Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 31 LISTIR AÐSEIMDAR GREINAR Allar stíl- teg’undir á Selfossi BARNAKÓR Selfosskirkju gengst fyrir tónleikum í kirkj- unni á morgun, miðvikudag, 5. apríl kl. 20. Kórfélagarnir 37 ljúka öðru starfsári sínu með því að bjóðatónleikagest- um að hlýða á verk þekktra höfunda sem spanna allar stíl- tegundir tónlistar frá því 1600 til vorra daga. Með kórnum syngja einsöng og tvísöng Magnea Gunnarsdótt- ir sópran, Sigurlín Gústafs- dóttir mezzo-sópran og Sverr- ir Örn Hlöðversson leikur á píanó. Unglingakór Selfosskirkju og Barnarkór Árbæjarsafnað- ar syngja sem gestir á tónleik- unum og saman syngja kór- arnir nokkur lög. Guðlaugur Viktorsson og Sigrún Steingrímsdóttir stjórna Árbæjarkórnum, en Glúmur Gylfason og Stefán Þorleifsson stjórna kórum Selfosskirkju. Aðgangur er ókeypis. Hundrað tón- listarmenn í Kópavogi SKÓLAHUÓMSVEIT Kópa- vogs heldur vortónleika í Di- graneskirkju í kvöld, þriðjji- daginn 4. apríl, og hefjast þeir kl. 20. Á tónleikunum koma fram rúmlega eitt hundrað hljóð- færaleikarar á aldrinum átta til átján ára og flytja tónlist úr ýmsum áttum, meðal ann- ars lög eftir Leonard Bern- stein, Eric Clapton og César Franck. Einleikari á tónleikunum er Elfa Dröfn Stefánsdóttir og stjórnandi hljómsveitar- innar er Össur Geirsson. Sigrurgeir Agnarsson sellóleikari. Einleikara- próf í íslensku óperunni TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í íslensku óperunni á morgun og hefjast kl. 20.30. Tónleikarnir eru síðast hluti einleikaraprófs Sigurgeirs Agnarssonar, sellóleikara, frá skólanum. Krystyna Cortes leikur með á píanó. Á efnisskrá eru Svíta nr. 3 í C-dúr fyrir einleiksselló BWV 1009 eftir J. S. Bach, 12 tilbrigði op. 66 um stef úr Töfraflautu Mozarts eftir Beethoven, Myndir á þili (1992) eftir Jón Nordal og Sónata op. 40 (1943) eftir Sjostakovitsj. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tillögiir frá viðskiptaþingi Jón Baídvin Hannibalsson I febrúar sl. var haldið Viðskipta- þing á vegum Verslunarráðs íslands, sem tókst með ágætum. Fyrir þingið voru lagðar skýrslur með ýmsum athyglisverðum tillögum sem snerta starfsumhverfi atvinnulífsins. Eg vil leyfa mér að fara nokkrum orðum um tillögurnar sem snerta utanríki- sviðskipti íslands sérstaklega. 1. Aukin utanríkisviðskipti eru eitt tæki þjóða heims til þess að örva atvinnulíf, auka hagvöxt og bæta lífskjör. I upphafí er lögð áhersla á mikil- vægi útflutningsverslunar fyrir þjóð- arbúið. Bent er á að nauðsynleg for- senda fyrir öflugum útflutningi sé að fyrirtækjunum séu sköpuð nauð- synleg rekstrarskilyrði heima fyrir og að utan- ríkisviðskiptin séu frjáls. Lagt er til við stjórnvöld að þau láti gera ítarlega könnun á kostum og göllum ESB- aðildar fyrir íslenskt at- vinnulíf. Reynist aðild að ESB ekki hagkvæm er lögð áhersla á gerð fríverslunarsamninga, einkum við'Bandaríkin. Hvað hefur ríkis- stjórnin gert? Þessi ríkisstjórn hefur einmitt lagt mikla áherslu á þau atriði sem þarna eru nefnd. Hún hefur bætt rekstrarskil- yrði fyrirtækjanna með lækkun skatta og annarra gjalda. Hún hefur opnað stórkostlega viðskiptamögu- leika í útflutningsverslun með gerð EES- og GATT-samninganna. Hún hefur fengið stofnanir Háskóla ís- lands til þess að gera athugun á kostum pg göllum ESB-aðildar fyrir ísland. í næsta áfanga verður að vinna það mál lengra, með þátttöku hagsmunaaðila atvinnulífsins. Loks hefur ríkisstjórnin gert fríverslunar- samninga við Tékkland og hin Aust- ur-Evrópuríkin, Tyrkland og ísrael. Einnig hafa verið gerðir fríverslunar- samningar við Eistland, Litháen og Slóveníu og unnið er að gerð fríversl- unarsamnings við Lettland. Ríkis- stjórnin hefur látið gera ítarlega út- tekt á möguleikum þess að gera frí- verslunarsamning við Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. 