita Hamas-hreyfingar- innar. Mahmoud al-Zahhar, tals- maður Hamas, sagði, að samkom- una hefði verið búið að skipuleggja löngu áður en til átakanna kom sl. föstudag. Sýna styrk A mánudag komu þúsundir Fatah-liða saman til að lýsa yfir stuðningi við Arafat og óttast er, að með samkomunni á föstudag muni Hamas reyna að sýna styrk sinn á móti. Gæti það leitt til beinna átaka og jafnvel borgarastyijaldar. Palestínska lögreglan sleppti úr haldi í gær 23 liðsmönnum Jihad- hreyfingarinnar en þeir voru hand- teknir ásamt öðrum eftir að félagi þeirra svipti sjálfan sig lífi með sprengju og þijá ísraelska hermenn. Jihad eins og Hamas viðurkennir ekki tilverurétt Ísraelsríkis og er andvígt friðarsamningi ísraela og Palestínumanna. I ) I I I I !< ' < I < < < !< <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.