Morgunblaðið - 07.01.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.01.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 33 BREF TIL BLAÐSINS Hvað er að Bryndís(i)? Frá Önnu Maríu Einarsdóttur: VEGNA skrifa Bryndísar Schram í Bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu 24. desember sl., gat ég ekki á mér setið og hripað niður nokkrar hug- leiðingar um þann grátbroslega farsa sem mál utanríkisráðherrafrú- arinnar er orðinn, eða á ég heldur að segja harmleik? Sjötta dags komplex hijáir hana illilega, en hann lýsir sér í því að guðdómleg þörf verður yfirsterkari skynseminni eða eins og biblían segir: „Og Guð leit alt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.“ (Mós. 1.31) Þó að almenna siðfræði virðist skorta nokkuð á háskólamenntun Bryndísar er engum blöðum um það að fletta að hún er ákaflega vel menntuð kona, víg á fjöldann allan af erlendum tungumálum og ljóst er að Alþýðuflokkurinn með utanrík- isráðherra í fararbroddi ætti fyrir löngu að vera búinn að beita sér fyrir því að fá stofnað embætti mót- tökustjóua íslands því, að þar mundi kona eins og Bryndís bera höfuð og herðar yfir andstæðinga sína. Utanríkisráðherrafrúin hefur nú að eigin sögn „verið starfandi hjá utanríkisráðuneytinu í sex ár“. En mér er spurn: Hver réð utanríkisráð- herrafrúna í ráðuneytið að henni forspurðri að því er virðist? Var það íslenska þjóðin? Eða er þetta starf á einhveijum misskilningi byggt? Réði íslenska þjóðin Bryndísi Schram, með kosningu Jóns Bald- vins Hannibalssonar til þings? Er þetta að verða eins og í stórmörkuð- unum, kaupir einn og færð annan í kaupbæti? Er þetta nauðsynlegt? Það er engin furða þó að Bryndís sé sár út í íslensku þjóðina fyrir að vilja ekki greiða henni laun fyrir alla þá aðstoð sem hún veitir hús- bónda slnum með móttöku ráðherra, embættismanna, skálda, rithöfunda, blaðamanna, sendiherra, ræðis- manna, lækna, ferðamálafrömuða og eiginkvenna erlendra gesta. Mér er spurn: Hvað er utanríkis- ráðherra að vilja með að bjóða til sín skáldum og rithöfundum? Er það ekki hlutverk menntamálaráðherra? Hvað er hann að vilja með að bjóða til sín læknum? Er það ekki hlutverk heilbrigðisráðherra? Hvað hafa opin- berir embættismenn að gera í mót- tökur hjá utanríkisráðherra, duga venjulegir fundir ekki lengur? Mót- taka ráðherranna er heldur ekki skiljanleg, þar sem íslenska þjóðin hefur komið sér upp fundarstöðum úti í bæ fyrir ríkisstjórnina. Hvað stendur þá eftir? Jú, ræðismenn, sendiherrar og ferðamálafrömuðir og eiginkonur erlendra embættis- manna. Eðlilegt verður að teljast að bjóða slíku fólki upp á eitthvað „smartara“ en fund í ráðuneytinu eða kvöld- eða hádegisverð á ein- hveijum af okkar fínu veitingastöð- um, s.s. Perlunni, Hótel Holti, Hótel Sögu eða Skíðaskálanum í Hveradöl- um, svo að dæmi sé tekið. Eftir þessa samantekt er mér spum: Er þetta nauðsynlegt? Svarið er nei, þetta er ekki nauðsynlegt. Við erum í raun mjög illa stödd fiski- mannaþjóð og höfum ekki efni á að haga okkur eins og hér vaxi gull á tijánum. Auk þess, eftir því sem ég hef næst komist, hundleiðist boðs- gestum móttakanna stöðug veislu- höld og vildu heidur nota þennan tíma í eitthvað gagnlegra eða að minnsta kosti em það orðin sem ég heyri, þó að alltaf sé einhver hópur þessara boðsgesta sem nýtur þess að berast á og vera einn af „fína fólkinu" eins og sagt er. (Hvert sem þetta fína fólk er nú.) Varðandi þann reikning sem Bryndís Schram hyggst nú leggja inn, til greiðslu, í utanríkisráðuneyt- ið að upphæð 530.000 kr., er aðeins eitt um að segja; fái frú Bryndís reikninginn greiddan er gróflega gengið fram hjá þeirri verktaka- starfsemi sem fyrir er í landinu, og