Morgunblaðið - 20.04.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.04.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 11 STJÓRNARMYNDUN Davíð Oddsson um fundahöld Reyknesinga vegna ráðherraembætta Kjördæmi eiga ekki ákveðin ráð- herrasæti DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einstök kjördæmi geti ekki gengið að því sem vísu að þingmenn þeirra eigi vísan ráðherrastól þegar flokk- urinn er í ríkisstjóm. Sjálfstæðis- menn í Reykjaneskjördæmi hafa nú miklar áhyggjur af að Ólafur G. Einarsson, fyrsti þingmaður kjör- dæmisins, verði ekki á ráðherralista þeim, sem Davíð mun leggja fyrir þingflokk sjálfstæðismanna. Davíð Oddsson hefur ekki rætt við Ólaf G. Einarsson um setu hans í ráðherrastóli. Hins vegar telur Ólafur, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að sótt sé að sér innan ríkisstjómarinnar. Hann ósk- aði eftir að fá að ræða við stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi, sem hafði áður verið boðuð til fundar í fyrrakvöld, ásamt fleiri trúnaðarmönnum flokksins í kjördæminu. Ólafur komst hins vegar ekki sjálfur á fundinn er til kastanna kom, því að hann var fluttur á sjúkrahús með lungna- bólgu á þriðjudag og dvelur enn á sjúkrahúsinu. Veikindi hans em þó ekki alvarleg, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Munum ekki líða þetta A fundinum, sem um 45 manns sátu, stjórn kjördæmisráðsins, þrír þingmenn, formenn fulltrúaráða og fleiri forystumenn Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu, kom fram eindreginn stuðningur við Ólaf til áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Ema Nielsen, formaður kjördæmisráðsins, segir að ekkert hafí verið ályktað á fundinum, en hann hafí verið ætlaður til að sýna stuðning við oddvita flokksins í kjördæminu. „Við munum ekki líða þetta,“ sagði Ema. „Ef það verður gengið framhjá þessu kjördæmi verða eftir- mál af því. Ég er ekki að hóta Davíð Oddssyni og hef ekki vald hans í hendi mér, en sjálfstæðis- menn í Reykjaneskjördæmi munu ekki láta slíkt afskiptalaust og verða mjög reiðir, verði gengið framhjá þeim.“ Leitað stuðnings við Ólaf Á meðal sjálfstæðismanna á Reykjanesi ræða menn þann mögu- leika að stjórn kjördæmisráðsins gangi á fund Davíðs Oddssonar og komi vilja flokksmanna á framfæri við hann með beinum hætti. Allir þingmenn kjördæmisins styðja Ólaf G. Einarsson, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, og leituðu þeir í gær óformlega eftir stuðningi við hann meðal annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Reyknesingar telja að fleiri þing- menn muni verða á þeirra bandi og styðja áframhaldandi setu Ólafs í ráðherraembætti. Sá möguleiki að krefjast atkvæðagreiðslu í þing- flokknum um tillögu flokksfor- mannsins að ráðherralista hefur verið ræddur. Hafa haft ígildi tveggja ráðherrastóla Morgunblaðið spurði Davíð Odds- son hvort til greina kæmi að Reyk- nesingar ættu ekki mann í ráð- herraliði Sjálfstæðisflokksins. „Engin slík umræða hefur enn far- ið frarn," sagði Davíð. „Á hinn bóg- inn er það staðreynd að einstök kjördæmi eiga ekki ákveðin ráð- herrasæti þótt flokkurinn sé í ríkis- stjóm, hvorki þau stóru né smáu, þó að auðvitað sé litið til þess.“ Davíð sagði að á síðasta kjör- tímabili hefði Reykjaneskjördæmi haft ígildi tveggja ráðherrastóla. „Þeir höfðu bæði forseta þingsins og ráðherrastöðu; sama fjöldann og Reykjavík hafði. Þannig að það er að minnsta kosti fróðlegt fyrir menn að skoða þessi dæmi,“ sagði Davíð. Hann sagði að ekki yrði rætt um skiptingu ráðuneyta eða ráðherra- lista, hvorki milli flokkanna né inn- an þeirra, fyrr en séð yrði til botns í málefnavinnunni í stjórnarmynd- unarviðræðunum við Framsóknar- flokkinn. Morgunblaðið/Þorkell FORUSTUMENN Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hittust í Ráðherrabústaðnum eftir að Davíð Oddsson fékk umboð til stjórnarmyndunar í gærmorgun. Þingmenn Sjálfstæðisflokks á Vesturlandi og Vestfjörðum stefna að tmöguflutningi