Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Þrýst á um stækkun til austurs JOZEF Oleksy, forsætisráð- herra Póllands, sagðist í gær ætla að þrýsta á um stækkun Evrópusambandsins og Atl- antshafsbandalagsins til aust- urs fyrir árið 2000. Oleksy heldur í heimsókn til Brussel seinna í vikunni. Vilja ekkju Hoxa lausa ALBÖNSK mannréttindasam- tök hvöttu í gær til þess að ekkju Envers Hoxa, fyrrum leiðtoga landsins, yrði sleppt úr fangelsi. Hún situr nú af sér 6 ára dóm fyrir valdníðslu og fjárdrátt. Ástæðan fyrir beiðn- inni er aldur ekkjunnar, Nex- hmije, sem er 73 ára. Þingmenn snupraðir TONY Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins breska, vék í gær tveimur þingmönnum úr ábyrgarstöð- um fyrir flokkinn. Ástæðan er ferð þeirra til Tyrklands og Norður- íraks, sem farin var án leyfis Blairs. Vegna henn- ar voru þingmennimir ekki við- staddir mikilvæga atkvæða- greiðslu í þinginu. Glæpaalda í Suður-Afríku ÍBÚAR Suður-Afríku standa frammi fyrir mestu glæpaöldu sem riðið hefur yfír landið, að sögn lögreglustjórans í Gau- teng-héraði. Árið 1994 voru að jafnaði 50 manns myrtir á degi hveijum í landinu. Flóðí Marokkó AÐ MINNSTA kosti þrettán manns létust og fímm er sakn- að í flóðum í suð-»austurhluta Marokkó, sem orðið hafa vegna gífurlegs úrhellis. Hundruð manna em heimilislaus vegna flóðanna. Mannréttinda- brot í Kenýa MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Article 19 sökuðu yfírvöld í Kenýa í gær um koma fram með upplognar sakir á hendur andstæðingum sínum, ofsækja stjórnmálamenn í stjórnarand- stöðu og hafa afskipti af fjöl- miðlum. Segja samtökin að ekki sé nægur þrýstingur á yfirvöld í Kenýa til úrbóta. Áfall fyrir Seles MAÐUR, sem réðst á tennis- stjörnuna Monicu Seles á tenn- ismóti fyrir tveimur árum og stakk hana með hnífi í bakið, komst í gær hjá fangavist er þýskur dómstóll hafnaði kröfu um að skilorðsbundnum dómi yfir manninum yrði breytt. Dómurinn er áfall fyrir Seles sem hefur ekki keppt á mótum frá því að árásin var gerð. Tony Blair ÍSLAMSKIR HEITTRÚARMENN SÆKJA í SIG VEÐRIÐ RÁrásir herskárra múslima sem berjast fyrir íslömskum ríkjum í nokkrum löndum og uppreistir aöskilnaöarsinna f öörum hafa valdiö ráöamönnum á Vesturlöndum áhyggjum Aisfr IKKMHBHNHHHHHHMKHM8HHHÍ Um 40.000 manns hafa falliö frá því herskáir múslimar hófu vopnaða baráttu gegn stjórninni áriö 1992 eftir aö ákveðið var að aflýsa kosningum til að koma í veg fyrir að íslamskur flokkur kæmist til valda Egyptaland Herská hreyfing, Gama's al-lslamiya, reynir að steypa stjórninni og stofna íslamskt ríki. Margar árásir á útlendinga. Meira en 660 manns hafa beðið bana á þrem árum ísrael Herskáir múslimar í Hamas-hreyfingunni reyna að grafa undan friðar- samningi ísraela og PLO og hindra frekari friðarumleitanir. Sjálfsmorðsárásir kostuðu nítján ísraela lífið í janúar Pakistan Að minnsta kosti 339 manns hafa hnigið í valinn í átökum stríðandi fylkinga, meðal annars síta og súnníta Kashmfr 117.000 hafa látið lífið frá því uppreisn múslimskra aðskilnaðarsinna