Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ SMUGUVIÐRÆÐUR Viðræður um Smugudeiluna og skiptingu síldarstofnsins hefjast í Ósló í dag Norðmenn segj- ast bjartsýnir NORSK stjórnvöld hafa ekki viljað tjá sig um efni viðræðna þeirra, sem hefjast í Ósló í dag milli Noregs, íslands og Rússlands um veiðar ís- lenzkra skipa í Smugunni í Barents- hafi. Talsmenn stjórnvalda segjast hins vegar vænta árangurs af fund- unum. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Noregur og Rússland hefðu sett fram hugmyndir til lausnar Smugu- deilunni, sem fælu í sér að ísland fengi yfir 15.000 tonna þorskkvóta í Smugunni, með nokkrum skilyrð- um. Sendinefnd fundaði með ráðherrum íslenzka sendinefndin hélt utan í gær, eftir að hafa átt fund í forsætis- ráðuneytinu með Davíð Oddssyni. forsætisráðherra, Halldóri Ásgríms- syni utanríkisráðherra og Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra. Helgi Ágústsson sendiherra fer fyrir nefndinni. Ásamt honum fara til viðræðnanna þeir Árni Kolbeins- son, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, Arnór Halldórsson lög- fræðingur í sjávarútvegsráðuneyti, Gunnar G. Schram, prófessor og þjóðréttarlegur ráðgjafi og Tómas Heiðar, starfsmaður samstarfshóps Norges Fiskarlag 15.0001 of mikið NORSKIR fjölmiðlar höfðu í gær eftir Oddmund Bye, formanni heild- arsamtaka norska sjávarútvegsins, Norges Fiskarlag, að 15.000 tonna kvóti til íslendinga í Smugunni væri alltof mikill. Bye sagði í samtali við NTB að hann hefði heyrt sögusagnir um að bjóða ætti íslandi 10.000 tonn og það teldi hann of mikið. Bye hefur þó sagt áður að ísland þurfi ef til vill að fá einhvem kvóta, til, þess að hægt sé að ná samningum um að koma stjórn á veiðar í Smugunni. Hann segir að lausnin, sem fund- in verði, eigi að byggjast á niður- stöðum úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í New York. sjávarútvegs- utanríkis- og forsætis- ráðuneytis um úthafsveiðar. Tveir fundir í dag hefst fundur Rússa, Norð- manna og íslendinga um Smugu- veiðar og er búizt við að hann standi fram á morgundaginn. Norðmenn hafa gefið í skyn við íslendinga að góður árangur á þeim fundi geti liðk- að fyrir samkomulagi á seinni við- ræðufundi ríkjanna þriggja, sem hefst síðdegis á morgun, um stjórn- un á norsk-íslenzka síldarstofninum. Þar munu Færeyingar einnig koma að samningaborðinu. Jákvæðar yfirlýsingar utanríkisráðherra Viðræðufundurinn um veiðar ís- lenzkra skipa í Smugunni fellur und- ir norska utanríkisráðuneytið. For^ maður norsku viðræðunefndarinnar er Káre Bryn, skrifstofustjóri auð- lindadeildar ráðuneytisins. Ingvard Havnen, talsmaður ut- anríkisráðuneytisins, vildi ekki tjá sig efnislega um væntanlegar við- ræður. Hins vegar sagðist hann bjartsýnn. „Við teljum yfirlýsingar hins nýja utanríkisráðherra [Halldórs Ás- grímssonar] mjög jákvæðar. Það er ljóst að erfitt er að segja hversu langt verður komist á fundinum, sem byijar á morgun [í dag], en við von- um alltént að hann færi okkur skrefi nær lausn á Smugudeilunni." Aðspurður um tengingu Smugu- viðræðnanna við viðræður um stjómun á síldarstofninum, sagðist Havnen lítið vilja fuliyrða um það. „Það eru tengsl á milli í þeim skiln- ingi að ríkin þijú ætla að ræða bæði málin. Og ef það tekst að verða sam- mála um annað málið, til dæmis Smuguna, þá tel ég að það myndi hafa jákvæð áhrif á viðræðumar um Síldarsmuguna." Þarf að stjórna síldveiðunum Viðræðufundurinn um stjórnun á norsk-íslenzka síldarstofninum í Síldarsmugunni er á hendi sjávarút- vegsráðuneytisins í Noregi og fer skrifstofustjórinn Stein Owe fyrir norsku sendinefndinni. Bjarne Myrstad, talsmaður ráðu- neytisins, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að Norðmenn hefðu boðið til fundarins. Ástæðan væri sú að strandþjóðimar, sem