Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 29 * I \ I I f ) > I l > ) ) > ) > ) ) . ) ) ÁSTA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR + Ásta Kristin Guðjónsdóttir var fædd á Arnarn- úpi í Keldudal í Dýrafirði hinn 30. ágúst 1916. Hún lést á heimili sínu, Vallargötu 29, Þingeyri, að kvöldi 13. apríl sl. Ásta var yngst í hópi þrettán barna hjón- anna Elínborgar Guðmundsdóttur, f. 30. september 1875, d. 22. janúar 1959, og Guðjóns Þorgeirssonar, f. 13. nóvember 1871, dv 22. maí 1957. Þijú systkini Ástu lifa hana, en nöfn systkina hennar eru sem hér segir: Guðbjörg Kristjana, f. 20. ágúst 1897, d. 31. desember 1989; Guðmundur Jón, f. 26. nóvember 1898, drukknaði á Valtý 17. mars 1920; Jóhanna Bjamey, f. 25. september 1900, d. 9. ágúst 1989; Bjarni Þorvaldur Stefán, f. 12. október 1901, d. 29. októ- ber 1929; Daðína Matthildur, f. 30. desember 1903; Ásgeir, f. 25. september 1905; Margrét Ingibjörg, f. 10. desember 1906, d. 27.desember 1970; Þorgeir, f. 18. apríl 1908, d. 27. janúar 1936; Guðmundur Öm, f. 3. jan- úar 1909, d. 29. júní 1910; Am- fríður Guðný, f. 17. september 1911, d. 27. febrúar 1995; Krist- ján Guðmundur Jón Skarphéð- inn, f. 4. janúar 1913, d. 16. desem- ber 1938; og Elín- borg, f. 7. nóvem- ber 1914. Ásta gift- ist hinn 2. nóvem- ber 1940 eftirlif- andi manni sínum, Siguijóni Hákoni Haukdal Andrés- syni, f. 5. mars 1916, frá Sveins- eyri I Dýrafirði. Foreldrar hans voru Ólafía Jóns- 19. júlí d. 15. júlí og Andrés Guðmundsson, f. 24. ágúst 1884, d. 26. júli 1962. Ásta og Siguijón bjuggu á Sveinseyri í 22 ár, en fluttu til Þingeyrar haustið 1962 og hafa búið þar síðan. Böm þeirra era: Sólveig Amfríður, f. 5. febrúar 1941, sambýlismaður Matthías Guð- jónsson, f. 3. maí 1933; Krislján Atli, f. 29. október 1944; Ólafia Sigríður, f. 23. apríl 1950, maki Guðberg Kristján Gunnarsson, f. 28. mars 1949; Andrés Sig- urður, f. 15. júní 1953; ög Elín- borg Guðjóna, f. 18. nóvember 1958, maki Þórður Arason, f. 1. april 1958. Bamabömin em fimmtán og barnabarnabörnin fjögur. Ásta Kristín verður jarðsett frá Þingeyrarkirkju í dag, 26. apríl og hefst athöfnin kl. 14.00. ÞAÐ ER farið að vora fyrir vestan samkvæmt tímatalinu þótt ekki sjái þess mikinn stað í náttúrunni. Við vitum þó samkvæmt reynslunni að jörðin mun aftur verða iðjagræn áður en varir og blómskrúð klæða dýrfirska dali. Hringrás lífsins er sannkölluð hringrás, án upphafs og endis og er mannlífið þar engin undantekning. Sé þetta haft f huga er það því í fullkomnu samræmi að þegar Ásta frænka leggur í sína hinstu för þá er sonarsonur hennar að fermast. Nýr sproti í fjölskyld- unni er að þroskast, nýtt brum að springa út. Það er fátt sem er leynd- ardómsfyllra og meira lofandi en blómhnappur eða brum sem bíður þess með óþoli að mega opnast, taka mót sólarljósinu, skarta sínu fegursta. Á kveðjustund leitar hugur minn vestur til þeirra stunda þegar Ásta, móðursystir mín, var ung kona, útsprungin rós; þegar hún var á hátindi lífs sins, eignaðist böm, annaðist böm og bú, auðgaði nán- asta umhverfi sitt með hlýju; elsku- leg frænka, eins og hún var raunar til dauðadags. Ásta var fædd á Amamúpi í Keldudal í Dýrafírði. Hún var yngst þrettán barna ömmu og afa. Hún giftist Siguijóni Andréssyni frá Sveinseyri árið 1940 og hófu þau strax búskap á Sveinseyri í félagi við foreldra Siguijóns, Ólafíu Jóns- dóttur og Andrés Guðmundsson. Skammt er á milli Sveinseyrar og Vésteinsholts í Haukadal þar sem foreldrar mínir