Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 STJORNARMYNDUN MORGUNBLAÐIÐ * Halldór Asgrímsson formaður Framsóknarflokksins Stóðum frammi fyrir tveimur kostum HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að eftir fund hans og Jóns Baldvins Hanni- balssonar, formanns Alþýðuflokks- ins, á mánudag eftir kosningar hefði það verið hans mat að Framsóknar- flokkurinn ætti aðeins tvo kosti varð- andi ríkisstjómarmyndun, annars vegnar að mynda stjóm með Sjálf- stæðisflokki eða hins vegar að vera í stjórnarandstöðu. „Ég sagði í kosningabaráttunni að það væri eðlilegt að Framsóknar- flokkurinn talaði við þáverandi stjómarandstöðu um ríkisstjórnar- myndun en það væri hins vegar ljóst að Framsóknarflokkurinn gengi óbundinn til kosninganna, eins og reyndar allir aðrir flokkar gerðu að Þjóðvaka undanskildum. Framsókn- arflokkurinn útilokaði ekki myndun ríkisstjómar með neinum íslenskum stjómmálaflokki. Það hefur flokkur- inn aldrei gert og aldrei verið rætt um af hálfu flokksins að gefa slíkar yfirlýsingar," sagði Halldór. Jón Baldvin hafnaði vinstri stjórn „Ég taldi eðlilegt í framhaldi af þessu að hafa samband við forystu- menn stjómarandstöðunnar á sunnu- deginum strax að loknum kosning- um. Ég ræddi við þá um að stjórnar- andstöðuflokkarnir gætu ekki mynd- að ríkisstjóm og því væri eðlilegt að ég ræddi við formann Alþýðuflokks- ins um þá stöðu sem upp væri kom- ín. Við vorum öll sammála um það og þessi fundur var haldinn á heim- ili mínu á mánudegi eftir kosningar. Þar átti ég ágætan fund með for- manni Alþýðuflokksins. Hann hefur sagt frá þessum fundi í fjölmiðlum. Ég lít á margt sem þar fór fram sem trúnaðarmál, en megin niðurstaðan var sú að Alþýðuflokk- urinn ætlaði sér að halda áfram stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæð- isflokknum. Formaður Alþýðuflokks- ins taldi ekki að það væri grundvöll- ur til þess, á þeirri stundu, að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við stjómarandstöðuflokkana, þ.e. Framsóknarflokk, Alþýðubandalag og Kvennalista. Það kom jafnframt fram á þessum fundi að formaður Alþýðuflokksins taldi ýmis vand- kvæði á samstarfi þessara flokka, en tók það skýrt fram að það væru engin persónuleg vandamál í þing- flokki Alþýðuflokksins að benda á mig ef til þess kæmi og ef upp úr slitnaði milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Flokkarnir yrðu að meta sína stöðu Eftir þennan fund mat ég stöðuna þannig að ekki væri grundvöllur til frekari viðræðna milli þessara flokka og hafði samband við formann Al- þýðubandalagsins og skýrði honum frá þessari niðurstöðu símleiðis og lét það jafnframt í ljós að ég teldi að hver flokkur þyrfti nú að meta sina stöðu. Ég ræddi einnig við Krist- ínu Ástgeirsdóttur og skýrði henni frá þessu sama. Á þessari stundu var mér það ljóst að það væru tveir kostir í stöðunni fyrir Framsóknarflokkinn. Annar væri sá að reyna myndun ríkisstjóm- ar með Sjálfstæðisflokki, sem var að sjálfsögðu í lykilaðstöðu eftir kosning- amar, ekki síst vegna þeirrar yfirlýs- ingar Alþýðuflokksins að vilja reyna tii þrautar stjómarmyndun með Sjálf- stæðisflokki, eða að Framsóknar- flokkurinn færi í stjómarandstöðu. í framhaldi af þessu komst á sam- band milli mín og formanns Sjálf- stæðisflokksins og við áttum fund saman sl. sunnudag og höfum auk þess rætt nokkrum sinnum saman í síma. Það má segja að það hafi ver- ið fastmælum bundið sl. sunnudags- kvöld að við gerðum tilraun til