Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jóhannesar- passían sviðsett í Langholts- kirkju KÓR Langholtskirkju mun flytja Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach í þrígang um pásk- ana en í verkinu er píslarsaga Jesú Krists rakin leikrænt samkvæmt Jóhannesarguðspjallinu. „Það er gamall draumur minn að sviðsetja þetta verk,“ segir Jón Stefánsson, stjórnandi kórsins, og mælir því ekki í mót að mikil spenna setji svip á undirbúninginn. „Þetta er mikil vinna en ákaflega skemmti- legt.“ Verkið er tvær klukkustundir í flutningi og segir Jón að kórinn hafi þurft að læra það utan bókar en yfírleitt séu passíur ekki sungn- ar án nótna. David Greenall sviðsetur verkið og hefur að sögn Jóns lagt gjörva hönd á plóg. Ballett fléttast inn í verkið í tveimur aríum en að öðru leyti segir Jón að sparlega verði farið með hreyfíngar. Árni Bald- vinsson annast lýsingu og gerir Jón góðan róm að framlagi hans. Búningar og sviðsmynd gegna jafnframt stóru hlutverki í sýning- unni en Hulda Kristín Magnúsdótt- ir hefur haft veg og vanda af gerð þeirra. „Hún er búin að vinna kraftaverk og hefur tekist að klæða áttatíu manns í búninga án þess að það hafi kostað krónu.“ Sýningarnar verða á skírdag, föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska. ------------------ Söngnr að norðan í Bú- staðakirkju SAMKÓRINN Björk úr Austur- Húnavatnssýslu, Miklos Dalmay og Bjarkarkvartettinn halda tón- leika í Bústaðakirkju í Reykjavík, föstudagskvöldið 7. apríl kl. 20.30. Söngstjóri samskórsins er frú Sólveig Einarsdóttir, undirleik annast Miklos Dalmay á píanó og Þórir Jóhannsson á harmoniku. Undirleik fyrir Bjarkarkvartettinn annast Guðmundur Hagalín Guð- mundsson á harmoniku. Söngskrá kórsins er fjölbreytt, bæði íslensk og erlend lög, þjóðlög og gamanlög. Miklos Dalmay er ungverskur píanóleikari sem kennir við tónlist- arskóla Austur-Húnavatnssýslu, hann leikur einleik í kvöld og ann- ast undirleik hjá kórnum. Bjarkarkvartettinn er karla- kvartett, söngskráin er fyrst og fremst létt sönglög og dægurlög, sem falla vel að undirleik með harmoniku. ».♦ Vísnakvöld í Listaklúbbnum VÍSNAVINIR efna til vísnakvölds í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 10. apríl næst- komandi. Á opnu vísnakvöldi gefst nýlið- um á öllum aldri tækifæri til að stíga á svið og sýna hvað í þeim býr. Opin vísnakvöld hafa verið haldin af og til á vegum Vísnavina. Þeir sem hafa hug á að koma fram á opna vísnakvöldinu í Leik- húskjallaranum geta haft samband við stjórn félagsins í Smárahvammi 1, Hafnarfirði. HILMIR Snær og Baltasar Kormákur í hlutverkum sínum í Fávitanum. Hver síðastur að sjá Fávitann AÐEINS þrjár sýningar eru eftir á leikritinu Fávitanum, sem sýnt hefur verið á Stóra sviði Þjóð- leikhússins frá jólum, í kvöld, 21. og 27. apríl. Fávitinn er byggður á sam- nefndri sögu rússneska skáldsins Fjodor Dostojevskí, þar sem hann fjallar um kærleikann, þjáninguna og tilfinningar brey- skra manna af innsæi og mann- skilningi. Með helstu hlutverk fara Hilm- ir Snær Guðnasoon, Tinna Gunn- laugsdóttir, Baltasar Kormákur, Steinunn Ólíria Þorsteinsdótir, Helgi Skúlason, Helga Bach- mann, Gunnar Eyjólfsson ofl. Síðasta sýning á Framtíðar- draugum SÍÐASTA sýning á leikritinu Framtíðardraugar eftir Þór Tulinius, leikara og leikstjóra, verður á morgun, föstudag. Það er höfundurinn sem leik- stýrir. Leikritið hefur verið sýnt um 30 sinnum. Síðasta sýningá Leynimel 13 - 50% afsláttur af miðaverði Síðasta sýning á gamanleik- ritinu Leynimel 13, eftir Emil Thoroddsen, Harald Á. Sig- urðsson og Indriða Waage, verður á laugardaginn kemur. Leynimelur 13 var frumsýndur í september og hefur gengið í allan vetur. 50% afsláttur af miðaverði er í boði á þessa síðustu sýn- ingu. JÓHANNA Jónas og Ellert A. Ingimundarson í Framtíð- ardraugum, en síðasta sýning er á morgun. Hver vill ekki betra ísland? Betra Island felst ekki í því einu að varðveita árangur gærdagsins, heldur að sækja fram til nýrra sigra. Sigur fyrir Island hefur alltaf kostað kjarkl Betra Island krefst framtíðarsýnar. Betra Island krefst kjarks til að fylgja eftir slíkri framtíðarstefnu. Ungt fólk vill betri framtíð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.