Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 11 VERÐLAUNAHAFARNIR ásamt formanni stjórnar Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Frá vinstri: Eggert Þröstur Þórarinsson, Mar- grét Heinreksdóttir og Eydís Huld Helgadóttir. Unnu Indlandsferð í ritgerðasamkeppni ÚRSLIT í ritgerðasamkeppni Hjálparstofnunar kirkjunnar voru kynnt á fulltrúaráðsfundi stofnunarinnar laugardaginn 29. apríl sl. en samkeppnin er einn af fjölmörgum liðum í 25 ára af- mælishaldi stofnunarinnar. Fyrstu verðlaun, ferð til Ind- lands, fengu Eydís Huld Helga- dóttir í Sandgerði og Eggert Þröstur Þórarinsson frá Hraun- gerði í Álftaveri og afhenti Mar- grét Heinreksdóttir, formaður stjórnar Hjálparstofnunar, þeim verðlaunaskjal á fundinum. Á ég að gæta bróður míns? Ritgerðarsamkeppnin var kynnt skömmu fyrir síðustu jól og höfðu allir nemendur í 9. bekk grunnskóla rétt til þátttöku. Umfjöllunarefnið var spurningin: Á ég að gæta bróður mins? Skila- frestur rann út 15. febrúar og lauk dómnefnd störfum í lok apríl en hana skipuðu: Guðlaug Guð- steinsdóttir, kennari í Gagn- fræðaskólanum í Mosfellsbæ, Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri á Blönduósi, og Jó- hannes Tómasson, blaðafulltrúi Hjálparstofnunar kirkjunnar. Af þeim 12 ritgerðum sem komu til greina sem verðlaunarit- gerðir þóttu tvær bera af, rit- gerðir Eydísar og Eggerts, og lagði dómnefnd til að höfundar beggja fengju fyrstu verðlaun, ferð til Indlands, þar sem ekki var talið hægt að gera uppá milli þeirra. Eydís Huld skrifaði snjalla sögu og vel út færða en Eggert Þröstur skilaði vandaðri ritgerð í hefðbundnum stíl þar sem efnistök, orðaforði og frá- gangur voru til fyrirmyndar. I Indlandsferðinni, sem farin verður síðari hluta sumars í fylgd fulltrúa frá Hjálparstofnun kirkj- unnar, gefst þeim Eydisi Huld og Eggert Þresti tækifæri til að skoða þróunarsamvinnu United Christian Church of India eða Sameinuðu indversku kirkjunnar og Hjálparstofnunar kirkjunnar sem staðið hefur í meira en 6 ár. Þessi litla kirkjudeild rekur um- fangsmikið skólastarf meðal hinna lægst settur á Suðaustur- Indlandi og styðja um 200 íslensk- ir fósturforeldrar börn til þessa náms. Ars fangelsi fyrir kynfer ðisafbr ot HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef- ur dæmt 30 ára gamlan mann í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir að hafa í októ- ber sl. haft samfarir við 17 ára stúlku sem var sofandi meðan mað- urinn kom fram vilja sínum. Maðurinn var ölvaður á leið af dansieik og kom óboðinn að heimili stúlkunnar þar sem hún og aðrir heimilismenn voru sofandi. Stúlkan svaf í sófa í sjónvarpsherbergi húss- ins. Manninum var gefið að sök að hafa fært buxur niður um stúlkuna og haft við hana samfarir og not- fært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sofandi. Stúlkan