Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 23 AÐSENDAR GREINAR Höldum vörð um sjálfstæði Islands FLESTU hugsandi fólki hrýs hugur við því hversu Norðurlönd standa nú í hatrammri deilu um inngöngu þeirra landa sem staðið hafa utan við Evrópu- bandalagið. Kosníngar hafa nú farið fram í Finnlandi og Svíþjóð þar sem talsmenn aðild- ar að Evrópubandalag- inu unnu nauman sigur. Allt er nú lagt í sölumar að Norðmenn greiði at- kvæði um það og sam- þykki að ganga í Evr- ópubandalagið. And- staðan var mikil og mjög virk í Svíþjóð og hún er ekki síður mikil í Noregi því að þar ótt- ast menn, eins og annars staðar, að sjálfstæði þessara þjóða sé í mik- illi hættu. Við íslendingar erum aðilar að EES, við höfum ekki tekið neina þá ákvörðun að sækjast eftir inn- göngu í Evrópubandalagið. Ástæð- an fyrir því að hér er meiri and- staða en alls staðar annars staðar er fyrst og fremst sú að við erum þjóð sem lifum á því að veiða og framleiða fisk til útflutnings, en % hlutar útflutningsins eru sjávarafurðir, og því er ekki óeðlilegt að and- staðan sé hér meiri en annars staðar þegar menn gera sér það ljóst að í stofnskrá gamla EBE, hinum svokallaða Rómarsáttmála, ráða þjóðir bandalagsins hvernig nýtingu haf- svæðanna í kringum meðlimaríkin eru notuð. Hvers vegna höfum við barist í öll þessi ár fyrir því að losna við útlendinga af miðunum? Við höfum staðið frammi fyrir því að erlend skip hafa sótt upp á landsteina. Erlend skip hafa splundrað veiðar- færum báta okkar, sem lengi voru bæði fáir og smáir. Hér hófst hörð barátta fyrir því að færa fiskveiði- lögsöguna út. Fyrst að loka Ijörðum og flóum og síðan að færa hana úr 3 sjómílum í 4. Síðar aftur úr 4 í 12, 12 í 50 og síðan aftur lokatak- markið úr 50 í 200 sjómílur. Þá Gallarnir eru fleiri en kostimir, segir Matthí- as Bjarnason, þegar hann metur hugsanlega aðild að Evrópusam- bandinu. hófst úrlsitaorustan um það að koma erlendum skipum úr 200 mílna fiskveiðilögsögu. Til eru menn í þessu landi sem sjá hag sinn í því að ísland gerist aðili að Evrópubandalaginu. Það er fyrst og fremst peningafólkið, fólkið sem á peningana, og svo hitt fólkið sem eygir möguleika á því að fá vellaunuð störf í Brussel, aðalbæki- stöðvum Evrópubandalagsins. Að vísu myndum við fá nokkurra ára aðlögunartíma til þess að stjórna að einhveiju leyti nýtingu fiskimið- anna, en síðar yrðum við aðeins með í leiknum hvernig við eigum að nýta okkar eigin fiskimið. Það er mitt álit að hér sé um sjálfstæðis- Matthías Bjarnason afsal að ræða. Við erum að kasta frá okkur því sem við höfum unnið og barist fyrir árum saman. Eigum við ekki að fara nokkuð lengra aft- ur í tímann þegar höfðingjarnir á íslandi börðust um hylli Noregskon- ungs og háðu blóðuga bardaga í þessu landi og var haldið til skiptis í gíslingu til þess að tryggja hlýðni höfðingjanna við Noregskonung. Allir vita hvernig sú sorgarsga endaði. Hún endaði með því að þjóð- veldið leið undir lok og Island varð ekki lengur sjáifstætt ríki það gekk Noregskonungi á hönd. Árin liðu samningarnir sem gerðir voru voru að verulegu leyti sviknir. Norðmenn mistu síðar sjálfstæði sitt um aldir fyrst með Kalmarsambandinu, síðar algjörlega. Við lentum af einskærri tilviljun undir stjórn Dana sem við vorum undir í