Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hagræðing í mjólkuriðnaði sett í uppnám af ráðherra I MORGUNBLAÐINU og ríkissjónvarpinu er fyrir skömmu haft eftir landbúnaðarráðherra að vegna kröfu þriggja mjólkurframleiðenda á samlagssvæði mjólkur- búsins í Borgarnesi sé nauðsynlegt að dóm- stólar skeri úr um hver sé eignarréttur þeirra til mjólkurbúsins. Þess vegna hafi hann sett þau skilyrði fyrir greiðslum á úrelding- arfé úr verðmiðlunar- sjóði mjólkur að ann- aðhvort verði úrelding- arféð sett á geymslu- reikning (deponerað) eða Kaupfélag Borgfirðinga, sem er lögformlega skráður eigandi sam- lagsins, kaupi sér viðunandi trygg- ingu fyrir endurgreiðslu úrelding- arfjárins. Með þessari ákvörðun er Verði þessari afstöðu haldið, segir Haukur Halldórsson, verður að kanna, hvort hún brjóti ekki gegn jafnréttisreglum stjórnsýsluréttarins. ráðherra að setja stein í götu hag- ræðingar í mjólkuriðnaði á afar gagnrýniverðan hátt. Hagræðing til hvers? Frá því að Stéttarsamband bænda gerði samning um stjómun mjólkur- framleiðslu við landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra í ágúst 1992 hefur það verið síendurtekin krafa um það af hálfu bændasamtakanna að uppfyllt yrðu ákvæði samingsins um hagræðingu í mjólkuriðnaði. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa að fullu staðið við sinn hluta af þeirri kröfu með lækkun vinnslu- kostnaðar mjólkur en aðkoma ríkis- valdsins að samingnum átti að vera sú að varið skyldi fjármagni úr verðmiðlunarsjóði mjólkur til að úr- elda mjólkurbú eða styrkja hagræð- ingu og önnur atriði er varða starfs- umhverfi mjólkuriðnaðarins. Allir þeir sem komu að gerð samningsins um mjólkurframleiðslu, hvort sem voru vinnuveitendur, þ.m.t. fulltrúar afurðastöðvanna, launþegasamtök- in, samtök bænda eða ríkisvaldið, voru sammála um að ekki yrði kom- ist hjá þessari aðgerð ættu mjólkur- framleiðendur og mjólkuriðnaðurinn að eiga möguleika í harðn- andi samkeppni vegna alþjóðlegra samninga sem munu snerta mjólkurframleiðendur og mjólkuriðnaðinn. Aðgerðir ríkisvaldsins Nú mætti ætla að á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá áðurnefndri ákvörðun hefði mikið gerst í ha- græðingarátt af hálfu stjórnvalda. Málið fór vel af stað því Alþingi samþykkti í árslok 1992 að veija á árunum 1993-1995 allt að 450 milljónum kr. af inn- heimtu verðmiðlunarfé ti! að styrkja úreldingu mjólkurbúa eða hagræð- ingu í mjólkuriðnaði samkvæmt regl- um sem landbúnaðarráðherra setur. í stað þess að setja strax reglur hér um eins og Alþingi ákvað leitaði landbúnaðarráðherra í lok mars 1993 eftir lögfræðilegri álitsgerð um eignarhald afurðastöðva í mjólkur- iðnaði þegar í hlut ættu samvinnufé- lög. Um þessa álitsgerð var beðið þótt fyrir lægju álitsgerð(ir) hér um gerðar vegna umræðu um samein- ingu afurðastöðva í mjólkuriðnaði í samhengi við úttektir um möguleika til hagræðingar sem unnar voru fyr- ir fyrrverandi landbúnaðarráðherra. í framhaldi af þessari athugun, sem lauk ekki fyrr en nálgaðist áramótin 1993/94, hófst ráðuneytið handa um útgáfu reglna til að hagræða eftir og birtust þær loksins seinni hluta aprílmánaðar 1994. Þannig leið á annað ár áður en hafist var handa að vinna að því verkefni sem Al- þingi fól framkvæmdavaldinu. Hvað hefur svo gerst? Árið 1989 voru gefnar út reglur um framlög af verðmiðlunarfé til að greiða fyrir hagræðingu í mjólk- uriðnaði af þáverandi landbúnaðar- ráðherra. Um mitt ár 1991 var sótt um hagræðingarstyrk vegna áforma um að Mjólkurbú Flóamanna yfír- tæki