Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 47 BALDUR STEFÁNSSON + Baldur Stefáns- son fæddist i Litla-Hvammi í Mýrdal 22. nóvem- ber 1911. Hann lést á dvalarheimili aldraðra, Hjallatúni í Vík, 10. april sl. Foreldrar Baldurs voru _ Steinunn Helga Árnadóttir húsfreyja, f. 12.09. 1881, d. 20.08.1964, og Stefán Hannes- son kennari og bóndi í Litla- Hvammi, f. 16.03. 1876, d. 30.12. 1960. Systkini Baldurs voru Ástríður, f. 14.10. 1903, látin, Árný Sigríður, f. 06.05. 1905, búsett á Hvamm- bóli, Brandur Jón, f. 20.05. 1906, látinn, Þuríður Guðrún, f. 14.10. 1907, látin, Gunnar, f. 23.07. 1915, látinn, Helgaf. 19.09. 1917, búsett á Hvamm- bóli, og Vilborg, f. 31.05. 1921, búsett í Reykjavík. Baldur ólst upp í Litla-Hvammi og hóf sem ungur mað- ur félagsbúskap þar með föður sínum. Árið 1957 flutti hann ásamt fjöl- skyldunni allri að nýbýlinu Hvamm- bóli, skammt fyrir austan Litla- Hvamm og stundaði þar búskap eftir það. Baldur var ókvæntur og barnlaus. Síðustu æviárin dvaldist hann á dvalarheimili aldraðra í Hjallatúni í Vík. Bald- ur var jarðsunginn frá Skeið- flatarkirkju 15. apríl sl. NÚ ER Baldur móðurbróðir minn fallinn frá. Þeim manni á ég margt að þakka. Fyrstu æviár mín bjugg- um við undir sama þaki hjá móður- foreldrum mínum í Litla-Hvammi og framyfir fermingu varði ég hvetju sumri og sérhverri frístund á heimili hans. Af honum lærði ég öðrum fremur til verka. Það vega- nesti hefur nýst mér allar götur síð- an. Með honum og Ámýju móður- systur minni vann ég við mjaltir og heyskap allan minn uppvöxt. Þetta voru góð og þroskavænleg ár í stórri fjölskyldu þar sem allir höfðu hlut- verki að gegna og öll störf voru mikilvæg. Það var ævinlega ætlun mín að verða bóndi og hefði sú ætlun gengið eftir tel ég líklegt að fátt þeirra verka sem starfið krafð- ist hefðu vafist fyrir mér. í sveitinni lærðist allt svo að segja af sjálfu sér, hvort sem var til bók- ar eða handverks. Afi sá að mestu um bóknámið, en móðursystirin og annað heimilisfólk um handverkið. Síkvik og óþoiinmóð hnátan lærði snemma að lesa og nokkurn veginn jafnhliða lærði hún að mjólka kýrn- ar í litlu ámáluðu blikkfötuna sína. Heyverkun lærðist í flekknum og ekki var ég há í loftinu þegar ég varð sjálfbjarga í þeim efnum. Baldur kenndi mér líka mikið um traust og ábyrgð og fyrir ekkert er ég honum eins þakklát. Það traust sem Baldur sýndi mér þegar ég elt- ist og fékk í vaxandi mæli að axla ábyrgð-á bústörfunum lagði grunn- inn að þeirri vissu minni að ég hefði burði á við hvem annan til þess að spjara mig í lífínu. Margt fleira hefði ég getað lært af frænda mínum, svo sem þolinmæði og æðruleysi, en til þess hafði ég ekki náttúrugjafir. Baldur var hæglátur og orðfár. Hann gekk til verka frá morgni til kvölds og stýrði stórum barnaskara við verkin með einföldum lágvæmm fyrirmælum. Fátt virtist geta hagg- að rólyndi hans og yfirvegun og þótti mér þetta snemma afar merki- legt. Einhverju sinni þegar rignt hafði nánast allt sumarið gat ég ekki orða bundist og innti Baldur eftir því hvort hann væri ekki orðinn alveg óskaplega áhyggjufullur yfir því að ná ekki einni einustu þurri heytuggu í hlöðu. Baldur var að búa sig undir hádegislúrinn sinn, hallaði sér aftur og sagði eitthvað sem svo að það þýddi nú harla lítið að hafa áhyggjur, náttúran yrði bara að hafa sinn gang, það mundi stytta upp fyrr eða síðar. Og síðan lagði hann aftur augun og fékk sér blund. Allra bestu minningar mínar úr sveitinni tengjast söng. Móðurættin mín er söngelsk með eindæmum og oft tókum við lagið saman, ungir sem aldnir og sungum þrí- eða jafn- vel íjórraddað. Þá var glatt á hjalla og þá var