Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 39 Matur og matgerð Vor í lofti Kristín Gestsdóttir skrifar þennan þátt á pálmasunnudegi, þegar hún lítur til Garðakrikju, sem blasir við henni út um stofugluggann. MAR klukkna Garðakirkju hljóma inn um opnar svaladyrnar, það er vor í lofti, þrestir syngja við undirspil kirkjuklukknanna. í fjarska óma milliraddir máfanna, sem eru mættir vestan til á holtið, bassa- rödd krumma er líka í kórnum,_ sem boðar komu kærkomins vors. í dag minnast kristnir menn innreiðar Jesú í Jerúsalem og mannfjöldinn fagnaði „Hósíanna syni Davíðs. Blessaður sé sá sem kemur í nafni drottins." Pálmasunnudagur er helsti fermingardagur ársins, þeg- ar bömin staðfesta skímarheit sitt og gera Krist að leiðtoga lífsins. Nú þegar klukkan er að verða tvö streyma bílamir að Garðakirkju en í morgun var þar önnur ferm- ingarmessa. Regnið dynur á þak- inu, lognið er svo mikið að flaggið við kirkjuna hangir blautt og mátt- laust niður og er vart sýnilegt. Skyldi vorið loksins vera komið, líklega, því rétt í þessu heyrði ég í fyrstu lóunni. Gleðilega páska. rauður og blár eða grænn ávaxtalitur nokkrir hálfir tannstönglar 1. Setjið hnsgtjónin í tvær litlar skálar. Hellið nokkmm dropum af bláum eða grænum ávaxtalit í aðra skálin en rauðum í hina og litið gijónin. Setjið síðan á eldhúspapp- ír og látið þoma. 2. Búið til litla unga úr marsipaninu — eina stærri kúlu sem búk en aðra minni sem haus. Setjið hausinn á búkinn með hálf- um tanntöngli. Setjið blá eða græn hrísgijón sem augu en tvö rauð sem gogg- 3. Raðið ungunum í hring á brún kökunnar. Jarðarberja-/súkku- laðiterta 5 þunnir botnar 250 g smjör 200 g sykur 2 egg Hátíðaterta barnanna 2 bollar hveiti 2 bollar sykur 150 g mjúkt smjörlíki % bolli kakó 1 'A bolli mjólk 1 'A tsk. matarsódi (sódaduft) 14 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar 3 egg 1. Setjið allt í skál og hrærið vel saman. 2. Smyijið stórt kringlótt köku- mót um 25 sm í þvermál, setjið deigið í mótið og bakið við 185°C, blástursofn 175°C í 90 mínútur. Kælið kökuna og kljúfíð í tvennt. Kremið: 200 g smjör eða smjörlíki 1 pk. suðusúkkulaði (100 g) 400 g flórsykur 1 eggjarauða ___________250 g hveiti__________ 1. Hrærið saman smjör og syk- ur, setjið eitt egg í senn út í, setj- ið þá hveitið út í. 1. Klippið 5 kringlótta bútaút bökunarpappír, um 25 sm íþver- mál. Smyijið deiginu jafnt á botn- ana um 2 sm frá brún. 2. Bakið við 210°C, blástursofn 200°C, í um 10 mínútur. Fyllingin: 100 g suðusúkkulaði 1 heildós niðursoðin jarðarber 1 peli rjómi 14 pk. Toro-jarðarberjahlaup 1. Saxið súkkulaðið, síið jarðar- berin úr dósinni, notið 2 dl af saf- anum og hitið að suðu, setjið hlaup- duftið út íog leysið upp. Kælið án þess að hlaupi saman. Meijið jarð- arberin með gaffli. 2. Þeytið ijómann og setjið út í safann, setjið marin jarðarber og súkkulaði saman við. Skiptið á 4 tertubotna og leggið saman. Geym- ið kökuna í minnst 6 klst helst leng- ur. Skreyting: 1. Setjið súkkulaðiplötuna á eld- fastan disk inn í 70°C heitan bak- araofn, það bráðnar á 7 mínútum. 2. Hrærið mjúkt smjör eða smjörlíki með flórsykri, bræddu súkkulaði og eggjarauðu. 