Morgunblaðið - 12.05.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.05.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 19 ERLENT Reuter Balladur segir af sér FRANCOIS Mitterrand, fráfar- andi forseti Frakklands, féllst í gær á afsagnarbeiðni Edouards Balladurs forsætisráðherra en bað hann um að gegna embættinu til bráðabirgða þar til Jacques Chirac, nýkjörinn forseti, myndar nýja stjórn. Heimildarmenn úr innsta hring stuðningsmanna Balladurs segja að hann hyggist gefa kost á sér í borgarstjórnar- kosningum í París í næsta mánuði og hugsanlega í aukakosningum til þingsins síðar á árinu. Þeir segja hann einnig ætla að stofna pólitískan sérfræðingahóp, eins og hann gerði þegar hann var í stjórnarandstöðu á árunum 1988-93. A myndinni gengur Balladur inn í Elysée-höll. Bush úr byssufé- laginu Houston. Reuter. GEORGE Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt sig úr Samtökum byssu- eigenda, NRA (National Riffle Association), en þau eru einn öflugasti þrýstihópurinn í landinu. Gerði hann það í mótmælaskyni við bréf í nafni samtakanna, sem birt var eft- ir hryðjuverkið í Oklahoma, en þar er lögreglumönnum alríkisins líkt við þijóta. í bréfi, sem Bush sendi NRA í fyrradag, segist hann æfareiður vegna þess, að Wayne LaPierre, varaforseti samtakanna, skuli hafa varið fyrrnefnd ummæli í fjáröfl- unarbréfi, sem birt var eftir að 166 manns létu lífið sprengingunni í Oklahoma- borg. „Fáheyrt níð“ „Að ráðast á starfsmenn leyniþjónustunnar eða ann- arra stjórnarstofnana og segja, að þeir beri „nasista- hjálma og svarta einkennis- búninga stormsveitarmanna“ og vilji „ráðast gegn löghlýðn- um borgurum" er fáheyrt níð um gott fólk,“ segir Bush i bréfi sínu. „Samtökin hafa ekki harmað þessi ummæli LaPierre og þess vegna segi ég‘ mig úr þeim.“ Bush segir einnig í bréfinu, að hann sé byssueigandi og skotveiðimaður og hafi oft verið sammála markmiðum NRA. „Árásir ykkar á opin- bera starfsmenn eru hins veg- ar móðgun við æru mína og heiður og eiga ekkert sameig- inlegt með hugmyndum mín- um um góðan þegnskap." Átök vegna einkavæð- ingar í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. DANSKA vinnuveitendasambandið hefur beðið Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra að miðla málum í sérkennilegri vinnudeilu, sem sett hefur svip sinn á danskt þjóðlíf undanfarnar vikur. Ástæðan er uppsögn 82 strætisvagnabílstjóra í Esbjerg í kjölfar einkavæðingar, sem hefur leitt til verkfalla og átaka, en ástæða verkfallanna er kvíði vegna vaxandi einkavæðingar í dönskum bæjarfélögum. Upptökin að verkföllunum og vinnudeilunum má rekja til þess að strætisvagnasamgöngur í Esbjerg voru einkavæddar á miðju síðasta ári og ellefu vagnstjórum sagt upp störfum. I kjölfarið fylgdu svo deil- ur um laun og vinnufyrirkomulag, sem leiddu til þess að öllum bílstjór- unum 82 var sagt upp störfum um miðjan febrúar. Síðan hefur stöðugt verið reynt að koma í veg fyrir að nýir vagnstjórar væru ráðnir og gætu starfað. Þetta hefur leitt til götuátaka auk þess sem lögreglan hefur þurft að ryðja vögnunum leið á hverjum morgni. Ráðist á vagna Síðasta snarpa hrinan varð um helgina, þegar um fimmtíu manna hópur kom á vegum verkalýðsfé- lags frá Kaupmannahöfn til Esbj- erg og lagði til atlögu við vagn- ana. Rúður voru brotnar og vagn- arnir hindraðir í að halda áætlun. Til átaka kom við lögreglu og voru 47 handteknir. Þeir verða látnir svara til saka fyrir skemmdarverk. Hópurinn er annars vegar fólk úr verkalýðshreyfingunni, en hins vegar ungt fólk úr svokölluðum „autonom“-hópum, mjög vinstris- innuðum hópum í Kaupmannahöfn. Vakið hefur athygli að verkalýðs- hreyfingin greiddi þátttakendum sem samsvarar 1.650 íslenskum krónum í dagpeninga í ferðinni. Engin merki eru um að lát sé á deilunni, svo nú hafa samtök danskra atvinnurekenda lagt að Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra að freista þess að miðla málum, en hann hefur áður boðist til að hafa persónuleg afskipti af deilunni. LAFRIMAVERA RISTORANTE ítalskt fjöguira eða tveggja íétta tílboð öll kvöld víkunnar: ítölsk lauksúpa Spaghetti með ansjósum Kálfasneíð með skinku og salviu (Saltí bocca) Súkkulaðí mousse m/appelsínusósu Kr. 2.490 Polenta m/villisveppum Steiktur sílungur m/ítölsku smjörí Kr. 1.680 La Prímaver a Hásí verslunarínnar Borðapantanir í síma 588-8555 (r TLBOB 10 pör Margar gerðir. Aður: 699 kr. Nú á hálfvirði: 349 kr Stærri gerð. Áður: 990 kr. Nú á hálfvirði: ioxdfna Mihn hænilnn Mjög þægileg. 90 x 200 sm. Aðeins: ÍJ-J U U ÍUo Saiðsióli Sterkur og þægilegur plaststóll með örmum. Þolir að standa úti. Áður: 799 kr. Nú aðeins: Venjulega seljum við ekki föt, en þetta var tilboð sem við gátum ekki hafnað: Þekkt vörumerki. Margar stæröir og mynstur. Verö i U.S.A. 15.95$ (1013 Isl/kr.) Aðeins: ilS Lf. hjá okkurí Buxur í fallegum litum og mörgum stærðum. VerðíU.S.A. 39.95$ (2537 ísl/kr.) Aðeins: 790 ki hjá okkur!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.