gegn Indverjum í Jammu og Kashmír blossaði upp árið 1990 Iran, Irak, Lfbýa Eru á lista Bandaríkjastjórnar yfir ríki sem sökuð eru um að hafa stutt starfsemi hryðjuverkasamtaka Súdan íslömsk stjórn við völd og sökuð um að styðja hermdarverkamenn Kfna ISprengjuárásir í Xinjiang-héraði, vestast í landinu, þar sem aðskilnaðar- sinnar eru að sækja í sig veðrið meðal átta milljóna múslima Flllppseyjar Múslimahreyfing hefur barist fyrir sjálfstjórn á eyjunni Mindanao. Fámennar hreyfingar íslamskra heittrúarmanna berjast fyrir aðskilnaði og íslömsku ríki Fulltrúar íslamskra hreyfinga á ráðstefnu í Súdan Styðja vopnaða bar- áttu gegn Israelum Khartoum. Reuter. FULLTRÚAR íslamskra hreyfinga út um allan heim komu saman í Khartoum í Súdan um helgina og samþykktu að styðja vopnaða bar- áttu múslimahreyfinga gegn friðarsamningi ísraela og Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO). Leiðtogar herskárra múslima fengu þama tækifæri til að sam- hæfa baráttu sína og vestrænir stjómarerindrekar sögðu viðræður þeirra utan ráðstefnusalarins meira áhyggjuefni en yfírlýsingar þeirra á ráðstefnunni sjálfri. Ráðstefnan stóð í þrjá daga og fátt kom á óvart í lokayfírlýsing- unni. „Eins og á öllum ráðstefnum út allan heim var starfíð ekki ein- skorðað við ráðstefnuna sjálfa. Viðræðurnar fara aðallega fram Mestar áhyggjur af leynilegu ráða- bruggi á göngunum utan ráðstefnusalarins," sagði Hassan al Tourabi, sem hafði yfir- umsjón með fundinum. „Við höfum áhyggjur af því hvers konar fundir fóru fram utan ráðstefnunnar," sagði vestrænn stjórnarerindreki sem fylgdist með atburðinum. Hófsamar kröfur Fulltrúar frá 80 ríkjum sátu ráðstefnuna, þeirra á meðal menn frá Hamas-hreyfingu Palestínu- manna, og heittrúarmenn frá Alsír og Múslimsku bræðralagi í Egyptalandi. Ennfremur vom þarna háttsettir menn frá Tsjetsjníju og Bosníu, auk forystumanna múslimáhreyf- inga í Afríku, Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Fulltrúarnir höfnuðu friðar- samningi ísraela og PLO og lýstu yfír stuðningi við vopnaða baráttu gegn ísraelum. Hvatt var til þess að refsiaðgerðum Sameinuðu þjóð- anna gegn írak og Líbýu yrði af- létt og skorað á múslimaþjóðir að stofna íslömsk ríki. Flestar kröfurnar, sem voru samþykktar á ráðstefnunni, virtust hófsamar miðað við harðorðar ræður ýmissa ráðstefnugesta sem fordæmdu Vesturlönd. Eldgos á Græn- höfðaeyjum Stjómvöld reyna að róa íbúana ELDGOS hófst á Fogo, einni af Grænhöfðaeyjum við vesturströnd Afríku, í gærmorgun en ekki mun hafa orðið tjón á fólki eða mann- virkjum, að sögn iteuíers-frétta- stofunnar. íbúar á svæðum næst fjallinu hafa verið fluttir á brott til helstu borga á Fogo, Sao Filipe og Mos- teiros, en alls búa um 33.000 manns á eyjunni og lifa einkum á kakórækt. 