3. Smyijið kreminu inn í og utan á kökuna. Skreytingin: 150 g marsipan 114 dl flórsykur __________1 eggjarauða___________ nokkur lönq hrísarión ______250 g fersk jorðarber______ 14 pk. Toro-jarðarberjahlaup 2 14 dl safi úr dósinni 1. Takið stilkinn af jarðarbeijun- um, skerið í tvennt. Leggið jarðar- berin ofan á kökuna, skurðflötur snúi upp. 2. Hitið jarðarbeijasafann, leysið duftið upp í honum, kælið að mestu en hellið yfir kökuna, þegar það er við að stífna. Berið þeyttan ijóma með kök- unni. KASPAROV og Helgi Áss við upphaf blindskákarinnar. H-E-I-MS'ME AÐTAFLI 19 Aukakeppnin hefst í dag SKAK Grand Hótcl Rcykjavík: SKÁKÞING NORÐURLANDA Aukakeppni um þriðja sætið 19.—23. apríl SEX keppendur urðu jöfn í þriðja til áttunda sæti á Skákþingi Norðurlanda í Reykjavík um dag- inn. Þau þurfa að tefla aukakeppni um eitt sæti á millisvæðamóti FIDE og hefst hún í dag á Grand Hótel í Reykjavík við Sigtún. Það eru Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Pia Cramling frá Svíþjóð, Lars Bo Hansen, Danmörku, Jonathan Tisd- all, Noregi og Rune Djurhuus, Nor- egi, sem heyja aukakeppnina. Það er símafyrirtækið Sprint sem býður til þessarar aukakeppni, en fjölmargir íslenskir korthafar VISA hafa notfært sér þjónustu þess til að hringja á milli landa. Jafnframt aukakeppninni mun undirritaður heyja fimm skáka æfingaeinvígi við nýtt skákforrit, Chessica frá Tasc í Hollandi. Það er afar öflugt forrit sem er mjög þægilegt í notkun. Það má búast við geysilega harðri baráttu um sætið á milli- svæðamótinu. Jóhann Hjartarson er stigahæsti keppandinn og hefur langmesta reynslu úr heimsmeist- arakeppninni. Hann hefur þrívegis teflt á millisvæðamóti og komst í átta manna úrslit áskorendakeppn- innar. Ekkert hinna hefur áður komist upp úr svæðamóti. Jóhann hlýtur því að teljast sigurstrangleg- astur. Keppendurnir sex standa ekki alveg jafnir að vígi fyrirfram. Verði tveir eða fleiri efstir og jafnir ráða samanlögð stig andstæðinga þeirra á Norðurlandamótinu sjálfu. Það getur því ekki orðið um aðra auka- keppni að ræða. Það er Pia Craml- ing sem stendur best að vígi hvað þetta varðar, enda var hún á meðal efstu manna allt mótið: 1. Pia Cramling 25.405 2. Jonathan Tisdall 25.395 3. Jóhann Hjartarson 25.320 4. Lars Bo Hansen 25.240 5. Helgi Ólafsson 25.215 6. Rune Djurhuus 25.010 Samkvæmt þessu þarf Jóhann að verða fyrir ofan bæði Piu og Tisdall til að komast áfram. Honum dugir hins vegar að verða jafn þeim Lars Bo Hansen, Helga og Djurhu- us. Komist íslendingur áfram mun- um við eiga þijá fulltrúa á milli- svæðamótinu, því Helgi Áss Grét- arsson og undirritaður hafa þegar tryggt sér þátttökurétt. Það væri ótrúlegur árangur, t.d. hafa hin Norðurlöndin saman aðeins eitt sæti. Aðeins fremstu skákþjóðir, svo sem Rússland, Bandaríkin og England, hafa getað státað af svo mörgum fulltrúum. Blindskák í sjónvarpssal Þegar Gary Kasparov, heims- meistari atvinnumannasambands- ins PCA, var hér á ferð um daginn tefldi hann blindskák í sjónvarpssal við Helga Áss Grétarsson, heims- meistara unglinga. Úrslitum skák- arinnar var haldið leyndum og hún sýnd í ríkissjónvarpinu á annan páskadag. Skákin var afar spennandi. Hvor- ugur hafði teflt blindskák áður og það var ótrúlegt að sjá Kasparov gera sig sekan um byijendamistök. Það var þó aldrei mikill vafi um úrslitin, því Helgi Áss eyddi fljótt