rekstur Mjólkursamlagsins á Homafirði á grundvelli þessara reglna. Það mál fékk ekki af-> greiðslu í ráðuneytinu. Hinsvegar breytti ráðuneytið reglugerð um verðmiðlun í mjólkuriðnaði sem gerði kleift að greiða verðmiðlunarfé til Mb. Baulu hf. við rekstrarlok fyrirtækisins og fóru til þess 36 millj. kr. Hvernig sú ákvörðun teng- ist hagræðingu í mjólkuriðnaði verð- ur ekki séð. A grundvelli hinna nýju reglna frá sl. ári um hagræðingu í mjólkuriðnaði hafa borist umsóknir um hagræðingu frá mjólkurbúum á Vesturlandi, Suðurlandi og Aust- fjörðum en engar hlotið afgreiðslu enn sem komið er. Umsóknirnar fela það í sér að samvinna verði tekin upp milli mjólkurbúa á svæð- inu og einhver þeirra úrelt eins og mjólkurbúið í Borgamesi en önnur starfsemi tekin upp i staðinn til að mæta því atvinnutapi sem hagræð- ingin felur í sér. Vegna þess sleifar- lags sem var við að setja reglur um hagræðinguna og taka ákvarðanir skv. þeim er hinsvegar sá tími sem löggjafinn veitti til þessara aðgerða að renna út. Hvað er framundan? Þegar Alþingi tók ákvörðun um að koma á hagræðingu í mjólkuriðn- aði var það gert á grundvelli ákvæða í búvörusamningi um nauðsyn á að efla samkeppnishæfni innlendrar mjólkurframleiðslu hvort sem er hjá bændum eða í mjólkurbúum. Með því slá málinu á frest með tilvísun í að fyrst verði dómstólar að skera úr um eignarhald þegar samvinnu- félag á í hlut áður en unnt er að greiða úreldingarféð skilyrðislaust er verið að ganga gegn vilja Alþing- is og gegn búvörusamningi. Það getur ekki verið á verksviði landbún- aðarráðherra að taka ákvörðun um hvort þeir aðilar, sem óska eftir hagræðingu í mjólkuriðnaði eftir almennum reglum sem hann hefur sett, fá möguleika á úreldingu eða ekki. Það gerir hann í reynd með því að setja svo óaðgengileg skilyrði sem gert hefur verið fyrir greiðslu af verðmiðlunarfé þegar samvinnu- félag á í hlut og krefjast þess jafn- framt að eignarhaldsmálin fari fyrir dómsstóla. Rétt er að minna á að beiðni um úreldingu Mjólkurbúsins í Borgamesi styðst við meirihluta- ákvarðanir í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga, fulltrúafundar Kaup- félags Borgfirðinga, fulltrúafundar Mjólkursamlags Borgfirðinga og fulltrúafundar Mjólkurbús Borgfirð- inga. Með þessari ákvörðun er verið að hafa að engu lýðræðislega teknar ákvarðanir hlutaðeigandi aðila og það látið ráða úrslitum um útdeil- ingu úreldingar- og hagræðingar- ijár hver sé eigandi að mjólkurbúi. Hvort það sé hlutafélag s.s. í tilviki Mb. Baulu hf. eða samvinnufélag. Verði þessari afstöðu haldið til streitu er nauðsynlegt að kanna hvort það bijóti ekki gegn jafnrétt- isreglum stjórnsýsluréttarins að hindra framlög á þessum forsend- um. Höfundur er fyrrverandi formaður Stéttarfélags bænda. Haukur Halldórsson Y esturlandabúar FYLGI Sjálfstæðis- flokksins er nokkuð stöðugt. Það ríkir sæmileg sátt innan flokksins til að sjá en hið kyrra yfirborð kann að vera tálsýn. Evrópu- sambandsaðild er ekki mikið rædd á málþing- um sjálfstæðismanna en í flokknum er harð- vígur ágreiningur um afstöðuna til Evrópu. Fjöldamargir kjósend- ur Sjálfstæðisflokksins vilja ekki heyra á Evr- ópu minnst. Þar eð þeim er meira niðri fyr- ir en hinum, sem geta hugsað sér pólitíska bindingu við meginland Evrópu, hefur formaðurinn brugðið á það ráð að víkja þessu eldfima máli til hliðar og segir aðild að sam- breyskingi þeirra meginlandsmanna Það er ekki einasta að fírnadjúpur hafsjór skilji milli íslands og Evrópu, segir Emil Als, heldur er þar breitt bil í allri sálar- og