Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 19 Síðasta sýning á Dökku fiðr- ildunum SÍÐASTA sýning á Dökku fiðr- ildunum eftir Leenu Lander í Borgarleikhúsinu verður föstu- daginn 12. maí. Þetta er finnskt spennuleikrit um ástir, framhjáhald, afbrýði, morð og fleira. Þetta er leikrit um ieyndarmál liðins tíma. í sárri endurminningu blandast saman spenningur og ógn, ást og hatur, miskunnarleysi þess sterka og hjálparleysi fórnar- lambsins. Leikritið er gert eftir bók Le- enu Laner, Heimur dökku fiðr- ildanna, sem kom út fyrir skömmu. „Margs er að minnast“ lýk- ur í da g SÝNINGIN „Margs er að minn- ast“ í Gallerí Sólon íslandus lýk- ur í dag miðvikudag. Sýningin er tileinkuð minningu Stefáns V. Jónssonar frá Möðrudal, sem lést 30. júlí í fyrra. Stefán frá Möðrudal, eða Stórval, var afkastamikill list- málari og þau eru óteljandi skiptin sem Stórval málaði myndir af Herðubreið, en lita- dýrðin og einlægur einfaldleik- inn einkenna verkin sem hann skildi eftir sig. MYNDLIST Vinnustofa Suöur- landsbraut 26, 2.h. MÁLVERK - GUÐBJÖRG LIND JÓNSDÓTTIR Opið kl. 14-16 þriðjud. - föstud. og kl. 14-18 umhelgartil 20. maí. Aðgangur ókeypis. HIN EINFÖLDU sannindi eru gjarna of augljós til að menn veiti þeim mikla athygli í hinu daglega amstri. Allir vita að vatnið er upp- spretta lífsins í líffræðilegum skilningi; þaðan komum við, og það er einnig forsenda allrar grósku árstíðanna. í víðtækari merkingu er vatnið einnig undir- staða tilveru íslendinga; við sækj- um lífsbjörgina í það vatn sem umlykur landið, orku í fallvötnin og hitann í varma vatnsins í iðrum jarðar. Hin rómantíska sýn okkar á vatnið í formi hárra fossa, beljandi stórfljóta eða kyrra stöðuvatna á sér þannig dýpri tengsl en birtist í yfirborðsmyndum einum. Lista- menn eins og Guðbjörg Lind Jóns- dóttir hafa lengi reynt að vinna með gildi vatnsins á þessum grundvelli, en hún hefur frá upp- hafi skapað sér nokkra sérstöðu með viðfangsefnum sínum. Sýning hennar nú byggist á sama grunni og fyrr, þar sem greina má mark- vissa þróun frá hinu upphaflega stefí. Myndheimur listakonunnar birt- ist annars vegar í fossum fallandi Morgunblaðið/Jón Özur Snorrason ALDA Sigurðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir við hús Héraðs- skólans á Laiigarvatni. Listadagar á Laugarvatni. Morgunblaðið. í SUMAR er ráðgert að halda lista- daga á Laugarvatni sem nefnast einu nafni Gullkistan. Þeir hefjast 17. júní og standa yfir til 2. júlí. Rúmlega áttatíu myndlistarmenn hafa boðað þátttöku og má fullyrða að í uppsigl- ingu sé ein fjölmennasta myndlistar- sýning á íslandi. Að auki verður boðið upp á tónleika, leiksýnignar og ljóðadagskrá ásamt fleiri einstök- um viðburðum. Helgina 29,- 30. apríl komu tæplega fjörutiu lista- menn til Laugarvatns að skoða að- stæður en áætlað er að dagskrá lista- daganna fari að mestu fram innan veggja skólanna á Laugarvatni, Hér- aðsskólans, Menntaskólans og íþróttakennaraskólans, auk veitinga- hússins Lindarinnar. í undirbúningsnefnd Gullkistunn- ar eru tvær myndlistakonur, Alda Sigurðardóttir og Kristveig Halldórs- dóttir, sem báðar eru búsettar á Laugarvatni. Aðspurðar segja þær að hugmyndin hafi kviknað um síð- ustu jól, að gaman væri að fá mynd- listarmenn til að halda sýningu í gamla héraðsskólahúsinu. „Þegar leyfi fékkst til að nota húsið voru tilkvnnine’ar sendar í blöð bar sem Laugarvatni listamönnum var boðin þátttaka. Viðbrögð urðu