létt yfir Baldri. Aldrei virtust annirnar útiloka tónlistina. Jafnvel yfir hásláttinn nýttum við matar- og kaffitíma að hluta til þess að taka lagið. Enginn var söng- stjóri, en það var eins og með ann- að, raddirnar lærðust með tilsögn hinna fullorðnu og smám saman urðum við sem yngri vorum sjálf- bjarga í þeim efnum sem öðrum. Hámark gleðinnar var þegar Doddi frændi og hans fólk bættist í hóp- inn, þá lyftist þakið á Hvammbóli. Sem ungur maður var Baldur glæsimenni, mikill og góður íþrótta- maður og lipur dansari. Hörð lífs- barátta og mikil ósérhlífni til verka olli því að á efri árum var hann stirður í hreyfíngum og átti erfitt um gang þar eð fætumir höfðu gefíð sig. Með Baldri er genginn verðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem hafði það að ævistarfi að yrkja jörðina og gerði ævinlega meiri kröf- ur til sjálfrar sín en annarra. Steinunn Helga. Elskulegur og góður frændi minn, Baldur Stefánsson, er látinn. Ósjálf- rátt leita gamlar minningar á hug- ann þegar ég kveð hann hinstu kveðju. Minningar frá Litla-Hvammi og Hvammbóli en þar var hann einn þeirra sem studdu mig út í lífið. Þegar ég man fyrst eftir Baldri hafði hann tekið við búi í Litla- Hvammi af foreldrum sínum, Ste- fáni og Steinunni, og var að hefjast handa við uppbyggingu og ræktun á jörðinni. Hann flutti býlið upp á hæðina ofan við Hvamminn og gaf því nafnið Hvammból. Ég man hve glaður og stoltur Baldur var þegar byggingu íbúðarhússins var lokið og við gátum flutt inn. Þetta var vissulega stór áfangi. Hann hafði af kostgæfni búið svo um að aldrað- ir foreldrar hans áttu gott og ör- yggt skjól á ævikvöldinu. Mér er þetta svo minnisstætt vegna þess að hann frændi minn var ekki vanur að flíka sínum tilfínningum, en þeg- ar hann var glaður hafði það áhrif á okkur sem nálæg honum vorum og við glöddumst innilega með hon- um. Ég held að bústörfin hafi á margan hátt átt vel við Baldur. Hann var sístarfandi, en eins og svo margur bóndinn var hann oftast einn við útistörfin, þess vegna varð líka ýmislegt að sitja á hakanum sem hann hefði gjarnan viljað gera. Ég vissi að hann hafði hug á að rækta lítinn tijálund vestan við hús- ið, það sagði hann mér, en það varð að víkja eins og svo margt annað fyrir önnum dagsins. Ég held að Baldur hafi haft ánægju af að um- gangast börn og unglinga. Svo mik- ið er víst að þau sóttu til hans. Meðan búskapur var stundaður á Hvammbóli komu börnin úr fjöl- skyldunni og börn vina og kunn- ingja sumar eftir sumar og dvöldu hjá systkinunum Baldri, Helgu og Árnýju móður minni. Alltaf var pláss fyrir eitt barn í viðbót. Stund- um tók Baldur þátt í leikjum okkar krakkanna, lét okkur keppa í fijáls- um íþróttum eða tók lagið með okk- ur. Þá var gaman. Ég vil að lokum segja þetta um Baldur. Hann var traustur og vand- aður maður, vildi öllum vel og aldr- ei minnist ég að hafa heyrt hann hallmæla nokki-um. Hann hafði fá en góð orð um hlutina. Systurnar mamma, Helga og Bogga hafa misst mikið í vetur, fyrst Brand og svo MINNINGAR núna Baldur. Ég og fjölskylda mín vottum þeim okkar innilegustu sam- úð. Guð blessi Baldur frænda minn. Jóna Sigríður Jónsdóttir. Þegar ég man fyrst eftir var Baldur kominn á miðjan aldur. Hann var ömmubróðir minn og kom mér fyrst fyrir sjónir sem sérlega bam- góður maður. Það bera allir vott um sem dvalið hafa á heimili hans á sínum yngri áram. Framsýnn virtist hann mér, hafði snemma á bílaöld- inni fest kaup á vörubifreið í félagi við systurson sinn. Hann ílentist ekki í þeirri atvinnugrein heldur búskapnum eins og fyrr sagði. Starfsvettvangur hans varð nú æ meir upp í Túni sem hann átti eftir að gefa nafnið