Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ -i. í MINNIIMGAR SIGURGEIR SIG URÐSSON + Sigurgeir Sig- urðsson __ var fæddur á ísafirði 31. janúar 1952. Hann Iést 13. maí síðastliðinn. For- eldrar hans eru hjónin Jenný Karla Jensdóttir frá ísafirði og Sigurð- ur Sigurgeirsson frá Hafnarfirði. Sigurgeir átti tvær systur. Þegar hann var tæplega eins árs flutti hann til Hafnarfjarðar þar sem hann ólst upp. Hann gekk í Lækjarskóla og var einn vetur á Hlíðardalsskóla, hann tók landspróf frá Flensborg og lærði síðan rafvélavirkjun. Árið 1972 gekk Signrgeir að eiga Hólmfríði Sigfúsdóttur, þau slitu samvistum. Þau eign- uðust eina dóttur, Jenný Rut, fædda 1972. Sigurgeir varð ís- landsmeistari með Víkingi í handbolta og hann spilaði með Haukum og landsliðinu i marki. Hann bjó nokkur ár í Noregi með konu og dóttur. Síðar eign- aðist Sigurgeir dótturína Katr- ínu. Sigurgeir rak eigið fyrir- tæki þangað til á síðasta ári. Eftirlifandi kona hans er Inga Björk Dagfinnsdóttir. Útför Sigurgeirs verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. SEM ÉG sit héma heima og hlusta ■ á Sigurgeir spila fmmsamda tónlist sína af spólum sem hann tók upp fyrir skömmu, verður mér orðfátt og betri er einlægni þagnarinnar en þúsund ómerk orð. En þar sem ég er að reyna að skrifa um hann í dagblað, verð ég víst að reyna að styðjast við orðin svo best ég get, í þessari örstuttu minningargrein. Sigurgeir var myndarlegur og sterklegur maður og hafði næmt tilfinningalíf. Hann var vel af Guði gerður. Þegar okkar leiðir lágu saman vakti það strax áhuga minn hvemig þankagangur hans var. Hann var allt öðmvísi og meira andlega sinnaður og trúaður en flestallir aðrir menn sem ég hef »hitt. Skoðanir hans og hugmynda- fræði áttu ekki upp á pallborðið hjá hveijum sem er, enda var hann oft á tíðum of djúpur til að fólk gæti fylgst með eða þá að það gaf sér hreinlega ekki tíma til að hlusta og hefur því misst af miklu. Hann hafði mjög sterkar trúarskoðanir og hélt á lofti kærleikanum og fyrir- gefningunni en varaði við lyginni sem með sínum örfína vef getur samofíst daglegu lífi fólks á svo lúmskan hátt að það hættir að gera sér grein fyrir henni. Þankagangur Sigurgeirs var mjög víðtækur og spannaði hin ýmsu andlegu svið sem hann með sínum sérstaka hæfileika á yfirsýn náði að tengja. Hann var byijaður að festa niður á blað heimspeki sína en því rniður var tekið fyrir það. Þetta var einungis einn hæfileiki hans af mörgum því hann var mjög uppfínningasamur og skapandi og Sérfræðingar í blóniaskrcytiiiguiii við öll lirkilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 eru málverkin hans og tónlist merkisberar þess. Hér var í alla staði óvenjulegur maður á ferð. Hann hafði hug- rekki til að bjóða lyginni byrginn og tjáði sig frammi fyrir alþjóð um þá baráttu sína meðan flestir gáfu það álit sitt að hann skyldi bara lifa með lyginni sem upp á hann var borin og fara lágt. Hverslags þjóðfélag er það sem ráðleggur slíkt í stað þess að komast að sann- leikanum? Þeir sem taka á móti ósannindum og halda þeim á loft kunna ekki skil á svörtu og hvítu og komast ekki til sannleikans held- ur fylgja hégóma sínum í fáfræði en hvítar liljur sem vaxa á sorphaug veraldarinnar falla