Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vestfirðingar á villigötum Athugasemdir við hugmyndir nokkurra þing- manna um breyt- ingar á fiskveiði- stjórnuninni NÚ LIGGUR fyrir að sjávarút- vegsráðherra hafi í hyggju að semja frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða og á að byggja þá smíði á svonefndri „verkefnaskrá sjávarútvegsráðu- neytisins" sem samkomulag virðist hafa náðst um innan ríkisstjórnar- innar. Það verður þó að segjast eins og er að flest þau atriði sem til stendur að breyta nú á vorþingi eru. hugmyndasmiðum þeirra til háborinnar skammar, eins og reyndar margt það annað sem í verkefnaskránni er. Enda varla að undra því flest eru þessi atriði samin af tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- ■um, þeim Einari K. Guðfinnssyni og Einari Oddi Kristjánssyni; að minnsta kosti ganga þeir nú um og hæla sér af þessum makalausu tillögum. Svo langt hefur sjálfshólið gengið að Einar K. Guðfinnsson hafði það eftir einhveijum trillu- karli á Vestfjörðum í nýlegri Morgunblaðsgrein, að hann fagn- aði þessum tillögum og hann hefði ekki átt von á þessum árangri á svo stuttum tíma. Verkefnaskrá sjávarútvegsráðuneytisins Þau atriði sem ætlunin er að taka upp í lög um stjóm fiskveiða og afgreiða á nú í vor eru þessi, samkvæmt verkefnaskránni: * Lög um stjórn fiskveiða verði þegar endurskoðuð. Helstu atriði þeirrar endur- skoðunar eru: * Reglur um end- urnýjun fiskiskipa verði endurskoðaðar þannig að tryggt verði að afkastageta fiskiskipaflotans auk- ist ekki. Heimilað verði að nýta skip sem úrelt hafa verið til annarrar atvinnu- starfsemi en fisk- veiða. * Skapað verði svigrúm til að bæta hlut þeirra báta sem orðið hafa fyrir mestri skerðingu aflaheim- ilda vegna minnkandi þorskveiða. * Til að tryggja stöðu þeirra, sem haft hafa lífsviðurværi af krókaveiðum, verður banndaga- kerfið tekið til endurskoðunar og leitað annarra leiða við stjórnun en að fjölga banndögum. * Framsalstakmarkanir bitna harðar á einstaklingsútgerðum en öðrum, þar á meðal sú regla að ekkert skip megi flytja til sín meira afiamark en nemur því sem það fékk úthlutað í upphafi fisk- veiðiárs. Til að koma í veg fyrir þetta verður svonefnd tvöföldun- arregla ekki látin koma til fram- kvæmda. Skaðar útgerðir um allt land Það verður að segjast eins og er að öll þessi atriði, utan það síð- asta þar sem heitið er afnámi 15% reglunnar illræmdu, eru gjörsam- lega óviðunandi og beinlínis til þess fallin að skaða útgerðir víða um landið. Varðandi takmarkanir á af- kastagetu fiskiskipaflotans, sem er mikið áhugamál hinna vest- VORNAMSKEIÐ Kynningarfundur firsku þingmanna og rætt er um í fyrsta lið, vil ég vekja athygli á því, að ég sé ekki að alþingismönnum komi það nokkuð við með hvers konar fiskiskipi útgerð kýs að sækja þann afla í sjó sem hún má veiða samkvæmt úthlutuðu aflamarki. Vestfirsku þingmenn- irnir vilja ekki að flot- inn stækki, en ég veit ekki betur en að það sé málefni hverrar og Magnús einnar útgerðar hve Kristinsson miklum fjármunum hún vill veija í skip til þess að sækja takmarkaðan afla. Eg bendi einnig á það, að ef þess- ar hugmyndir hefðu verið ríkjandi hér á landi undanfárin ár ættum við Islendingar engin þau skip, sem sótt gætu afla út fyrir land- helgismörkin, og hefðum þar af leiðandi hvorki getað skapað þjóð- arbúinu tugmilljarða tekjur með veiðum á úthafskarfa á Reykja- neshrygg né á þorski í Barents- hafi. Það má segja að grunntónninn í öllum tillöguflutningi Vestfirð- inganna lúti að því að umbylta fískveiðistjórnunarkerfinu. Ég tel enga skynsemi í því að fara að hugmyndum Vestfirðinganna og skipta úr aflamarki yfir í sóknar- mark, jafnvel þótt á löngum tíma sé, því nær allar útgerðir í landinu hafa byggt upp starfsemi sína út frá aflamarkskerfinu. Með slíkri kollsteypu í fiskveiðistjórnuninni, sem hugur Vestfirðinganna stend- ur til, yrði grundvellinum undir rekstri þessara fyrirtækja kippt burtu, sem er undarleg krafa, þar sem báðir forystumenn Sjálfstæð- isflokksins í kjördæminu gerðu á sínum tíma út aflamarksskip þar og nutu þess stöðugleika sem kerf- ið bauð upp á. Ekki hef ég heyrt í nokkrum útgerðarmanni sem lýst hefur yfir stuðningi við við hug- myndir þeirra félaga. _Dale . Camegie þjálfun®* Fimmtudagskvöld kl. Námskeiðið Konráð Adolphsson D.C. kennari ✓ Eykur hæfni og árangur einstaklingsins. ✓ Byggir upp leiðtogahæfileika. ✓ Bætirminni þittog einbeitingarkraftinn. ✓ Skapar sjálfstraust og þor. r ✓ Arangursríkari tjáning. ✓ Beislar streitu og óþarfa áhyggjur. ✓ Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfarí. Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt Innritun og upplýsingar í síma: 581 2411 o STJORNUNARSKOLINN Konráð Adolphsson, Einkaumboð fyrir Dale Carnegie® námskeiðin Ég tel enga skynsemi í því að fara að hugmynd- um Vestfirðinga, segir Magnús Kristinsson, sem hér fjallar um hugs- anlegar breytingar á fiskveiðistj ómuninni. Allir hafa misst hlutfallslega jafn mikinn kvóta Annar liður áforma Vestfirðing- anna lýtur að því að bæta þeim bátum, sem orðið hafa fyrir mestri skerðingu aflaheimilda, skaðann. Ég verð að játa það að ég skil þetta atriði ekki fyllilega. Ég veit ekki betur en að allir hafi orðið fyrir hlutfallslega jafnri skerðingu þegar kvótinn hefur minnkað. Þeir sem stundað hafa útgerð frá því aflamarki var fyrst úthlutað árið 1985 hafa allir orðið fyrir skerð- ingu, hvort sem þeir gera út stór- an eða lítinn bát. Þannig hafa afla- heimildir trillu, sem hafði 30 tonna kvóta, minnkað niður í 10 tonn, alveg með sama hætti og afla- heimildir togarans Vestmannaeyj- ar, sem hafði 900 tonn, minnkuðu niður í 300 tonn. Á bak við hvem mann um borð í togaranum er svipaður tonnafjöldi og á bak við hvern trillukarl. Ég skil heldur ekki hvernig á að fara að bæta bátunum upp afla- skerðinguna sérstaklega, nema þá með.því að taka aflaheimildir af öðrum. Er kannski ætlunin að bæta Smáey upp skerðingu á afla- heimildum með því að taka kvóta af Vestmannaey? Hvers konar leiðrétting yrði það? Ég geri sjálf- ur út bæði þessi skip og ég verð að játa það að ég skil heldur ekki hvernig skilgreina á mörkin á milli báts og togara því margir bátar eru komnir með afl á við togara. Viðgeröir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SÍBS Ármúla 34, bakhús Sími 581 4303 ERUM FLUTTIR í Kringluna 7 (Hús verslunarinnar, 3. hæð). Símanúmer okkar er eftir sem áður 688411. Samvinnulífeyrissjóðuriim, Lífeyrissjóður bænda. Þolinmæðin að bresta gagnvart krókamönnum Hvað þriðja liðinn áhrærir þá átta ég mig ekki á því hvernig á að skilja á milli þeirra krókaleyfis- manna, sem hafa lífsviðurværi sitt af slíkum veiðum, og þeirra sem hafa það ekki. Það er t.d. algjörlega ómögulegt að gera út krókabát all- an ársins hring vegna veðurfars hér við land og því vinna krókasjómenn ýmis störf í landi á milli þess sem þeir eru á veiðum og hafa því varla iífsviðurværi sitt af krókaveiðum eingöngu. Það er ennfremur gjör- samlega út í hött að breyta bann- dagakerfinu, sem krókabátunum er stýrt eftir, því með því að fjölga úthaldsdögum eykst afli þeirra enn meira en áður. Þeir geta nú fýllt sig dag eftir dag, á meðan þeir, sem eru á aflamarki, mega ekki róa vegna kvótaleysis. Um það eru fjöl- mörg dæmi og þolinmæði ijöl- margra útgerðarmanna smábáta á aflamarki er við það að bresta gagnvart krókamönnum, ekki síst vegna þeirrar sífelldu óbilgimi sem þeir sýna í baráttu sinni fyrir af- námi aflamarkskerfisins. Vestfirðingar ekki lengur í lykilstöðu Mjög var rætt um það í nýafstað- inni kosningabaráttu að þeir félagar frá Vestfjörðum, Einar Kristinn og Einar Oddur, lýstu því yfir að þeir gætu ekki stutt ríkisstjóm sem ekki gerði breytingar á kvótakerf- inu. I kjölfar kosninganna myndaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan ríkis- stjórn með Framsóknarflokknum, þar sem meirihluti ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks var ekki nægjanlega traustur. Þar með þarf ríkisstjórnin ekki á stuðn- ingi þeirra félaga á Vestfjörðum að halda, a.m.k. ræður stuðningur þeirra engum úrslitum og þeir eru ekki lengur í oddaaðstöðu, eins og þeir hefðu verið hefði stjóm Sjálf- stæðisflokks og Aiþýðuflokks hald- ið áfram. Það er hins vegar bersýni- lega óeðlilegt að tveir þingmenn af ijörutíu móti hugmyndir um breytingar á lögum um stjórn físk- veiða fyrir alla hina og ég vona að aðrir þingmenn hafí þá gæfu til að bera að fórna ekki stöðugleikanum í þessari atvinnugrein í þjónkun við þá félaga og í andstöðu við þá sem í greininni starfa. Það er hins vegar gömul saga og ný að þeir sem gera út á hótanir og skilyrði í stjórnmála- þátttöku sinni eru ekki langlífir í landinu í pólitískum skilningi. Um það era mýmörg dæmi, þau síðustu frá nýliðnum kosningum. Höfundur er útgerðarmaður í Vestmannaeyjum oggerir út togarann Vestmannaey og togbátinn Smáey. SMIÐJUVEGUR 70, KÓP. SÍMI564 4711 • FAX 564 4 725

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.