bjuggu og var ýmis- legt sem stuðlaði að nánum sam- gangi milli heimilanna. Móðurfor- eldrar mínir bjuggu hjá okkur, bömin frá Sveinseyri sóttu skóla inn í Haukadal svo að nærri má geta að oft var tíðfarinn spottinn milli bæjanna. Fyrst eftir að vélmenning- in hélt innreið sína í sveitina áttu pabbi og Siguijón saman dráttar- vél. Ekki minnkaði samgangur Vé- steinsholts- og Sveinseyrarfólks við þetta. Sameignin útheimti ákveðið skipulag: sá sem þurfti á vélinni að halda sótti hana til hins. Oft kom það í hlut einhvers af yngri kynslóð- inni að fara eftir vélinni og er ég þess fullviss að alltaf fórum við glöð til starfans. Móttökurnar á bæjunum voru þannig. Eg minnist þess hve gaman var að koma að Sveinseyri. Allir léku á als oddi og gáfu sér tíma til að tala við okkur sem vart höfðum slitið bamsskónum. Samræðurnar vom líka með þeim hætti að ung- lingnum fannst hann hafa eitthvað til málanna að leggja, honum fannst hann gjaldgengur í heimi hinna fullorðnu. Og ekki spillti viðurgjöm- ingurinn í búrinu hjá Ástu frænku. Hún var líka alltaf svo létt og kát og virtist hafa gaman af að rabba við okkur og rifya upp eitt og annað frá æsku sinni. Það fór heldur ekki fram hjá unglingnum hve ástfangin og innileg þau Ásta og Siguijón vom við hvort annað. Ég veit reynd- ar að þau vora það alla tíð. Á þess- um stundum var Ásta frænka alveg til í að rifja upp eitt og annað frá fyrri tíð og hlusta á ungar frænkur segja frá seinasta balli í Haukadal, úti á Ingjaldssandi eða inni á Þing- eyri. Hún var svo skilningsrík á æskuna hún Ásta. Mér fínnst ég geta heyrt glettinn hlátur hennar þegar ég minnist þessara dýrmætu stunda. I einni af þessum ferðum smakk- aði ég í fyrsta sinn sardínur og tómata. Mér var gefínn tómatur en þorði ekki að borða hann, ef hann myndi ekki smakkast. Ég hélt fast við minn keip að hafa hann frekar með mér heim. Þegar inn i Krókana kom var ég farin að þefa af tómatn- um og svo kom að ég beit i hann áður en ég kom heim, sennilega af ótta við að aðrir yrðu svo fúsir til þess að ég fengi lítið sjálf. Þegar Asta og mamma heimsóttu hvor aðra þá fylgdi hin alltaf þeirri aðkomnu heim á leið. Þá var margt skrafað og ef maður hegðaði sér vel fékk maður hugsanlega að vera þriðja hjól á vagni, íjórða eða fímmta . ..; allt eftir því hve margt smáfólk var með í för. Eitt var þó einkennilegt við þessar „heiman- fylgjur“ þeirra systra: þegar kom að því að sú sem hafði verið sótt heim skyldi snúa við þá fylgdi að- komusystirin henni heim undir tún- fótinn til baka. Þá vildi sú heim- sótta sjá á eftir sinni úr garði og rölti með henni aftur til baka og sagan endurtók sig. Svona gat þetta gengið nokkra hríð. Við krakkarnir ýttum nú frekar undir þetta en hitt. Við gátum þá verið lengur samvist- um og svo kom fyrir að við náðum MINNINGAR orði af hljóðskrafínu. Það þarf sennilega ekki að taka fram að það fór vel á með þeim systmm. Vetur konungur sat oft tryggi- lega á valdastóli, þá eins og nú. Fólk lét það þó ekki aftra sér frá mannfagnaði. Um jólin var ævin- lega haldin jólatrésskemmtun í Haukadal. Þangað komu allir af nágrannabæjum sem vettlingi gátu valdið. Þeir sem gátu það ekki, svo sem kornabörn, vom einfaldlega bornir í bala til skemmtunarinnar. Þannig minnist ég þess þegar Ólaf- ía litla kom fyrst til þessa skemmt- anahalds. Ég dáðist að þessu þótt ég væri enn bam og þótti gott hjá frænku minni og Siguijóni að láta ekki deigan síga. Þau Asta og Siguijón eignuðust fímm börn, tvo syni og