ekki fyrir freist- aranum. Sigurgeir ákvað að fara ótroðnar slóðir og koma fram opinberlega með mál sem átti samkvæmt regl- unum að flokkast sem feimnismál. „Rétt skal vera rétt“, sagði hann og fór ekki þessa göngu einungis fyrir sjálfan sig heldur miklu heldur fyrir hina sem höfðu og gætu lent í svipuðu en hefðu ekki þroska til að færa það í tal við þjóðina. Þessi stóri maður hafði stórt hjarta og tók fólki sem margur annar hefði sjálfsagt lokað á og leitaði margur maðurinn til hans í raunum sínum og gekk hann oft nærri sjálfum sér til að greiða götu annarra. En það er lítil gjöf að gefa af eigum sínum. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér og það gerði hann. Leitin að sjálfsþekkingu var hon- um mikilvæg og að ná að vinna með sjálfan sig. Við töluðum oft um það hvað böl og hégómi ein- kenndu mannlífið á meðan fuglar himinsins héldu sínu lífi eins hreinu og einlægu og hægt væri úti í nátt- úrunni. Þannig lífi vildum við lifa og náðum ef til vill að einhveiju leyti. Það var ekki verið að velta sér uppúr hvað öðrum fyndist held- ur var um að gera að reyna að vera maður sjálfur og finna sitt eigið frelsi. Eins og svanur sem hverfur af tjörn sinni safnaði Sigurgeir ekki veraldarauði og lifði ekki eftir við- urkenndum reglum smáborgarans, heldur átti hann sér hið sanna frelsi. Leiðir hans voru líkt og fugla him- insins. Betra er að hafa lifað einn dag sem vitur og gjörhugull maður en að lifa í fáfræði og hégóma. Ég hefði ekki trúað því áður eða getað ímyndað mér það að slíkur sársauki væri til, sem ég upplifi nú við missi Sigurgeirs. En í góðri lít- illi bók segir að þegar sorgin knýi á skuli maður skoða aftur hug sinn og þá muni sjást að ég græt vegna þess sem var í raun gleði mín. Það sýnir því bara hvað gleði mín var mikil. Þín Inga Björk Sorgin og tómleikinn umlykur mann, það er ekki hægt að lýsa því með orðum. Sigurgeir var hrifinn á brott. Fimm ára þrautagöngu hans er lokið, martröð sem hófst með ásök- unum og lygum. Alla tíð reyndi hann að hreinsa mannorð sitt, en enginn hlustaði á hann, allstaðar lokaðar dyr, hann fór til Iögreglu, „háttsettra" vina sem hann taldi vera vini sína, presta, ráðherra, all- staðar þar sem von var, en allstað- ar lokaðar dyr. Er þetta réttlæti? Fyrir mann með jafn ríka réttlætis- kennd og Sigurgeir hafði var erfitt að mæta þessu. Er rétt að kerfið troði á tilfinn- ingum fólks? Hann fór ótroðnar slóðir með mál sitt og hentaði það ekki öllum. Hans göngu er lokið, þetta hræði- lega mál leiddi hann til dauða,' hann var oft hræddur við það hvar þetta myndi allt enda. Sigurgeir var listhneigður og náttúrubarn, þroskaður, hann las mikið og spáði í lífíð og tilveruna. Sigurgeir naut sín best innan um olíulitina og strigann og fékk hann þá útrás fyrir tilfinningar sínar, eins þegar hann sat við hljómborðið og samdi tónlist. Eins leið honum vel í Krýsuvík og áttu hann og Inga margar stundir þar. Elsku Jenný Rut, missir þinn er mikill, allt sem þið áttuð eftir að gera, en góðar minningar munu lifa. Elsku Inga, framtíðin í rúst, ekk- ert eftir, tómt hús, en með mikið af minningum og tilfmningum, sagt er að lífið haldi áfram. Mamma og pabbi, strákurinn ykkar farinn, hann kemur ekki oftar í kaffi og til að