hug- myndatilveru. ekki vera á dagskrá. Hvað býr hér undir? Hveiju er að treysta meðan utanríkisráðherrann í stjórn Davíðs Oddssonar má ekki svo munni sund- ur ljúka að ekki upphefjist sálmur hans um ágæti Evrópusambandsins? Boðskapur Jóns Hannibalssonar fær ekki mikinn hljómgrunn hjá þjóð- inni: Margir eru tvístígandi en marg- ir eru eldheitir andstæðingar Evr- óputengingar, þeirra á meðal eru margir sjálfstæðismenn. íslendingar sneru baki við Evrópu fyrir þúsund árum en hafa eigi að síður orðið að þola þau afskipti af hálfu þjóða í þeirri álfu, að við borð hefur legið hvað eftir annað, að ís- lenzki kynstofninn yrði aldauða. Hvemgi standa skólarnir sig í þess- um efnum? Við megum vera minnug hinnar öflugu þjóðernistignunar í Evrópu og skelfilegra afleiðinga þess herpings um allan heim. Eigi nú að safna skaplyndi Evrópubúans inn í hrokafulla Evróputignun er vondra veðra von. Ættir, héruð og þjóðir Evrópu hafa löngum legið í illdeilum innbyrðis og ekki sparað vöndinn á ferðum sinum um heiminn. Það er torséð að Islengdingar vilji gerast samábyrgðarmenn þeirrar álfu sem burðast með ljótari drauga úr fortíð- inni og fleiri fræ til vandræða en aðrar byggðir heimsins. Hið mjó- róma raus um efnahagslegan ávinn- ing er marklítið og þeim þunga annmarka háð, að öll efnahagsleg framtíð er mistri hulin. Margir spá ekki vel fyr- ir Evrópu hvorki efna- hagslega né menn- ingarlega. Staða íslendinga í hinu trausta samstarfí við Bandaríkjamenn og sem gestgjafar á fund- um Gamla heimsins og hins Nýja er að engu orðin ef við látum tæla okkur inn fyrir Kínamúr þeirra meginlands- manna. Sérstaða ís- lendinga er og með þeim hætti og lýðræðishugmyndir þeirra svo djúp- stæðar, að við getum með engu móti átt meiri samráð við hina stéttaskiptu Evrópu en orðið er. ís- lendingar ætla sér ekki þá stöðu að standa á torgum og veifa hirðspátr- ungum eins og meginlandsmönnm- um er svo kært. Það er ekki einasta að firnadjúpur hafsjór skilji milli íslands og Evrópu heldur er þar breitt bil í allri sálar- og hugmyndatilveru og ættu ey- byggjar ekki að hopa í þeirri land- helgi fremur en í efnahagslögsög- unni. Enginn neitar því að eitt og annað silfur hefur til okkar borist í nýtilegum hugmyndum um kunnáttu frá Gamla heiminum en krafturinn í andlegum undirdjúpum íslendinga beinist í aðra átt en hjá Evrópu- mönnum. Sérstaða landsins og lega valda því, að við erum ekki Evrópu- menn í meginlandsskilningi en get- um hins vegar með góðri samvisku kallað okkur Vesturlandabúa. Nú væri mörgum okkar hollt að rifja upp sögu og anda hins upphaflega þjóðveldis, fyrsta lýðveldisins, og skynjum við þá, að Evrópa er í okk- ar sögulegu fortíð en framtíðin bend- ir annað. Það er dapurlegt að hinn flug- gáfaði formaður Alþýðuflokksins skuli svo haldsamur um ágæti Evr- ópusambandsins að stappar nærri þráhyggju. Það er ekki honum líkt að leggja allt sitt pólitíska líf í eina skjóðu og binda fyrir. Ljóst er að jafnvel hans flokksfélagar eru farnir að þreytast á hinni þröngu Evrópu- sýn og skynja að þorri landsmanna mun stefna í aðra átt. Það er dagljóst að formaður Sjálf- stæðisflokksins verður nú að gera uppskátt hver hinn sanni hugur hans er og nánustu manna hans í þessu þýðingarmesta pólitíska máli í sögu annars lýðveldisins. Evrópusam- bandið er ekki á dagskrá næstu 50 árin. Getum við vænst þess að for- sætisráðherrann láti slíka yfirlýs- ingu frá sér fara fyrir 8. apríl? Og megum við treysta því að næsti ut- anríkisráðherra verði sama sinnis? Höfundur er læknir. Emil Als Ovirðing