Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar endurreistur Jóhann víkur á meðan viðskipti eru athuguð Hafnarfirði stjórnað frá Reykjavík, segir bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins Morgunblaðið/Kristinn ÞORGILS Ottar Mathiesen, sem tekur sæti Jóhanns G. Bergþórssonar í bæjarstjórn um stundarsak- ir, Lúðvík Geirsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins og Magnús Jón Arnason bæjarsljóri bera saman bækur sínar fyrir bæjarstjórnarfundinn í Hafnarfirði í gær. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag hafa á ný starfhæfan meiri- hluta í bæjarstjórn eftir að Jóhann G. Bergþórs- son ákvað að draga sig í hlé frá bæjarstjórnar- störfum á meðan mál Hagvirkis-Kletts eru at- huguð. Samkomulag þessa efnis var handsal- að á skrifstofu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra á mánudag. MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var endurreistur í gær, er lesin var upp á bæjarstjórn- arfundi yfirlýsing Jóhanns G. Berg- þórssonar um að hann drægi sig í hlé og myndi ekki sitja fundi bæjar- stjórnar eða bæjarráðs þar til athug- un á viðskiptum bæjarsjóðs og Hag- virkis-Kletts lyki. Þorgils Óttar Mathiesen tekur sæti Jóhanns í bæjarstjórn á meðan. Ösamkomulag Jóhanns við sam- flokksmenn sína í Sjálfstæðisflokkn- um varð til þess í seinustu viku að hann hætti stuðningi við meirihluta- samstarfið og hóf viðræður við Al- þýðuflokkinn um myndun nýs meiri- híuta. Samkvæmt upplýsingum Morgunbiaðsins beittu áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði sér mjög fyrir því við Jóhann að hann sættist við aðra bæjarfulltrúa flokksins. Samkomulag þess efnis var handsalað á skrifstofu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Stjómarráðshúsinu á mánudag. Bréf Jóhanns Jóhann G. Bergþórsson mætti ekki á bæjarstjómarfundinn í gær. í upphafi fundarins las Ellert Borg- ar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórn- ar, upp bréf sem honum hafði bor- izt frá Jóhanni. Bréfið er svohljóð- andi: „Svo sem þér er kunnugt hefur ákveðnum samskiptum bæjarsjóðs Hafnaríjarðar og Hagvirkis-Kletts hf., sem ég veitti forstöðu, verið vísað til félagsmálaráðuneytisins til úrskurðar og álits. Af því tilefni, og í samræmi við það að ég hef ávallt vikið er málefni fyrirtækisins voru til umfjöllunar í bæjarstjórn og bæjarráði, hef ég ákveðið að sitja ekki fundi bæjarstjórnar og bæjar- ráðs þar til niðurstaða félagsmála- ráðuneytisins í nefndu máli liggur fyrir, þó ekki lengur en til 1. maí næstkomandi. í fjarveru minni í bæjarstjórn og bæjarráði taki Þorgils Öttar Mathi- esen og Ellert Borgar Þorvaldsson sæti mín þar. í forföllum þeirra taki síðan næstu varamenn sæti mitt, sbr. 4. mgr. 35. gr. sveitarstjórnar- laga.“ Eilert Borgar sagðist fallast á þá tillögu, sem Jóhann gerði í bréfinu. Fáum tækifæri til að halda áfram „Ég fagna því að við, sem höfum setið í meirihluta þennan tíma, fáum tækifæri til að halda áfram og vinna þau verk, sem okkur þykja brýn og eru til hagsbóta fyrir Hafnfírðinga," sagði Magnús Gunnarsson, formað- ur bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðis- flokksins, í samtali við Morgunblaðið. Magnús sagði að samkomulagið við Jóhann breytti engu um kæru þá, sem send hefði verið til félags- málaráðuneytisins vegna viðskipta Hagvirkis-Kletts og bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Aðspurður hvort Jó- hann yrði velkominn í bæjarstjórn- arflokkinn að nýju síðar, sagði Magnús: „Hann hefur tekið þessa ákvörðun og svo verður það auðvit- að að koma í ljós hvernig framvinda mála verður." Magnús Jón Árnason, bæjarstjóri og oddviti Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann fagnaði því að komin væri sátt í Sjálfstæðis- flokknum og hlakkaði til áframhald- andi samstarfs við hann. Hann sagði að kærumálið til félagsmálaráðu- neytisins vegna viðskiptanna við Hagvirki-Klett myndi hafa sinn gang. Tryggvi Harðason, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sagði á bæjar- stjórnarfundinum að ljóst væri að Hafnarfirði væri meira og minna stjórnað frá Reykjavík, annars veg- ar úr forsætisráðuneytinu, og hins vegar af endurskoðendum, sem nú- verandi meirihluti hefði fengið til að gera skýrslu eftir skýrslu um fjármál bæjarins. Tryggvi sagði að áfram lægi fyrir að bæjarstjórinn nyti ekki stuðnings meirihluta kjör- inna bæjarfulltrúa og ekki hefði verið meirihluti fyrir fjárhagsáætlun bæjarins. Forsæltisráðherra kemur enn að málinu Tryggvi sagði að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefði „verið með puttana“ í myndun meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags síðastliðið sumar og nú kæmi hann enn að málinu. Ekki sagðist hann vita hvort hótanir eða gylliboð hefðu ráðið því að Jóhann G. Bergþórsson hefði dregið