Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN ÓLAFSSON + Kristín Sigríður Hinriksdóttir Óiafsson fæddist 31. janúar 1905 í Ebor í Manitoba í Kanada og lést á Hjúkrunarheimil- inu Skjóli 25. mars sl. Foreldrar Krist- ínar voru Hinrik Johnson, f. 1854, d. 1946, og Oddný Ás- geirsdóttir John- ' son, f. 1865, d. 1953. Þau voru Vestur- Islendingar. Hinrik fæddist að Mosvöll- um í Önundarfirði og fluttist síðar með foreldrum sínum Jóni Jónssyni bónda og Ingibjörgu Pálsdóttur, frá Tröð í Ónundar- firði, að Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Hann rak síðar ásamt Jens Thors verslun í Borgarnesi. Eftir að verslunin eyðilagðist í bruna fluttist hann 1885 til Winnipeg í Manitoba í Kanada. í mai 1887 nam hann land austan við Lake Winnipeg sem næstfyrsti landneminn og varð fyrsti póstmeistarinn á % þeim slóðum. Ári síðar, 1888, kvæntist hann Oddnýju sem hann hafði verið heitbundinn á íslandi, hóf búskap með henni og nefndi staðinn sem hann hafði numið land á Lundar eft- ir Lundum, fæðingastað Oddnýjar. Oddný var dóttir Ásgeirs Finnbogasonar og Ragnhildar Ólafsdóttur á Lundum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Ásgeir var bróðir Jakobs, langafa Vigdísar Finn- whogadóttur forseta. Ragnhildur og Ólafur Ólafsson, síðari eig- inmaður hennar, voru foreldr- ar Ólafs föður Ragnars eigin- manns Kristínar Ólafsson. Kristín og Ragnar voru því hálfsystkinabörn. Ragnhildur var einnig móðir Ragnhildar Ólafsdóttur í Engey, ömmu Bjarna Benediktssonar forsæt- isráðhérra. Systur Oddnýjar voru Sigríður, móðir Áslaugar, konu Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns, og Guðrún sem fluttist til Kanada, amma Jóns R. Johnson, _ lögfræðings og ræðismanns Islands í Toronto í Kanada. Þar sem Oddný og Hinrik bjuggu til að byrja með í Lundar var harðbýlt og árið 1891 freistuðu þau gæfunnar og fluttu út á sléttumar miklu. Flóð og plága hröktu þau það- an. Þau fluttust þá ásamt fmm- burði sínum vestur á bóginn eins langt og jámbrautin náði og starfaði Hinrik um tíma sem tímavörður við járnbrautina. Síðar fluttust þau til þess staðar er nú heitir Ebor í Manitoba og bjuggu þar á sveitabæ í 44 ár. Hinrik stundaði ýmis störf, svo sem komrækt, kvikfjárrækt, ali- fuglarækt og garð- yrkjustörf. Hinrik var einhentur eftir slys með skotvopn frá því á Isiandi. Oddný og Hinrik eignuðust ellefu mannvænleg börn og komust tíu þeirra á legg og náðu flest háum aldri. Aðeins ein systirin, Ingibjörg Cross, 94 ára, er enn á lífi og býr í Vancouver í Kanada. Oddný og Hinrik vom talin forfeður í héraðinu. Afkomendur Oddnýj- ar og Hinriks eru margir og búa víða í Kanada og Banda- ríkjunum. Kristín Ólafsson var sú eina sem fluttist til Islands. Kristín Ólafsson ólst upp í Ebor, stundaði nám þar og í Calgary þar sem hún lauk verslunarprófi og prófi frá íþróttaskóla. Hún sérhæfði sig í listdansi á skautum og sund- kennslu. Kristín starfaði við ís- lensku deildina á heimssýning- unni í New York 1939. Kristín giftist Ragnari Ólafssyni hæst- arréttarlögmanni og löggiltum endurskoðanda 1. júní 1940. Ragnar fæddist 2. febrúar 1906 og lést 7. júní 1982. Hann var frá Lindarbæ í Holtum í Rang- árvallasýslu. Ragnar var sonur Ólafs Ólafssonar bónda, hrepp- stjóra og búfræðings, og Margrétar Þórðardóttur Guð- mundssonar, hreppsljóra og alþingismanns frá Hala í Holt- um. Ragnar átti þrjá bræður. Þeir vom Ásgeir heildsali í Reykjavík, Ólafur og Þórður bændur í Lindarbæ. Börn Krist- ínar og Ragnars era Ólafur Hinrik hæstaréttarlögmaður, f. 16. mars 1941, maki Maria Jó- hanna Lárasdóttir kennari; Oddný Margrét, hjúkranar- fræðingur, f. 16. mars 1941, maki Hrafnkell Ásgeirsson, hæstaréttarlögmaður; Kristín Ragnhildur, meinatæknir, f. 27. desember 1944, maki Geir A. Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri; Ragnar verkfræðingur, maki Dóra Steinunn Ástvalds- dóttir kennari. Böm barna Kristínar Ólafsson og Ragnars Ólafssonar og maka þeirra era fjórtán talsins. Kristín Ólafsson stofnaði Islensk-ameríska kvennaklúbbinn á Islandi fljót- lega eftir að hún kom til ís- lands 1940. Hún var einnig meðal stofnenda „International Club“ kvenna á íslandi sem ennþá er starfandi. Utför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. SAMEIGINLEGT er það okkur mönnunum þegar vinir og vanda- jnenn kveðja þennan jarðneska heim, áð innra með okkur er líkt og bresti strengur. Hvers vegna skyldi svo vera þegar um er að ræða lát vinar sem á hátt í eina öld að baki, er orðinn þorrinn öllum lífskrafti og jafnvanmáttugur og við komu sína í þennan heim? Þegar svo er komið er það í raun ekki sorgin sem knýr dyra því að við erum þess meðvituð að örmagna manni er að lokinni langri ævigöngu hvíldin fyrir bestu. Önnur tilfinning knýr dyra söknuð- urinn, og um stund dregur ský fyrir sólu. Söknuðurinn fyllir hugann, 'tíkki síst þegar ástkær móðir er kvödd. Við vitum að við njótum hennár ekki lengur nema í minning- unni sem er litrík og Ijúf. Mér, sem rita þessar línur, er efst í huga þakklæti þegar ég minn- ist látinnar tendamóður minnar Kristínar Hinriksdóttur Ólafsson. Með henni er horfin af sjónarsviðinu glæsileg kona og litríkur persónu- Ieiki. Kristín var fremur hávaxin, dökk yfirlitum með svipmót sem eft- ir var tekið. Yfir henni var reisn og glæsileiki hvar sem hún fór. Hún var falleg kona. Kristín var íslensk að uppruna en fædd og uppalin í Ebor í Man- itoba. í hinu harðbýla landi frum- byggjans ólst Kristín upp í stórum systkinahópi þar sem lífíð var ekki alltaf dans á rósum. Árið 1940 urðu mikil þáttaskil í lífí Kristínar, en það ár fluttist hún til íslands, þá 35 ára gömul og gift- ist Ragnari Ólafssyni hæstaréttar- lögmanni, sem látinn er fyrir þrettán árum. Hér á Íslandi beið Kristínar hamingja fjölskyldulífsins með ástríkum eiginmanni og fjórum börnum þeirra hjóna. Ragnar var virtur lögmaður og löggiltur endur- skoðandi, prúðmenni og ljúfmenni í hvívetna og sá heimili sínu farborða með glæsibrag. Það má nærri geta hvort ekki hafi verið viðbrigði fyrir Kristínu að flytjast hingað til íslands í fámenni og fátækt, að undangengnum kreppuárunum, úr stórborgarlífinu vestra, en hún var þeim kostum gædd að koma alltaf auga á björtu hliðamar í hverju sem var. Þessi dýrmæti eiginleiki hefur eflaust átt sinn þátt í því að hamingjan var ávallt hennar förunautur. Þó að Kristín væri íslensk að uppruna var hún alltaf útlendingur að sumu leyti. Hugurinn leitaði oft heim á æskustöðvar og oft greip hún til enskunnar, sem var hennar móð- urmál. í Hörgshlíð 28 stóð lengst af heimili þeirra Kristínar og Ragnars, en þar reistu þau sér glæsilegt ein- býlishús. Kristín var listræn og fékkst nokkuð við myndlist á yngri árum. Hún hafði fágaðan smekk, sem endurspeglaðist í fallegu heim- ili þeirra hjóna. Listrænt næmi henn- ar kom hvarvetna fram í verkum hennar er sneru að heimilinu. Söng- ur og tónlist voru henni ákaflega hugleikin