nokkur hundruð ár. Ungir fúllhugar á Islandi tóku upp merkið að vinna að sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Það var hörð barátta og erfið en fyrir samstillt átak íslensku þjóðarinnar tókst það að lokum. Við fengum innlenda stjórn eða íslenska ráðherra i upp- hafi þessarar aldar. Við fengum sjálfstæði okkar 1. desember 1918 og við stofnuðum fullvalda ríki 17. júní 1944. Eftir það hefst baráttan um fiskimiðin, baráttan um að stækka yfirráðasvæði íslands og íslensku þjóðarinnar. Þegar er farið að vinna skipulega að því að koma íslandi inn i Evrópu- bandalagið. Utanríkisráðherrann hefur verið þar fremstur í flokki. Flokkur hans, eða það sem eftir er af h'onum, tekur upp allt með hon- um. Peningamennirnir eru alltaf að halda fundi og reyna að undirbúa sig undir það að koma Islandi inn í Evrópubandalagið og rýra sjálf- stæði þjóðarinnar. Það er þegar kominn tími til að varast þessa hættulegu fylkingu. Eg geri mér ljóst að það eru margir góðir kostir við það að fara í Evrópubandalagið, en gallarnir eru svo margfalt meiri og það er niður- læging að fórna sjálfforræði sinnar eigin þjóðar. Það er ekki hægt að treysta á þá sem vilja blindandi ganga stórveldum Evrópu á hönd. Við eigum að varast þá. Það er þegar kominn tími til þess að þegar menn kjósa til Alþingis að gefa ekki atkvæði þeim mönnum sem vilja fótum troða sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Við eigum að byggja þetta land upp. Við eigum að eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir ekki eingöngu í Evrópu heldur líka annars staðar. Við eigum tímæla- laust að taka upp tvíhliða samninga- viðræður við Evrópubandalagið og ná góðum samningum eins og við gerðum fyrir allmörgum árum þegar hin svonefnda bókun 6 um tolla- lækkun varð að veruleika. Það varð bið á því að framkvæmd tækist en þegar við sömdum við Breta um lausn þorskveiðistríðsins þá gekk þessi samningur í gildi og við höfum haft af honum mikinn ávinning án þess að hopa um þumlung frá því marki okkar að verða sjálfstæð þjóð eða fullvalda ríki, halda reisn okkar og sæmd um tíma og eilífð. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestfjarðakjördæmi. Enn um hof í Grindavík REYNIR Harðarson, Tryggvi Gunnar Han- sen og Jörmundur Ingi Hansen svara allir grein minni um bygg- ingu hofs í Grindavík í greinum í Morgunblað- inu (10., 11. og 17. nóvember). Reynir og Jörmundur vilja sverja hofið af Ásatrúarfélag- inu, Tryggvi leitast við að skýra hofbygging- una og rök hennar. „Vor siður er þjóð- menningarfélag, ekki trúfélag," segir Tryggvi og bætir við: „Ásatrúarmenn styðja hins vegar byggingu hofs í Grinda- vík heils hugar.“ Og nokkru síðar: „Ég byggi heiðið hof.“ Hvernig hefur „þjóðmenningar- félagið" komið að málinu? Ég hef fyrir framan mig afrit af bréfi Tryggva til bæjarstjórnar Grinda- víkur frá 26. júlí 1994 og þar seg- ir orðrétt: „Fyrir hönd trúfélagsins Vors siðar (leturbreyting mín) ... sækir undirritaður um: 1. Leyfi til að reisa hof ...“ Lög félagsins hef ég líka hér fyrir framan mig. I 2. grein þeirra segir: „Trú Vors siðar: 1. Við trú- um á hið góða og viljum efla þau gæði sem styrkja okkur til ríkari samveru. 2. Við teljum jafnvægi manns og náttúru vera forsendu lífs á jörðinni. 