Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR — Vinir Hafnarfjarðar Fyiirhugaöur meirihluti á vegum krata í Hafnarfirði er of seint á ferð til að koma í veg fyrir skýrslur og aðr- ar upplýsingar um fyrri spillingu þessara aðila. 69 V/. ÆTG-MuMcP Verkfræðilegar Iausnir duga skammt héðan af. Hættumat staðfest fyrir Súðavík árið 1989 Horfið frá frekari byggð ofan við Túngötu í LÖGUM um snjóflóðavarnir frá árinu 1985 segir að ekki megi byggja á þeim svæðum, þar sem snjóflóð hafa fallið. Samkvæmt lög- unum er það ofanflóðanefnd sem fjallar um tillögur heimamanna að snjóflóðavörnum og sér um hættu- mat fyrir þá staði þar sem hætta er á snjóflóði. Hættumat fyrir Súða- vík var staðfest árið 1989 og að sögn Stefáns Thors skipulagsstjóra ríkisins sem sæti á í nefndinni, var þá horfið frá að byggja ofan við Túngötu eins og heimamenn höfðu ráðgert. Vandinn sé hins vegar sá að í lögunum séu engin tímamörk sett á þær framkvæmdir sem nefnd- in leggi til að ráðist verði í til vam- ar. Þetta séu dýrar framkvæmdir sem smærri sveitarfélög ráði ekki við en hlutdeild ríkisins er 80%. Frumkvæði heimamanna „Tillögur um varnir eru unnar í ofanflóðanefnd að frumkvæði heimamanna," sagði Stefán. „Nefndin segir til um hvernig stað- ið skuli að framkvæmdum og þá hvort reisa eigi varnargarða eða svokallaðar keilur. Hún leggur til- lögurnar fyrir almannavamanefnd og samkvæmt núgildandi lögum greiðir ríkið 80% af kostnaði við vamirnar." Sagði Stefán að á Súðavík svo sem víða á Vestfjörðum lægju fyrir tillögur um snjóflóðavarnir, sem enn hefðu ekki komið til fram- kvæmda. „Það hefur verið vanda- mál fyrir smærri staði að um dýrar framkvæmdir er að ræða, sem kosta allt að 150 milljónir króna,“ sagði hann. „Það liggur reyndar fyrir sú breyting á frumvarpinu að ríkið greiðir 90% af kostnaðinum, þar sem byggðarlögin hafa mörg hver ekki bölmagn til að kosta þessa framkvæmd.“ í drögum að nýrri reglugerð er jafnframt gert ráð fyrir að skipta hættusvæðunum í tvennt. Verða þau ýmist skiigreind sem hættu- svæði eða minna hættuleg. „Það má því búast við að hættusvæðin stækki eitthvað en þetta eru fyrst og fremst vinnureglur," sagði hann. Engin tímamörk á framkvæmdum Benti Stefán á að ofan við ísa- fjörð hefði verið reistur varnargarð- ur við „Kubbinn", effir að snjóflóð féll þar fyrir nokkrum árum. Þá lægju fyrir tillögur um varnir við Hnífsdal, Flateyri og víðar. „Vand- inn hefur verið sá að engin tíma- mörk eru á framkvæmdum í lögun- um,“ sagði hann. „Þar kemur ein- ungis fram, að óheimilt er þegar hættumat liggur fyrir að byggja á hættusvæðum eða þétta þar byggð. Þannig hefur til dæmis ekki verið byggt á þessu hættusvæði á Súða- vík eftir að hættumat lá fyrir. Reyndar lágu áður fyrir tillögur um byggð ofan við Túngötu en þær voru felldgr úr gildi og hættusvæð- ið staðfest árið 1989.“ Stefán sagði að hættumatið byggðist fyrst og fremst á tækni- legum útreikningum og heimildum heimamanna um fyrri snjóflóð. Heimildir um fyrri snjóflóð væru oft ekki öruggar og óljóst hversu langt flóðin hefðu fallið. Stefán sagði að ákveðið hefði verið að taka upp endurmat á öllum hættusvæð- um vegna nýju reglugerðarinnar og væntanlega yrði því mati flýtt. Ríkisstjórn færir björg- unarmönnum þakkir í ÁLYKTUN sem ríkisstjórn ís- lands gerði á fundi sínum í gær, eru því björgunarfólki sem lagt hefur hart að sér í Súðavík eða barðist til að komast þangað færð- ar þakkir þjóðarinnar. „Vonir þjóðarinnar eru bundnar við þrekvirki þeirra og ótrúlegt. úthald við erfiðustu aðstæður,“ segir í þakkarávarpinu. „Ríkisvald- ið mun gera sitt ýtrasta til að bæta það tjón, sem orðið er og í mannlegu valdi er að bæta. íbúar í Súðavík bera nú þungar sorgar- byrðar og íslenska þjóðin deilir þeim sorgum með þeim. Hörmungar síðustu sólarhringa munu verða til þess að forvarnir vegna snjóflóðahættu verða teknar til endurmats í náinni samvinnu viðkomandi ráðuneyta og heima- manna á hveijum stað.“ Áfallahjálp fyrir íbúa Súðavíkur Fennir í spor þótt atburðir gleymist aldrei HÓPUR sérfræðinga veitir nú íbúum Súðavíkur, sem eiga um sárt að binda eftir snjóflóðið þar á mánudag, áfallahjálp. í þeim hópi er Tómas Zoéga, geðlæknir, sem segir að allir, sem verði fyrir svo alvarlegu áfalli, gangi í gegnum ákveðið ferli, hvort sem þeir vilji viðurkenna það eða ekki. Tómas, sem í gær var staddur á l'jórðungssjúkra- húsinu á ísafirði, segir íbúa Súðavíkur þurfa mjög á stuðningi að halda og að þeim sé mjög í mun að geta rætt áfallið. / hveiju er starf ykkar á ísafirði fólgið? „Við köllum þetta áfalla- hjálp,“. sagði Tómas. „I kjölfar áfalla, sem eru utan venju- ► Tómas Zoéga, geðlæknir, legrar lífsreynslu og myndu valda fæddist í Reykjavík þann 3. júlí árið 1946. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1966 og prófi frá læknadeild Háskóla íslands árið 1973. Tómas lauk sérfræðiprófi í geðlækningum í Bandaríkjun- um árið 1980. Hann hefur starf- að við sjúkrahús, bæði hér á landi og erlendis og stundað kennslu í fagi sínu hérlendis og við háskóla í Bandaríkjunum. Tómas er nú yfirlæknir á geð- deild Landspitalans. Tómas Zoéga hveijum sem er verulegu hugar- angri, kemur áfallastreita. At- burðirnir, sem hér hafa verið að gerast, falla augljóslega undir slíka lífsreynslu. Það er mikilvægt að átta sig á, að margt af því fólki, sem hefur lent í þessu, get- ur verið með líkamlega áverka. Þá verður fyrst og fremst að bregðast .við þeim. Hins vegar geta einkenni áfallsins verið mjög svipuð einkennum alvarlegra, lík- amlegra veikinda." Hver eru þessi streituviðbrögð? „í fyrsta lagi er um ákveðin, líkamleg viðbrögð að ræða. Þar má nefna skjálfta, hraðan hjart- slátt, fólk svitnar, fær ógleði, köfnunartilfinningu, hraða öndun og svima. Stöku sinnum er fólk mjög rólegt á yfirborðinu, þ.e. ekki er hægt að greina að einstakl- ingurinn sé undir álagi. í stað þess að vera ofvirkur verður við- komandi sinnulaus, eða eins og úti á þekju. Oft á tíðum eru tilfinn- ingaviðbrögðin lítil í byijun og í litlu samræmi við áfallið. Það sem gerist er að skynjun viðkomandi einstaklings og rökhugsun trufl- ast, tímaskyn brenglast, óraun- veruleikatilfining kemur yfir fólk og það á stundum erfitt með að taka ákvarðanir. Áfallið kom án fyrirboða, stóð stutt en var mjög kröftugt og hafði í för ___________ með sér skelfingu og hjálparleysi. Þótt fólk hafi upplifað ýmislegt áður, þá kemur það að litlum notum. Þessi streituviðbrögð eru allt "" saman eðlileg viðbrögð venjulegs, eðlilegs fólks við mjög óeðlilegum aðstæðum. Það er mjög mikilvægt fyrir þá, sem vinna við áfallahjálp, að þekkja hvað eru eðlileg við- brögð.“ Er eðlismunur á streituvið- brögðum íbúa og björgunarliðs? „Það þarf ekki að vera neinn eðlismunur þar á. Að vísu eru við- brögðin skarpari hjá þeim sem verða fyrir áföllunum, en björgun- armenn geta hugsanlega fengið sömu einkenni. Við höfum fyrst og fremst verið að tala við íbú- ana, sem lentu í þessu og ætt- ingja þeirra. Björgunarsveitar- mennirnir eru flestir enn í Súða- vík eða að hvílast hér eftir átökin, svo við höfum ekki rætt við þá.“ Gerir fólk sér grein fyrir nauð- syn þess að leita áfallahjálpar? „Fólk er mjög í þörf fyrir stuðn- ing og fyrir að fá að ræða þessi mál, að minnsta kosti á þetta við Streituein- kennin geta líkst líkamleg- um veikindum um langflesta. Það er gott að fá tækifæri til að skýra fyrir fólki, að það gengur í gegnumn ákveðið ferli. Bráðu viðbrögðin standa oft aðeins í nokkra daga og síðan taka við vægari viðbrögð, sem standa í nokkrar vikur. Á því stigi fer fólk að geta tekist á við þá hluti, sem það þarf að takast á við frá degi til dags. Stundum verða viðbrögðin þau, að fólk fer ekki í gegnum áföllin á eðlilegan hátt. Heilsugæslan mun fylgjast með öllu þessu fólki og kanna hver viðbrögð þess verða.“ Finna allir, sem verða fyrir svo miklu áfalli, fyrir slíkum streituein- kennum? „Já, það fara allir í gegnum mjög svipað ferli, þótt ekki vilji --------- allir kannast við það, hvorki fyrir sjálfum sér eða sérstaklega öðrum. Sumir virka ef til vill yfirmáta rólegir, en þáð tekur nokkrar vik- ““““““ ur fyrir þetta fólk að takast á við raunveruleikann á ný. Þessir atburðir gleymast þessu fólki aldrei, en auðvitað fennir í sporin. Eins ótrúlegt og það kann að virðast íbúum Súðavíkur núna, þá fara þeir að lifa eðlilegu lífi á ný að einhvetjum tíma liðnum. Núna leyfum við fólki að tala um þessa atburði, bæði við geðlækna, geðhúkrunarfræðinga og presta, sem gegna mikilvægu hlutverki. Þá hafa sumir björgunarsveitar- manna reynslu af þessu starfi. Rúdolf Adolfsson, geðhjúkrunar- fræðingur, Borghildur Einarsdótt- ir, geðlæknir og Ágúst Oddsson, héraðslæknir í Bolungarvík, stóðu fyrir námskeiði um áfallahjálp hér fyrir þremur mánuðum, sem þijá- tíu manns sóttu. Því er hér tölu- vert af fólki sem hefur þekkingu og skilning á áfallahjálp. Okkar starf er aðeins byijunarvinna, sem heldur áfram hjá því fólki sem þekkir íbúana í Súðavík best.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.