spjalla. Systrabörnin hafa misst besta frænda sem lét sér annt um þau og hugsaði um velferð þeirra. Við systurnar kveðjum góðan bróður, sem var umhugað um velferð okk- ar, hann hefur vakað yfir okkur alltaf frá því við vorum litlar. Ég trúi því að við munum hittast aftur og að heimkoma þín hafi ver- ið góð. En við spyijum samt hver er tilgangurinn með þessu öllu? Minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar. Ég vona, ég trúi að réttlætið muni ná fram að ganga, eins og Sigurgeir sagði „rétt skal vera rétt“. Elísabet. Mig langar að kveðja hann bróður minn sem var mér svo kær. Ég er með stórt sár í hjartanu sem aldrei grær. Takk, elsku bróðir, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Elsku Inga Björk, Jenný Rut, mamma og pabbi, guð gefí ykkur styrk til að takast á við Iífið. Þegar blóðið er heitt og hjartað er ungt er hægt að freistast, en sigra þungt. Að dæma hart það er harla létt, en hitt er örðugra: að dæma rétt. (Jón Ólafsson) Ingibjörg. Elsku besti frændi minn, mig langar að kveðja þig um sinn. Von- andi hittumst við einhvern tíma aftur og gerum allt það sem við áttum eftir að bralla saman. Þú kenndir mér margt og mikið og áttir eftir að kenna mér meir. Ég er bara níu ára og skil ekki af hveiju þú þurftir að fara. Ég skal segja Selmu og Magnúsi frá þér, því þau eru svo lítil og munu ekki muna hve góður þú varst. Takk fyrir allt elsku frændi, við sjáumst síðar. Þín Kamilla. Það er sorglegra en orð fá lýst þegar menn eru hrifnir á braut á besta aldri og svo margt enn fram- undan. Þannig háttar með Sigur- geir, lok hans jarðnesku vistar voru í senn ótímabær og váleg. Sorginni sem fráfall hans kallar á fylgja hlýj- ar minningar um samverustundir, um litla húsið í Hafnarfírði og út- reiðartúr á fögru haustkvöldi óra- fjarri skarkala borgarlífsins. í huga mér sé ég einstakling sem er dálít- ið öðruvísi en mörg okkar hinna, ekki jafn bundinn hinu veraldlega umhverfi, á einhvern hátt fijálsari og meira í takt við sitt innra eðli. Sigurgeir hafði næmt skynbragð á líðan annarra, hann var örlátur og hlýr og réttlætiskennd hans sterk. Með þessum fáu orðum kveð ég góðan vin. Elsku Jenný, Inga, Sig- urður og Jenný og áðrir ástvinir, megi guð gefa ykkur styrk á erfið- um stundum. Sigprún. Sigurgeir Sigurðsson er horfinn héðan mjög svo óvænt og allt of snemma. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem ógjörningur er að fylla. Sigurgeir var mjög sérstök persóna og var ákaflega hæfileikaríkur maður. Hann var afar geðþekkur viðskiptaaðili, félagi, heimsborgari og vinur, en samt hógvær tilfinn- ingamaður sem lét sér annt um aðra. Okkur þykir afar sárt að eiga ekki eftir að hitta hann framar. En eins og við þekktum Sigurgeir þá vitum við að hann mundi ekki vilja að við værum sorgmædd á þessari stundu. Hann hefur nú fengið sinn frið, en minning hans mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Sigurgeir var stórkostleg mannvera og réttsýni og heiðarleiki einkenndu líf hans. Hann var hvorki bjartsýnn né svart- sýnn heldur raunsær, trúði að við og aðeins við sjálf gætum opnað dyrnar að breytingum innra með okkur. Sigurgeir hafði mikil og gagnger áhrif á líf okkar. Hann jók gildi þess. Blessuð sé minning