HVammból. Þar hóf hann um miðja öldina að byggja upp, fyrst útihús og síðan reisulegt íbúðarhús. Þetta var mikið átak sem hann leysti í samvinnu við foreldra sína, þær Árnýju og Helgu systur sínar og Stefán systurson sinn. Þessi fjölskylda flutti sig úr Litla-Hvamm- inum á árinu 1957, mjög eftirminni- legt þegar ég fylgdist með henni þokast upp klifið á brúnina upp í Tún, sem frá þeim degi hefur nefnst Hvammból. Én það var unnið að fleira en byggingu húsa. Holtin vora gerð að véltækum slægjum og Bót- armýrin ræst fram og gerð að grænni grand. Um þessi verkefni virtust mér þeir feðgar, Baldur og Stefán faðir hans, sérstaklega sam- hentir. Þeir vora báðir menn gróð- ursins og var Baldur einn af stærstu gulrófnabændum sveitarinnar í upp- hafiu sjöunda áratugarins. Baldur var laghentur og kom það sér vel fyrir hann við uppbyggingu á Hvammbóli. Ég veitti því eftirtekt að hann náði sérstökum árangri í múrverki og átti eftir að vinna við það fyrir aðra aðila um nokkurt skeið. Ekki voru tómstundimar margar frá amstri búskaparins hjá Baldri. Hann gaf sér þó tíma fyrir söng í kirkjukór Skeiðflatarkirkju um ára- tuga skeið, söng af miklu öryggi og talinn einstaklega lagviss. Ég lít nú um farinn veg og minn- ist þessa hægláta manns, sem sagði fátt og bar tilfinningar sínar ógjarn- an á torg. Hann sagði þó nóg til þess að við sem umgengumst hann fyndum hlýjan hug hans. Síðustu æviárin dvaldist Baldur á öldranarheimilinu Hjallatúni í Vík. Var þakklátur fyrir góða umönnun þar og kvartaði ekki yfir neinu. Andlát hans bar að í samræmi við lífsstílinn, öllum að óvöram skömmu eftir að hann hafði neytt morgun- málsverðar á Hjallatúni mánudag- inn 10. þessa mánaðar. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu Ástríðar systur hans þakka honum fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning Baldurs Stef- ánssonar. Sigurður Árnason frá Litla-Hvammi. Þeir eru ekki fáir sem fetuðu sig í gegnum unglingsárin að töluverðu leyti undir handaijaðri Baldurs. Sjálfur var ég meðal síðustu krakk- anna sem voru í sveit á sumrin á Hvammbóli hjá Baldri, Helgu og Árnýju ömmu minni. Ég var níu ára þegar ég kom til að dvelja sumarlangt í fyrsta skipti; það var fyrir 20 árum. Breytingar stóðu þá fyrir dyrum með innreið nýrrar tækni, hugmynda og stefna í landbúnaði. Á sama tíma var Bald- ur farinn að reskjast nokkuð og kaus að draga sama,n seglin smám saman. Litla grein gerði maður sér fyrir þessu öllu þá: Víst mundi bú- skapur verða stundaður á Hvamm- bóli um ókomna tíð og að sjálfsögðu stefndi ég að því að verða bóndi eins og Baldur. Ég kynntist því aldr- ei að hann væri fyrir að masa við vinnuna. E.t.v. var það fyrst og fremst vinnan sjálf sem hann naut, að yrkja jörðina. Samband hans við land sitt var sannarlega göfugt og skapandi og okkur yngra fólkinu sem vann við hlið hans hvatning til þess að láta gott af okkur leiða. Stefán Úlfarsson. SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Svanhildur Guðmundsdótt- ir var fædd í Litlu- Sandvík í Sandvík- urhreppi, Árnes- sýslu, 7. janúar 1906. Hún andaðist í Landsspítalanum 7. apríl 1995. For- eldrar hennar voru Guðmundur Þor- varðarson, hrepp- syóri í Sandvíkur- hreppi, og kona hans, Sigríður Lýðsdóttir, hrepp- stjóra i Hlíð í Gnúp- veijahreppi. Systkini hennar voru þessi: 1) Lýður, bóndi og hreppstjóri í Litlu-Sandvík, kvæntur Aldísi Pálsdóttur, bónda og hreppstjóra í Hlíð í Gnúpverjahreppi, d. 1988. 2) Þorvarður, skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi, d. 1944, ókvæntur og barnlaus. 3) Aldís, gift Kristni Vigfússyni, byggingameistara á Selfossi, d. 1966. 