stjórn- armyndunar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Halldór sagði að Framsóknar- flokkurinn legði áherslu á að viðræð- Morgunblaðið/RAX HALLDÓR Ásgrímsson sagði á blaðamannafundi í gær, að segja mætti, að það hafi verið fastmælum bundið á sunnudagskvöld að hann og Davíð Oddsson gerðu tilraun til stjórnarmyndunar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. um flokkanna yrði flýtt. Hann sagð- synlegt væri að flokkarnir næðu ist ekki telja ástæða til að hafa samkomulagi um nokkur afmörkuð stjórnarsáttmálann langan, en nauð- mál þannig að enginn misskilningur væri milli þeirra um hvemig bæri að halda á málum. Gagnrýnir vinnubrögð Ólafs Ragnars Halldór hafði nokkuð þung orð um vinnubrögð Ólafs Ragnars Grímsson- ar, formanns Alþýðubandalagsins, við að koma á fót vinstri stjórn. Halldór sagði að Ólafur Ragnar hefði fyrir kosningar afhent honum í trún- aði drög að stjórnarsáttmála vinstri stjórnar, en samdægiírs hefði verið greint frá efni hans í fjölmiðlum. Hann hefði síðan verið kynntur á blaðamannafundi og auglýstur á síðum Morgunblaðsins. Halldór sagðist sömuleiðis hafa verið boðaður til fundar við forystu- menn Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista í alþingishús- inu í fyrrakvöld. Hann sagðist hafa verið tregur til að mæta til fundar- ins, en fallist á það að lokum. Það hefði þó komið mjög á óvart þegar fréttamaður af einni útvarspsstöð hefði haft samband við hann skömmu fyrir fundinn til að spyija hvort það væri rétt að á fundi í alþingishúsinu ætti að gera lokatilraun til að mynda vinstri stjóm. Halldór sagði þessi vinnubrögð ekki traustvekjandi. Rík- isstjórn yrði ekki mynduð í fjölmiðl- um. Jón Baldvin hafði ekki samband á laugardag Halldór sagði að ef möguleiki hefði átt að vera á myndun vinstri stjórnar hefði hann orðið að liggja fyrir strax að loknum kosningum. „Alþýðu- flokkurinn kaus að reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum og að mínu mati var ein- faldlega of seint að taka upp þráðinn þegar hér var komið sögu. Formaður Alþýðuflokksins hefur upplýst að honum hafi verið það ljóst á laugar- degi að þetta yrði mjög erfitt, en hann hafði ekki samband við mig þá.“ Aðspurður sagði Halldór að mál- efnalega yrði erfitt að koma saman ríkisstjóm vinstri flokkanna og nefndi í því sambandi landbúnaðar- mál, sjávarútvegsmál og Evrópumál. Hann sagðist gera sér grein fyrir að ýmis vandamál þyrfti að leysa áður en ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks yrði mynduð. Hann sagðist t.d. hafa fengið stað- fest að staða ríkisfjármála væri verri en komið hefði fram í kosningabar- áttunni. Halldór sagði mikilvægt að ný ríkisstjórn talaði einum rómi í Smugumálinu, en mikið hefði vantað upp á að sú hefði verið raunin í tíð fráfarandi stjómar. MUiguuuiauio/ JÓHANNA Sigurðardóttir sagði fréttamönnum, að það yrðu vonbrigði ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu ríkisstjórn og það myndi Ieiða af sér tímabil stöðnunar. Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka Þjóðvaki varaði við þessu JÓHANNA Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, sagði að loknum fundi með forseta Islands í gær að hún hefði enga beina tillögu gert við forseta um hver ætti að fá umboð til stjórnar- myndunar en bent á ákveðna kosti. Jóhanna kvaðst hafa rætt við for- setann um þá stöðu sem upp væri komin og bent á að Þjóðvaki vildi gera allt til að mynduð yrði félags- hyggjustjórn eins Þjóðvaki hefði ít- rekað haldið fram. „Að vísu virðast ekki vera margir kostir í stöðunni eins og hún lítur út í dag,“ sagði hún. Jóhanna sagði í samtali við Morg- unblaðið að stjórnarsamtstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks hefði verið það sem hún hefði óttast fyrir kosningarnar að gæti komið upp. Við þessu hefði íjóðvaki varað og bent á að leiðin til að koma í veg fyrir það væri að styrkja Þjóðvaka til þess að hér yrði mynduð félags- hyggjustjórn. „Við bentum á það strax að lokn- um kosningum að þessi ríkisstjórn væri í raun fallin, sem nú er komið á daginn, en það tók Davíð Oddsson rúma viku að sjá að þetta var bara eins manns meirihluti,“ sagði hún. Veldur vonbrigðum Jóhanna sagði það valda vonbrigð- um ef sú yrði niðurstaðan að Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu ríkisstjóm og það myndi leiða af sér tímabil stöðnunar. Hún teldi hins vegar ólíklegt að niðurstað- an yrði önnur en að af stjórnarsam- starfi flokkanna yrði. „Ég verð þó að trúa því í lengstu lög að menn meini það sem þeir sögðu fyrir kosningar. Þetta hefur vissulega valdið mér vonbrigðum að formaður Framsóknarflokksins tekur þannig á máli eins og raun ber vitni, að skuldbinda sig til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og telja sig þess vegna ekki geta rætt við félags- hyggjuöflin um myndun ríkisstjórn- ar,“ sagði Jóhanna. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins Halldór gekk á bak orða sinna ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, segir að Halldór Ásgrímsson hafí gengið á bak orða sinna með því að ákveða að ganga til viðræðna við Davíð Oddsson um stjórnarmyndun Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þá vísar Ólafur Ragnar því alfarið á bug að Alþýðubandalagið hefði í síðustu viku gert Sjálfstæðisflokkn- um tilboð um stjórnarmyndunarvið- ræður. „Alþýðubandalagið hefur ekki gefíð neinar slíkar yfirlýsingar," sagði hann. Á fundi með forseta íslands í gær bar Ólafur Ragnar formlega upp þá tillögu þingflokks Alþýðubandalags- ins, að Halldór Ásgrímsson fengi umboð til að mynda ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna. Eftir fundinn sagði Ólafur Ragnar að þetta væri í samræmi við það sem flokks- menn hefðu sagt að undanförnu og í samræmi við það sem þeir teldu vera eðlilegt. „Við sáum ekki ástæðu tii að hvika frá þeirri afstöðu þótt á síðasta sólar- hring hafi komist upp um þetta holl- ustubandalag sem Halldór Ásgríms- son hefur sóst í með Davíð Odds- syni,“ sagði Ólafur Ragnar. Á bak orða sinna Fyrir fundinn með forseta íslands var Ólafur Ragnar mjög harðorður í garð Halldórs Ásgrímssonar fyrir að veita Davíð Oddsson stuðning til stjórnarmyndunar. „Það sem snýr að okkur og þjóð- inni er að fyrir kosningar gaf Hall- dór Ásgrímsson þá yfirlýsingu, að hann myndi leita eftir viðræðum við stjórnarandstöðuflokkana og bað þjóðina um umboð til þess. Nú var honum tilkynnt [á mánudagskvöld] af hálfu þriggja stjórnmálaflokka að hann gæti fengið slíkt umboð og meirihluti þingsins væri á bak við það. Þá kom í Ijós að hann hafði engan áhuga á slíku umboði og hafði deginum áður gengið frá því við Davíð Oddsson að mæla með því við forseta lýðveldisins að Davíð fengi stjórnarmyndunarumboð. Þær við- ræður sem Halldór Ásgrímsson lof- aði þjóðinni fóru því aldrei fram,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist telja það alveg skýrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.