þijár dæt- ur. Öll hin mannvænlegustu böm. Eldri sonurinn hefur haldið heimili með foreldram sínum á Þingeyri hin síðari ár og verið þeim stoð og stytta eftir að heilsu foreldranna fór að hraka. Hið sama má segja um miðsysturina sem býr á Þing- eyri. Hún hefur ekki látið sitt eftir liggja til að létta foreldmm sínum lífíð. Þau systkin sem bjuggu hér syðra hafa gert hvað_ þau gátu í erfíðum veikindum Ástu síðustu mánuði en lögðu mikið á sig til þess að geta verið samvistum við hana tíma og tíma og létt henni lífíð. Ásta þráði að fá að deyja heima og það fékk hún. Allir lögð- ust á eitt um að svo mætti verða. Ásta teygaði síðustu dropa lífsveig- ar sinnar á skírdagskvöld sl. í faðmi fjölskyldunnar. Það er um það bil ár síðan þær fengu báðar sams konar dóm Adda og Ásta móðursystur mínar, sem sé að þær væm með krabbamein. Fyrir Öddu vom þetta ekki ný sann- indi, hún hafði svo oft áður háð baráttu við vágestinn og haft betur og enn á ný freistaði hún þess að leggjast undir hnífinn, en allt kom nú fyrir ekki. Mein Ástu var hins vegar þannig að hún átti ekkert val. Læknavísindin gátu ekkert gert nema linað þrautir hennar. Asta varð bara að beijast sjálf fyrir lífí sínu. Þeir sem ganga svo æðmlausir gegn örlögum sínum eins og Ásta frænka em hetjur. Það þarf kjark til þess að horfast í augu við dauð- ann, vera fullur baráttuanda og vonar, njóta hverrar stundar og vera þakklátur fyrir allt en ekki beiskur þegar vissan um sigur dauðans, fyrr en seinna, er fyrir hendi. Það er í aðstæðum sem þess- um að manngildið fær ekki dulist. Trúin á lífíð, trúin á frest og miskunn getur gert kraftaverk. Það sannaðist á Ástu frænku. Hver ein- asti maður sem kynntist hetjuskap hennar fylltist aðdáun. En þær syst- ur Adda og Ásta geta nú hönd í Erfidrykkjur j Höfum glœsilega J sali og tökum að okkur erfidrykkjur L HOTEL lósLAND simi 6 87111 Síkrl*raköiiigar í hlomaskriM (in^iiin við öll lirkila i i blómaverkstæði INNAsfc Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 hönd fetað æðri slóðir því aðeins einn og hálfur mánuður leið á milli brottfara þeirra. Ég við aðstandendum blessunar og kveð mína góðu frænku með þakklæti í huga. Minning hennar er sveipuð hlýju og mildi. Blessun guðs veri með henni á æðri sviðum. Kristín Jónsdóttir. Nú hefur elskuleg amma okkar kvatt þennan heim. Hún lagði aftur augu sín í rúminu sínu heima á Vallargötu að kvöldi skírdags, 13. apríl sl. Var það hennar æðsta ósk að fá að sofna þar og vera heima þar til ævi hennar væri öll. Guð bænheyrði ömmu, en hún var trúuð kona og sótti alltaf huggun sína og hjálp í bænina. Margar ljúfar minningar eigum við með ömmu og þær minningar munum við geyma í hjörtum okkar. Við vissum alltaf, að ef okkur leidd- ist þá gátum við alltaf leitað til ömmu á Vallargötu. Þangað var stutt að hlaupa og alltaf var opinn faðmur og ávallt var sagt: „Æ, elsk- uraar mínar, emð það þið? Langar ykkur nú ekki í eitthvað?" eða „er ykkur nú ekki kalt?“ og svo fengum við kannski ávítur fyrir að vera húfulausar eða vettlingalausar. Alltaf fengum við að gera það sem okkur langaði til, t.d. fara í felu- leik. Það var voða vinsælt og mikil læti því fylgjandi. Og ekki megum við nú gleyma leiknum að fela fing- urbjörg, en þá tók amma þátt í þeim leik með miklum áhuga okk- ar. Kom þá stundum fyrir að upp úr því týndist fingurbjörgin og fannst ekki fyrr en eftir marga aðra leiki. Það var ótrúiega margt sem við brölluðum með henni ömmu. Þegar heilsu hennar hrakaði og hún