Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dregur úr ávís- anafalsi TALSVERT hefur dregið úr ávísanafalsi. Kærufjöldi til Rannsóknarlögreglu ríkisins náði hámarki árið 1992 en kærum hefur fækkað veru- lega sl. tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá RLR bárust kærur vegna 2.043 tékka að upphæð 16,5 milljóna árið 1992. Árið 1992 voru þetta 3.168 tékkar að upphæð 20,5 milljónir, 1993 2.216 tékkar að upphæð 18,7 milljónir og á síðasta ári 1.763 tékkar að upphæð 14,1 millj- ón. Á milli áranna 1993 og 1994 nam fækkun tékkanna 20% og á upphæðum þeirra munaði 24,5%. Svo virðist sem minnkandi notkun ávísana með tilkomu debetkorta sé þegar farin að skila sér í minna ávísanamis- ferli. Námsbraut í MH fyrir heyrnarlausa í MENNTASKÓLANUM við Hamrahlíð er verið að setja á stofn sérstaka námsbraut fyr- ir heyrnarlausa og heyrnar- skerta. Hefst kennslan í þéss- um mánuði og verður til að byija með boðið upp á ís- lenskt táknmál, íslensku fyrir heyrnarlausa og ensku. ■ Námsbraut/Cl Kveikt í öskubílum REYNT var að kveikja í þrem- ur öskubílum sem stóðu í porti Vélamiðstöðvar Reykjavíkur- borgar í fyrrinótt með því að hella yfir þá eldfimum vökva og kveikja í. Lögreglumenn í eftirlits- ferð urðu varir við reyk frá Vélamiðstöðinni við Skúlatún 1 um klukkan hálftvö í fyrri- nótt. í ljós kom að eldur var laus í þremur öskubílum. Lög- reglumönnum tókst að slökkva eldinn en einhveijar skemmdir urðu þó á bílunum. Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Aldamótin 1. janúar 2001 • DR. ÞORSTEINN Sæmunds- son, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans, segir að engin spurning sé um að 21. öldin heíjist 1. janúar árið 2001, og um það séu allir tímatalsfræðingar sammála. „Ef við reiknum frá fæð- ingu Krists, eins og við höfum reiknað, þá er öldin ekki liðin fyrr en hundraðasta árið er liðið. En menn rangtúlka þetta ævinlega og það verður víst þannig áfram. Ég þykist vita að það verða ýmsir sem halda upp á aldamótin 1. jan- úar árið 2000, alveg sama hvaða rökum verður beitt,“ sagði Þorsteinn. FRETTIR Umboðsmaður um skattheimtu í bága við úrskurð ríkisskattanefndar Úrskurðiir bíndandi þrátt fyrir málshöfðun UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að skattyfírvöld- um beri að fara eftir úrskurði yfirskattanefndar, áður ríkisskattanefndar, þrátt fyrir að þau freisti þess að fá úrskurðinum hnekkt fyrir dómstólum, á meðan skýrri lagaheimild í gagnstæða átt sé ekki til að dreifa. Hann telur því að fyrirmæli ríkisskattstjóra til allra skattstjóra í landinu, um óbreytta skattfram- kvæmd þrátt fyrir úrskurð ríkisskattanefndar, hafi ekki átt sér stoð í lögum og fer fram á að þau séu afturkölluð. Forsaga kærunnar, sem umboðsmaður fjallaði um, var sú, að ríkisskattanefnd úrskurðaði í máli skattgreiðanda árið 1991, en málið fjallaði um skattmeðferð hlutabréfaeignar utan atvinnu- rekstrar. Ríkisskattanefnd féllst á kröfu skatt- greiðandans, en sú niðurstaða var andstæð þeirri framkvæmd sem viðgengist hafði. í framhaldi af úrskurði nefndarinnar fór ríkisskattstjóri fram á það við fjármálaráðuneytið, að tekin yrði sem fyrst afstaða um málshöfðun og féllst ráðuneytið á það. Þá sendi ríkisskattstjóri öllum skattstjórum bréf, þar sem segir að óvissa hafi skapast í fram- haldi af niðurstöðu ríkisskattanefndar. Meðan dómsmálið sé rekið fyrir dómstólum haldist fram- kvæmdin óbreytt. „Ái'éttar því ríkisskattstjóri hér með að áfram gilda áður fram settar reglur um meðferð á hluta- fé til eignar í skattskilum, nema niðurstaða dóm- stóla komi til með að leiða til annars,*1 segir í bréfinu. Bindandi úrskurður Skattgreiðandinn var ekki sáttur við, að ekki skyldi tekið tillit til úrskurðar ríkisskattanefndar, en fjármálaráðuneytið bar það fyrir sig að al- menna reglan um skattframkvæmd væri sú, að hún héldist óbreytt þar til deila um hana hafi endanlega verið til lykta leidd. Umboðsmaður segir, að eftir að úrlausn sé fengin hjá ríkisskatta- nefnd, nú yfirskattanefnd, og fyrir liggi úrskurð- ur gjaldanda í hag, sé alveg ótvírætt að skattyfir- völd hafi ekki heimild til að halda uppi skatt- heimtu gagnvart honum, sem fer í bága við úr- skurðinn. „Réttarstaðan á þessu sviði er því ótví- rætt sú, að úrskurðúr ríkisskattanefndar í hveiju máli bindur nefndina sjálfa, önnur skattyfirvöld á hlutaðeigandi sviði svo og gjaldanda. Þar til ríkisskattanefnd hefur sjálf löglega breytt úr- skurði sínum eða honum hefur verið hnekkt af dómstólum, er úrskurður ríkisskattanefndar bind- andi um úrlausn málsins.