Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 9 FRETTIR Kartöflugarðar í Þykkvabæ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir „ÉG ER að reyna að flýta fyrir með því að hreykja garðinum upp í hryggi og fá þannig meira yfirborð til að flýta fyrir þiðn- un klakans," sagði Guðjón Guðnason kartöflubóndi í Þykkvabæ en hann var búinn að setja tvöfaldan hjólabúnað undir Zetorinn sinn til að eiga ekki á hættu að sökkva í aurbleytunni. Enn klaki í jörðu Hellu. Morgunblaðið. KARTÖFLUBÆNDUR í Þykkvabæ eru ekki farnir að selja útsæði sitt niður en að sögn Guð- jóns Guðnasonar í Háarima er búist er við að sú vinna hefjist af fullum krafti í lok mánaðarins. „Venjulega erum við að byija að selja niður í kringum 20. maí en nú er enn svo mikill klaki í jörðu að við verðum að bíða enn um sinn. Þó veit ég a.m.k. um einn bónda sem setti lítilsháttar niður í síðustu viku, en sumir sandgarð- ar eru u.þ.b. að verða klakalausir. Tæting á görðunum getur ekki hafist fyrr en klakinn er horfinn og eftir það tekur aðeins nokkra daga að koma útsæðinu niður.“ Nýkomnar franskar Ijósar buxnadragtir úr hör TESSy- - Verið velkomin neðst við Opið virka daga . kl. 9-18, Uunhaga, laugardaga sími 562 2230 kl. 10-14. e k. Stúdentar ath. Nýir o g glæsilegir SMÓKINGAR í úrvali Einnig okkar vinsælu vesti, slaufur og slifsi 73rúðarÆ/áta/e/ffa /íatrázar Grjótaseli 16, 109 Reykjavík Sími 557-6928 Á LUTUÐ FURUHUSGOGN NÝKOMIN - MIKIÐ ÚRVAL Furuhomsófar. Verð frá 69.600 stgr. Sófasett 3.1.1 frá 58.200 stgr. Borðstofuskápar m/yfirskáp. Verð frá 39.6()0 stgr. Glerskápar Verð frá 38.200 stgr. OPIÐ I DAG KL. 10-14 E□□□□□□ VISA HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 Allir veiðimenn verða að afla sér veiðikorts Fáránlegar reglur, segir formaður Elliðaeyinga ALLIR þurfa nú að afla sér veiði- korts sem vilja stunda veiðar á villt- um dýrum. Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum, sem tóku gildi 1. júní í fyrra, fela í sér útgáfu veiðikorta og hæfnispróf veiðimanna. Gildistöku ákvæða lag- anna um veiðikort var frestað í fyrra fram til 1. júní næstkomandi og skot- vopnaleyfi látið gilda sem veiðikort. Nú verður breyting á þessu og í samræmi við lögin þurfa allir sem stunda veiðar að afla sér veiðikorts. Gefin verða út þrenns konar kort og kostar hvert þeirra 1.500 kr. og á afrakstur af sölu þeirra að renna til rannsókna. Gefin verða út almenn veiðikort, hlunnindakort, fyrir þá sem ætla eingöngu að nýta hlunn- indi, þ.e.a.s. ábúendur eða þá sem búa á hlunnindajörðum, og veiði- og hlunnindakort. Unnt verður að fá endurgreiðslu á hlunnindakortum. Sigurður Þráinsson deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu segir að í fyrra hafí sérstaklega Vestmanney- ingar lýst mikilli óánægju með lögin. Þeirra helsta veiði, lundaveiðin, telst ekki vera skotveiði, en lundinn er veiddur í háf. „Þetta var leyst þann- ig að Vestmanneyingar þurftu ekki hver og einn að hafa veiðikort til að stunda þessar veiðar í fyrra heldur hafði Vestmannaeyjabær leyfi fyrir hönd allra íbúanna,“ segir Sigurður. Hörður Þórðarson, formaður veiði- félagsins Elliðaeyinga, segir það sína skoðun að þessar nýju reglur séu fáránlegar. „Þetta er ný skattlagning og ekkert annað. Ég óttast það líka að peningamir fari ekki í það sem þeir eiga að fara í heldur beinustu leið í aukahít hjá ríkinu. Lögin þýða það að nú verða allir sem ætla sér að veiða að verða sér úti um kort því ekki getum við brotið landslög,“ sagði Hörður. 14 k gull Verö kr. 3.4,00 Stúdentastjarnan hálsmen eða prjónn Jön Sipunisson Skarlgripaverzlun Laugavegi 5 - sími 551 3383 KOLAPORTIÐ IJttttI f.'.-j'j'f IjniHJ m 3 n.i 111 ii 1111 ii 11111 ii JJI u 1,11.1 u .-L.l. 1.1 1 1.1 1 1 11 1 1.1 1. 1.1.1 1..L.1 rrn-n aU 'T Kóimtii W ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ í ★ ★ ★ ★ ★ t í ★ ★ ★ ★ | ★ i vöruveislon! byrjar í dag og stendur til 5. júní Laugardaga kl. 10-16 Sunnudaga kl. 11-17 Virka daga kl. 12-18 Mánudaginn 5. júní kl. 11-17 Kolaportið verður opið sem hér segir þessa daga. Amerísku Englander hjónarúmin á ólrúlegu verði Amerísku Englander gæðarúmin í King og Queen stærðum með yfirdýnu og undirstöðum. Þessi vönduðu, fallegu og vinsælu amerísku hjónarúm verða seld í amerísku vöruveislunni á sann- kölluðu "amerflcuverði". "Original" 501 LEVI'S gallabuxur og nýji Jordan #45 bolurinn Powell stofuberð eg stefuskúpar Boðið verður upp á fallegu stofuborðin og stofuskápana frá Powell, loftviftur með Ijósum, ameríska lampa, hinar heimsfrægu Austin styttur og mikið úrval af öðrum húsgögnum. Evrópufrumsýning ó amerískum sófasettum Frumsýnd verða ný og glæsileg amerísk sófasett á einstöku verði. Tveir þriggja sæta sófar og einn stóll á kr. 99.000,-. Sófasettin eru klædd með fallegu og sterku áklæði. Að þessu sinni verða aðeins seld fáein sófasett á þessu frábæra verði . Heimsþekktur fatnaður frá Nike, Starter, Reebok, Champion (Shaq, Hardawai. Pippen og einnig nýji Jordan #45 bolurinn) og original LEVI'S 501 gallabuxur frá kr. 4500,-. Gjafageymslubox f hundraða tali, Disney barnaplaköt, gjafavörur, amerísk krem og snyrtivörur og margt tleira. Ný sportlína frá Discuss Athletic og Ray Ban sólgleraugu Þá verður þarna að ftnna nýja sportlínu frá Discuss Athletic s.s. bómullarbuxur, peysur og jogginggalla-á verði sent á engann sinn lika hér á landi. mikið úrval af annari vöru s.s. tjalddýnur, körfubolta, hatta, húfur, joggingbuxur og peysur. Einnig verður boðið upp á hin heimsfrægu Ray Ban sport- og bílstjóragleraugu á t'rábæru verði. Allar vörutegundir í amerísku vöruveislunni eru hátískuvara sem öll á að seljast. Athugið að Kolaportið er opið virka daga kl. 12-18 á meðan ameríska vöruveislan stendur yfir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.