3. Við teljum Eddu- kvæði meðal helgra fjársjóða mannkynsins.11 Tilgangi félagsins er ekki lýst í lögunum en í 3. gr. segir, að félag- ið hyggist ná tilgangi sínum með því: „1. Að halda veislur og listileg- ar samverustundir viðhafðar á stóru stundunum í lífi voru.“ í 5. gr. eru nefnd til sögunnar „goðar og gyðjur“ sem „hafa það hlutverk öðru fremur að veita ráðgjöf. Enn- fremur eru goðar og gyðjur leið- andi við helgar veisluathafnir fé- lagsins." Að því er ég best fæ séð er þarna meira sagt en geti falist í hugtökun- um þjóðmenning og minjar! „Á þjóðveldisöld voru engin Ásatrúarfé- lög,“ segir Tryggvi ennfremur og heldur fram, að þá hafi sjálf- stæðir bændur byggt hof sín eða blóthús sjálfir rétt eins og um einkamál þeirra hafi verið að ræða. Þá tekur hann dæmi af bænda- kirkjum eins og þar sé um einkafyrirtæki bænda að ræða. I slík- um skrifum kemur fram grundvallarmisskilningur bæði á eðli átrúnaðar og á eðli hins forna þjóðfélags. Átrúnaður Ef einhverjir vilja koma upp minjahofi fyrir ferðamenn, segir Einar Signrbjörnsson, verða þeir að hafa samvinnu við sérfræðinga sem þekkja heimildir um forna háttu og eru færir um að túlka þær., er tæpast einkamál og var það alls ekki í hinu forna þjóðfélagi. Þá var átrúnaður undirstaða þjóðfélagsins, vörn þess. Því var hann líka varinn af lögunum. í hinu heiðna þjóðfélagi var goðgá refsivert athæfi eða hvers vegna var Hjalti Skeggjason dæmdur út- lægur? Heiðingjar töldu líka guði sína einhvers megnuga, jafnvel Einar Sigurbjörnsson svo, að eldur sá sem upp kom árið 1000 og beindi hrauni að bæ eins kristna goðans var talinn refsing af hálfu guðanna. Var kannske einn tilgangur blótsins að blíðka slíka guði? Ein Iög, einn siður, átrúnaður, var grundvallarlögmál hins forna þjóðfélags og árið 1000 var skipt um sið og lögunum gefin önnur undirstaða en áður var. En hvað með þjóðmenningu og hof? Það er hárrétt, að ferðamenn leita í löndum uppi það sem er sérstakt fyrir viðkomandi þjóð, bæði í menningu hennar og sögu. í Austurlöndum getum við heim- sótt hof og musteri annarra trúar- bragða. Víða í Evrópu getum við skoðað rústir af hofum og muster- um horfinna trúarbragða og auk þeirra komið í kirkjur sem guðshús lifandi safnaða og líka skoðað byggingar nýrra trúarhreyfinga sem hafa skotið rótum þar á síð- ustu árum og áratugum. Páfagarð- ur er miðstöð lifandi trúar. Hall- grímskirkja í Reykjavík og aðrar kirkjur landsins eru samkomustað- ir lifandi trúarsafnaða og opnir öllum, bæði þeim sem aðeins koma sem ferðamenn og þeim sem vilja eiga þar helgar stundir. Minjakirkj- ur eru líka til á landinu og eru minnismerki um fornan bygging- arstíl handa ferðamönnum að skoða. Ef einhveijir menn á Is- landi vilja koma upp minjahofi til þess að geta sýnt ferðamönnum hvernig guðsdýrkun fór fram í landinu fyrir árið 1000, þá verða þeir að hafa um það samvinnu við þá sérfræðinga hér á landi sem þekkja heimildir okkar um forna háttu og eru færir um að túlka þær. Hofið sem Tryggvi ætlar sér að reisa í Grindvík byggist ekki á sérfræðiáliti þeirra sem tii þekkja og verður ekki minjar um annað en hugmyndafræði félagsskapar- ins Vors siðar. Tryggvi segir mig hafa atað trú annarra, og þá væntanlega sína, auri í grein minni. Ekki kannast ég við það. Hann verður hins veg- ar sjálfur að hafa