2. Góð þekking á helstu mörk- uðum íslendinga er mikilvæg, t.d. hjá fyrirtækjum og stofnunum eins og Útflutningsráði. Hvetja þarf til þess að boðið verði upp á nám í útflutningsfræðum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert? Útflutningsráð heyrir undir utan- ríkisráðuneytið. Ég tel að það hafí staðið sig vel í því að aðstoða fyrir- tæki við upplýsingaöflun um markaði erlendis, þótt lengi megi gera betur. Ráðið hefur viðskiptafulltrúa í Berlín og New York og mun nú bætast við viðskiptafulltrúi í Moskvu á næstu vikum. Hugmyndin um nám í útflutnings- fræðum er athyglisverð og er ég til- búinn fyrir mitt leyti til þess að stuðla. að framgangi hennar. 3. Sendiráðið þarf að nýta sem best í viðskiptatilgangi, bæði með því að viðskiptaskrifstofur séu í þeim öllum og að fyrir hendi sé vinnuaðstaða fyrir íslenska at- hafnamenn í viðskiptaerindum. Hvað hefur ríkisstjómin gert? Lögð skal áhersla á að öll íslensk sendiráð starfa að útflutningsmálum og má líta á þau sem viðskiptaskrif- stofur jafnt sem sendiráð. Nú hefur bæst við sendiráð í Kína, sem er m.a. ætlað að sinna viðskiptamálum í Asíu, þar sem miklir framtíðar- möguleikar í viðskiptum eru fyrir hendi. Reynt hefur verið að halda kostn- aði við skrifstofur sendiráðanna í lágmarki, þannig að starfsaðstaða fyrir íslenska athafnamenn gæti ver- ið betri. En þeir hafa fengið aðgang að þeirri aðstöðu sem til er þegar á hefur þurft að halda. Ég er tilbúinn til að beita mér fyrir umbótum á þessu sviði. 4. Sljórnvöld þurfa að gæta þess að til séu aðgengilegar upp- lýsingar um ýmsar hagstærðir og viðskiptareglur á ensku og öðrum tungumálum helstu' viðskipta- þjóða til þess að íslenskir útflytj- endur geti veitt viðskiptaaðilum slíkar upplýsingar. Hvað hefur ríkisstjómin gert? Á sl. fjórum árum hefur útgáfa upplýsinga af þessu tagi á ensku mikið verið aukin. T.d. beitti utanrík- isráðuneytið sér fyrir því að Hagstof- an gæfí út sérstakt rit yfír hagtölur í utanríkisverslun. Ríkisskattstjóri gefur út ítarlégar upp- lýsingar um skattaregl- úr og iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið hefur látið vinna upplýsingar fyrir erlenda fjárfesta. Þær eru nú aðgengileg- ar á einum stað. Ég hef lagt drög að því að öll- um þessum upplýsing- um verði safnað saman á einn stað á tölvunet- inu Internet, þannig að þær verði aðgengilegar bæði fyrir innlend fyrir- tæki og viðskiptaaðila erlendis. 5. Útflytjendur þurfa að afla sér upp- lýsinga um erlenda viðskiptavini og einnig þarf í auknum mæli að bjóða upp á greiðslutryggingar vegna er- lendra viðskipta. Hvað hefur ríkisstjórnin gert? Verslunarráð íslands veitir upplýs- ingar um erlend fyrirtæki og einnig er hægt að fá slíkar upplýsingar hjá sérhæfðum erlendum fyrirtækjum. Þá aðstoða bæði Útflutningsráð ís- lands og íslensk sendiráð erlendis við að útvega upplýsingar af þessu tagi. Niðurstaðan varð sú að lagt var fram ríkis- stjórnarfrumvarp á Al- þingi um stofnun Ut- flutningsráðs, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Þar er lagt til að komið verði á nýrri skipan út- flutningstryggingamála hér á landi. Mjög mikilvægt er að íslensk fyrir- tæki