vaknaði við aðgerðir mannsins, sem hún þekkti nær ekkert, sló til hans og rak hann úr húsinu. Stúlkan var að sögn vitna mjög miður sín eftir atvikið og var rak- leiðis flutt á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í Reykja- vík. Maðurinn var handtekinn um nóttina og ákærður fyrir verknaðinn að lokinni rannsókn en hann kvað samfarir þeirra hafa verið með sam- þykki stúlkunnar. í dómsniðurstöðum Inga Tryggvasonar dómarafulltrúa segir að maðurinn hafi, eftir að hafa kom- ið óboðinn inn í húsið þar sem allir sváfu, farið rakleiðis að sófa þar sem stúikan lá sofandi. Hann hafi lítið þekkt hana og enga ástæðu haft til að ætla að hún mundi þýðast hann og engar samræður eða önnur tjá- skipti hafi farið á milli þeirra. Fram- burður mannsins um aðdraganda makanna sé því ótrúverðugur en framburður stúlkunnar hafi frá upp- hafi verið staðfastur og samhljóða. Með hliðsjón af því og öðrum gögnum var sök mannsins talin sönnuð og hann dæmdúr í 12 mán- aða fangelsi, þar af 9 mánuði skil- orðsbundið, auk þess sem honum var gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í skaðabætur, svo og allan sakarkostnað og málsvarn- arlaun. FRÉTTIR Samningur Sóknar við ríki, Reykjavíkurborg o.fl. Um 7.000 kr. hækkun KJARASAMNINGUR Starfs- mannafélagsins Sóknar við ríkið, Reykjavíkurborg og nokkrar sjálfseignarstofnanir, sem sam- þykktur hefur verið með 94,7% atkvæða á félagsfundi, kveður á um sjö þúsund kr. hækkun lægstu taxta frá gildistöku samninga, sem hækka þannig úr rúmlega 43.000 kr. í rúm 50.000 kr. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for- maður Sóknar, segir að samning-' arnir byggist á því að þeir sem hafi lægst laun fái mestar hækkanir og að iaunabilin jafnist þegar ofar dregur. Tæplega þriðj- ungur félagsmanna Sóknar starf- ar við hlið sjúkraliða og því hafði samningur sjúkraliða áhrif á þessa samningsgerð að sögn Þórunnar. í samningum Verkamannasam- bandsins og vinnuveitenda í febr- úar sl. var samið um 3.700 kr. hækkun mánaðarlauna sem eru á bilinu 43-48 þús. og svo stigm- innkandi hækkanir eftir því sem ofar dregur í launaþrepunum upp að 84.000 kr. mánaðarlaunataxta. Í samningi Sóknar var í stað krónutöluhækkana samið um breytingar á launatöflum en grunnhugmyndin byggðist á því að fella krónutöluhækkanir eins og landssambönd ASÍ sömdu um að þessum breytingum, að sögn Þórunnar. Desemberuppbót hækkar um 1.000 kr. í samningum Sóknar er kveðið á um að laun hækki um 2.700 kr. um næstu áramót eins og gert er ráð fyrir í samningum landssambanda ASÍ og vinnuveit- enda en auk þessa samdi Sókn um hækkun desemberuppbótar á þessu ári um eitt þúsund kr. eða í liðlega 26 þús. kr. eins og í öðr- um samningum opinberra starfs- manna. í samningum landssam- banda ASÍ og vinnuveitenda var