orðin rúmliggjandi, sátum við hjá henni, eða lágum í rúminu hans afa við hliðina á henni og spjölluð- um við saman um alla heima og geima. Hún sagði okkur svo margt þá, frá sínum æskuámm frá Amar- núpi og úr Árholti. Einnig var henni mikill hugur um að fylgjast með starfí okkar úr skólanum og ekki má nú gleyma tónlistarskólanum. Hún vildi vita hvað við væmm að æfa þar og yfírleitt vildi hún fylgj- ast með starfi og velgengni okkar hvar sem við vomm. Krafturinn og trúfesta ömmu var svo mikill að við emm stoltar af að hafa átt hana. Aldrei bugaðist hún, hvemig sem henni leið. Hún gaf okkur svo mikinn kraft og mikla huggun að vegarnesti síðustu stundir sínar, að um aldur og ævi munum við minnast ömmu með stolti. Við viljum að lokum þakka henni fyril1 allar þær góðu stundir sem hún gaf okkur og allan þann kær- leik sem við munum búa að frá henni. Elsku afí. Þú hefur misst svo mikið. Þú hefur misst þinn lífsföm- naut sem er búinn að vera með þér í 55 ár. Við biðjum algóðan guð að styrkja þig og varðveita. Við varðveitum minningar um elsku ömmu í hjörtum okkar. Guð styrki alla hennar ástvini. Samt vissirðu að Dauðinn við dymar beið þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrði berast að eyrum þér óm og undursamlegan nið það var eins og færu þar ijallasvanir úr fjarlægð með söngvalið. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnignandi nætur með hækkandi dag yfir brá þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. (T. Guðmundsson.) Kveðja, Brynhildur Elín og Sigríður Guðrún. Elsku amma. Nú era geislar sólar þinnar end- anlega hættir að skína um Dýra- fjörð en rétt famir að sýna sig á þeim stöðum sem við mannfólkið sjáum ekki tii. Allir verkimir em famir og í staðinn fær fögur sál að njóta sín. Við virðumst vera ósköp smá gagnvart guði og gagnvart því sem lífið sjálft býður okkur upp á. Verk- efnin sem reka á fjörur okkar em ótalmörg og víst er að sjófangið er ekki alltaf það sem við myndum kjósa. Áhrif okkar á framgang mála er þó alltaf nokkur og ráðast þau mikið af persónuþáttum okkar. Ef við emm kærleiksrík, réttsýn, jákvæð og full af kímnigáfu, rétt eins og þú, amma mín.góð, þá get- um við svo margt. Það hefur þú sýnt okkur dyggilega í veikindum þínum og heilsubrestum bæði fyrr á tímum sem og ný. Með þessum eiginleikum og öðram sem ég fæ ekki að orðum komið hefur þér verið kleift að móta umhverfi þitt á farsælan hátt. Þeir hafa nært fólkið þitt og gert því mögulegt að þroskast og dafna sem manneskjur. Ég varð svo gæfusöm að fá að njóta litrófs sólargeisla þinna í sum- ardvölum mínum hjá þér og afa. Fyrir umveíjandi kærleiksþel og hjálpsemi verð ég þér ævinlega þakklát og segi í sönnu að sól þín mun aldrei setjast í huga mínum. Elsku afí, ég votta þér mína inni- legustu samúð og sendi þér hlýjar hugsanir á erfiðum tímum. Margrét Bjömsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, SIGURBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR, Hátúni 10, lést í Borgarspítalanum 24. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Sfmon Hannesson. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR G. JÓNSSON, Grandavegi 47, sem lést í Landspítalanum 18. apríl, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 27. apríl kl. 13.30. Guðlaug Einarsdóttir. Agnar Smári Einarsson, Guðrún Halldórsdóttir, Guðjón Ármann Einarsson, Elín Guðmundsdóttir, Jón Ingi Einarsson, Olga Björnsdóttir, Einar Dagur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.