Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter JACQUES Santer kynnir stefnu hinnar nýju framkvæmdastjórn- ar á Evrópuþinginu í Strassborg í gær. Verðandi forseti framkvæmdastjórnarinnar Ekkí fjölgun fyrr en eftir breytingar Strassborg. Reuter. JACQUES Santer, verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í gær að aðildarríkjum yrði ekki fjölgað fyrr en að Evrópusamband- ið hefði endurskipulagt stofnanir sínar. „Ef við stækkun myndi kosta að afturkippur kæmist í" samrun- ann, þá myndu allir tapa á því. Það er einmitt sökum hinna háleitu markmiða sambandsinS, sem þessi ríki sækjast eftir aðild,“ sagði Santer á Evrópuþinginu. Hann sagði að ESB yrði þvert á móti að taka risavaxið stökk fram á við, rétt eins og við fyrri stækkan- ir á bandalaginu. Hann sagði að þó að hann teldi að gefa ætti nýjum aðildaríkjum tíma til að laga sig að heildinni væri ekki ætlunin að útvatna sam- starfið. Aðildarríki gætu hugsan- lega tekið þátt í samrunanum mis- munandi hratt en þeim yrði ekki leyft að velja úr þá þætti, sem þau vildu taka þátt í. Fyrir ríkjaráðstefnuna 1996 yrði ESB að hans mati að gera það upp við sig á hvaða sviðum væri æski- legast að efla hið sameiginlega samstarf. „Þar með er ekki sagt að allt eigi að samræma heldur að við að auka samvinnu á þeim sviðum þar sem við njótum sannan- lega góðs af því.“ Kýs þingið arftaka Santers? Hann sagðist einnig vera hlynnt- ur auknum völdum Evrópuþingsins og gaf jafnvel í skyn að næsti for- seti framkvæmdastjórnarinnar yrði kosinn beint af þinginu að gefnum tillöguni ríkisstjórna aðild- arríkjanna. Það vakti mikla reiði Evrópuþingmanna er Santer var valinn sem arftaki Delors með bak- tjaldamakki innan ráðherraráðs- ins. Evrópuþingið greiðir í dag at- kvæði um framkvæmdastjórn Santers. Semleg tollafgreiðsla í Svíþjóð Einn dýralæknir af- greiðir norskan fisk Ósló. Morgunblailið. MARIE Petterson, eini dýralæknir Svía á landamærunum við Noreg, er í mestu vandræðum með að af- greiða allt það magn af norskum fiski sem fluttur yfir landamærin við Svinesund. Veikist Petterson kann annar stærsti útflutningsat- vinnuvegur Norðmanna að stöðvast á meðan. Eftir að Svíar urðu aðilar að Evrópusambandinu (ESB) verður dýralæknir að kanna allan físk sem fluttur er yfir landamærin og þar með ESB. Búið var að koma upp skilvirku eftirliti við fyrrum landa- mæri ESB en nú er það skyndilega Svíþjóð sem er flöskuhálsinn og skapar mikil vandamál fyrir norsk- an fiskútflutning. Petterson situr nú sveitt við að kanna hvern fiskfarminn af öðrum, að meðaltali 29 á degi hvetjum. Það getur þýtt töluverða bið fyrir vörubílstjórana en Petterson segir þá taka henni með jafnaðargeði. Skrifstofa Petterson er ekki opin allan sólarhringinn og það eykur enn á biðina. Slík bið getur verið ferskfiskútflytjendum dýrkeypt. Því hefur verið gripið til þess bragðs að eftirlitið fer einnig fram við dönsku landamærin, sem stang- ast á við reglugerðir ESB. A næstu vikum er hins vegar von til þess að fjölgað verði í landamæraeftirlit- inu. Fiskútflytjendur eru afar ósáttir við ástandið, en reyna þó að sýna biðlund. Þeir ítreka þó mikilvægi þess að allar tímaáætlanir standist með flutning á fiski. Berist liann t.d. klukkustund of seint á fisk- markað, náist ekki að bjóða hann upp og liann bíði því næsta dags, sem'valdi því að verðið hríðfalli. Ávallt nýjar