næstum öllum umhugsunartíma sínum og lenti í vonlausri aðstððu. Hann barðist þó eins og ljón og skákin endaði með því að hann féll á tíma með betri stöðu! SVÆÐAMÓT - LOKAKEPPNI NORDIC ZONAL TOURNAMENT PLAY OFF REYKJAVÍK19. *23. APRÍL 1995 Blindskák fer þannig fram að keppendur hafa ekkert tafl en verða að sjá stöðuna fyrir sér í huganum. Þeir tilkynntu svo leiki sína með því að segja þá upphátt. Það var galli að það tók of langan tíma fyrir keppendur að leika. Hann hefði mátt sníða af ef keppnisfýrir- komulagið hefði verið prófað fýrir- fram. Þá kom á óvart að ekki var notuð sama tækni og á Amber-mót- inu í Mónakó þegar keppendur sýna leiki sína á tölvuskjá. Það fyrir- byggir allan misskilning. Þátturinn var lítið eða ekkert klipptur til og viðbótarskákskýringum ekki bætt inn í. Margir áhorfendur hefðu vafalaust þegið að fá mat á loka- stöðunni. Námssjóði blindra á íslandi var heimilað að safna styrktarlínum í tilefni af þessu sögulega einvígi og komu inn tvær og hálf milljón króna. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Helgi Áss Grétarsson Italski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bc4 - Bc5 4. c3 - Rf6 5. d3 - a6 6. Bb3 - 0-0 7. h3 - Ba7 8. Bg5 - d6 9. Rbd2 — Be6 10. g4 — Kh8 11. Rfl - Rb8 12. Rg3 - h6 13. Bd2 - Rbd7 14. g5 - Bxb3 15. axb3 — hxg5 16. Rxg5 - De8 17. Df3 - Rh7 Helgi Áss átti nú aðeins mínútu eftir, en Kasparov fimmtán. Úrslitin voru því ráðin. Það hafði greinilega slæm áhrif á Kasparov að eiga sig- urinn vísan, því nú fer hann að tefla ótrúlega illa. 18. Dh5 - Rdf6 19. Dh4 - g6 20. Hgl - Hg8 21. Rxh7? Sleppir svarti úr klemmunni, en Kasparov hélt sig geta leikið 23. Bf6+. Héðan í frá er næstum því hver einasti leikur hans rangur. 21. - Rxh7 22. Bg5 - De6 23. Ke2 - f6 24. Bd2 - Had8 Hér og í næsta leik mátti svartur einfaldlega leika 24. — Dxb3 og er þá sælu peði yfir. 25. Dg4 — Dxg4+? 26. hxg4 — Rg5 27. f4? - Bxgl 28. fxg5 - Bb6 29. gxf6 - Hgf8 30. Hhl + - Kg8 31. g5 - Hf7! 32. Hh6 - Hh7 33. Hxg6+ - Kf7 34. Hh6 - Hxh6 35. gxh6 - Kxf6 36. Rf5 - Kg6 37. Kf3 — c6 • b c d • f <, h í þessari stöðu féll Helgi Áss á tíma. Hvítur hefur ekki nægar bætur fyrir skiptamuninn og vinn- ingsmöguleikar svarts eru góðir. Skákþing íslands Þeir Magnús Pálmi Örnólfsson og Júlíus Friðjónsson urðu efstir í áskorendaflokki á Skákþingi ís- lands og unnu sér rétt til að tefla í landsliðsflokki í nóvember. Þeir hlutu báðir sex og hálfan vinning af sjö mögulegum. Bergsteinn Einarsson sigraði með yfírburðum í opna flokknum með átta vinninga af níu möguleg- um. Þeir Smári R. Teitsson og Bjarni Magnússon komu næstir með sex og hálfan vinning. Berg- steinn og Smári unnu sér rétt til þátttöku í áskorendaflokki næsta ár. Nánar verður fjallað um mótið hér í skákþættinum á næstunni. Kasparov í banastuði Fjórum umferðum er lokið á minningarmóti um Mikhail Tal í Riga í Lettlandi. Gary Kasparov vann áskoranda sinn Anand í aðeins 25 leikjum og Jan Timman í 22 leikjum. Staðan eftir ijórar umferð- ir: 1. ívantsjúk 3‘4 v. af 4, 2. Ka- sparov 2‘/2 v. af 3, 3—4. Kramnik og Anand 2*4 v. af 4, 5—6. Short og Júsupov 2 v. af 4, 7. Gulko 1‘A v. af 4, 8—10. Vaganjan, Timman og Ehlvest 1 v. af 3,11. Kengis Vi v. Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.