strax mjög jákvæð og tókum við þá afstöðu að leita eftir meira húsnæði frekar en tak- marka fjölda sýnenda. Listamenn voru greinilega spenntir fyrir því að fá tækifæri til að fara út fyrir Reykjanessvæðið og sýna list sína. Fljótlega fórum við að finna leiðir til að standa undir kostnaði en ekki er gert ráð fyrir neinum launakostn- aði eða tekjum af aðgangseyri. Fjár- magnið hefur þó ekki streymt inn í sama magni og listmennirnir en við erum samt bjartsýnar að endar nái saman. Við sníðum okkur bara stakk eftir vexti. Svo vonum við auðvitað að sem flestir mæti í sumarskapi, kaffíhús eru á staðnum og gamla gufubaðið stendur alltaf fyrir sínu.“ Aðspurðar segja þær að lokum að ekki megi gleyma öðrum dagskrár- liðum, eins og sýningu á sögu skól- anna á staðnum, Laxnessherbergi verður útbúið í Héraðsskólanum og gengið verður á Gullkistu á Jóns- messunótt, sem er stapi efst í Mið- dalsfjali í Laugardal, en af honum draga dagarnir nafn sitt. Guðbjörg Lind Jónsdóttir Hið mjúka berg eftir þverhníptum hamraveggjum, og hins vegar í lygnu vatni, sem þó iðar gjarna af hreyfingu öld- unnar. Efst grillir mögulega í mjóa himinrönd, en neðst kann að vera hylur eða jafnslétta, þar sem fallið er stöðvað, og jafnvægis er leitað á ný. I verkunum nú má sjá, að nokk- ur breyting hefur orðið á frá því Guðbjörg Lind hélt síðast stóra einkasýningu í Reykjavík fyrir tæpum þremur árum. Þá var hamraveggurinn heill og óskiptur, og dökkir litir réðu mestu um heildarsvip myndanna. Hér er ann- að upp á teningnum; bergstálið er að leysast upp í loftkenndri kviku mildra lita, þar sem gróandi lífsins er í fyrirrúmi fremur en kuldi og dauði steinsins. Um leið er vatnið ekki lengur eins hvítfyss- andi og hreint og áður, heldur hefur það einnig tekið á sig mild- ari littóna í falli sínu til jarðar. Þessi aukna mýkt bergsins kemur vel fram í verkum eins og „Strengur" (nr. 8) þar sem harka klettanna hefur vikið fyrir lifandi gróðri litanna. Léttur leikur vatns- ins kemur einnig sterklega fram í „Leysing" (nr. 11), þar sem gásk- inn kemur fram í örlitlu hliðar- hoppi fossins. Með þessari sýningu er ljóst að Guðbjörg Linda hefur ekki látið á sig fá þó um tíma hafi myndir hennar dökknað nokkuð og virkað þungar og daufar, heldur unnið áfram á sama vettvangi; árangur- inn er mun meira líf og kraftur í fleti málverkanna, þar sem gróska og mýkt nýrra lita hefur gætt þennan myndheim endurnýjuðu lífí. Sú staðreynd að listakonan hef- ur kosið að halda þessa sýningu á vinnustofu sinni segir sitthvað um ástand sýningarmála myndlistar- innar í höfuðborginni. A síðustu árum hefur notkun Kjarvalsstaða breyst á þann veg að salir eru ekki lengur leigðir út til sýninga á eigin vegum, og staðir eins og Gallerí Nýhöfn, Gallerí FÍM, Gall- erí einn einn og Listmunahúsið horfíð af vettvangi, og íítið komið í staðinn. Þetta hefur gert ýmsum myndlistarmönnum erfítt fyrir með að koma verkum sínum á framfæri, og því hefur aukist nokkuð að þeir kjósi einfaldlega að sýna í vinnustofum sínum, ef aðstæður bjóða upp á þann kost. Hér tekst framkvæmdin með ágætum, og má vænta þess að fleiri bregði á þetta ráð í framtíð- inni. Eiríkur Þorláksson Ver$: 104-152 kr. 5v280; " 164-198 kr, 5.920 ii. HENS0N i r • i t i h t £t tifoþróttagallar f HM boiur kr. 2.490 ' \%tóas® ,stuttbuxur kr. 1.890 UTILIFf Glæsibæ • 812922 Við opnum ekki á morgun - heldur hinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.