Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 35

Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 35 EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIN Björgvin Halldórsson syngur í Eurovison annað kvöld „Mikill heiður að koma fram fyrir Islands hönd“ Dublin. Morgunblaðið. EUROVISION-KEPPNIN verður haldin í 40. sinn annað kvöld í Dubiin á írlandi og er þetta þriðja skiptið í röð sem keppnin fer þar fram. Björgvin Halldórsson mun syngja lagið Núna eftir sjálfan sig og Ed Welch, en íslenskur texti er eftir Jón Örn Marinósson. Talið er að um 380 milljónir áhorfenda um alla Evrópu munu fylgjast irieð útsendingunni í þetta skiptið. Þetta er í níunda sinn sem ís- lendingar senda lag í keppnina en aldrei fyrr hefur lagið verið valið án þess að fram hafi farið undan- keppni heima á íslandi. „Mér finnst það mikill heiður og jafn- framt áskorun að fá að taka þátt í Eurovision fyrir hönd íslands," segir Björgvin Halldórsson í sam- tali við Morgunblaðið. Eins og áður hefur komið fram er íslenska lagið samið af Björgvini og Ed nokkrum Welch, en Björgvin hef- ur unnið með honum nokkrum sinnum áður, fyrst við gerð HaTdó^ön. plötu Kristjáns Jóhannssonar fyrir u.þ.b. 12 árum. Björgvin var spurður að því á blaðamannafundi sem haldinn var eftir æfinguna í gær hver væri ástæðan fyrir því að hann væri með lag í keppninni sem að hluta til væri samið af Breta. „Þetta er gott lag,“ svaraði Björgvin, „og var valið úr fjölda annarra frábærra laga af tuttugu manna sérvöldum hópi fagfólks." Þegar Björgvin var síðan spurður að því á blaðamannafundinum hvort það hefði verið úthugsað „plott“ að velja írskan hljómsveit- arstjóra svaraði hann: „Ég tel það gott að vera með útsetjara og stjórnanda sem þekkir vel innviði keppninnar og getu hljómsveitar- innar.“ íslenski hópurinn bauð til veislu hér í Dublin á þriðjudagskvöldið og komu tæplega 800 manns í boðið. Mikil stemmning var á með- al gesta og var mikið sungið og spilað. Haldin var lítil Eurovision- keppni, minivision, og tróðu upp söngvarar og hljóðfæraleikarar frá Rússlandi, Póllandi, Belgíu, Nor- egi, Svíþjóð, írlandi og fleiri ríkj- um. Ekki voru þó Eurovision-lögin sungin og leikin heldur voru Bítla- og Rolling Stones-lög vinsælli á meðal tónistarfólksins og endaði kvöldið með því að allir sungu saman lagið Freedom. Getum haldið svona keppni íslensku flytjendumir hafa æft flesta daga vikunnar og lokaæf- ingin verður í dag, föstudag. „Hljómsveitin ~vex með hverri æf- ingu,“ segir Björgvin Halldórsson, „og það er ljóst að það fólk sem í henni er hefur lært heimavinnuna sína.“ Aðspurður um það hvort við íslendingar gætum haldið slíka keppni sagði hann: „Ég er ekki í vafa um það, við eigum tónlistar- fólk, tækni- og markaðsfólk sem án efa myndi afgreiða svona keppni með annarri hendinni." Björgvin er þekktur og vinsæll meðal íra en hann hefur þrisvar sinnum keppt í írsku Castle bar- söngvakeppninni og tvisvar lent í öðru sæti og einu sinni í þriðja. „Mér líður vel hér í Dublin, ég er ánægður með lagið. Ema, Guðrún, Linda, Eyjólfur og Stefán eru frá- bærir söngvarar og við erum hér með það eitt að markmiði að hafa gaman af þessu, taka þetta ekki of alvarlega en gera okkar besta. Við biðjum öll að heilsa heim,“ segir Björgvin að lokum. BORGARKRIN G LAN OPIÐ VIRKA DAGA 10-1830 LAUGARDAGA 10-16 MATVÖRUVERSLUN OPIN 10-23 Verslun beCRA j -'F þeirra sem leita aukins Borgarkringlan, V > Kringlunni 4, sími 811380 f þroska og SJölbreitt vöruúrval betra lífs Súrsæt svínarif Saigon rækjur, m kjúklinga-Chowmein og lambakjöt í ostrusósu og kók Borgarkringlunr sími 687930. Merkjum glos bruðhjóna verð frá kr. 500 á glas HEITT & ÓDÝRT C Borgarkringlunni, sími 36622 rraDært verð DEMANTAHUSIÐ Borgarkringlunni, s. 588-9944 01 gos - sœlgœti - snack - konfekt - mtn $MMM$ áorgorkringlunni, s. 686010 daga frá kl. 9.00-23.30 og sunvkl. 10.00-23.30 »aitursala um helgar til kl. 4.00 Nœg bílaslœði! Sanitokubar Verið velkonún ©■* O: Ox I S e 3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.