samið um hækkun desemberupp- bótar úr 13 þús. í 15 þús. á árinu 1996. S: 5685009-5685988 ÁRMÚLA21 DAN V.S. WIIUM, HDL., LÖGG. FASTSALI ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI SÖLVI SÖLVASON, HDL. BIRGIR GEORGSSON, SÖLUM. KAUPENDUR ATH. Fáið tölvulista yfir eignir t.d. í tilteknu hverfi á tilteknu verð- bili o.s.frv. Söluyfiriit yfir einstakar eignir, teikningar eða önn- ur gögn. Sendum í pósti eða faxi til þeirra sem þess óska. Sérhæðir TJARIMARSTÍGUR - SELTj. Jarðh. í þríb. rúmir 100 fm. Sérinng. Vel staðsett hús m. stórri lóð. Gott ástand á húsi að utan. Til afh. fljótl. Rúmg. bílskúr. Verð 7,3 millj. 6289. LINDARBRAUT - SELTJ. Góð neðri sérh. í þríb. ásamt viðbyggðum bíl- skúr. Rúmg. stofur. 4 svefnherb. Þvottah. og búr innaf eldh. Gott útsýni. Verð 10,9 millj. Ath. skipti mögul. á 3ja herb. ib. í austurborginni. 6347. SMÁÍBÚÐAHVERFI. Aðalhæðin í þríbhúsi ásamt bílsk. Stærð 123 fm. Sér- inng. Nýl. endurn. eldh., baðh. o.fl. Suður- svalir. Laus fljótl. 6172. 2ja herb. íbúðir GARÐHÚS. Glæsil. og vel skipul. 2ja herb. íb. á 1. hæð (jarðh.). Sérgarður í suð- ur. Þvottah. innaf eldh. Áhv. byggsj. 5,2 millj. AUSTURBRÚN 2 - RVÍK. Mjög góð 2ja herb. íb. á 6. hæð í suðaustur- horni. Suöursv. Glæsil. útsýni. Laus strax. Verð 5,2 millj. 6361. EYJABAKKI. Rúmg. 2ja herb. íb. á 1. hæð. Þvhús innaf eldh. Parket. Glæsilegt útsýni. Áhv. ca 3,0 millj. Verð 5,3 millj. 6247. DÚFNAHÓLAR. Snyrtil. 2ja herb. íb. á 1. hæð í lyftuh. Fallegt útsýni. Hús í góðu ástandi. Húsvörður. Verð 4,9 millj. 6304. HRAFNHÓLAR - „PENT- HOUSE“. íb. á 8. hæð í lyftuh. Stærð 43 fm. Svalir m. allri íb. Glæsil. útsýni yfir borgina. Lítið áhv. Verð 4,0 millj. 4046. HAMRABORG - KÓP. Rúmg. 2ja herb. íb. á 5. hæð í lyftuh. ásamt stæði í opnu bílskýli. Suðaustursv. Lítið áhv. 6298. í HJARTA BORGARINNAR. Nýjar fullb. 2ja herb. íbúðir í lyftuh. við Aðalstræti 9 stærö frá 62 fm, til afh. strax. Verð frá 6,7 millj. 6122. GNOÐARVOGUR. 2ja herb. enda- íb. á 1. hæð. Suðvestursv. Laus fljótl. Áhv. húsbr. 3 millj. Verð 5,2 millj. 6293. BOÐAGRANDI. Mjög góð 2ja herb. íb. í lyftuh. Fallegt útsýni. Góðar innr. Laus fljótl. Áhv. byggsj. 3,3 millj. Verð 5,6 millj. 6285. FURUGERÐI. Snyrtil. 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð, stærð 74 fm. Sérgarður. Áhv. byggsj. 3,6 millj. Verð 5,7 millj. 6294. HRINGBRAUT. Mikið endurn. íb. á 3. hæð (efstu). Nýl. gler og rafmagn. Nýtt þak. Góð staðsetn. Laus strax. Verð 5,450 þús. 6004. ÁRKVÖRN. 3ja herb. íbúðir á 2. hæð með sérinng. Húsið er fullfrág. að utan, en íb. ekki alveg fullfrág. Til afh. strax. Verð 6,4 millj. 4780/4781. VESTURGATA „PENTHOUSE”. Ný rúmg. 2ja herb. íb. á efstu hæð í fjórbýli ásamt stæði í bílgeymslu. íb. afh. tilb. u. trév. Tvennar stórar svalir. Glæsil. útsýni. Verð: Tilboð. 