á þingflokksfundi Rætt um breyting- ar á banndaga- kerfi og eftirliti Hlustað verður á tillögnmar, segir formaður Sjálfstæðisflokksins INGMENN Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum og Vestur- landi, þeir Einar K. Guðfínnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmunds- son, ræddu í gær um tillögur, sem þeir hyggjast leggja fram á þing- flokksfundi Sjálfstæðisflokksins á morgun, föstudag, um breytingar á lögunum um stjóm fiskveiða. Þing- mennirnir hafa kynnt Þorsteini Pálssyni, starfandi sjávarútvegs- ráðherra, og Davíð Oddssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, hug- myndir sínar. Vestfjarðaþingmennirnir, sem hafa lýst því yfír að þeir muni ekki styðja ríkisstjórn sem standi vörð um óbreytta fiskveiðistjóm, áttu frumkvæði að tillöguflutningnum. Rætt um breytt banndagakerfi Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lá ekki ljóst fyrir í gær -hvert yrði nákvæmlega efni tillagn- anna, sem þingmennirnir hyggjast leggja fram. Þeir hafa rætt um að leggja til breytingar á banndaga- kerfi krókaleyfisbáta, til dæmis í þá átt að vikið verði frá því að banndagarnir verði fastir dagar og menn hafi meira frelsi um það hvaða daga þeir verði í landi, en verði að uppfylla ákveðinn daga- fjölda á árinu. Jafnframt hefur verið rætt um að efla eftirlitsþátt núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfis til að koma í veg fyrir að afla sé hent eða landað framhjá vigt. Verði hluti stjórnarsáttmála Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er líklegt að annars veg- ar verði gerðar tillögur um aðgerð- ir, sem gripið verði til fljótlega en feli ekki í sér neinar grundvallar- breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu, og hins vegar um kerfís- breytingar til lengri tíma. Einar Oddur Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann vildi ekki tjá sig um tillögurnar að svo stöddu. „Það liggur fyrir hvað við sögðum fyrir kosningar. Það liggur fyrir að þessi valkostur varð ofan á hjá Sjálfstæðisflokknum; að fara í stjórnarsamstarf við fram- sóknarmenn,“ sagði Einar Oddur. „Við höfum alltaf gert okkur grein fyrir að það yrðu erfiðleikar að ræða þetta. Ég vil ekkert tala um þetta fyrr en við höfum farið í gegn- um þá efnislegu umræðu, sem þessu fylgir.“ Þingmennirnir fjórir vilja freista þess að fá þingflokk sjálfstæðis- manna til að samþykkja tillögur sín- ar um breytingar og leggja þær fram í stjómarmyndunarviðræðunum við framsóknarmenn þannig að þær verði hluti stjómarsáttmálans. Af hálfu framsóknarmanna hefur sú afstaða verið tekin, að sjálfstæð- ismenn verði að ganga frá málinu sín á milli, svo megi líta á tillögumar. Rætt við Þorstein og Davíð Vestfjarðaþingmennirnir hafa rætt vítt og breitt við aðra þing- menn Sjálfstæðisflokksins um til- lögumar, auk þingmanna Vestur- lands. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins áttu Einar Oddur og Einar Kristinn í fyrrakvöld fund með Þorsteini Pálssyni. Þorsteinn er samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins tilbúinn að leita sátta um sum atriði í fískveiðistjórnuninni, ekki sízt þau sem snúa að veiðum smábáta, enda var hann ekki sáttur við núverandi ákvæði um banndaga í lögunum um stjórn fiskveiðar eins og þau voru samþykkt. Á skjön við sjónarmið annarra í gærdag gengu Véstfjarðaþing- mennirnir á fund Davíðs Oddssonar og ræddu við hann. Aðspurður um fund þeirra sagði Davið: „Ég vona að rpenn nái ein- hverri niðurstöðu gagnvart þeim. En sjónarmið þeirra eru auðvitað svolítið á skjön við sjónarmið sumra annarra og allir verða að taka tillit hver til annars." Davíð sagði að hlustað yrði á sjónarmið þessara þingmanna Sjálf- stæðisflokksins og að þeir sérfræð- ingar, sem myndu setjast yfir sjáv- arútvegsmálin á vegum flokkanna, myndu eiga við þá viðræður. Málin yrðu svo rædd á þingflokksfundin- um á föstudag og reynt að komast að samkomulagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.