hafí greiðan aðgang að greiðslu- tryggingum, sérstaklega lítil og með- alstór fyrirtæki sem vilja stunda út- flutning. Slíkar tryggingar hafa ver- ið lítt notaðar hér á landi, en eru mjög algengar erlendis. Víðast hvar eru þær niðurgreiddar af ríkisstjóm- um að meira eða minna leyti. íslensk fyrirtæki búa því við verri samkeppn- isaðstöðu á þessu sviði en í nágranna- löndunum. Þess vegna samþykkti ríkisstjórnin að mínu fmmkvæði að láta gera úttekt á hvernig hún gæti stuðlað að því að íslenskir útflytjend- ur og fjárfestar erlendis geti tryggt sig méð viðunandi hætti gegn van- efndum kaupenda þeirra erlendis. Niðurstaðan varð sú að lagt var fram ríkisstjórnarfrumvarp á Alþingi um stofnun Útflutningstryggingaráðs. Þar er lagt til að komið verði á nýrri skipan útflutningstryggingamála hér á landi. Vegna kosninganna reyndist ekki nægur tími til þess að afgreiða frumvarpið að þessu sinni, en von- andi verður það afgreitt síðar á þessu ári. 6. Lánastofnanir þurfa að sýna nýjungum í útflutningi skilning og áhuga og koma til móts við þarfir Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. slíkra fyrirtækja í lánskjörum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert? Vissulega er það rétt að innlendar lánastofnanir hafa verið tregar til þess að fjármagna nýjungar í útflutn- ingi. Með aukinni samkeppni í banka- málum í kjölfar EES-samningsiní mun þetta væntanlega breytast. En ég vil vekja athygli á því að stjórn- völd hafa lagt fram frumvarp sem auðveldar lánastofnunum að koma til móts við minni útflutningsfyrir- tæki að þessu leyti. í ofangreindu frumvarpi um Útflutningstrygging- aráð er lagt til að því verði gert kleift að ábyrgjast allt að helmingi hugsan- legs taps af útflutningslánum frá bönkum eða öðrum lánastofnunum. Aðrar skyldar tillögur a. I skattamálum verður að kanna hvort stjórnvöld geti hvatt til markvissrar útflutningssóknar, t.a.m. með því að fella niður launa- tengd gjöld vegna starfsmanna sem dveljast erlendis við að afla nýrra markaða. Hvað hefur ríkisstjórnin gert? Fyrirtæki greiða launatengd gjöld vegna starfsmanna sem dveljast tímabundið erlendis, en þeir njóta einnig þeirra félagslegu réttinda sem þessi gjöld kosta. Greitt er lægra tryggingagjald í landbúnaði, sjávar- útvegi og iðnaði en í öðrum atvinnu- greinum, sem er í sjálfu sér óeðli- legt. Eftirlitsstofnun EFTA athugar nú hvort slíkt standist ákvæði EES- samningsins varðandi ríkisstyrki. Ég tel samt ekki útilokað að unnt sé að koma til móts við útflutnings- fyrirtæki með þvi að lækka launa- tengd gjöld í tengslum við markaðs- öflun erlendis. A.m.k. mætti athuga hvort þeim mætti veita aðrar skatta- ívilnanir í þessu samhengi. b. Með því að útflytjendum gæfist kostur á að samskipti þeirra við yfirvöld vegna útflutn- ingsmála væru pappírslaus myndi framleiðni aukast. Hvað hefur ríkisstjórnin gert? Innflytjendum gefst kostur á pappírslausri tollafgreiðslu sem hef- ur leitt af sér hagræði. Ég er sam- mála því að brýnt er orðið að snúa sér að útflutningnum og gera fyrir- tækjum kleift að eiga pappírslaus samskipti við yfirvöld. c. Viðskiptaheimur samtímans byggir á fjarskiptum og það getur ráðið úrslitum fyrir samkeppnis- hæfni, að stjórnvöld gæti þess að fjarskiptakerfi landsins sé í takt við tímann og verð fyrir veitta þjónustu sé samkeppnishæft. Hvað hefur ríkisstjórnin gert? í þessu sambandi tel ég mikla útflutningsmöguleika felast í því að nýta tölvunetið Internet, sem mjög hefur rutt sér til rúms á