Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkisráðherra um stækkun NATO Hlusta þarf á sjónarmíð Rússa Kaupmannahöfn. Morgunbladið. Reuter HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Bjern Tore God- al, hinn norski starfsbróðir hans, við upphaf ráðherrafundar- ins. Þeir ræddu fiskveiðideilur Noregs og íslands óformlega. NORRÆNU utanríkisráðherram- ir frá aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) eru sam- mála um að rétt sé að huga að stækkun bandalagsins til austurs. Viðbrögð Rússa skipti þó máli, án þess að þeir eigi að hafa úrslita- áhrif á hveijir geti gerst meðlimir. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eftir fund nor- rænna utanríkisráðherra í Kaup- mannahöfn í gær. Halldór Ásgrímsson sagði sjálf- sagt að huga að stækkun NATO í ljósi þess hvort hún þjónaði evr- ópskum hagsmunum. Þó hann væri jákvæður gagnvart hug- myndinni hefðu fjármálaþættir sín áhrif, því það væri dýrt að reka þessa starfsemi. Andrej Kozyrev utanríkisráð- herra hefur eindregið varað við útvíkkun NATO, þar sem hún Lést af slysförum JÓHANNA Sveinsdóttir, bók- menntafræðingur og rithöfundur, lést af slysförum í Frakkiandi á mánudag, á 44. aldursári. Jóhanna, sem var búsett í París undanfarin tæp þijú ár, var á frönsku eyjunni Belle Ile de Mer þegar slysið varð síðdegis á mánu- dag. Hún var á reiðhjóli og fór fram af veginum, fékk höfuðhögg og var látin þegar læknir kom á stað- inn. Jóhanna var að ljúka magister- ritgerð í íslenskum bókmenntum í París og vann þar að ritstörfum og þýðingum. Hún ritaði bækur um ýmis málefni og gaf út ljóðabækur. Jóhanna var ógift og lætur eftir sig uppkomna dóttur. -----♦ ♦ ♦--- Brotist inn í sumarbústaði BROTIST var inn í fjóra sumarbú- staði - í Húsafelli. Lítil spjöll voru unnin á bústöðunum en verðmætum stolið. Lögreglan biður þá sem hafa orðið grunsamlegra mannaferða var- ir aðfaranótt mánudags eða þriðju- dags að láta lögreglu vita. væri vatn á myllu þjóðernissinna í Rússlandi og hvatti til að látið yrði reyna á friðarsamstarfið fyrst. Þetta sjónarmið sagði Halldór að hlusta þyrfti á þó Rússland ætti ekki að geta komið í veg fyr- ir að Austur- og Mið-Evrópuþjóðir gengju í NATO, ef þær kysu það. Friðarsamstarfið hefði verið mikil- vægt skref á sínum tíma og það þyrfti að fá að þróast. Sjónarmið Rússa skiptu máli, þar sem vægi þeirra í öryggi Evrópu væri mikið. Um þetta hefðu norrænu ráðherr- ar NATO-landanna verið sam- mála. íslendingum styrkur að sam- starfi í alþjóðastofnunum Skýrsla um framtíðarsamvinnu Norðurlandanna innan alþjóða- stofnana var lögð fram á ráðherra- fundinum. Halldór sagði að ýmsir SAMKOMULAGSDRÖG um að ís- lenskar sjávarafurðir hf. auki hlut sinn í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, FH, verða lögð fyrir í bæjarráði á morgun. Sjálfstæðismenn gerðu Al- þýðubandalaginu, sem er í meirihluta í bæjarstjóm ásamt Framsóknar- flokki, tilboð um meirihlutasamstarf í bæjarstjóm í fyrradag sem Alþýðu- bandalagið hafnaði. Einar Njálsson bæjarstjóri í Húsa- vík og stjórnarformaður FH vildi ekki upplýsa um efni samkomulags- draganna fyrr en minnihluta bæjar- stjómar hefur verið gerð grein fyrir því. Hermann Hansson stjórnarfor- maður ÍS sagði að sumir þeirra sem neyta forkaupsréttar muni selji hluta af sínu hlutafé aftur. Kristján Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Höfða hf. og bæjarfulltrúi Alþýðubanda- iags, kveðst fullviss um að ásættan- legt samkomulag náist við ÍS og gengið verði frá því innan tíðar. „Málið stendur þannig að viðræð- um við ÍS er lokið og bæjarráði verð- ur gerð grein fyrir niðurstöðunum á fimmtudag. Áþeim fundi verður von- hefðu dregið í efa að hægt væri að halda henni áfram eftir að þijú Norðurlandanna væru gengin í ESB, en nú væri ljóst að öll lönd- in hefðu hug á að halda samvinn- andi tekin ákvörðun um næstu skref í málinu,“ sagði Einar. Þrír fjárfestar ÍS Hann kvaðst ekki geta staðfest að rætt hefði verið um sömu hlutina og skýrt þefði verið _frá áður í fjöl- miðlum. Áður hefur ÍS boðist til að leggja fram 75 millj. á genginu 1 með þeim skilyrðum að afurða- sölusamningur haldist óbreyttur og FH og útgerðarfyrirtækin Höfði og Ishaf sameinist í eitt fyrirtæki. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur boðist til að tryggja að keypt verði fyrir allt að 100 milljónir af fyrirhugaðri hlutafjárútgáfu í félag- inu á genginu 1,25 og að afurðir FH verði seldar í gegnum sölukerfi SH. Siguijón Benediktsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, segir að sér skiljist að bærinn muni nýta sér forkaupsrétt sinn að 25 milljóna kr. marki. Þrír fjárfestar á vegum ÍS, Útvegsmannafélag samvinnu- manna, Olíufélagið hf. og Trygging hf., eiga forkaupsrétt að 13 millj. kr. sem þeir bjóðist til að kaupa á unni áfram. Fyrir íslendinga væri þetta mikill styrkur, því þeim hefði löngum verið mikill stuðningur að norrænu samstarfi á þessum vett- vangi. genginu 1,0 og það sem eftir stend- ur af 75 millj., 62 millj. kr., séu þeir tilbúnir að kaupa á genginu 1,25. Siguijón segir IS hafa dregið til baka það skilyrði að fyrirtækin sameinist. „Ef þessir aðilar ná þessum 62 milljónum í hlutafjáraukningunni auk síns hlutar, 13 milljóna kr., munu þeir ná 52% hlutafjár í fyrir- tækinu ef þeir gera hluthafasamning við Kaupfélag Þingeyinga," sagði Siguijón, en Kaupfélagið á 26% hlut í fyrirtækinu en fer niður í 17% ef það nýtir sér ekki forkaupsréttinn. Buðu til nýs meiri- hlutasamstarfs „Þetta snýst greinilega um að hunsa aðra tilboðsgjafa og ég held að það verði okkur dýrkeypt þegar upp verður staðið og fjárfestar muni ekki líta hýru auga til Húsavíkur. Til þess að höggva á þennan hnút bauð ég G-listánum meirihlutasam- starf um það að þessi mál verði skoð- uð og tilboðin metin. í dag [gær] var því hafnað," sagði Siguijón. Skólastjórastaðan í Reykholti Ólafur Þ. vill starfið aftur ÓLAFUR Þ. Þórðarson fyrrv. alþing- ismaður hefur óskað eftir við menntamálaráðuneyti að taka aftur við starfi skólastjóra í Reykholti eft- ir 15 ára hlé. Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra, staðfestir að Ólafur hafi lögum samkvæmt rétt til að taka við starfinu. Oddur Al- bertsson, núverandi skólastjóri, telur lögin vinna gegn réttlæti. Sr. Geir Waage, formaður skólanefndar, segir vandann felast í því að ekki hafi verið skorið úr um formlega stöðu skólans. Oddur sagðist afar óhress með að sjá fram á að þurfa að víkja. „Skóla- nefndin valdi mig fram yfir hefð- bundnari skólastjóra til að stýra skól- anum fyrir þremur ámm. Ég fékk tækifæri til að gera hugmyndir mín- ar um að sinna betur mýkri gildum að veruleika og náði árangri t.d. í fjölda nemenda," sagði Oddur. Reyk- holtsskóli var gmnnskóli með fram- haldsskóladeild þegar hann tók við starfínu. Nemendur voru 27 og em nú komnir upp í um 100 í opnum framhaldsskóla. Þó Oddur lýsi vonbrigðum sínum segist hann ekki ætla að gefast upp. Hann geti haldið áfram í öðm hús- næði. Einhveijir kennarar fylgi hon- um og nemendurnir ætli ekki að halda áfram hjá öðrum. Skóli í lausu lofti Sr. Geir sagði vandann felast í því að ekki hefði verið skorið úr um form- lega stöðu skólans. Reykholtsskóli hefði verið gmnnskóli með fram- haldsdeildum eins og aðrir héraðs- skólar. Eftir að starfsemi grannskól- ans var hætt hefði hins vegar ekki fengist formleg skilgreining á því að skólinn gæti fallið undir lög um fram- haldsskóla enda yrðu sveitarfélög að vera með í rekstrinum til þess. Geir sagði að þegar áhugi annarrar hér- aðsnefndarinnar hefði legið fyrir hefði hann leitað eftir afstöðu ráðu- neytisins og ekki fengið svar. Því væri staða skólans enn í lausu lofti og ekkert lægi fyrir nema bréf frá ráðuneytinu um að skólinn teldist á framhaldsskólastigi. Geir vildi ekki tjá sig um hvaða afleiðingar endurkoma Ólafs hefði fyrir skólann. Engu að síður viður- kenndi hann að lög um að stöðu al- þingismanna væri haldið fyrir þá veiktu viðkomandi stofnanir. Hjá honum kom fram að Ólafur ætti rétt á sambærilegri stöðu og hann gegndi. Ef stöðunni hefði verið breytt eða hún lögð niður kæmi til greina að hann þægi biðlaun eða fengi aðra sambærilega stöðu. Baráttan um hlutabréf í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur Samkomulag við IS lagt fram í bæjarráði Þyngsti refsidómur fyrir auðgunarbrot og skattsvik kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 3 ára fangelsi og 20 millj- óna sekt fyrir vsk.