Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 13 VIÐSKIPTI Krókur á móti bragði í átökunum um yfirráð yfir Stálsmiðjunni hf. Slippfélagið hefur keypt meirihlutann ífyrirtækinu Reykjavíkurhöfn vildi breiðari hóp eigenda heldur en fyrir var EIGENDASKIPTI hafa orðið á meirihluta hlutabréfa í Stálsmiðj- unni hf. eftir átök tveggja hópa um yfirráð yfír fyrirtækinu sem staðið hafa undanfarinn mánuð. Slippfé- lagið í Reykjavík og fleiri aðiiar hafa keypt stærstan hluta bréfa af Darra Gunnarssyni og fleirum, sem tryggðu sér meirihluta í Stálsmiðj- unni í desember. Boðað hefur verið til hluthafafundar 20. janúar, þar sem væntanlega verður kosin ný stjórn, að sögn Ragnars Hall, lög- manns Stálsmiðjunnar. Hinn nýi meirihluti mun væntanlega styðja Ágúst Einarsson, fráfarandi for- stjóra Lýsis hf., til að taka við stöðu framkvæmdastjóra. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun afstaða Reykjavíkur- hafnar hafa vegið þungt við eig- endaskiptin. Forsvarsmenn hennar hafi ekki viljað ganga til samninga við Stálsmiðjuna um kaup á dráttar- brautum fyrirtækisins við núver- andi stjórn fyrirtækisins, þar sem sá hópur sem stæði að Darra væri ekki nógu breiður til að fullnægja skilyrðum hafnarinnar. „Við höfum leitað eftir sem breið- astri hlutafjáreign. Við höfum beðið menn að halda áfram að vinna að því marki og núna er komin niðurstaða sem við teljum ásættanlega,“ sagði Hannes Valdimarsson hafnar- stjóri. „Menn verða svo bara að meta hvaða áhrif okkar afstaða hefur haft.“ Slippfélagið með 42% Ragnar Hall staðfesti að nýir aðil- ar væru komnir í meirihluta í Stál- smiðjunni eftir að Slippfélagið og aðrir hefðu keypt hlutabréf af Darra Gunnarssyni og fleirum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins á Gauloises ekki lengur ríkiseign París. Reuter. FRANSKA stjórnin hefur stigið mikilvægt skref í þá átt að af- nema tóbakseinkasölu franska ríkisins, Seita, með birtingu til- skipunar um að hafizt verði handa um að einkavæða hana. Seita er kunnust fyrir vindlin- gategundirnar Gauloises og Gita- nes, sem urðu tákn ýmissa kunnra Frakka, allt frá Edith Piaf til Jean-Paul Sartre. Seita hefur einokun á dreif- ingu allra tegunda tóbaks og vindlinga. Samkvæmt góðurn heimildum verður næsta skrefið að Edmond Alphandery efna- Slippfélagið nú um 26% hlut í Stál- smiðjunni eftir kaupin og hlutafjár- aukningu um 40 milljónir króna. Þá eiga Ásgeir Pálsson og Valgeir Hall- varðsson, formaður og varaformað- ur stjórnar Slippfélagsins um 8% hlut hvor, þannig að þeir og félagið eiga samtals yfir 42% hlut. Aðrir stærstu hlut- hafar eru Hraðfrysthús Eskifjarðar, Björgun hf. og Ágúst Einarsson með 5-6% hlut hver. Darri og faðir hans, Gunnar H. Bjarnason, sem var framkvæmda- stjóri gömlu Stálsmiðjunnar þar til fyrir rúmum áratug, eiga ennþá 0,5% hlut hvor. Þeir og fleiri aðilar keyptu 52% af hlutafé Stálsmiðj- unnar snemma í desember og fengu þar með forkaupsrétt að hlutafjár- aukningunni. Ný fimm manna stjórn var kjörin á hluthafafundi 27. desember og var Darri kjörinn þar á meðal. hagsráðherra biður nefnd um einkavæðingu að áætla fyrirtæk- ið til verðs. Alphandery sagði í síðasta mánuði að Seita og tryggingafyr- irtækið (AGF) yrðu seld í byrjun þessa árs ef gott verð fengist. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hyggst stjórnin halda um 10% hlut í fyrirtækinu og selja almenningi 47.5%, hörð- um kjarna tryggra hluthafa 35%, starfsmönnum fyrirtækis- ins 5% og löggiltum tóbaks- sölum 2.5%. Áhyggjur bænda Alphandery hefur sagt að Seita muni lögum samkvæmt standa við langtima samninga um kaup á tóbaki frá frönskum bændum. Ottazt hefur verið í tóbakshéruðum Suðvestur- Frakklands við ána Dordogne að sala ríkiseinokunarinnar muni stofna franskri tóbaksfram- leiðslu í hættu. Kaup þeirra Darra og Gunnars á meirihluta í Stálsmiðjunni mun hafa komið sumum núverandi eig- endum á óvart og mun Ágúst Ein- arsson meðal annars hafa stefnt á stöðu framkvæmdastjóra í Stál- smiðjunni þegar hann lét af störf- um hjá Lýsi. Eftir kaup- in í desember var rætt um að Darri tæki við stöðu framkvæmda- stjóra af Skúla Jónssyni, en nú eru sem sagt aftur talið líklegt að Agúst verði valinn í starfið. Tilboð Reykjavíkur lykilatriði Stálsmiðjan hefur verið í greiðslustöðvun síðan snemma árs- ins 1994, en í september gaf Reykjavíkurhöfn út viljayfirlýsingu um að hún myndi kaupa dráttar- brautir fyrirtækisins fyrir 70 millj- ónir króna og leigja Stálsmiðjunni aftur að uppfylltum ákveðnum skil- FYRIRTÆKIÐ F&A við Fossháls í Reykjavík hefur ákveðið