** Morgunblaðið/Kristinn Minnstur blóðþrýst- Mörg handtökin við sjávarsíðuna FLESTIR gerðu hlé á veiðum um hátíðarnar og notuðu margir tækifærið til að huga að veiðarfærum eða skipta um þau. Hér er verið að taka veiðarfæri frá borði og setja á vörubílspall. Tryggingastofnun Hugsanlega byggt undir starfsemina FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI berst formlegt svar frá Sameinuðum verktökum um kauptilboð á rúmum 4.000 fm í Höfðabakka 9 fyrir Tryggingastofnun i dag. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, segir að fram hafí komið að lítill áhugi væri fyrir til- boðinu af hálfu eigendanna. Hann segir að komið geti til greina að byggja undir stofnunina. Hann sagði að Sameinaðir verk- takar hefðu ekki áhuga á að taka hluta af húseign Tryggingastofnun- ar á Laugavegi 114 upp í kaupverð- ið og vildu fremur leigja en selja húsnæðið. Hann sagði aðspurður að skoða mætti hvort leiga gæti komið til greina. Þórhallur sagði að aðrir mögu- leikar yrðu skoðaðir um leið og hann benti á að erfítt gæti reynst að fínna nægilega stórt húsnæði í borginni. Því gæti komið til greina að byggja undir Tryggingastofnun. Stefnt er að því að flytja alla skrif- stofustarfsemi stofnunarinnar, sem nú er á þremur stöðum, á einn stað. Hjálpartækjabanki verður hins veg- ar áfram til húsa í Kópavogi. Bjórgjaldið verð- ur fellt niður mgur a vinnustað RANNSÓKN sem gerð var í Há- skóla íslands á blóðþrýstingi 95 karla á aldrinum 25-65 ára leiddi í ljós minnstan slagæðaþrýsting á vinnustað. Ástæða rannsóknarinnar er fjöldi óvissuþátta sem tengjast túlkun á blóðþrýstingsmælingum. Var þrýstingur ákvarðaður milli 15 og 17 með sjálfvirkum mæli á hægri handlegg karlanna og mælt á stofu/göngudeild, vinnu- stað og í heimahúsi. Þijár mæl- ingar voru gerðar hjá sama ein- staklingi á hverjum stað en aðeins ein á dag og reiknað meðaltal mæligilda fyrir hvem einstakling. í Ijós kom að slagæðaþrýstingur á stofnun mældist 150,2,127,7 á vinnustað og 134,7 heima fyrir og kom það á óvart, eins og segir í niðurstöðu. Hún er kynnt í tengslum við ráðstefnu um rannsóknir í lækna- deild HI sem hófst í gær og stend- ur til laugardags en þar verða kynnt 204 rannsóknarverkefni. ■ Sjúkdómar/5 FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að stjómvöld muni fara að tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella niður 35% aukagjald á innfluttan bjór. Það muni falla niður sjálfkrafa, verði lagafrumvarp um afnám einkarétt- ar ríkisins á innflutningi áfengis samþykkt á Alþingi. Hljóti frum- varpið ekki samþykki, verði gjaldið afnumið með sérstakri ákvörðun. Friðrik sagði í samtali við Morgunblaðið að ESA yrði svarað og tjáð að farið yrði að tilmælum hennar, en stofnunin telur gjaldið bijóta í bága við EES-samninginn. Ráðherra sagði að innlendum bjór- framleiðendum hefði verið tjáð að þeir ættu í vændum að missa þessa vernd. Innfluttur bjór gæti lækkað íverði um 12% „Innlendir framleiðendur hafa haldið því fram að þeir verði að sætta sig við óhagræði, vegna þess að pantanir til ÁTVR fari beint í hús, en innlendir framleið- endur verði sjálfír að bera dreifíng- arkostnað innanlands,** sagði Frið- rik. „Þeir telja þetta óhagræði nema 10-15%, sem ég tel reyndar ofmetið. Með nýju Iögunum breyt- ist þetta hins vegar, og allir standa jafnfætis. Þá er eðlilegt að gjaldið falli niður.“ Að sögn Syövu Bernhöft, inn- kaupastjóra ÁTVR, myndi kippa af sex hálfs lítra dósum af hol- lenzkum Heinekenbjór lækka úr 1.260 krónum í 1.110 krónur, eða um 12% ef gjaldið yrði aflagt, en það er lagt á cif-verð bjórsins áður en önnur álagning kemur til. Svava sagði að búast mætti við svipaðri verðlækkun, eða um 12%, á öðrum bjórtegundum við aflagn- ingu gjaldsins. Hins vegar útilokaði hún ekki aðspurð að innflutningskostnaður hækkaði eitthvað á sumum bjór- tegundum þegar innflutningur á áfengi yrði gefínn fijáls sam- kvæmt fyrirliggjandi frumvarpi fjármálaráðherra. J- I I » í i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.