200 metra sprunga Vísindamenn sögðu að jarð- skjálfti hefði orðið um nóttina en síðar hefði orðið sprenging í fjall- inu og opnast 200 metra löng sprunga á því. Gísli Pálsson býr í Mindelo á eyjunni Sao Vicente sem er skammt frá Fogo, um hálfa klukkustund tekur að fljúga á milli. Gísli starfar að verkefni fyrir Þróunarsamvinnustofnun íslands en stjómandi verkefnisins er Dóra Stefánsdóttir. Lítið vitað um gosið Gísli sagði að yfírvöld gerðu ekki ráð fyrir að gosið væri fyrir- boði stærri og meiri náttúruhamf- ara en hann sagði að í reynd væri lítið vitað um gosið og allar að- stæður. Þau væru þó viðbúin öliu. „Mælitæki og sérfræðingar eru af skornum skammti hérna á eyj- unum. Sem dæmi má nefna að það hefur ekki verið hægt að birta tölur um stærð jarðskjálftanna sem hafa fylgt þessu. Það er verið að bíða eftir mælitækjum frá Port- úgal sem munu ekki berast hingað fyrr en eftir tvo daga. Óskhyggja Það má frekar segja að þessar spár stjórnvalda séu frekar byggð- ar á óskum en nokkru öðru og séu ætlaðar til þess róa fólk og kom- ast hjá því að skapa æsing.“ Gísli sagði hraðann á hraunelf- unni um fímm metra á klukku- stund sem ekki væri mjög mikið og hann hefði ekki aukist. Straum- urinn lægi ekki að neinni byggð. Russlandsforseti undirritar umdeild lög Útlendingar sýni alnæmisvottorð Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur undirritað umdeild lög, sem skylda útlendinga, sem hyggja á langa dvöl í landinu, að sýna fram á, að þeir séu ekki smitaðir af al- næmi. Margir læknar börðust gegn lagasetningunni og bentu á, að sum ákvæði hennar væru læknisfræði- lega út í hött en áskoranir þeirra höfðu engin áhrif á Jeltsín. Talsmaður Jeltsíns sagði í gær, að hann hefði undirritað lögin sl. föstudag í borginni Kislovodsk í Suður-Rússlandi en forsetinn hefur verið þar í fríi. Taka þau gildi 1. ágúst nk. en dúman samþykkti þau í febrúar sl. Nýtt járntjald Oleg Frolov, starfsmaður stofnun- ar í Moskvu, sem veitir upplýsingar um og rekur áróður fyrir öruggu kynlífí, sagði, að því hefði verið trú- að til síðustu stundar, að Jeltsín myndi ekki undirrita lögin. Með und- irrituninni væri hins vegar verið að reisa nýtt járntjald um Rússland. Samkvæmt lögunum verða út- lendingar, sem ætla að vera lengur en þijá mánuði í Rússlandi, að sýna það svart á hvítu, að þeir séu ekki smitaðir af alnæmi. Komi í Ijós, að útlendingur í landinu, sé smitaður, má flytja hann úr landi. Vadím Pokrovskíj, forstöðumaður rússnesku alnæmismiðstöðvarinnar, segirj að það muni ekki breyta neinu um gang sjúkdómsins í Rússlandi að taka fyrir einhvem hóp útlend- inga. Rússar sjálfír séu famir að ferðast mikið erlendis og séu því einfærir um að breiða hann út. Afturhaldsöflin eru í meirihluta í dúmunni og margir sjá fyrir sér „vestræna úrkynjun" hvert sem litið er í Rússlandi. Bella Denísenko, for- maður heilbrigðisnefndar þingsins, sagði í umræðum um þetta mál, að kynmök við útlendinga væru „100 sinnum hættulegri en við Rússa“. gÉffij ■ ■' •; ■ , V . Reuter Leifar úr fyrri heimsstyrjöld SKIP ór hollenska flotanum sést hér sprengja tvö tundurskeyti úr breska herskipinu HMS Tornado sem sökk við strönd landsins í fyrri heimsstyijöld. Tundurskeytin voru við sigl- ingaleiðina Nieuwe Waterweg og gátu verið hættuleg skipum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.