að hætta smásölu og snúa sér að innflutningi og vörudreifingu til smærri kaup- manna í Félagi dagvörukaup- manna. F&A hefur rekið smásölu- verslun undanfarin þijú ár og hefur lagt áherslu á lágt verð á vörum sem fyrirtækið flytjr sjálft inn. Á félagsfundi skömmu fyrir ára- mót var samþykkt að ganga til samninga við F&A um samstarf um innkaup. Stefna kaupmenn að því að knýja fram leiðréttingu á meintri mismunum í kjörum heildsala og framleiðenda gagnvart smærri verslunum. yrðum, þar á meðal gerð nauða- samninga við kröfuhafa og hluta- íjáraukningu. Var þá Aflvaka Reykjavíkur m.a. falið að hálfu hafnarinnar að leita leiða til þess að koma á frekari hagræðingu eða sameiningu fyrirtækja innan skipa- smíðaiðnaðarins sem gæti stuðlað að sterku íslensku fýrirtæki er hefði burði til að mæta erlendri sam- keppni. Kauptilboð Reykjavíkurhafnar var talið algert lykilatriði til þess að hægt væri að tryggja rekstur fyrirtækisins, en hinn nýi hópur eigenda undir forystu Darra átti, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, við ramman reip að draga við að fullnægja skilyrðum Reykja- víkurhafnar. Þeir hafi því ákveðið að semja um að selja hlutsinn hópn- um sem Slippfélagið og Ágúst Ein- arsson stóðu að. Sameinast skipasmíðastöðvar? Morgunblaðinu er kunnugt um að viðræður hafa staðið yfir í nokk- urn tíma um hugsanlega samein- ingu Stálsmiðjunnar við Þorgeir og Ellert á Akranesi og hugsanlega fleiri aðila í skipasmíða- iðnaðinum. Hinir nýju eigendur munu hafa gefið út yfirlýsingu um að þeir væru reiðubúnir til að ganga til viðræðna um hagræðingu og ef til vill sam- einingu innan iðnaðarins. Þeir voru einnig tilbúnir að bjóða starfs- mönnum Stálsmiðjunnar forkaups- rétt að 4 milljónum í hinu nýja hlutafjárútboði. Þessi atriði munu einnig hafa haft áhrif á framvindu mála. Ekki náðist í Darra Gunnarsson í gær og Gunnar H. Bjarnason sagð- ist ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Friðrik G. Friðriksson, kaupmað- ur í F&A, sagði að sá möguleiki væri fyrir hendi að fyrirtækið gæti í samstarfi við Félag dagvörukaup- manna tekið að sér dreifingu á öll- um vörum. Kaupmenn myndu hins vegar eiga kost á að sækja vörur til F&A eða að samið yrði um dreif- ingu við einstaka heildsala og fram- leiðanda. „Samkeppnisstofnun ætlar að skila áliti sínu í janúar og við höf- um vissar væntingar um hver niðurstaðan verður. Við ætlum að vera tilbúnir að gera magninnkaup og fá þannig sama afslátt og aðr- ir.“ Svíar með stærsta trjávöru- fyrirtækið Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA fyrirtækið Svenska Cellulosa AB (SCA) hefur skýrt frá því að það muni kaupa 1.2 milljarða marka hlut í Papierwerke Waldhop-Aschaffenburg (PWA) í Þýzkalandi og mynda stærsta tijávörufyrirtæki Evrópu. Svenska Cellulosa mun kaupa 60% hlut í PWA, að- altijávörufyrirtæki Þjóðveija. Hlutabréfin eru keypt af Bay- enwerk, dótturfyrirtæki fýrir- tækjahópsins VIAG, Bayer- ische Hypotheken und Wác- hselbank og fleiri aðilum. Sænska fyrirtækið boðar víðtæka endurskipulagningu á rekstri SCA og PWA. Hjá fyrirtækjunum starfa 35,000 manns og samanlögð sala þeirra nemur 56 milljörðum sænskra króna eða 7.5 millj- örðum dollara. Umsvifamestir Samkomulagið er háð sam- þykki eftirlitsstofnana Evr- ópusambandsins. SCA segir að kaupverðið hafi verið um 20% yfir markaðsverði. Ake Rietz, aðstoðarforstjóri SCA, segir ekki standa til að kaupa öll hlutabréf í PWA, sem er þriðja mesta fyrirtæki á sínu sviði í Evrrópu með 13% markaðshlutdeild. Compaq stærst í heimi COMPAQ Computer er stærsta tölvufyrirtæki í heimi og hefur tekið við forystunni af IBM. Áttu þessi umskipti sér stað á síðasta ári en þá töpuðu IBM og Apple veru- legri markaðshlutdeild en Compaq og Packard Bell Electronics juku sína. Talið er, að sala einkatölva hafi aukist um 27% á síðasta ári eða helmingi meira en áður hafði verið búist við. Er það ekki síst margmiðlunar- byltingin, sem hefur ýtt undir meiri kaup. Áætlað er, að Compaq hafi selt 4,8 milljónir einkatölva á síðasta ári og er hlutur fyrir- tækisins á heimsmarkaði þá kominn í 10% en var 8,1% 1993. Þá var það í þriðja sæti. Compaq hefur hagnast á ýmsum inistökum IBM og svo nefnt sé dæmi þá spáði fyrirtækið réttilega fyrir um mikla jólasölu meðan IBM vanmat hins vegar söluna verulega. Ágúst líklegur framkvæmda- stjóri Kauptilboð hafnarinnar lykilatriði Verslun F&A ísamstarf við dagvörukaupmenn Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Esju - Opin frá ki. 10-I8, Laugavegi 164

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.