hans. Armin, Monika og Christiane Leyendecker Vegna ótímabærs fráfalls vinar míns og mágs, vil ég nú minnast hans í fáum orðum. Stuttu eftir að ég kynntist Ingu konu minni lágu leiðir okkar Sigur- geirs saman. Sigurgeir var rafvéla- virki að mennt en rak á þessum árum verktaka- og innflutningsfyr- irtæki, kynntist ég þar miklum mannkostamanni. Hann var tækni- lega sinnaður, fróður um marga hluti og sérdeilis Iistrænn. Stefndi hugur hans til myndlist- arnáms erlendis og hefði hann án efa náð langt á þeirri braut. Ekki get ég minnst hans án þess að geta þess hversu bamgóður hann var. Það vom ófáar gleðistundirnar sem Sigurgeir og Inga kona hans gáfu henni Kamillu litlu dóttur minni og að ekki sé minnst á allar þær gjaf- ir sem systrabörnunum voru færð- ar. Er söknuður þeirra mikill. Ég kveð þig nú með þökk fyrir allt, kæri vinur. Guð styrki konu þína og fjöl- skyldu alla í þessari miklu sorg. Hve minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Mín ljúfu og hljóðu kynni af aihug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi, og gæfan var það öllum sem fenp að kynnast þér. (Davíð Stefánsson) Jón Gunnar Baldursson. Eftir dimman og kaldan vetur þegar vorið í allri sinni dýrð er loks- ins mætt til leiks, berast okkur þær hörmulegu fregnir að Sigurgeir Sig- urðsson hafí orðið allur með voveif- legum hætti. Það var eins og myrkr- ið grúfði sig á ný yfir allt þessa fögru maídaga. Við kynntumst Sigurgeir 1976 þegar við áttum samleið í félagi ungra jafnaðarmanna. Síðan liðu árin mörg. Sigurgeir flutti til út- landa en kom svo heim og stofnaði fyrirtæki sitt. Þá lágu leiðir okkar saman aftur. Kvöld eitt kom hann í heimsókn og bað okkur um að aðstoða sig við útgáfu á bæklingi fyrir fyrirtæki sitt. Eftir það varð Sigurgeir góður heimilisvinur og kom oft í kaffi. Heimsóknum hans fylgdi ávallt ein- hver friður og mannleg hlýja og kom þá greinilega fram hvern mann hann hafði að geyma. Oft átti hann það til að setjast hjá börnunum okkar og ræða við þau um framtíð- ina. Hann hvatti þau til dáða og benti þeim á hina margvíslegu möguleika sem þeirra biðu í fram- tíðinni. Þjóðfélagsmál voru honum hug- leikin og hafði hann ákveðnar skoð- anir á því hvernig hann vildi breyta þjóðfélaginu og gera það réttlátara. Og réttlætismál voru honum ákaf- lega hugleikin. Vildi hann gera rót- tækar breytingar í þeim efnum. Sigurgeir trúði á fólkið og trúði því að með samtakamætti sínum gæti það breytt þjóðfélaginu smám sam- an. En þrátt fyrir það að Sigurgeir væri einarður baráttumaður fyrir því sem hann trúði á var hann ákaf- lega hjartahlýr, kátur og öfgalaus. Stundum settist hann fyrir framan píanógarminn okkar og spilaði af hjartans list. Stundum sagði hann okkur frá hinum og þessum ævin- týraferðum sem hann hafði farið í. Allar þessar heimsóknir voru ómet- anlegar. Sigurgeir var ákaflega fijór mað- ur og honum var margt til lista lagt. Hann samdi mikið af lögum auk þess sem málaralistin átti hug hans allan og var orðin að hluta til hans lifibrauð síðustu misseri. Sigurgeir var hrifinn á brott allt of snemma. Eftir sitja minningar um góðan dreng sem átti svo margt ógert í lífinu. Eiginkonu hans Ingu, börnum, foreldrum, systrum og öðrum ætt- ingjum sendum við