Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR '24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I ________FRETTIR____ Tilboð jarðvegs- verktaka 65% af kostnaðaráætlun TILBOÐ verktaka í jarðvegsfram- kvæmdir á vegum Vegagerðar ríkis- ins eru að jafnaði 65-70% af kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar og 80-85% í steypt mannvirki. Rögn- valdur Gunnarsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinn- ar, segir hluta af skýringunni vera slæma verkefnastöðu verktaka. Rögnvaldur segir að erfiðara verði að halda bundnu slitlagi vegakerfís- ins við eftir því sem það lengist. Hann telur að með núverandi fjár- magni sé aðeins hægt að sinna 60% af brýnustu þörfínni. ,. Nýlega voru opnuð tilboð í klæð- ingar í öllum kjördæmum landsins. Rögnvaldur segir að almennt sé lægsta tilboði tekið ef verkkaupi tel- ur að verktaki geti framkvæmt verk- ið fyrir það verð sem hann býður. Vegagerðin skoðar fjárhagsstöðu fyrirtækjanna og reglan er sú að verktakar mega ekki vera í skuld við opinbera aðila. Verktakar pínt sig niður Fyrir klæðingu á Suðurlandi átti fyrirtækið Slitlag hf. á Hellu lægsta tilboðið, tæpar 13,5 milljónir kr. en kostnaðaráætlun var um 28 milljónir kr. Tilboð Slitlags er því um 50% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Rögnvaldur segir að þetta tilboð sé óvenjulágt. Fyrir klæðingu á Norður- landi vestra átti Króksverk hf. á Sauðárkróki lægsta tilboð, 38,7 millj- ónir kr., 69% af kostnaðaráætlun, fyrir efnisvinnslu á Vesturlandi bauð Borgarverk hf. í Borgamesi lægst, 38,7 milljónir kr. sem er 85% af kostnaðaráætlun, fyrir klæðingu á Vesturlandi bauð Ræktunarsamband Flóa og Skeiða lægst, 9,7 milijónir sem er 59% af kostnaðaráætlun og fyrir vegvísa í Reykjanesumdæmi bauð Merking hf. í Reykjavík lægst, 1,9 milljón kr. sem er 81% af kostn- aðaráætlun. Rögnvaldur segir að undanfarin ár hafí verið Vegagerðinni hagkvæm hvað viðkemur tilboðum verktaka. Hann kveðst ekki sjá þess merki að vinna fyrir jarðvegsverktaka sé að aukast. Ástand vega versnar „Sveitarfélögin eru frekar að minnka við sig framkvæmdir en hitt og það eru engir aðrir aðilar sem eru í stórframkvæmdum. Undanfarin ár hafa verktakar pínt sig niður og það er fyrst og fremst í vélavinnunni sem þeir geta lækkað sig,“ segir Rögn- valdur. Hann segir að af þessu leiði að það taki verktaka lengri tíma að endumýja tækin og samkvæmt því ætti tækjaflotinn að vera að eldast. Ekki er meira um nýjar fram- kvæmdir í klæðingu á þessu ári en undanfarin ár. 2.800-2.900 km af vegakerfínu er með klæðingu og sí- fellt meira fjármagn fer til viðhalds þess. „Við náum kannski að endumýja klæðinguna áttunda hvert ár og það ; i er full lítið. Við þurfum því að end- l; urnýja 350 km á hveiju ári til að J þess að ná því marki. Mikið af þeim ® slitlögum sem er verið að endurnýja eru 8-9 ára gömul og gatslitin," seg- ir Rögnvaldur. Á þessu ári fara 480 milljónir kr. samkvæmt vegaáætlun í viðhald bundinna slitlaga. Rögnvaldur segir að þessi upphæð dugi fyrir viðhaldi á 60-65% þess sem brýn þörf er tal- in á að endurnýja. | „Það er síðan skilgreiningaratriði k hvað er ítrasta þörf. En við erum með lægri upphæð en við teljum að f nægi til þess að halda þessu í horf- inu. Ástandið versnar því kannski frekar en hitt. Eftir því sem vega- kerfið lengist meö bundnu slitlagi drögumst við heldur aftur úr í fjár- magni sem ætlað er til