Morgunblaðið - 07.01.1995, Page 19

Morgunblaðið - 07.01.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 19 Táknfræði ogtákní myndlist FYRIRLESTUR doktors Gunnars Kristjánssonar um táknfræði og tákn í myndlist verður í Hafnar- borg, lista og menningarstofnun Hafnarfjarðar, mánudaginn 9. jan- úar kl. 20. Að fyrirlestrinum loknum verða samræður um viðfangsefnið í kaffi- stofunni fram eftir kvöldi. Þetta er annar af íjórum fyrir- lestrum doktors Gunnars í Hafnar- borg í vetur um myndlist í trúar- og trúarheimspekilegu ljósi. Fyrir- lestrarnir og samræðurnar í kjölfar- ið eru liður í undirbúnigi fyrirhug- aðrar samsýningar myndlistarfólks næsta vor og því eru allir þeir myndlistarmenn sem hafa hug á að vera með á samsýninguni hvatt- ir til að mæta á fyrirlesturinn, seg- ir í kynningu. -----*—*—*--- Þjóðleikhúsið Helgi Skúlason kominn í Gauks- hreiðrið BRÁTT hefjast sýningar á ný á leikritinu Gaukshreiðrið eftir nokk- urra vikna sýningarhlé. Þær breyt- ingar hafa orðið á hlutverkaskipan að Helgi SKúlason tekur við hlut- veri Scanlons, eins af sjúklingunum á geðsjúkrahúsinu, af Erlingi Gísla- syni. Gaukshreiðrið var frumsýnt á síðastliðnu leikári, var tekið upp aftur í upphafí þessa leikárs og hefur verið sýnt við miklar vinsæld- ir, segir í kynningu. Sýningum fer nú fækkandi, bæði vegna þrengsla í leikmynda- og leikmunageymslum ÞJóðleikhúss- ins og vegna þess að leikarar í Gaukshreiðrinu þurfa að snúa sér að öðrum verkefnum innan hússins. Fyrsta sýning á þessu ári er 13. janúar. —............ Einar Garibaldi sýnir í Gerð- arsafni EINAR Garibaldi Eiríksson opnar málverkasýninguna Flekar í Gerð- arsafni-Listasafni Kópavogs, laug- ardaginn 7. janúar ki. 16. Þetta er fjórða einkasýning Einars, en áður hefur hann tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og á Ítalíu, þar sem hann stundaði framhaldsnám í myndlist. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18 og lýkur sunnudaginn 22. janúar. TÓNLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Varése: Arcana; Atli Heimir Sveins- son: Flautukonsert: Berlioz: Symp- onie phantastique. SÍ undir stórn Osmos Vánskii. Fimmtudagur 5. janúar. FYRIRTAKS aðsókn varð að fyrstu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á nýja árinu á fimmtudagskvöldið var, og mun síður en svo einsdæmi, sem betur fer. Hið óvenjulega við þessa að- sókn var hins vegar prógrammið: Burtséð frá hinni óslítandi „Hug- óruhljómkviðu" Berlioz samanstóð það af framsæknum 20. aldar tón- verkum, er þykja að öllu jöfnu hafa áhrif á aðstreymi tónleika- gesta, sem eru þveröfug á við, segjum, sinfóníur eftir Beethoven. A.m.k. hefur nafnið Varése haldið fullum fælingarmætti sínum á al- menna hlustendur gegnum árin. En ríkjandi hegðunarmynztur sunnar í álfu virðast ekki gilda í einu og öllu hér á landi, þar sem áhugasvið einstaklinga skarast þvers og kruss, óháð tekju- og stéttaskiptingu. Hversu mikils virði slíkt er, verður ljóst þegar sést, að í syðri nágrannalöndum er hlustun á listmúsík umsvifalaust stimpluð sem „hástéttarfyrir- brigði“, hvort sem sá stimpill bygg- ist á staðreyndum eða sé bara pólitískur. Reyndar kom fleira til þetta kvöld, því Sinfóníuhljómsveitin birtist í þetta sinn meira en þriðj- ungi stærri en venjulega, eða skip- uð yfir 120 hljóðfæraleikurum. Slíkur massi hefur alltaf aðsóknar- hvetjandi áhrif, enda fjöldi hljóm- listarmanna jafnvel meiri en í Nifl- ungahringssveitinni á sl. Listahá- tíð. Ástæðan fólst í því, að þessir fimmtudagstónleikar voru liður í námskeiðshaldi fyrir Sinfóníu- hljómsveit