Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 23 LISTIR I slæmu fyrirtæki Skiptar skoðanir stjórnmálamanna á fundi BÍL Framsókn fylgjandi menningar ráði VALGERÐUR Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, sagði á fundi sem Bandalag íslenskra lista- manna stóð fyrir á mánudagskvöld að flokkurinn vildi setja á laggim- ar sérstakt menningarráð sem yrði sameiginlegur vettvangur stjóm- valda og þeirra sem að menningar- málum starfa. Hugmyndin væri fram komin vegna skorts á heild- arstefnu í menningarmálum. Mótun heiidarstefnu í stefnuskrá Framsóknarflokks- ins er gert ráð fyrir að hlutverk ráðsins verði að móta slíka heildar- stefnu, veita stjórnvöldum ráðgjöf á sviði menningarmála og skipa - ásamt menntamálaráðherra - fag- nefndir sem muni hafa úrslitavald varðandi úthlutun fjármagns til einstakra þátta menningarmála. Valgerður sagði ennfrémur að ráð- ið myndi verða formlegur um- ræðu- og samráðsvettvangur á sviði menningarmála og jafnframt hafa möguleika á frumkvæði í ein- stökum málum. í máli Valgerðar kom fram að hugmyndin fæli í sér valddreif- ingu. Ákvarðanatakan myndi í auknum mæli færast á hendur listamanna. Vísir að kvótakerfi Mörður Árnason, Þjóðvaka, er ekki hlynntur menningarráði. Kvaðst hann á fundinum fremur vilja setja fé í hugverk og sköpun en steinsteypu og skrifstofumenn. Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi, tók í sama streng og lét svo um mælt að menningarráð væri vísir að kvótakerfi í menningar- málum. Hann vill hins vegar tryggja að yfirstjórn menningar- stofnana verði fagleg í framtíðinni. ---------».♦ ♦--- Vorvaka hjá Emblum EMBLUR í Stykkishólmi halda ár- lega vorvöku sína dagana 5.-12. apríl og í kvöld verður kvöldvaka í kirkjunni kl. 20.30. Söngkonan Ingibjörg Marteinsdótt- ir flytur sönglög við undirleik Láru Rafnsdóttur, Sigrún Eldjárn les úr óútkominni bók sinni „Skordýra- þjónusta Málfríðar", Hjörleifur Stefánsson arkitekt flytur erindi sem hann nefnir Gamla kirkjan í Stykkishólmi og tengsl hennar við sjálfstæðisbaráttu Islendinga og Birna Pétursdóttur og Rakel Olsen ijalla um séra Jens Hjaltalín á Set- bergi. í tengslum við vorvökuna verður opnuð í Norska húsinu samsýning Ingu Elínar og Þóru Sigþórsdóttur sem sýna gler- og leirlist. Þóra Sig- þórsdóttir hefur tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og haldið einka- sýningar í Kaupmannahöfn. Sýningin er sölusýning og verður opnuð í dag kl. 17 og stendur til og með 12. apríl. -kjarni málsins! KVlKMYNPm Sagabíö I slæmum félagsskap „Bad Company" ★ Vi Leikstjóri: Damian Harris. Aðalhlut- verk: Ellen Barkin, Laurence Fis- hbume, Frank Langella. Touchstone Pictures. 1995. Þau ljúga, stela, svindla, svíkja, múta og drepa eins og stendur í auglýsingunni og þau eru aðalsögu- hetjurnar — fólkið sem áhorfendur eiga yfirleitt að finna samkennd með — í spennumyndinni í slæmum fé- lagsskap eða „Bad Company". Heit- ið gæti líka verið I slæmu fyrirtæki því aðalpersónurnar, sem Ellen Barkin og Laurence Fishburne leika, vinna hjá firma sem sérhæfir sig í að koma mönnum á kaldan klaka. Barkin og Fishburne eru einstaklega leikin í morðum og fjárkúgunum og vilja taka völdin í fyrirtækinu af sportveiðimanninum Frank Lan- gella, sem hnýtir flugur á skrifstof- unni og kallar þær eitthvað eins og Mitterands-misskilninginn. Reyndar er söguþráðurinn svo skrautlegur og fer út um svo víðan völl að það mundi æra óstöðugan að ætla að rekja-hann eitthvað nán- ar. Nægir að segja að hann er ákaf- lega ólíkindalegur og að eins og öðrum og meiri myndum á undan þessari, sem reynt hafa það sama, tekst hér alls ekki að fylla mann samúð með siðferðilega brengluðum aðalpersónunum og örlögum þeirra. Þau eru einfaldlega of samviskulaus- ir skíthælar. Myndin lýsir starfsvettvangi bandarískra leyniþjónustumanna eftir kalda stríðið; þeir eru orðnir iðnaðarnjósnarar. En það er ekkert áhersluatriði í leikstjórn Damian Harris, sem stundum virðist óljós. Allt virðist sett í myndina án þess að fara eftir nokkurri forgangsröð og hún er að mestu spennulaus því hér er ekki gert út á hasar heldur svik og pretti sem koma áhorfand- anum lítt á óvart. Um miðbikið tekur þungamiðja sögunnar að færast tals- vert og brátt veit maður varla lengur hvert er aðalatriðið í myndinni. Það er nokkur rökkurmyndastíll yfir í slæmum félagsskap og Barkin leikur kynótt klækjakvendið af tals- verðri ástríðu. Fishburne er svona harðnagli sem segir fátt og þegir því meira svo klisjan er fullkomnuð. Eitt Hollywoodtabú er brotið í mynd- inni; þessi tvö sofa saman. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.