Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 13 „Syngjandi sælir og glaðir“ Hornafirði - Það sem liðið er af maímánuði hefur mikið verið um að vera í ráðstefnu- og mótahaldi hér í Hornafirði. Ný afstaðið er svokallað Kötlumót, en þar koma saman sunnlenskir karlakórar, en mót af þessu tagi eru haldin fimmta hvert ár. Mótið að þessu sinni sóttu 7 kórar að gestgjöfunum meðtöld- um, Karlakórnum Jökli. Mikill und- irbúningur liggur að móti sem þessu en það voru um 350 karlar auk maka þeirra sem komu hingað og nefndi formaður Kötlu, Ómar Valdimarsson, það í setningaræðu sinni að þegar ákveðið var að halda mótið hér í Hornafirði hafi sannast það sem margur Sunnlendingurinn vill halda fram að það er mun lengra frá Reykjavík til Horna- ijarðar en frá Hornafirði til Reykjavíkur, en þeim var sannar- lega bætt það upp með góðum mótökum gestgjafanna. Konunum var boðið upp á fjölbreytta dagskrá á mótsdaginn þegar karlar þeirra voru að slípa raddir sínar fyrir tón- leika dagsins. Tónleikarnir voru vel sóttir af heimamönnum og var enginn svikinn af því að hlusta á það sem í boði var. Hver kór fyrir sig söng í upphafi 2 lög og síðan tók við samsöngur allra kóranna, Kötlukórinn, og undirleik annaðist Sinfóníuhljómsveit íslands, og munu þeir sem hlýddu á seint gleyma því og þeim áhrifum sem söngurinn og undirleikurinn hafði á þá. Efnisvalið var fjölbreytt, allt frá sígildum kórlögum til japansks ljóðs sem Fóstbræður fluttu á jap- önsku. Einnig var frumflutt efni í dagskránni og voru það Karlakór- inn Jökull og Karlakór Reykjavíkur sem það fluttu. Heiðurinn af þeim lögum áttu Hornfirðingarnir Guð- bjart Össurarson sem átti báða textana og lögin áttu þeir Sigjón Bjamasonar og Jóhann Morávek. Endaði síðan mótið með miklum dansleik mótsgesta og ef einhvern- tíma hefur verið komist nálægt því að lyfta þaki af húsi með söng þá var mál manna að það hafi verið á þeim dansleik og undrast það enginn sem hlýddi á Kötlukórinn fyrr um daginn. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir STJÓRNENDUR og undirleikarar sem þátt tóku í Kötlumótinu. Höfrungnr og út- selur veiðast á línu Suðureyri - Eitt af því sem gerir sjómennsku og veiðar svo spenn- andi er það að vita aldrei hversu mikið veiðist og hvað það er sem kemur upp með veiðarfærunum eftir að þeim hefur verið rennt í sjóinn. Snorra Sturlusyni og Óskari Guðmundssyni á m/b Sóley IS, 6 tonna báti frá Suðureyri, brá nokk- uð í brún er þeir voru að draga lín- una 40 sjómílur út af Barða þegar stór og svart ferlíki nálgaðist bátinn úr undirdjúpunum. í ljós kom að 200 kg og 2,5 m höfrungur hafði flækt sig í línunni. Ekki tókst þeim , félögum að innbyrða skepnuna og var henni því slefað í land. Sama dag fékk Ólafur Gústafs- son á m/b Hrönn 150 kg útsel sem hafði fiækt sig í línuna hjá honum. Fyrr um daginn hafði sá er lagði línuna við hliðina á m/b Hrönn verið að kvarta yfir því að búið væri að bíta stór stykki úr nokkr- um vænum þorskum er hann var að fá á' línuna. Hvort sökudólgur- inn hefur þarna fengið makleg málagjöld skal ósagt látið en ljóst er að það eru fleiri að keppast við að veiða úr þorskstofninum en ís- lensku sjómennirnir og greinilega hart barist um hvern ugga. Sannkallaður hvalreki Eftir að höfrungnum hafði verið landað, eins og lög gera ráð fyrir, var hann skorinn á höfninni á Suðureyri og var þeim sem vildu boðið fá sér soðningu í pottinn. Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson SNORRI Sturluson, skipsljóri á m/b Sóley, við höfrunginn sem hann veiddi á Iínu út af Barða. Hann mældist 2,5 metrar á lengd og vóg 200 kg. Fólk lét ekki segja sér það tvisvar og var lítið eftir annað en beina- grindin þegar dagur var að kveldi kominn og því ljóst að hér var um sannkallaðan hvalreka að ræða fyrir Súgfirðinga. FRÁ aðalfundi Norræna skólasetursins. Morgunbiaðið/Davið Pétursson Aðalfundur Norræna skóla- setursins á Hvalfjarðarströnd Grund, Skorradal - Fyrstu rekstr- armánuðurnir voru erfíðir en bjart- sýni ríkir um rekstur skólasetursins næstu mánuði. Hluthafar snúa bök- um saman og stilla upp stjórn sem kjörin var með lófaklappi. Aðalfundurinn var haldinn í Skójasetrinu laugardaginn 20. maí sl. í skýrslu fráfarandi stjórnar- formanns, Ásgeirs Halldórssonar, kom fram að reksturinn, þá 5 mánuði sem skólasetrið starfaði á sl. ári, var afar erfiður og aðsókn ekki í samræmi við væntingar sem í upphafi voru gerðar. Rekstrar- halli var 12.446.208 kr. Hlutafé samkvæmt félagssamþykktum er 40.000 kr. og er óselt hlutafé í árslok 1994 89.108.366 kr. Stofn- kostnaður skólasetursins ásamt áhöldum og innanstokksmunum varð 104.053.027 kr. Rekstrar- tekjur þá 5 mánuði sem starfsem- in var rekin sl. ár skilaði 5.566.000 kr. svo fyrstu 4 mánuðir ársins skila tekjuafgangi þrátt fyrir kennaraverkfall og þar með tekju- leysi í 6 vikur í vetur þ.e. febrúar og mars. Bókanir í sumar og haust eru all þokkalegar. Margir hópar inn- lendir og útlendir eru búnir að stað- festa pantanir. Samvinnuferðir- Landsýn hafa tryggt sér helming gistirýmis í 2-3 mánuði sumarsins. Eftir ágæta umræðu um fortíð og framtíð Norræna skólasetursins var gengið til stjórnarkjörs. Eftir- taldir voru tilnefndir og kjörnir með lófaklappi: Guðmundur Eiríksson, sr. Jón Einarsson, Konráð Konráðs- son, Sæmundur Sigmundsson og Búi Vífilsson. Til vara voru kjörnir: Guðjón Georgsson og Jónas Guð- mundsson. Endurskoðandi er Jón Þ. Hallson, löggiltur endurskoðandi og félagskjörnir skoðunarmenn eru Brynja Þorbjörnsdóttir og Snorri Þorsteinsson. Að aðalfundi loknum kom ný- kjörin stjórn saman til fyrsta fund- ar síns. Á þeim fundi var Guðmund- ur Eiríksson kjörinn formaður stjórnarinnar. Nýjasta hártískan kynnt Egilsstöðum - Félag hárgreiðslu- og hárskerameistara á Austurlandi stóð fyrir komu Sólveigar Leifs- dóttur til Egilsstaða og halda þar sýnikennslu um nýja strauma í hártískunni. Áslaug Ragnarsdóttir formaður félagsins sagði að félagið stæði fyrir svona heimsóknun einu sinni til tvisvar á ári, til að kynna það nýjasta hveiju sinni fyrir félags- mönnum. Félagsmenn eru af nán- ast öllu Austurlandi, frá Vopna- firði til Hafnar í Hornafirði, og var mjög góð mæting á þessa sýni- kennslu. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir SÓLVEIG Leifsdóttir sýndi nýjustu strauma hártískunnar. Morgunblaðið/Ámi Helgason Fuglasýning leikskóla- barna Stykkishólmi - Haldin var sýning á vinnu barnanna í leikskólanum í Stykkishólmi um síðustu helgi. I vetur hafa þau verið að vinna með fugla og var sýningin árang- ur starfsins. Hún var mjög falleg og fjölbreytt. Mikil vinna liggur að baki og liefur hún stuðlað að auknum.þroska barnanna. Ótal fuglar voru á sýningunni sem þau höfðu búið til úr margskonar efni og eins var reynt að líkja eftir umhverfi fuglanna. Auk þess höfðu þau samið sögur og ljóð um fuglana sem greinilega voru orðn- ir góðir vinir þeirra. I leikskólan- um eru 84 krakkar á aldrinum 2-6 ára. Við leikskólann starfa um 12 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.