og naut hún þess að hlusta og taka þátt í tóníistariðkun. í Hörgshlíðinni var oft margt um manninn og veislur haldnar þegar ástæða var til. Aldrei naut Kristín sín betur en þegar húsið var fullt af fólki og allt iðaði af söng og gleði. Heimilið í Hörgshlíðinni var mik- ið menningarheimili. Áhersla var lögð á að mennta börnin og veita þeim gott veganesti á framtíðar- braut. Gróska mannlífsins var þeim hjónum báðum hugleikin. Ég, sem þetta rita, hlaut að kynn- ast Kristínu og Ragnari náið þegar ég kynntist Ragnari syni þeirra fyr- ir u.þ.b. aldarfjórðungi og gekk með honum í hjónaband. Lengi mun ég minnast þeirrar einstöku velvildar og hlýju sem ég mætti hjá þeim hjón- um báðum, þegar við ungu hjónin byrjuðum búskap okkar í lítilli íbúð í kjallara húss tengdaforeldra minna. Kristín miðlaði mér af þekkingu og reynslu sinni í húsmóðurstörfum og Ragnar var stöðugt að kanna hvort okkur liði nú nógu vel. Ég fann að traust og góð vinátta þeirra beggja hafði fest rætur við fyrstu kynni. Vinátta ívafin kærleiksríkri um- hyggju, sem entist alla tíð til hinsta dags þeirra beggja. Ég á því margs að minnast og margs að sakna. Síðustu æviár Kristínar hrakaði heilsu hennar mjög og dvaldi hún undanfarin þijú ár á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Allt fram til hinstu stundar var hún umvafin ást og umhyggju barna sinna og fjöl- skyldna þeirra. Þau önnuðust hana af einstakri alúð og kærleika. Er á engan hallað þó hér sé nefnd Oddný dóttir hennar sem átti þar hvað stærstan hlut að máli. Þá skal hér einnig komið á framfæri innilegu þakklæti til hjúkrunarfólks á Skjóli fyrir frábæra umönnun til hinstu stundar. Ég vil svo að leiðarlokum þakka kærri tengdamóður minni fyrir allt sem hún veitti mér og fjölskyldu minni, alla velvildina og vináttuna, sem einkenndist af því að veita öðr- um sólarsýn. Með söknuði er hún kvödd. Blessuð sé minning hennar. Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir. Kristín Hinriksdóttir Ólafsson var fædd í Kanada. Foreldrar hennar voru íslensk en höfðu flust búferlum til Kanada. Kristínu hefur líklega aldrei dottið það í hug á sínum yngri árum að hún ætti eftir að flytjast til íslands. Það breyttist þegar Ragn- ar Ólafsson kom að heimsækja frændfólk sitt í Kanada. Hann hafði fyrst heimsótt foreldra Kristínar í Winnipeg en þá var hún í heimsókn hjá ættingjum á vesturströndinni. Ragnar leitaði hana uppi í Seattle og þar vaknaði sú ást sem batt þau saman allt til æviloka. Þau höfðu ekki þekkst nema í nokkrar vikur þegar hún ákvað að fylgja Ragnari til Islands til þess að giftast honum. Kristín var sú eina af ellefu systk- inum sem flutti til íslands. Þótt hún ætti stóra fjölskyldu og marga vini hér á íslandi þá saknaði hún þess eflaust að ekkert af systkinum henn- ar væru búsett hér á landi, enda fór hún oft til Vesturheims að heim- sækja þau og aðra ættingja. Hún bjó Ragnari afa og börnum þeirra gott heimili. Þau eignuðust fjögur börn, tvenna tvíbura, í bæði skiptin strák og stelpu. Að því er við best vitum þá gaf hún þeim fqálslegt uppeldi og heimili hennar var alltaf opið öllum vinum þeirra. Hún var vissulega barn síns tíma og lifði fyrir Ragnar og börnin. Henni fannst það til dæmis einkenni- legt að Kristín dóttir hennar viðraði ekki fötin eða burstaði skóna fyrir eiginmanninn ef þau voru að fara í veislu. Það gerði hún alltaf fyrir Ragnar eiginmann sinn. Amma Kristín eins og við kölluð- um hana bjó með