vörur Dragtir, kjólar, blússur og pils. Odýr nóttfatnaSur Nýbýlavegi 12, sími 44433 UNION FOAM EUROBATEX PÍPU- EINANGRUN í sjálflímandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 STEINAR WAAGE Moonboots Verð frá: 2.795 Stærðir: 25-40 Litir: Svart/grænt/blátt, Svar t/grænt/vínrautt SKOVERSLUN ^DOMUS MEDICA - KRINGLUNNI ff li 3 f / T \ r / t LL Ath: Hægt að taka sokkinn úr PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN jí3 fcíii srvSn i .3 «;ími 1 r 1 o cP STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN ^ KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 ^ N S Auglýsing um upplýsingaskyldu einstaklinga og lögaðila vegna gjaldeyrisviðskipta og milligöngu um slík viðskipti í atvinnuskyni. Hinn 1. janúar 1995 var aflétt flestum höml- um á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagns- hreyfingum milli landa í samræmi við lög um gjaldeyrismál nr. 87/1992 og reglugerð um sama efni nr. 679/1994. Eftir standa vissar takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi, sbr. lög nr. 34/1991 með síðari breytingum, og einnig eru takmarkanir á kaupurn og afnotarétti erlendra aðila á fasteignum hér á landi, sbr. lög nr. 19/1966. Upplýsingaskylda Samkvæmt gildandi lögum er eftir sem áður skylt að veita Seðlabanka íslands upplýsing- ar um gjaldeyrisviðskipti og annað er varðar greiðslujöfnuð og stöðu þjóðarinnar við út- lönd, til þess að bankinn geti sinnt nauðsyn- legu eftirliti og hagskýrslugerð, sbr. 10. og 11. gr. laga um gjaldeyrismál og 22. og 24. gr. laga nr. 36/1986 um Seðlabanka íslands. Seðlabankinn hefur sett nánari reglur dags. 16. janúar 1995 um upplýsingaskyldu vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga milli landa. Þar segir m.a. að aðilum, sem hafa hcimild til milligöngu og verslunar með erlendan gjaldeyri, sé skylt að skrá gjald- eyrisviðskipti og flokka þau eftir eðli þeirra í samræmi við flokkunarlykla Seðlabankans. Viðskiptavinir fyrmefndra aðila þurfa því að greina frá tilefni gjaldeyrisviðskipta sinna. Sambærileg upplýsingaskylda hvílir á þeim sem eiga viðskipti við erlenda aðila án milli- göngu innlánsstofnana eða annarra sem hafa heimild í lögum eða leyfi Seðlabankans til að versla með erlendan gjaldeyri. í fyrmefndum reglum Seðlabankans, sem birst hafa í B-deild Stjómartíðinda, eru jafnframt tilgreindar þær fjármagnshreyfingar við útlönd sem einstakl- ingum og lögaðilum ber að tilkynna Seðla- banka íslands. Starfsleyfi til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti í atvinnuskyni í l.gr. reglugerðar nr. 679/1994 er eftirfarandi talið felast í milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og verslun með erlendan gjaldeyri: 1. að stunda gjaldeyrisviðskipti í atvinnuskyni fyrir eigin reikning eða gegn endurgjaldi; 2. að koma á gjaldeyrisviðskiptum milli aðila gegn endurgjaldi. Samkvæmt 9. gr. sömu reglugerðar skulu þeir aðilar sem hyggjast hafa milligöngu um gjald- eyrisviðskipti og versla með erlendan gjaldeyri, aðrir en þeir sem hafa til þess heimild í lögum eða alþjóðasamningum sem ísland er aðili að, hafa til þess starfsleyfi frá Seðlabankanum. Sækja skal um slíkt leyfi til Seðlabankans. Seðlabankanum er heimilt við veitingu slíkra leyfa að afmarka þau við tiltekna þætti gjald- eyrisviðskipta. Reykjavík 16. janúar 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.