4978. AUSTURBÆR - KÓP. 2ja herb. íb. á 2. hæð. Sérinng. frá sameiginl. svölum. Parket. Geymsla og þvottah. á hæðinni. Laus strax. Áhv. Byggsj. 1,4 millj. Verð 4,9 millj. 4845. KAPLASKJÓLSVEGUR. Rúmg. íb. á 1. hæð. Teppi á stofu. Vestursv. Laus strax. Verð 4,9 millj. 4788. 3ja herb. íbúðir ÁLFHÓLSVEGUR - KÓP. 3ja herb. íb. á 2. hæð í 5-íb. húsi ásamt bíl- skúr. Þvottah. innaf eldh. Glæsil. útsýni. Áhv. 3,1 millj. Verð 6,7 millj. Ath. skipti á stærri eign. Verðhugm. 8,0-10,0 millj. 4914. ENGJASEL. Rúmg. 3ja herb. íb. 50 fm á 2. hæð ásamt stæði í bílgeymslu. Góðar innr. frá Alno. Parket. Áhv. byggsj. og húsbr. 4,4 millj. Verð 7,3 millj. 6335. SKÓGARÁS. Rúmg. 85 fm 3ja herb. íb. á 2. hæö. Sérþvottah. innaf eldh. Park- et. Áhv. hagst. lán 3,5 millj. Verð 7,5 millj. 5141. LAUGATEIGUR. Mikið end- urn. 75 fm 3ja herb. kj.íb. í fjórb. Parket. Sérinng. Áhv. byggsj. ca. 3 millj. Verð 6,5 millj. 5121. BLIKAHÓLAR. Rúmg. 3ja herb. íb. á 4. hæð í lyftuh. Eign í góðu ástandi. Glæsil. útsýni yfir borg- ina. Laus strax. Verð 6,3 millj. 6249. SELJAVEGUR. Góð risíb. í steinh. ca 70 fm. Nýtt þak. Hús í góðu ástandi að utan. Garður. Tvær geymslur. Laus. Verð 4,9 millj. ÁLAGRANDI. Vönduö 110 fm íb. á 2. hæð. Parket. Góðar innr. Suðursv. 20 fm geymsla í kj. Fráb. staðsetn. Stutt í flesta þjónustu. Verð 9,5 millj. 4938. ÆSUFELL. Mikið endurn. 3ja herb. íb. á 4. hæö í lyftuh. Glæsil. útsýni. Nýl., falleg innr. Parket. Mikið skápapláss. Áhv. byggsj. 2,4 millj. Verð 6,4 millj. 4528. RAUÐALÆKUR. Nýl. 135fm efri sérhæð. Sérl. fallega innr. Arinn. Sérþvttah. Parket. Vandaöar innr. Gott útsýni. 4 svefnherb. Hiti í gang- stéttum. Sérbílastæði. 6251. ENGJASEL. Góð 2ja-3ja herb. íb. á efstu hæð tæpir 70 fm. Gott útsýni. Sér- þvhús. Lítið barnaherb. u. súð. Bílskýli. Áhv. veðd. 2,3 millj. 4668. 4ra herb. íbúðir SKAFTAHLÍÐ. íb. á 2. hæð 104 fm, aðeins ein íb. á hæð. Áhv. húsbr. 4,4 millj. Verð 7,5 millj. FURUGRUND - KÓP. Snyrtil. 86 fm íb. á 2. hæð. Góðar innr. Hús nýl. standsett og málað að utan. Áhv. 1,7 millj. Verð aðeins 6,8 millj. 4437. ÆSUFELL - LAUS STRAX. 4ra-5 herb. um 108 fm endaíb. á 2. hæð. íb. þarfnast endurn. Fallegt útsýni. Laus strax. Verð 6,6 millj. 4940. ENGIHJALLI - KÓP. Falleg 4ra herb. íb. á 8. hæð í lyftuh. Endurn. bað- herb. Parket. Fallegt útsýni. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Ath. skipti mögul. á stærri eign. Verðhugm. 10-12 millj. 4975. LINDARSMÁRI. Nýfullg. neðri sér- hæð ca 108 fm í 2ja hæða tengibyggingu. Björt íb. Hús, lóð og bílastæði fullfrág. Verð 9,2 millj. BOÐAGRANDI - M. BÍLSKÝLI. Glæsil. 95 fm endaíb. á 3. hæð í litlu fjölb. Suðursv. Fallegt útsýni. Bílskýli. Áhv. 3,7 millj. Verð 8,7 millj. 4917. KÓNGSBAKKI. Rúmg. 4ra herb. íb. á 3. hæð (efstu). Þvhús og búr innaf eldh. Parket. Laus fljótl. Áhv. 1,7 millj. Verð 7,2 millj. 