sig til baka. Tryggvi riíjaði upp fyrirgreiðslu við Hagvirki-Klett í bæjarráði 15. september á síðasta ári, en þá voru fyrirtækinu greiddar út verktrygg- ingar og vörzlufé. Magnús Jón Árnason bæjarstjóri hefur áður sagt að þessi greiðsla hafi verið „á gráu svæði“. Tryggvi sagði að í minnis- blöðum frá fjármálastjóra bæjarins kæmi fram að um vafasöm við- skipti væri að ræða. Hagfræðingur BSRB um hækkun skattleysismarka í 60 þúsund Ráðstöfunartekjur myndu aukast um allt að 990 la*ónur Áætlað að tekjutap ríkisins á ári yrði 1,3 milljarðar króna EF skattleysismörk yrðu hækkuð úr 58.299 kr. eins og þau eru í dag í 60.000 kr. á mánuði myndu ráð- stöfunartekjur aukast um allt að 990 kr. á mápuði en áætla mætti að tekjutap ríkisins á ársgrundvelli yrði 1,3 milljarðar kr. Þetta kemur fram í greinargerð Rannveigar Sigurðar-' dóttur, hagfræðings BSRB, um breytingar á skattleysismörkum, sem fylgir ályktun fundar stjórnar og formanna aðildarfélaga BSRB, sl. föstudag. Skv. útreikningum Rannveigar myndi hækkun skattleysismarka í 65.000 kr. auka ráðstöfunartekjur um allt að 3.893 kr. en áætlað tekju- tap ríkissjóðs yrði 3,4 milljarðar kr. Hækkun skatt’.eysismarka í 70.000 kr. myndi auka ráðstöfunartekjur um allt að 6.796 kr., en tekjutap ríkisins yrði 5,5 milljarðar kr. Ef persónuafsláttur í tekjuskatts- kerfinu hefði hækkað eins og gert var ráð fyrir í upphafi, miðað við lánskjaravísitölu, þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp en skatthlutfall- ið væri það sama og það var. árið 1988, væru skattleysismörkin í dag 75.440 kr. í stað 58.299 kr., skv. útreikningum Rannveigar. Mismun- urinn er 17.211 kr. á mánuði eða 9.994 kr. eftir skatta. Hefði persónuafsláttur hækkað eins og gert var ráð fyrir í upphafi, en skatthlutfailið breyst, væru skatt- leysismörkin 63.331 kr. í dag og ef skatthlutfailið hefði ekki hækkað en persónuafsláttur væri sá sami og hann er í dag væru skattleysismörk- in 69.443 kr. Stjórn BSRB krefst breytinga á lánskjaravísitölu Á fundi stjórnar og formanna aðildarfélaga BSRB var samþykkt ályktun þar sem samtökin krefjast þess að þegar verði gengið til samn- inga við aðildarfélög BSRB, sem hafa kynnt kröfugerðir sínar. Jafnframt er þess krafist að gerð- ar verði breytingar á lánskjaravísi- tölunni þannig að launavísitalan verði felld út og frekari ráðstafanir gerðar til að draga úr vægi launa í vísitölunni. Ennfremur er hvatt til samstöðu um að snúa við þróun undanfarinna ára í skattamálum. Kjarvalsstaðir Staða for- stöðu- manns auglýst TILLAGA borgarstjóra um að auglýsa skuli stöðu forstöðu- manns Kjarvalsstaða hefur verið samþykkt með þremur atkvæðum í borgarráði. I bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, segir að borgarstjóri hafi kosið að nið- urlægja stjórn menningar- málanefndar með því að hundsa ákvörðun nefndarinn- ar um endurráðningu Gunnars Kvaran, forstöðumanns Kjarv- alsstaða til sex ára. í bókun Sjálfstæðisflokks- ins segir enn fremur að þvert ofan á ákvörðun menningar- málanefndar, sem samþykkt hafi verið samhljóða, ákveði borgarstjóri að leggja til við borgarráð að staðan vei ði aug- lýst. Þá segir, „Borgarstjóra virðist ekki hafa verið kunnugt um að til stæði að afgreiða tillögur um endurráðningu Gunnars Kvaran á síðasta fundi menningarmálanefndar. Það sýnir ótrúlegt sambands- leysi forseta borgarstjórnar, sem sæti á í menningarmála- nefnd og tók þátt í afgreiðslu málsins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harðlega þessi vinnubrögð, • sem gefa til kynna ringulreið í stjórnunarháttum R-listans og innbyrðis ósætti á R-lista- heimilinu." Athugasemd myndlistarmanna í bókun Guðrúnar Ágústs- dóttur forseta borgarstjórnar, segir að í ljósi athugasemda frá samtökum myndlistar- manna við tillögu menningar- málanefndar um að endurráða Gunnar Kvaran til sex ára, telji hún rétt að borgarráð auglýsi stöðuna. Þar með sé komið til móts við óskir sam- taka myndlistarmanna. Reiðhöllin ÍTR greiðir rekstrar- kostnað BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt samkomulag milli Iþrótta- og tómstundaráðs og íþróttadeildar Fáks um rekstur Reiðhallarinnar í Víðidal. Gert er ráð fyrir að Iþrótta- og tóm- stundaráð greiði kostnað af rekstri hallarinnar og að ef um hagnað verði að ræða skuli hann renha til framkvæmda og endurbóta á Reiðhöllinni. Samkomulagið gerir ráð fyrir að fjögurra manna rekstrarstjórn, sem hafi yfirlit með rekstri Reiðhallarinnar, komi á föstu formlegu sam- starfi milli Iþrótta- og tóm- stundaráðs og íþróttadeildar Fáks. Stjórnin geri tillögur um forstöðumann sem skal fara með daglegan rekstur Reið- hallarinnar. Starfsmenn verða starfsmenn Iþrótta- og tóm- stundaráðs á samningstíman- um en samningurinn gildir til 31. ágúst 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.