okkur i Hörgshlíð- inni í yfir tíu ár eftir andlát afa Ragnars. Á þeim tíma kynntumst við henni vel og ekki var hægt að hugsa sér þægilegri manneskju að búa með. Við munum alltaf eftir því hvað hún var jákvæð kona og er það okkur hvað efst í huga þegar við hugsum til hennar. Ef eitthvað bját- aði á þá sá hún alltaf eitthvað ják- vætt við hlutina. Amma Kristín var mjög glæsileg og tignarleg kona. Hún hafði fallegt svart hár, húð hennar hafði dökkan blæ og aldur hennar sýndi sig ekki í laglegu andliti hennar. Það var tekið eftir henni hvar sem hún fór. Okkur er sagt að þegar hún kom til íslands þá hafi hún vakið mikla athygli og margir hafi spurt hver hún væri þessi heimskona sem kom- in væri í bæinn. Hún var mjög félagslynd og hafði unun af því að fara á mannfagnaði og vildi alltaf hafa fólk í kringum sig. Hún var líka þekkt fyrir það að geta haldið stórveislur með stutt- um fyrirvara. Aldrei munum við eft- ir því að hún hafí látið kvef eða ein- hveija pest hindra sig í að fara í veislu með afa. Það skipti ekki máli hversu gömul hún var - hún vildi alltaf gera eitthvað skemmtilegt og vera umkringd fólki. Hún hafði mikla ánægju af því að fræða barnabörnin sín um Kanada og sín fyrri heimkynni auk þess sem hún hafði gaman af því að segja þeim sögur af ferðum sínum og afa til Afríku og Asíu. Hún byij- aði snemma að kenna barnabörnun- um ensku og sund og búa þau öll vel að þeirri kennslu. Amma Kristín var mikil íþróttakona á sínum yngri árum og vann til verðlauna i bæði skautadansi og sundi. Hún fór í sund á nánast hveijum degi og þó svo að heilsunni hrakaði vildi hún alltaf fara í sund. Kristín var góð amma og tengda- mamma. Við munum alltaf muna eftir öllum ánægjulegu stundunum sem við áttum með henni. Hún mun alla tíð lifa í huga okkar. Geir og Amar, Ragnhildur og Heiður Rós Geirsbörn. 25 ár eru nokkuð langur tími í mannsævi. Ekki er óeðlilegt að litið sé til baka og horft yfir þessi ár um leið og kvödd er kona, sem ég hefi haft mikið samband við þessi ár. Það er tæpur aldarijórðungur frá því, að ég gekk að eiga dóttur Kristínar, Oddnýju Margréti. Aldrei gekk eitt einasta styggðaryrði á milli okkar og samskipti okkar og samband var mjög gott og innilegt, eins og ég held að eigi að vera á milli tengda- móður og tengdasonar. Listin er sú að kunna að virða skoðanir annarra og taka tillit til þeirra, því að það er ekki víst, að sú skoðun sem mað- ur sjálfur hefur, sé ætíð sú eina rétta. - Þessa list kunni Kristín svo sann- arlega, ég man aldrei til þess, að hún hreyfði athugasemdum til okk- ar; hún var svo sannarlega ekki lík þeirri tengdamömmu, sem sögumar segja frá, sem skiptir sér af öllu og öllum. - Viðmót Kristínar var slíkt, að allir fögnuðu henni, þegar hún kom í heimsókn, ekki síst bömin. Samband konu minnar og móður hennar var einstaklega gott og bar þar aldrei skugga á. -Það er haft eftir starfsfólki á Skjóli, þar sem hún dvaldi síðustu árin, að aldrei hringdi hún bjöllu til þess að biðja um að- stoð. Gæti hún ekki hjálpað sér sjálf, beið hún þar til einhver kæmi; hún vissi að það kæmi að henni eins og öðrum. Oddný hefur sagt mér, að hún hefði aldrei séð móður sína vikna, hún flíkaði ekki tilfinningum sínum á torgum. - Ég minnist þess, þegar hún kom að dánarbeði eigin- manns síns, Ragnars Ólafssonar. Kristín hafði skroppið frá og var ekki viðstödd þegar hann skildi við. I stað þess að vikna við dánarbeðið rétti úr sér, var bein í baki