4) Haraldur, yfirmagnaravörður hjá Rík- isútvarpinu, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur, hjúkrunarkonu, d. 1966. Svanhildur giftist Sæ- mundi Símonar- syni, símritara, f. 22. mars 1903, d. 11. janúar 1980, frá Selfossi, árið 1930. Þeim varð þriggja sona auðið, en þeir eru: 1) Guðmundur, starfsmaður hjá Sjóvá Almennum, f. 1931, kvæntur kristínu Eyjólfs- dóttur, og eiga þau tvö börn. 2) Þor- varður, lögfræðing- ur, starfar hjá Sjóvá Almennum, f. 1947, kvæntur Ástu Láru Leós- dóttur og eiga þau þijú börn. 3) Gunnar, starfsmaður Krýsu- vikursamtakanna, f. 1951, ókvæntur, en á eina dóttur. Þau hjón bjuggu á Seyðisfirði frá 1930 til 1941, þar sem Sæmund- ur var símritari, en þá fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu lengi á Dunhaga 11, en Sæ- mundur starfaði hjá Landsím- anum til sjötugsaldurs. Á Dun- haga 11 bjó Svanhildur til ævi- loka með Gunnari syni sínum. Útför Svanhildar fór fram frá Selfosskirkju 15. apríl sl. ÞEGAR hún Svanhildur kveður þetta jarðlíf finnst mér ekki nema sjálfsagt, að ég skrifi minningar- grein um hana. Það oft hafði ég verið inni á gafli á heimili hennar á liðnum aldarfjórðungi. Mér fínnst eins og ég hafi misst nákominn ættingja, þegar Svanhildur er ekki lengur meðal okkar. Alltaf spurði hún mig hvað væri að frétta er ég leit inn til hennar, jafnvel síðustu æviárin, þegar mikið var af henni dregið, bæði líkamlega og andlega. Svanhildur var gift öndvegis- manni um hálfa öld, honum Sæ- mundi Símonarsyni frá Selfossi. Hún fylgdi honum skömmu eftir giftinguna alla leið austur á Seyðis- fjörð, þar sem hann gerðist símrit- ari. Nærri má geta að þessi staður, jafn einangraður og hann var þá að minnsta kosti, hafi þeim þótt furðu ólíkur flatlendi því, sem þau voru alin upp við, í Flóanum. En þarna var dvalist í ellefu ár, frá 1930 til 1941. Árið, sem þau fluttust austur, giftist Svanhildur Sæmundi. Þau áttu saman mörg góð ár, eða um hálfa öld, og þau eignuðust saman þijá syni, sem stóðu með henni eft- ir að Sæmundar naut ekki lengur við, en hann andaðist í ársbyijun 1980. Þá minntist ég hans með nokkrum orðum í dagblöðum. En nánar um æviatriði hennar í upphafi þessarar minningargreinar. Ætíð fylgdist Svanhildur með ferli mínum á ritvelli og í útvarpi. Hún bað mig að minna sig á, hve- nær ég kæmi fram á þessum vett- vangi, svo að hún gæti fylgst með því og hún lagði jafnan sitt sjálf- stæða mat á þetta hjá mér. Þarna var talað af heilum hug, sagðir Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIDIR kostir og lestir á verkunum. Þótti mér afar vænt um það. Ég las Svan- hildi oft greinar, er ég hafði samið, og beið svo eftir áliti hennar að lestri loknum. Nú var Svanhildur ekki skólagengin, umfram tak- markaða barnafræðslu. Hún var í farskóla í Sandvíkurhreppi. Þar kenndi henni einn vetur, 1919- 1920, hinn kunni skólamaður, Guð- mundur Gíslason frá Ölfusvatni í Grafningi, síðar kennari á Laugar- vatni og á Reykjum í Hrútafírði (f. 1900, d. 1944). Lét hún vel af kennslu Guðmundar í mín eyru. Annars var Svanhildur fyrst og fremst vel gefin kona, með heil- brigða dómgreind. Hún las mikið og ekki einungis skemmtirit, heldur og menntandi bækur. Dálæti hafði hún á sunnlenskum fræðum, eins og ritum dr. Guðna Jónssonar, sem var mjög mikilvirkur og vandaður fræðimaður. Já, það er mikil mennt- un í því fólgin að tala við greint fólk, sem lifað hefur tímana tvenna og þrenna, eins og hún Svanhildur frá_ Litlu-Sandvík. Ég kveð hana með kæram þökk- um fyrir allt og allt og votta að- standendum hennar samúð við frá- fall hennar. Fari hún í friði, friður guðs hana blessi. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.