undanförn- um árum. Fyrir skömmu var talið að notendur væru um 30 milljónir í 100 löndum og að aukningin sé allt að 10% á mánuði. Það háir hins veg- ’ ar útflytjendum og öðrum notendum að flutningsgeta Internet-tengingar- innar við Island þyrfti að vera a.m.k. tífalt hraðvirkari en hún er nú. Meg- inástæðan er sú að gjöld til Pósts og síma hafa verið mun hærri en fyrir sambærilega línu milli Norður- landanna. Slíkt skekkir samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja og lagði ég því til í ríkisstjórn 21. mars sl. að stjórnvöld jafni þennan mun. Nú hefur verið tilkynnt um 20% lækkun þessara gjalda. Vonandi verða enn frekari lækkanir áður en langt um líður. Lokaorð Ég tel að margar góðar tillögur hafi komið fram á Viðskiptaþingi í síðasta mánuði á sviði útflutnings- verslunar. Það er ánægjulegt til þess að hugsa að ríkisstjórnin hefur unnið mjög í anda þeirra á sl. kjörtímabili og náð mörgum þeirra fram. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Toyota Corolla GLI 1600 Liftback ’93, hvítur, sjálfsk., ek. 35 þ. km., spoiler, rafm. rúður o.fl. V. 1.290 þús. MMC Colt EXE ’91, hvítur, 5 g., ek. 58 þ. km., samlitir stuðarar o.fl. V. 760 þús Sk. ód. Peugeot 205 XR ’90, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km. V. 480 þús. MMC Lancer GLXi hlaðbakur 4x4 ’90, blár, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 890 þús. Daihatsu Feroza EL II ’94, blár, 5 g., ek aðeins 11 þ. km., tveir dekkjagangar. V 1.490 þús. Nýr bíll: Dodge Dakota Sport V-6 4x4, '95, sjálfsk., álfelgur.rafm. í rúðum o.fl V. 2,5 millj. Nissan Sunny 4x4 Station '91, 5 g., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.050 þús. Toyota Corolla Liftback '92, hvítur, 5 g. ek. 41 þ. km. V. 980 þús. Toyota Corolla XL Sedan ’88, hvítur, g., ek. 80 þ. km. V. 550 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 ’88, 6 g., ek 143 þ. km, uppt. gírkassi og drif. V. 980 þús. Toyota Corolla DX 5 dyra '87, sjálfsk. ek. 83 þ. km V. 390 þús. Chevrolet Pick Up 1500 ’91, 8 cyl sjálfsk., ek. 55 þ. km, klædd skúffa, far- angurskistur á palli o.fl. V. 1.490 þús. Grand Cherokee Limited V-8 '94, græn- sans., sjálfsk., ek. aðeins 9 þ. km., leður innr., álfelgur, geislasp., einn m/öllu. Sem nýr, V. 4.550 þús. Nissan Sunny 1600i SR '94, steingrár, sjálfsk., ek. 15 þ.km. Rafm. í rúðum, álfelg ur, spoiler (2). Einn með öllu. V. 1.260 þús Nissan Patrol diesel (langur) '89, grár, 5 g., ek. 167 þ. km., álfelgur, 33“ dekk. V. 1.950 þús. MMC Lancer EXE ’92, sjálfsk., ek. 51 þ km., samlitir stuðarar o.fl. V. 990 þús. Sk. ód Cherokee Country 4.0 L ’94, sjálfsk., ek aðeins 11 þ. km., álfelgur, cruiscontr. viðarinnréttingar o.fl. (svipuð útfærsla og á LTD). V. 3,3 millj. Nissan Sunny 1,6 SLX Sedan '90, 5 g ek. 60 þ., hiti í sætum o.fl. V. 680 þús. Hyundai Sonata GLSi '94, sjálfsk., ek aðeins 11 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.550 þús. Tilboðsv. á fjölda bifreiða Sýnishorn Citroen BX 16 TRS ’85, 5 g., ek. 130 þ km, rafm. í rúðum, samlæs. V. 250 þús. Tilboðsverð 140 þús. Suzuki Swift Geo Metro ’92, hvítur, dyra, 5 g., ek. 50 þ. km. V. 620 þús. Til boðsverð 550 þús. Suzuki Swift GL '88, 5 g., ek. 105 þ km., skoðaður '96. V. 350 þús. Tilboðsverð 270 þús. Toyota Ex Cap ’87, 8 cyl., 38" dekk, læst drif o.fl., verklegur jeppi. V. 1.080 þús. Tilboðsverð 890 þús. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. Sjábu hlutina í víbara samhcngi! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.