og horfði yfir okkur. Lífíð hafði kennt henni, að öllum hlutum ætti að taka með festu. Kristín og Ragnar Ólafsson voru miklir félagar, algjörlega óaðskilj- anleg. Fjölskyldan var þeim númer eitt, tvö og þijú. Þau reyndu að nálgast og skilja hugsunarhátt unga fólksins. Ég minnist þess, að á efri ámm höfðu þau ánægju af því að fara með börnum, tengdabörnum og bamabörnum í útilegur og voru ekk- ert að víla fyrir sér að liggja á hörð- um botni í tjaldi. Lífshlaup Kristínar var all sér- stætt. Foreldrar hennar höfðu flust til Kanada á síðari hluta níunda áratug- ar nítjándu aldar. Faðir hennar, Hin- rik Jónsson, var frá Vestfjörðum, en móðir hennar, Oddný Asgeirs- dóttir, úr Borgarfirðinum. Ég hefi séð við athugun á æviskrám þeirra, að þó nokkrir ættingja þeirra beggja fluttu til Vesturheims um þetta sama leyti. Lífsbarátta þessa fólks var yfirleitt erfið, það varð að vinna mikið. En erfiðið herti það upp. Bömin voru hörkudugleg og bjuggu flest í Kanada, bæði í miðríkjunum svo og á vesturströndinni en ein systir bjó á austurströnd Bandaríkj- anna. Áfkomendur þeirra systkina em dreifðir um Kanada og Banda- ríkin. Kristín var sú eina, sem flutti til gamla landsins. Heimili Kristínar og Ragnars Ólafssonar var myndarlegt og mikið menningarheimili. Þar var haldið utan um fjölskylduna svo og stórfjölskylduna, sem gjarnan var boðið, þegar ættingjar að vestan komu í heimsókn. Vestur-íslending- ar áttu gjarnan afdrep hjá þeim hjón- um, oft svo vikum skipti. Kristín var heimskona. Hún hafði gert víðreist um heiminn, fyrst og fremst með Ragnari, þegar hann var á lífi, en einnig eftir að hann kvaddi. Ekki síst naut hún þess að heim- sækja hinn stóra frændgarð í Kanada og Bandaríkjunum og þar var tekið á móti henni með fögnuði og alúð, og það var hún fyrst og fremst, sem hélt og treysti bönd ættingjanna við gamla landið. - Öll þessi ferðalög kenndu henni að meta betur landið okkar og fjölskylduna heima. Ein systurdóttir Kristínar, sem býr í Bandaríkjunum, hringdi í konu mína, eftir að hún frétti lát Kristín- ar, og tjáði henni að hana langaði til þess að gróðursetja tré í minningu hennar. Þetta væri mjög oft gert fyrir vestan. Kristín heitin var mjög mikil ræktunar- og blómakona. Óhætt er að segja, að hún hafi haft sérstaklega „græna fingur". - Þess vegna hafa afkomendur Kristinar ákveðið að fá lund hér í nágrenninu til minningar um hana, þar sem frænkan að vestan mun ásamt öðr- um gróðursetja tré nú í sumar og afkomendur Kristínar munu rækta hann upp í anda þess dugnaðar, sem Kristín sýndi sjálf við ræktun á garð- inum í Hörgshlíðinni. Þegar ég sagði móður minni, sem er jafngömul Kristínu, frá láti henn- ar, sagði hún við mig, að þar sem Kristín var orðin svo lasburða og fullorðin samfagnaði hún okkur en samhryggðist ekki. - Þannig mælir sá, sem er trúaður og trúir því, að lífið haldi áfram og horfnir ástvinir taki á móti hinum látna, þegar hann kemur yfir móðuna miklu. Góð og dugleg kona er horfin, ég fagna því að hafa orðið þess aðnjót- andi að hafa kynnst henni. Megi minning hennar lifa._ Hrafnkell Ásgeirsson. Það var óvenjulegt andrúmsloft við banabeðinn hennar tengdamóð- ur minnar. Hún var líka óvenjuleg kona, lífsglöð með afbrigðum, elsk- aði margmenni og glaðværð. Það var því í samræmi við lífshlaup hennar og lífsskoðanir þegar ys og þys myndaðist á stofunni hennar síðustu vikurnar. Sjálf svaf hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.