einlægar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Sigurgeirs Sigurðssonar. Guðni Björn Kjærbo og Gerður Guðmundsdóttir. Sigurgeir Sigurðsson var mér ætíð traustur og góður félagi. Hann fór gjarnan sínar eigin leiðir í líf- inu, en gerði ætíð meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Hann var ein- staklega greiðvikinn og traustur vinum sínum. Hann var tilfinninga- ríkur og hafði viðkvæma lund, en mikill baráttumaður og gafst ekki upp þótt á móti blési. Við ólumst upp saman í Hafnar- firði. í 10 ár í sama bekk, fyrst í Lækjarskóla, síðan í Flensborg. Vorum saman í handboltanum og fótboltanum í FH. Sigurgeir var góður íþróttamaður, lék með meist- araflokki Hauka og Víkings í hand- bolta og einnig í íslenska landslið- inu. Hann var félagslyndur, naut þess að vera í góðra vina hópi, en lét illa að berast hugsunarlaust með tískustraumum og lagði því oft óhræddur á ókunn mið, vildi reyna nýja hluti og takast á við ögrandi verkefni. Sigurgeir var góður hesta- maður. Fjórtán ára gamlir riðum við tveir saman úr Hafnarfirði á Þingvöll. Það var góð ferð eins og allar þær ferðir og stundir sem við áttum saman við mörg ó.lík tilefni. Sigurgeir var listrænn, strax í skóla kunni hann betur að teikna og skrifa en aðrir og síðar hafði hann yndi af því að mála myndir. Öll mætum við erfiðleikum í líf- inu. Það gerði Sigurgeir líka. En hann gafst aldrei upp þótt stundum væri við andstreymi að stríða. En langtum fleiri voru þær stundir er hann naut lífsins og átti sína góðu daga. Jenný Rut, dóttir hans og fyrrum eiginkonu, Hólmfríðar Sig- urðardóttur, var hamingjusólin í lífí Sigurgeirs. Almáttugur Guð græði saknaðarsárin og blessi minningu Sigurgeirs. Ég votta öllum aðstand- endum samúð og hluttekningu, eft- irlifandi sambýliskonu, Ingu Björk Dagfinnsdóttur, foreldrum, systr- um, dætrum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Gunnlaugur Stefánsson. Kvöldið sem þú kvaddir, Sigur- geir, var slegið gullnum bjarma sólarlagsins og kaldhvítum fölva hins vaxandi tungls. Og þar sem ég dró úr hraðanum á Hafnarfjarð- arveginum til að dást að leik lit- anna, brunaði sjúkrabíll hjá. Ekki vissi ég þá að þetta var þín hinsta ferð en mér þykir vænt um að hafa fengið að vera þér samferða síðasta spölinn. Líf þitt var jafn litríkt og þetta síðasta kvöld og stundum álíka mótsagnakennt. Þér var ekkert um klisjur gefið. Þú vildir ekki sætta þig við viðjar vanans, heldur leita víðar, detta og hrufla þig, læra af reynslunni en alltaf fyrst og fremst að þroskast sem maður. Þú vildir ferðast og sjá en líka njóta eldanna með fjölskyldu og vinum. Og þar gast þú skrafað og skeggrætt um allt milli himins og jarðar, allt sem þú hafðir lesið og kynnt þér og vild- ir segja öðrum frá. Þú varst í senn fróðleiksfús nemandi og vitur fræð- ari sem kenndir mér svo margt. Það var leikur einn fyrir þig að þreyta erfið próf sem þú stóðst með sóma, jafnvel þó að vinnubrögðin væru ekki alltaf hefðbundin. Enda varstu vanur að fara þínar eigin leiðir og kunnir vel þá list að vera sérstakur og sjálfstæður. Þú valdir þér það starf að reka eigið fyrir- tæki og átti það vel við stórhug þinn. Sköpunargleðin var þér í blóð 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.