Arna Sigfússonar við borgarstarfsmenn í TILEFNI af um- mælum oddvita D-list- ans í borgarstjóm Reykjavíkur í fjölmiðl- um get ég ekki annað en drepið niður penna. Ámi Sigfússon lýsti því yfír í sjónvarpi að ný- ráðinn borgarritari verði látinn fara þegar D-Iistinn nær völdum aftur í borginni. Þessi Lummæli opinbera því- líkan hroka að fádæmi er í stjómmálasögu á íslandi seinni ára. Einn- ig lýsa þau ótrúlegri lít- ilsvirðingu við fyrri borgarritara svo og aðra embættismenn borgarinnar. Það eru rúm 50 ár síðan borgarrit- ari var fyrst ráðinn til Reykjavík- urborgar. Fýrstur var Tómas Jónsson, sem starfaði frá 1934 til 1957, en þá tók við Gunnlaugur Pétursson sem starfaði til 1982 og að lokum kom Jón G. Tómasson sem skipaður var ríkislögmaður sl. áramót. Þetta voru allt heiðarlegir og duglegir embættismenn en eng- um blandaðist hugur um að þeir voru sjálfstæð- ismenn og valdir af meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn. Þegar fyrrverandi borg- arritari hvarf til annarra starfa var starfið að sjálfsögðu aug- lýst. Einn umsækjenda þótti hæfast- ur vegna menntunar og starfsreynslu Hulda Ólafsdóttir í vandasömum störfum, bæði hér- lendis Og fyrir alþjóðlegar stofnanir. Þessi umsækjandi hefur getið sér hið besta orð fyrir dugnað og samvisku- semi í starfí. Þetta er sagt hér að hinum umsækjendunum ólöstuðum. Kvenfyrirlitning En þessi umsækjandi er ólíkur fyrri borgarriturum m.a. að tvennu leyti, umsækjandinn er ekki sjálf- stæðismaður og þar að auki kona. Umsækjandinn er Helga Jónsdóttir og var hún ráðin í starf borgarritara á seinasta fundi borgarráðs. Þá bregður svo við að oddviti D-listans í borgarstjóm, Árni Sigfússon, hneykslast mjög og kallar þetta póli- tíska ráðningu. Hann hótar því að borgarritari verði látinn fara nái D- listinn völdum aftur í borginni og bætti raunar við að þetta eigi við aðra pólitíska aðstoðarmenn R-list- ans. Er Ámi. Sigfússon með þessu að segja að fyrri borgarritarar hafi verið pólitískir aðstoðarmenn D-M- ans? Nýráðinn borgarritari er ráðinn í sama starf og hinir fyrri. Vegna breytinga á skipuriti borgarkerfísins sem kynnt hefur verið í borgarráði má búast við einhveijum breytingum á starfssviði borgarritara sem hinn nýi borgarritari mun að sjálfsögðu verða að_ laga sig að þegar þar að kemur. Óvirðing Áma Sigfússonar í garð Helgu Jónsdóttur, nýráðins borgarritara, er með öllu óskiljanleg og óveijandi. Ég hlýt því að spyija sjálfstæðismenn; er þetta hin raun- verulega jafnréttisstefna Sjálfstæð- isflokksins? Þegar vel menntuð og hæf kona er ráðin sem æðsti embætt- ismaður borgarinnar þá hófa sjálf- stæðismenn henni brottrekstri við fyrsta tækifæri, undir því yfírskyni að hún hafí ekki réttar pólitískar skoðanir. Niðurrifsstefna D-listans Þessi og annar málflutningur odd- vita D-listans í borgarstjórn er í raun með ólíkindum. í þessu máli sem og mörgum öðrum leggur hann lítið Óvirðing Árna Sigfús- sonar í garð Helgu Jóns- dóttur, nýráðins borgar- ritara, er með öllu óskilj- anleg og óveijandi, seg- ir Hulda Ólafsdóttir og spyr sjálfstæðismenn; er þetta hin raunveru- iega j afnréttisstefna Sjálfstæðisflokksins? jákvætt til málanna en reynir með dylgjum og útúrsnúningum og vafa- sömum málflutningi að slá sig til riddara í augum borgarbúa. Ég held að nú sé svo komið að jafnvel sjálf- stæðismenn sjái í gegnum slagorða- flauminn og sjái einnig að svona vinnubrögð eru þeim ekki samboðin. Höfundur er varaborgarfulitrúi fyrir Reykjavíkurlistann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.