betur skilgreind markmið með því sem hann gerir og gæta sín á því að fá fólk ekki óvitandi með sér út í eitthvað sem það veit ekki hvað er. Það gerðist í Grindavík í sambandi við sólar- véið. Það getur gerst í sambandi við hofið. Höfundur er prófessor í guðfræði. Verður lagabreyt- ingin til að lækka verð jarða? ÞAÐ ER eitt helsta einkenni EES-samn- ingsins, að sérréttindi íslenskra ríkisborgara eru afnumin og Vestur- Evrópubúum veittur sami réttur og íslend- ingum til rekstrar fyrir- tækja, til viðskipta og eignakaupa. Hættan sem af þessu stafar er einkum sú, að erlendir fjármálamenn og stór- fyrirtæki öðlist eignar- hald á íslensku landi og náttúruauðlindum. Því miður var í tíð núverandi ríkisstjómasr fallið frá því að setja fryrvara í samninginn af íslands hálfu hvað þetta atriði varðar. I þess stað boð- Hvort tveggja getur tor- veldað sölu á jörðum, segir Ragnar Arnalds, og valdið því að þær lækki í verði. uðu forystumenn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, að settar yrðu „ör- yggisgirðingar“ í íslensk lög, fyrst og fremst jarðalögin, sem kæmu að sama gagni án þess að stangast á við samninginn. Nú eru bráðum liðin tvö ár síðan samningurinn var samþykktur á Alþingi o g enn hafa margumræddar „girðingar" ekki verið lögfestar. Ástæðan er sú eins og andstæðing- ar EES-aðildar vöruðu við, að mjög erfitt er að setja slík ákvæði í lög án þess að það bitni á íslendingum sjálfum og skaði hagsmuni ís- lenskra bænda. Fyrirhuguð breyting á jarðlögum sem ráðherra hefur kynnt á Alþingi er fólgin í því, að þinglýst verði sem kvöð á jörðum, að væntanlegir kaupendur hafi búsetu í allt að fimm ár á jörðinni eða innan eðlilegrar íjarlægðar frá henni til að nýta hana. Sé um að ræða jarðir sem nýttar eru til landbúnaðar, þarf kaupandi að hafa starf- að við landbúnað í fjög- ur ár. Með þessu er verið að þrengja mjög mögu- leika á því að taka jarð- ir úr landbúnaðarnot- um. En um leið er verið að útiloka þá sem vilja hefja landbúnaðarstörf og ekki hafa starfað við þau áður. Hvort tveggja getur mjög torveldað sölu á jörðum og afleiðingin getur orðið sú á þeim samdráttartímum sem nú ganga yfir landbúnaðinn, að jarðeignir lækki enn frekar í verði og yrðu jafnvel óseljanlegar. Ekki veit ég, hvort bændur hafa almennt kynnt sér efni þessa frum- varps. En Búnaðarþing 1993 virðist hafa mælt með samþykkt þess. Þingfulltrúar á Búnaðarþingi virð- ast þó hafa haft áhyggjur af því óefni sem málið er komið í, því að þingið lagði til að ríkissjóður yrði skyldaður til að kaupa eignir sem ekki fengjust seldar vegna þessara nýju ákvæða, svo fremi að sveitar- sjóður hafni forkaupsrétti. Með öllu er óvíst, að á þessa lausn verði fallist, enda er ekki að sjá, að ráðherra hafi tekið neitt mark á þessari samþykkt Búnaðarþings, því að ákvæði af þessu tagi er ekki að finna í frumvarpinu. Það er þjóðarnauðsyn að sporna við óhóflegum fasteigna- og jarða- kaupum útlendinga. En EES-samn- ingurinn hefur sett íslenska bændur í mikinn vanda. Engin einföld lausn er sjáanleg önnur en sú, að þegar viðræður fara fram um tvíhliða samning við ESB verði mál þetta tekið til nýrrar skoðunar og tiyggur fyrirvari settur. Höfundur er alþingismaður. Ragnar Arnalds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.