æskunnar, og léku 43 meðlimir SÆ með SÍ við þetta tækifæri. Og vissulega var hinn mikli massi glæsilegur á að hlýða, og gaman aldrei þessu vant að heyra fullskipaða sinfóníuhljómsveit með 64 strengjahljóðfæri í strokdeild- inni einni. En eins og endranær hafði látúnsblásturinn vinninginn í vígbúnaðarkapphlaupinu, enda gerir salur Háskólabíós nákvæm- lega ekki neitt fyrir strengjahljóm- inn; ómtíminn er svo lítill, að marg- ar tónhendingar verða andstuttar fyrir vikið. Að sönnu ömurlegt ástand að búa við, sé eitthvað hæft í þeim kvitti, að Reykjavík stefni að því að verða menningar- höfuðborg Evrópu árið 2000. En kannski lagast hljómburðurinn í Laugardalshöllinni nægilega mikið við stækkunina fyrir handbolta- HM til að geta gegnt hlutverki tónleikahúss til bráðabirgða. Hver veit? ANTIK ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN RÝMUM TIL FYRIR NÝJUM VÖRUM OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 BORG ctntik Faxafeni 5, sími 814400. Andrúms- loftúr öðrum heimi Óhjákvæmilegur fylgifiskur svona margra íhlaupamanna er auðvitað minni nákvæmni; ekkert kemur í staðinn fyrir daglega sam- æfingu árið um kring. En burtséð frá einu viðkvæmu tilviki í Berlioz, þar sem hin stóraukna 1. fiðla hljómaði eins og hræddir andar- ungar á svelli í iðandi 16-parta nótnakösinni, stóð hið fjölmenna íhlaupalið sig með stakri prýði og mátti vart heyra örðu á tónanna glampandi glæsivegg. Hvað sem segja má um Edgar Varése, þá gerist nútímatónlist Vesturlanda - enn þann dag í dag - ekki öllu „nútímalegri“ en tón- listin í verki eins og Arcana, sem frumflutt var 1927. Varése virðist hafa verið 30, ef ekki 40, árum á undan sinni samtíð með því að semja að msetu óháð stefrænni hugsun í lagferli og hrynjandi, nærri alfarið út frá ómlit, og nota í þokkabót ómstreitur af svæsn- ustu sort meira eða minna út í gegn. Slíkur maður hlaut að upp- skera hroðalega gagnrýni, meðan „djarfasta" tónlist sem samtíminn þekkti var Vorblót Stravinskys og Ala et Lolly eftir Prokofiev. I dag tengir óbundirbúinn hlustandi ósjálfrátt hið krassandi „sánd“ Varéses við ofbeldis- og hryllings- myndir, og ef barnavernd á þessu landi stæði undir nafni, væri svona tónlist fyrir löngu bönnuð innan 16 ára. Sinfóníuhljómsveitin flutti þetta síunga vorblót vélaaldar af bráð- smitandi innlifun undir hvetjandi stjórn Osmos Vánská. Flautukonert Atla Heimis Sveinssonar (eða F/autna-konsert, því einleikarinn þenur þar bæði pikkóló og japanskt shakuhachi, fyrir utan þverflautuna í C) hefur elzt undravel, síðan hann var frum- fluttur 1973 og endurfluttur 1977. Fátt úreldist annars jafn miskunn- arlaust en hátízka gærdagsins, en þó að konsertinn hafi orðið til, þegar „konsept“-listhyggjan var í hámarki, virðist ekkert af því góssi, sem verkið tók í arf frá sam- tímanum, hafa verið ofnýtt; kon- sertinn hljómar jafn ungur og ferskur og hefði hann verið saminn í dag. Ef maður má gerast svo frakkur að lesa þann boðskap úr verkinu, að innri friður og íhugun sé mönnum nauðsyn í ærandi hvunndagsamstri, þá er sá boð- skapur jafnvel enn meira brenn- andi nú en fyrir 20 árum. Kolbeinn Bjarnason blés af yfir- vegaðri hógværð og Zen-rænu inn- sæi, og Sinfóníuhljómsveitin (smækkuð niður í kammersveitar- stærð) fylgdi stjórnandanum af stakri natni og snerpu. Symphonie phantastique kann að flokkast meðal „stríðsfáka" tón- bókmenntanna í dag, en hún á engu að síður sammerkt með Arc- ana eftir Varése að vera langt á undan samtíðinni (frumflutt nærri 100 árum fyrr, eða 1830). Ekki svo mjög hvað tónamál