viðhalds. Slit- lög endast með sæmilegu móti að meðaltali í 6-7 ár en við endumýjum þau á 8-9 ára fresti," segir Rögnvald- | ur. Hann segir að með þessu móti ’ verða framkvæmdimar óhjákvæmi- f lega dýrari því vegurinn hættir að vera viðhaldshæfur og skemmist og þarf þá að byggja hann aftur. Hann segir nokkur dæmi um það núna að vegir liggi undir skemmdum. Morgunblaðið/Kristinn Höfuðstöðvar ÍS að rísa FRAMKVÆMDUM við byggingu nýs skrifstofu- húsnæðis íslenskra sjávarafurða hf. við Sigtún miðar óðfluga áfram, en fyrsta skóflustunga að byggingunni v£ir tekin 12. apríl síðastliðinn. Er ráðgert að fyrirtækið flytji í húsnæðið í lok sept- ember og að framkvæmdum verði að fullu lokið í desember, en skrifstofubyggingin verður tveggja hæða og samtáls um 2.500 fermetrar á 7.000 fermetra lóð. Ármannsfell hf. er bygging- arverktaki hinna nýju höfuðstöðva. Umboðsmaður um kvörtun veitingahúss Leyfa átti skemmt- j un aðfaranótt laug- ardags fyrir páska UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að ekki hafí verið lagaheimild til að hefta skemmtanahald og almenna veitingastarfsemi veitingahúss á Akureyri aðfaranótt laugardagsins fyrir páska 1994 og umdeilanleg sé sú niðurstaða stjómvalda, að áfengisveitingar hafí þá verið óheim- ilar án sérstaks leyfís. Hins vegar telur umboðsmaður að til skemmt- anahalds aðfaranótt annars í hvíta- sunnu hafí þurft sérstakt leyfi lög- reglustjóra. Umboðsmaður beinir þeim tiimælum til dóms- og kirkju- málaráðuneytisins að það gangist fyrir samræmdri framkvæmd veit- inga- og skemmtanahalds um stórhá- tíðar. Málavextir voru þeir, að umboðs- manni barst kvörtun forráðamanna veitingastaðar á Akureyri, en þar hafði lögreglustjóri synjað um leyfí til að hafa opið aðfaranótt laugar- dags fyrir páska og aðfaranótt ann- ars í hvítasunnu, með vísan til laga um almannafrið á helgidögum kirkj- unnar og reglugerðar um sölu og veitingar áfengis. Ósamræmi í leyfum Umboðsmaður bendir á að starf- semi umrædds veitingahúss sé háð almennu veitingaleyfi, vínveitinga- leyfí og skemmtanaleyfi. Samkvæmt almennu skemmtanaleyfí hússins segir umboðsmaður að ekki hafí þurft sérstakt leyfi þessa daga, enda fór annars vegar í hönd laugardagur og hins vegar almennur frídagur. Veitingahúsið hafí almennt veitinga- leyfi og hvorki lög um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar, né ákvæði lögreglusamþykktar Akur- eyrar hafí staðið í vegi fyrir al- mennri starfsemi án vínveitinga og skemmtanahalds. Af hálfu sýslumannsins á Akur- eyri og ráðuneytisins var því haldið fram að ekki væri leyfilegt að hefja áfengisveitingar eftir miðnætti að- faranótt laugardags fyrir páska eða annars í hvítasunnu, heldur þurfi sérstaks leyfi til slíks. Umboðsmaður fellst á að orðlag reglugerða styðji þennan skilning, en það sé þó engan veginn afdráttarlaust. Tvennt handtekið fyrir rán MAÐUR og kona voru handtekin aðfaranótt mánudags með þýfí sem parið hafði rænt af manni í Hafnar- stræti fyrr um nóttina. Rúmlega fimmtugur maður til- kynnti skömmu fyrir klukkan hálftvö aðfaranótt mánudag, að á sig hefði verið ráðist þar sem hann var staddur í Hafnarstræti við Pósthússtræti. Hann bar að maður hefði ráðist á sig og haldið sér meðan kona tæmdi vasa hans. Fólkið hefði síðan hlaupið burtu. Parið, maður á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri, fannst með þýfið á sér og var handtekið. Þau voru yfirheyrð hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins á mánudag. Sömu nótt kom ölvaður maður á lögreglustöðina við Hverfísgötu og sagðist hafa orðið fyrir líkams- árás og verið rændur við bíla- geymslu skammt frá Hlemmi. Ekki er vitað hveijir réðust á manninn og rændu hann. KÆRUMÁL varðandi samskipti bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og Hag- virkis-Kletts hf. á síðasta kjörtíma- bili komu til umræðu á bæjarstjóm- arfundi í Hafnarfírði í gær, en þar sagði Ingvar Viktorsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins og fyrrverandi bæjarstjóri, að sveitarfélagið hefði liðið fyrir þennan málatilbúnað. Hann sagði bæjarbúa í Hafnarfirði vera furðu lostna vegna athafna bæjarstjóra og formanns bæjarráðs í þessu máli og sjálfur væri hann sár og reiður. Sagði Ingvar að það væri ósk hans og von, en þó ekki trú, að máli þessu linnti nú og bæjarfulltrúar meirihlut- ans fæm að sinna þeim verkum sem þeir hefðu verið kjömir til. Ingvar Viktorsson sagði að hann hefði fyrst orðið þess var að hann ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og Þorsteini Steinssyni, Ijármálastjóra Hafnar- fjarðar, hefðu verið nafngreindir í kæru Magnúsar Jóns Ámasonar, bæjarstjóra, og Magnúsar Gunnars- sonar, formanns bæjarráðs, til ríkis- saksóknara 11. apríl síðastliðinn, þegar hann las frétt í Morgunblaðinu 16. maí þess efnis að ríkissaksókn- ari hefði vísað málinu frá. Sagði Ingvar þessa málsmeðferð hljóta að varða við mannréttinda- mál, en hann hygðist hins vegar ekki ætla að kæra einn né neinn vegna málsins þar sem nóg væri komið af slíku. „Það versta við þetta allt saman er að sá aðili sem skaðast hefur mest í þessu máli er hvorki ég, Guð- mundur Ámi né Þorsteinn Steinsson, og því miður ekki athafnamennirnir Magnús Jón og Magnús Gunnars- son, heldur sveitarfélagið," sagði Ingvar. Engin kæruherferð Jóhann G. Bergþórsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagðist fagna yfírlýsingu Ingvars um að ekki yrði af hans hálfu farið í kæru- herferð, og sagði hann að af sinni hálfu yrði heldur ekki farið út í slíkt. „Eg held að það væri best fýrir bæjarfulltrúa og bæjarbúa alla að þetta mál gleymdist hið fyrsta og að maður geti farið að snúa sér að fullum krafti að framtíðinni," sagði hann. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks, bar fram tillögu þess efnis að framganga þeirra Magnúsar Jóns Árnasonar og Magnúsar Gunn- arssonar í kærumálunum væri hörm- uð og hún hafi skaðað bæjarfélagið garð hinna kærðu og Jóhanns G. Bergþórssonar, fyrrverandi forstjóra Hagvirkis-Kletts. Þá hafí þeir með yfírlýsingu um að málinu sé lokið að þeirra hálfu í reynd viðurkennt að málatilbúnaður þeirra hafi verið markleysa frá upphafí til enda. Ennfremur lagði Tryggvi fram tillögu um að nú þegar yrði sagt upp öllum samningum við Löggilta end- urskoðendur hf. sem fengið hefðu greiddar á fímmtu milljón króna fyr- ir vinnu sína fyrir bæjarsjóð, en það eina sem upp úr þeirri vinnu stæði væru kærur tveggja bæjarfulltrúa sem reynst hefðu fullkomlega til- hæfulausar. Voru báðar tillögumar felldar á jöfnum atkvæðum, 5:5, en Jóhann Gunnar Bergþórsson, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Ingvar Viktorsson um kærumál varðandi samskipti bæjarsjóðs við Hagvirki Sveitarfélagið hefur lið- ið fyrir málatilbúnaðinn auk þess að vera ærumeiðandi í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.