hagsmuna Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Ekki tímabært að nefna tölur ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir ekki tímabært að nefna einhveijar tölur um kvóta til handa íslendingum í Smugunni. Greint var frá í Morgunblaðinu í gær að norskir og rússneskir embættis- menn hafi viðrað þær hugmyndir við íslenska embættismenn að íslend- ingar fengju yfir 15.000 tonna kvóta í Smugunni til að greiða fyrir lausn deilunnar. Þorsteinn segir ólíklegt að samningum ljúki á þessum fund- um en þess sé vænst að góður skrið- ur komist á viðræðurnar í fyrsta skipti. Ekki samið nema gegn veiðiheimildum Þorsteinn segir að vonir standi til þess að einhver hreyfing komist á þessi mál núna en á undangegnum fundum hefði engin hreyfing orðið. „Það má öllum vera Ijóst að samn- Morgunblaðið/H. Poulsen NORSKA strandgæslan hafði sig nokkuð í frammi í Smugunni í fyrra og sýnir myndin þegar reynt var að skera á togvíra Há- gangs II. ættu að gæta, þ.e. Noregur, Rúss- land, ísland og Færeyjar, þyrftu að fara að huga að því að koma á fót markvissri stjórnun á síldveiðum í Síldarsmugunni. „Það hefði mjög neikvæðar afleið- ingar ef veiðar hæfust á svæðinu án þess að til væru skýrar reglur," sagði Myrstad. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort árangur á Smuguf- undinum myndi greiða fyrir samn- ingum á síldarfundinum. Góður grunnur frá Moskvu og New York Gíorgíj Luka, fiskimálafulltrúi rússneska sendiráðsins í Ósló, vildi lítið tjá sig um viðræðurnar, sem í hönd fara, nema að því leyti að fund- ir íslenzkra, norskra og rússneskra embættismanna í Moskvu í marz og í New York fyrir stuttu hefðu skiiað grunni, sem nú væri hægt að byggja á. Smugan gaf um fimm milljarða í fyrra VEIÐAR íslenskra skipa í Barents- hafi og á Flæmska hattinum skil- uðu nálægt fimm milljörðum króna í þjóðarbúið á síðasta ári. Þetta er um 5,5% af verðmæti útflutning- framleiðslunnar. Þessar veiðar eiga stærsta þáttinn í þeirri aukn- ingu sem varð á útflutningsverð- mæti sjávarafurða á síðasta ári. Áætlað er að landsmenn hafi veitt 37 þúsund tonn af þorski í Barentshafi á síðasta ári og um 2.400 tonn af rækju á Flæmska hattinum við Nýfundnaland. Um 25 ísfisktogarar og 35 vinnsluskip voru við veiðar í Smugunni í Bar- entshafi þegar mest var. íslendingar keyptu mikið magn af fiski af erlendum skipum á síð- asta ári. Verðmæti aflans var nærri tveir milljarðar. Afli sem veiddist í Barentshafi og á Flæmska hattinum og sá fiskur sem keyptur var af erlendum fiski- skipum námu því samtals tæplega sjö milljörðum í fýrra, en það er tæplega 8% af útflutningsfram- leiðslu ársins. ingar verða ekki gerðir nema ein- hveijar veiðiheimildir komi í okkar hlut. Við vonum að það komist skrið- ur á þá hluti. Á þessu stigi er ekki annáð um þetta að segja. Það hafa engin formleg boð gengið á milli en óformleg samtöl áttu sér stað í tengslum við Hafréttarráðstefnuna í New York á dögunum.“ Við höfum fyrst og fremst lagt áherslu á ákveðnar meginlínur af okkar hálfu. Það þarf að hyggja að því að hugsanlegar veiðiheimildir séu á þeim svæðum að ekki sé miklum erfiðleikum háð að ná fiskinum. Einnig þarf að hafa í huga aðra mikilvæga hagsmuni okkar, eins og í síldinni sem er orðið mjög brýnt að við náum samningum um, ekki síst að þessar þijár þjóðir nái að veijast sameiginlega gagnvart öðr- um þjóðum sem vilja heíja veiðar í Síldarsmugunni," sagði Þorsteinn. Jóhann A. Jónsson ósáttur við hugmyndir Norðmanna og Rússa Islendingar geta veitt 60.0001 í Smugunni Svo virðist sem breyting sé að verða á afstöðu Norðmanna og Rússa til íslendinga vegna Smugudeilunnar. í samtali við Guðjón Guðmunds- son segir Jóhann A. Jónsson for- maður Úthafsveiðinefndar LÍÚ og framkvæmdastjóri á Þórshöfn að 15.000 tonna kvóti til íslendinga sé of lítill. JÓHANN A. Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar segir að hugmyndir Norðmanna og Rússa um 15-20 þúsund tonna þorskvóta handa íslendingum í Smugunni að uppfýlltum vissum skil- yrðum sé alltof lítill kvóti. Hann segir að það sitt mat að íslensku skipin geti veitt 50-60 þúsund tonn í Barentshafi með flottrolli. Svalbarðaveiðar metnar inn í kvótaúthlutun Jóhann segir að það sé ekki þjóóinni til hagsbóta að samþykkja slíkt boð ef það kæmi en hins vegar sé afstaða þessara þjóða mikið breytt og af hinu góða að þær hafi nú skilning á því að þetta mál verði ekki leyst nema með kvótaúthlutun til íslendingá. „Þetta hljóta að vera viss tímamót í málinu því þetta er í fyrsta sinn sem við merkj- um einhvern samningsvilja af þeirra hálfu,“ segir Jóhann. Hann bendir á að samkvæmt frétt Morgunblaðsins í gær séu ákvæði sem orka mjög tvímælis og gætu komið í veg fyrir það að samning- ar tækjust. Eins og t.d. ákvæði um að afli íslend- inga yrði einungis veiddur í Smugunni. Ef það ætti að gefa eftir veiðirétt íslendinga á Svalbarðasvæðinu með því að falla frá kröfu um málsókn fyrir Alþjóða- dómstólnum þá yrði að meta það mjög verulega inn í heildarmagnið sem íslendingar fengju úthlutað. Hann bendir einnig á að þann agnúa að Islending- ar eigi að viðurkenna norsk-rússneska fiskveiðinefnd á sama tíma og þeir vinni að því á alþjóðavettvangi að móta reglur um úthafið þar sem íslendingar vilja að svæðisstofnanir taki við umráðarétti yfir þessum höfum. Jóhann A. Jónsson „Ég sé ekki mikla þörf fyrir því að hraða þessu máli á sama tíma og við erum að senda opinbera embættismenn á ráðstefnu til New York. Það er ætlast til þess af okkur að við semjum þvert á þær reglur sem þar er verið að móta. Ég held að menn eigi að fara sér að engu óðslega í þessu máli,“ seg- ir Jóhann. Þarf meira til Jóhann segir að íslendingar geti veitt í fijálsum veiðum í Smugunni 50-60 þúsund tonn með flott- rolli. í fyrra nam veiðin 40 þúsund tonnum og verð- mætið var um 4 milljarðar kr. en útflutningsverð- mæti loðnuafurða var nálægt 9 milljarðar kr. Norges Fiskarlag, heildarsamtök norska sjávarút- vegsins, hefur reyndar haldið því fram að veiði íslend- inga hafi verið 58 þúsund tonn. Oddmund Bye, for- maður samtakanna, segist geta fallist á að veita íslendingum fiskveiðikvóta í Smugunni, ef viðunandi niðurstaða fæst á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Að mati Bye getur norskur sjávarútvegur fallist á að Islendingum verði úthlutaður kvóti í Smugunni en ekki annars staðar í Barentshafi. Svein Ludvigsen, einn af forystumönnum Hægriflokksins og for- maður atvinnumálanefndar norska Stórþingsins, telur að Norðmenn ættu að sýna íslendingum samstöðu þegar þorskstofn við landið sé kominn í sögu- legt lágmark. Leggur Ludvigsen til að íslendingum verði veittur 30 þúsund tonna þorskkvóta í norskri efnahagslög- sögu í Barentshafi. Jóhann segir að í ljósi veiðigetu ís- lendinga og tillögu Sveins Ludvigsens sé tilboð Norðmanna og Rússa alltof lágt, sérstaklega þegar skilyrði þeirra eru tekin inn í myndina. „Það er kostur að geta haft fijálsan aðgang að þessu svæði og geta tekið aflann hvar sem er en hann er ekki svo stór sá kostur að við förum úr 40-50 þúsund tonnum niður í 15 þúsund tonn. Það þarf því meira til ef það á að semja um þetta,“ segir Jóhann. Skip Hraðfrystistöðvar Þórshafnar mun halda til veiða í Smugunni í júní og sagði Jóhann að sín til- finning væri sú að íslensku skipin ætli að hefja þarna veiðar strax eftir sjómannadaginn. Hann kvaðst þó ekki eiga von á því að íslensk skip færu að veiða á Svalbarðasvæðinu meðan Alþjóðadómstóllinn hefur ekki fjallað um málið. Hins vegar væri áríðandi að fá flýtimeðferð fyrir Alþjóðadómstólnum til að fá úr þessu skorið sem allra fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.