-svik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp þyngsta fangelsisdóm hér- lendis fyrir auðgunarbrot og dæmdi Þórhall Öiver Gunnlaugsson, 37 ára, til 3 ára fangelsisvistar og 20 millj- óna króna sektargreiðslu, fyrir að hafa svikið 38,1 milljón króna úr rík- issjóði. Svikin vom framin á ámnum 1992-1994 á þann hátt að maðurinn skilaði vikulega röngum virðisauka- skattskýrslum. Einnig var hann dæmdur fyrir að hafa ranglega til- kynnt hlutafélagaskrá um 60 milljóna hlutafjáraukningu Vatnsberans og fyrir að svíkja út orlofsfé úr Ábyrgða- sjóði launa. Maðurinn var auk sektar og fangelsisvistar dæmdur til að end- urgreiða ríkissjóði þær 38,1 milljón króna sem hann sveik út. Fékk orlof í fangelsi Fram kemur í dóminum að Þór- hallur Ölver hafí reglulega sent inn tilhæfulausar virðisaukaskattskýrsl- ur á 11 vikna tímabili meðan hann afplánaði fangelsisrefsingu fyrir fjársvik. Fyrir það tímabil hafí hann einnig látið Ábyrgðasjóð launa greiða sér orlof. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson var framkvæmdastjóri og stjórnarfor- maður Útflutningsfyrirtækisins Vatnsberans hf., sem var stofnað tij að undirbúa útflutning á vatni. í niðurstöðum dómsins segir að rekst- ur Vatnsberans hafi engin merki borið þess að um hlutafélag hafi verið að ræða heldur miklu fremur einkafírma Þórhalls. Hann var jafn- framt einkaeigandi fyrirtækisins E.B.Ó. verktaka. 118 milljóna tilbúin velta Honum var gefíð að sök að hafa frá 15. maí 1992 til 22. ágúst 1994 framvísað fyrir hönd Vatnsberans 111 virðisaukaskattskýrslum þar sem tilgreindur var innskattur, að meginhluta samkvæmt reikningum frá E.B.Ó. verktökum. í niðurstöðum dómsins segir að vandséð sé að nokkur viðskipti hafi farið fram. Engin raunvemleg starfsemi hafí verið á vegum E.B.Ó. verktaka þótt skýrslurnar 111 hafí gefíð til kynna að velta fyrirtækisins væri 118 millj. kr. Með ólíkindum og að engu hafandi Dómurinn telur því að reikning- arnir hafí einungis verið útbúnir í því skyni að gera Vatnsberanum hf. og Þórhalli kleift að senda inn skýrsl- ur til að svíkja fé úr ríkissjóði, en skýringar Þórhalls taldi dómurinn með ólíkindum og að engu hafandi. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson var einnig ákærður fyrir að hafa tilkynnt Hlutafélagaskrá að hlutafé Vatnsberans hefði verið aukið um 60 millj. kr. og þar af væru 22,9 millj. innborgaðar þegar engir hlut- hafar hafi í raun skráð sig og ekk- ert hlutafé var innborgað. í fram- burði sínum nafngreindi hann aðila sem skráð hefðu 'sig fyrir hlutafé og verið hefðu á hluthafafundi þar sem þetta var ákveðið. Þeir aðilar komu fyrir dóm og vísuðu því á bug og því var hann sakfelldur. Sömuleiðis var honum gerð refs- ing fyrir að hafa látið Ábyrgðasjóð launa greiða sér 398 þúsund krónur vegna orlofs sem hann hafi áunnið sér í starfi fyrir Vatnsberann. Hugsjónastarf fyrir líknarfélag Krafan fékkst greidd út eftir að Þórhallur hafði rætt við starfsmann sjóðsins og þá m.a. lýst því yfír að Vatnsberinn væri líknarfélag sem menn störfuðu fyrir af hugsjón. Héraðsdómur taldi hæfilega refs- ingu Þórhalls Ölvers Gunnlaugsson- ar fangelsi í 3 ár, auk greiðslu 20 millj. kr. sektar til ríkissjóðs og komi 1 árs fangelsi í stað sektarinn- ar verði hún ekki greidd innan 4 vikna. Dómurinn, sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp yfir Þórhalli Ölver Gunnlaugssyni, í gær er sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins þyngsti fangelsisdómur sem kveðinn hefur verið upp hér á landi fyrir auðgunarbrot og skattsvik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.