tekur að sér þjónustu af þessu tagi, með því að halda ekki útboð og gefa öllum kost á að sitja við sama borð frá upphafi. En verði af þessari greiðslu þrátt fýrir allt og allt vil ég benda utanríkisráðherrafrúnni á að af tekjum sem þessum ber að skila virðisaukaskatti sem eru rúmar 104.000 kr. en á móti geti hún lagt fram virðisaukaskatt af útlögðum kostnaði. Það er þeim kostnaði sem kvittanir era til fyrir. Þjóðin búin að fá nóg Það sem fram hefur komið um ferðalög og dagpeninga Bryndísar og reyndar annarra ráðherrafrúa er alvarlegt mál fyrir íslensku þjóðina. Era ráðamenn þjóðarinnar virkilega svo ósjálfstæðir að þeir þurfa mann- inn með sér í hveija ferðina á fætur annarri? Hvað með faxtæki, dikta- fóna, kjöltutölvur, símafundi og þess háttar? Geta menn ekki nýtt sér tæknina? Ef ekki, hvernig væri þá að fá ritara frá sendiráðum íslands í því landi sem viðkomandi fundur er, að láni í þær tíu mínútur sem tekur að vélrita eina ræðu? Ég get á engan hátt viðurkennt þörf utan- ríkisráðherra fyrir aðstoð frúarinnar eða annarra aðstoðarmanna í útlönd- um. Eiginkonur forvera hans í starfi hafa að minnsta kosti ekki þurft að ganga í þessi störf nema svona end- ram og sinnum og þá meira til að vera í fjölskyldutengslum við eigin- manninn, sem lítið er heima. Nei, herra utanríkisráðherra og frú, ís- lenska þjóðin er orðin fullsödd af svona uppákomum, nú verða allir að leggjast á eina sveif með að spara svo að hægt sé að lifa mannsæm- andi lífi hér á landi. íslendingar eru orðnir langþreyttir á að herða sultar- ólina og horfa svo á ijármuni þjóðar- innar fjúka burt í veisluhöldum og utanlandsferðum. Ég minni á að breska þingið gerði athugasemd við eyðslu ráðherra bresku ríkisstjórnar- innar til handa eiginkonum þeirra og nam sú upphæð þó ekki nema rétt rúmri einni milljón og tvö hundr- uð þúsund krónum. Ef Bretar hafa ekki efni á að halda uppi slíkum leik hafa íslendingar það enn síður. Þó að dagpeningagreiðslur þeirra hjóna á Vesturgötu 38 nemi ekki neinni gífurlegri upphæð, og hreint ekki sanngjarnri, að frúarinnar mati, langar mig að benda á að fyrir 3,5 milljónir er eflaust hægt að stytta biðlista þeirra 153 manna sem bíða eftir hjartaaðgerð eða þeirra 1.164 manna sem bíða eftir bæklunarað- gerð o.s.frv. Og nú getur þjóðin spurt sig hvort sé mikilvægara, utanlands- ferðir og móttökur einstaka þjóðfé- lagshópa éllegar líf þeirra einstakl- inga sem bíða aðgerða á sjúkrahús- um landsins. ANNA MARÍA EINARSDÓTTIR, Laugavégi 61, Reykjavík. HOSTA HÓTEL- OG FERÐAMÁLASKÓLI í SVISS 35 ára reynsla - námskeið kennd á ensku. Viðurkennt í bandarískum og evrópskum háskólum. HÓTELREKSTRARNÁMSKEIÐ M/PRÓFSKÍRTEINI • Almennur rekstur og stjómun - 1 ár. • Framkvæmdastjómun - 2 ár. FERÐAMÁLAFRÆÐI M/PRÓFSKÍRTEINI • Almennt ferðaskrifstofunámskeið - 1 ár. (innif. viðurkennt IATA/UFTAA námsk. m/prófskírteini) • Framkvæmdastjóm - 1 ár. Fáið upplýsingar hjá: HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL, 1854 D LEYSIN, SVISS. Sími 00 41 -25-342611, fax. 00 41 -25-341821. arrokk - roccoko ^ beðið hefur veria eftir Sófasett 3+1+1+ borð+ 2 auka stólar aðeins kr. 183.000 stgr. allt settið. Litir: Bleikt, rautt og drapplitað. Einnig kommóður, skatthol, bókahillur, skrifborð o.fl. Opið í dag, laugard., kl. 10-14. Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375. (D - kjarni málsins! MESSUR Á MORGUN Guðspjall dagsins: Þegar Jesús var tólf ára. (Lúk. 2.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Einsöngur Kristín Sigtryggsdótt-/ ir. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Ingólfur Guðmundsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Sigrún Óskarsdóttir. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14.00. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Engin messa í dag. LAUGARNESKIRKJA: Lesmessa kl. 11.00. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Opið hús frá kl. 10.00. Munið kirkjubílinn. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Sr. Frank M. Hall- dórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Viera Gulasciova. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barna- starf á sama tíma í umsjá Elín- borgar Sturludóttur og Sigurlínar ívarsdóttur. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14.00. Organleikari Sig- rún Steingrímsdóttir. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra í guðsþjónustunni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Altarisganga. Kaffisala kirkjukórsins eftir messu. Organisti Daníel Jónas- son. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Gísli Jónas- son. DIGRANESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11.00. Ath. breyttan messutíma. Þorbergur Kristjáns- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Umsjón Ragnar og Ágúst. Guðs- þjónusta kl. 11.00. Sr. Pétur Sig- urgeirsson biskup prédikar, sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari. Minnst verður 25 ára afmælis Hjálparstofnunar kirkjunnar. Stjórnarmenn lesa ritningarlestra. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11.00. Börn úrVíðistaða- sókn koma í heimsókn. Organ- isti Björn Þór Jónatansson. Vig- fús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Kór kirkjunnar syngur. Organisti Oddný J. Þorsteins- dóttir. Kristján Einar Þorvarðar- son. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta fellur niður. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Guðsþjónusta í Seljahlíð laugardag kl. 11.00. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kirkjukór- inn syngur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma sunnudag kl. 16.30. Með Jesú á nýju ári. Lofgjörð. Horft fram á veginn. Ræðumað- ur: Hrönn Sigurðardóttir. Barna- samverur á sama tíma. Léttar veitingar að lokinni samkomu. KFUM og KFUK, Hafnarfirði: Almenn samkoma sunnudags- kvöld kl. 20.30 á Hverfisgötu 15, Hafnarfirði. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Anna Pálína Árna- dóttir syngur einsöng við undir- leik Gunnars Gunnarssonar. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30 HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðissamkoma kl. 20. Sr. Halldór Gröndal talar. HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLAD- ELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumenn Ester Jacobsen og Vörður Traustason frá Akureyri. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Barna- starf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíil frá Mosfellsleið fer venjuleg- an hring. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN: Messa f Garða- kirkju kl. 14. Altarisganga. Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli kl. 13. Bragi Frið- riksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Ferð sunnudagaskólans kl. 10.30. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnastarf og guðsþjónusta fell- ur niður. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Kapellan lokuð um tíma vegna viðgerða. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 14. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Biblíulestur mánudagskvöld kl. 20.30. Tómas Guðmundsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14.00. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður kl. 11.15. Guðsþjónusta sem átti að vera kl. 14 fellur niður. Árni Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.