snertir - Berlioz var hvorki sérlegur melód- isti af guðs náð né meiriháttar til- þrifamaður í raddfærslu - heldur í hugsun (= konsept) og orkestrun. Hugóruhljómkviðan er af mörg- um talin fyrsta prógrammsinfón- ían, upphafið á sinfóníska ljóði Liszts, auk þess sem nýjungar Berlioz í meðferð sinfóníska hljóð- færisins áttu sér enga hliðstæðu fram að Stravinsky. Það kann að vera erfitt að ímynda sér það, en með þessu verki hefur Berlioz eflaust gengið jafnharkalega fram af sinni samtíð og Varése af sinni. Og með handanhyggju flautukon- sertsins í huga má því segja, að hin fljótt á litið sundurleita dag- skrá hafi tengzt saman með sam- eiginlegri fram- eða handanþrá verkanna. í öllum tilvikum gætu tónskáldin, hvert á sinn hátt, virzt vera að segja (með orðum Stefans Georges í 2. strengjakvartetti Schönbergs): ich spiire Luft/ aus andere Planeten .. . Ég kenni and- rúmslofts úr öðrum heimi. Sinfóníuhljómsveitin lék Symp- honie phantastique af sannkölluð- um eldmóði, og hefur verkið trú- lega aldrei fyrr ómað af jafnmikl- um glæsileika á þessu landi, enda þótt einstaka fínessur færu út með baðvatninu í meðförum risahljóm- sveitarinnar. Það dró þó ekki úr ánægju tónleikagesta. Hér var ekkert gefið eftir, og leikgleðin uppi á palli var ósvikin. Ríkarður Ö. Pálsson. Viðreisn þorskstofnsins Hótel Sögu - föstudaginn 13.janúar 1995 Sjávarútvegsráðuneytið gengst fyrir ráðstefnu um langtímanýtingu fiskistofna 13. janúar nk. Ráðstefnan er ætluð forystumönnum í sjávarútvegi, stjórnmálamönnum, vísindamönnum, opinberum aðilum og áhugafólki um sjávarútvegsmál. 11:30 Innritun 12:00 Hádegisverður í Ársal. Ávarp: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra 13:30 Hrun og uppbygging þorskstofnsins við Kanada: Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada 13:50 Fyrirspumir 14:00 Hagkvæm nýting fiskistofna. I. Fiskifræðilegur grunnur aflareglu: Gunnar Stefánsson, tölfræðingur og formaður veiðiráðgjafamefndar Hafrannsóknastofnunarinnar 14:20 Hagkvæm nýting fiskistofna. II. Hagfræðilegurþáttur aflareglu: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar 14:40 Fyrirspumir 15:00 Kaffihlé - veitingar 15:20 Stjómunarhættir - besta leiðin til þess að tryggjaframtíðar hagsmuni vegna nýtingarfiskistofna: Doug Butterworth, prófessor í stærðfræði við University of Cape Town, Suður-Afríku 15:50 Fyrirspumir 16:00 Árangursríkasta leiðin til að ná hámarksafrakstri fiskistofna til lengri tíma Pallborðsumræður: Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Guðrún Marteinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni Kristján Halldórsson, skipstjóri hjá Utgerðarfélagi Akureyringa hf. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corp. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf. Þorvaldur Garðarsson, skipstjóri 17:15 Ráðstefnulok 17:30 Móttaka í boði Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra fyrir ráðstefnugesti Ráðstefnustjóri; Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf. og stjómarfomiaður Hafrannsókna- stofnunarinnar Ráðstefnugjald er krónur 3.500. Innifalið í verðinu er hádegisverður, kaffi og fundargögn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 10. janúar nk. til KOM hf. í síma (91) 62 24 11 eða með faxi (91) 62 34 11. Ræður erlendra ræðumanna verða túlkaðar samtímis af ensku á íslensku. Skipuleggjendur ráðstefnunnar áskilja sér rétt til að breyta dagskrá vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Umsjón og skipulagning KOM hf. V. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.