6237. BÁRUGATA. 1. hæðin ca 90 fm ásamt ósamþ. íb. í kj. Gott steinh. Ekkert áhv. Laust strax. Verð tilboð. 6238. Raðhús - parhús HÁAGERÐI. Gott raðhús, jarðh., hæð og rish. Innb. bílskúr. Hús í góðu ástandi og góðu viðhaldi. Mögul. á tveimur íb. Út- sýni. Heildarstærð 214 fm. Verð 12,8 millj. 6348. ÁSGARÐUR. Snyrtil. raðh. á 2 hæð- um ásamt 24 fm bílskúr. Stærð húss 119 fm. Falleg eign. Gott útsýni. Ath. skipti á minni eign. Verð 10,9 millj. 4137. HRAUNTUNGA - KÓP. Rumg. og vel umgengið raðh. á tveimur hæðum ásamt stórum innb. bílsk. Stærð alls 214 fm. 40 fm svalir. Gott útsýni. Verð 12,5 millj. Ath. skipti á minni eign mögul. 2156. SÆVIÐARSUND. Mjög vel um- gengið 184 fm einnar hæðar raðh. ásamt innb. bílsk. og sólstofu í suður. Sólríkur garöur. Ekkert áhv. Ath. skipti mögul. á 3ja-4ra herb. 4255. VÍÐIHLÍÐ. Glæsil. endaraðh. alls um 356 fm með innb. bílsk. Tvær íb. Sérinng. í 2ja herb. íb. á jarðh. Hitalögn í innk. og stéttum. Mögul. á að selja íb. sitt í hvoru lagi. Teikn. á skrifst. 6169. DALSEL. Endaraðh. tvær hæðir. Gott bílskýli. Vönduð eign í toppstandi. Stærð íb. 156 fm. Sérl. fallegur garður. Lítið áhv. Verð 11,0 millj. 6232. BRAUTARÁS. Pallaraðhús ca 190 fm. Góðar innr. Arinn. Góð staðsetn. Rúmg. bílsk. Verð 13,8 millj. 5114. Einbýlishús SMÁÍBÚÐAHVERFI. Fallegt steinst. einb. kj., hæð og rishæð v. Rauða- gerði. Stærð alls 215 fm. Mögul. á 2 (b. Áhv. húsbr. 6 mlllj. 4432. ARNARHRAUN - HF. Virðul. eldra einb. ca 200 fm ásamt innb. bílsk. Mikið endurn. m.a. lagnir, gler, gluggar o.fl. Laust strax. Verð 13,2 millj. 5117. SUNNUFLÖT - GBÆ. Hús neð- an við götu. Séríb. á jarðh. Tvöf. bílsk. Fráb. staðsetn. rétt við hraunjaðarinn. 4937. HRAUNFLÖT VIÐ ÁLFT ANESVEG. Nýtt einb. á einni hæð ásamt sérb tvöf. bílsk. Marmari á gólfum. Arinn. Flísal. bað- herb. Bilsk. innr. sem íb. Laust strax. 6025. AUSTURBERG M/BÍLSK. Rúmg. 4ra herb. íb. á 4. hæð Suðursvalir. Parket. Bílskúr. Laus strax. Hagstætt verð. Skipti á minni eign mögul. Seljandi getur lánað hluta kaupverðs til allt að 15 ára. 7011. 5-6 herb. FRÓÐENGI. Glæsil. ib. á tveimur hæðum 140 fm. Stæði í innb. bílskýli. Jvenn- ar svalir. Mikiö útsýni. Laus strax. Eign tilb. u. innr. Verð aðeins 7,5 millj. 4779. STARARIMI. Hús á tveimur hæðum m. innb. stórum bílsk. á jarðh. Selst á bygg- stigi. Afh. samkomulag. Góö staðsetn. 800 fm lóð. Áhv. húsbr. 5,3 millj. 6240. BÆJARGIL - GBÆ Nýtt glæsil. hús 213 fm m. innb. bílsk. Frá- bær hönnun. Vandaður frág. og innr. Park- et. Áhv. byggsj. 3,7 millj. 6136. Ymislegt SU MARBUSTAÐALAN D - 2 HA Á LAUGAR- VATNI. Vorum að fá í einkasölu skógivaxið sumarbústaðaland á besta stað. Örstutt í flesta þjónustu. Aðgangur að heitu og köldu vatni. Verð tilboð. Teikn. á skrifst. 6356.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.