Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t PAULV. MICHELSEN garðyrkjubóndi, Krummahólum 6, Reykjavík, áður Hveragerði, er látinn. Frank Michelsen, Ragnar Michelsen, Már Michelsen og fjölskyldur. t Ástkœr eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, ARÍN GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Bergþórugötu 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðviku- daginn 24. maí. Ágúst Þorsteinsson, Margrét Ágústsdóttir, Jóhann Ágústsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGIÞÓR GEIRSSON slökkvili£sstjóri, Lyngholti 10, Keflavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt þriðjudags 23. maí sl. Útförin ferfram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 30. maí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Laufey Jóhannesdóttir, Jóhannes Ingiþórsson, Guðbjörg M. Jónsdóttir, Margrét Ingiþórsdóttir, Jóhann Ingi Grétarsson, Heiðar Ingiþórsson, Ragnheiður Ása Ingiþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir minn, sonur og bróðir, ÁRNI ÞÓR JÓNSSON frá Skógum í Öxarfirði, til heimilis á Faxabraut 5, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 29. maí kl. 14.00. Sigrfður Árnadóttir, Sigriður Guðmundsdóttir og systkini. Ástkær faðir okkar, ÁSTRÁÐUR J. PROPPÉ, sem lést á heimili sínu þann 21. maí sl., verður jarðsunginn í Fossvogskirkju mánudaginn 29. maí kl. 10.30. Hanna Carla, Örn Friðrik, Erling Þór og fjölskyldur. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR VILBOGASON fyrrverandi bryti, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Garðakirkju í Garðabæ mánudaginn 29. maí kl. 13.30. Sigurbjörg Sigfinnsdóttir, Grétar Geirsson, Lára Kristjánsdóttir, Vilborg Geirsdóttir, Gyifi Adolfsson, Sigrún Geirsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Kristfn Geirsdóttir, Ómar Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ANNA GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR + Anna Guðrún Jóhannesdóttir fæddist á Gunnars- stöðum í Þistilfirði 2. júní 1920. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 21. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Árnason bóndi á Gunnars- stöðum, f. 1890, d. 1971, og seinni kona hans Aðal- björg Viliyálms- dóttir húsfreyja, f. 1892, d. 1939. Þau bjuggu alla sína búskapartíð á Gunnars- stöðum. Anna Guðrún var næst elst átta systkina. Hin eru: 1) Axel, kennari Reykjavík, f. 1918, kvæntur Sigurbjörgu Jó- hannsdóttur Malmquist. 2) Am- björg, f. 1924, gift Árna Árna- syni trésmið. 3) Sigríður, f. 1926, húsmóðir á Gunnarsstöð- um í Þistilfirði, gift Sigfúsi Jó- hannssyni bónda. 4) Þorbjörg, f. 1928, gift Kristni Skærings- syni skógarverði. 5) Árni, f. 1930, nyólkurtæknifræðingur, kvæntur Ingibjörgu Sveinsdótt- ur, 6) Arnþrúður Margrét, f. 1931., sjúkraliði, gift Sigurði Gunnlaugssyni. 7) Guðbjörg, f. 1934. ljósmóðir, gift Benedikt Halldórssyni kennara. Eftirlifandi eiginmaður Önnu er Jónas Aðalsteinsson frá Hvammi í Þistilfirði, f. 2 mars 1920. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Jónasson bóndi í Hvammi, f. 1875, d. 1958, og Jóhanna Sigfús- dóttir húsfreyja, f. 1881, d. 1925. Anna og Jónas eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Aðal- björg, f. 1941, d. 1990. Fyrri eigin- maður Aðalbjargar var Jón Höjgaard Marinósson, f. 1934, d. 1981. Þau eign- uðust þrjú böm, Önnu Guðrúnu, Hafliða og Marinó. Seinni maður Aðal- bjargar var Sig- tryggur Sigurjónsson, f. 1943, d. 1993. 2) Aðalsteinn trésmíða- meistari, f. 1946, d. 1984. Eftir- lifandi eiginkona hans er Sól- veig Þórðardóttir. Þau eign- uðust fjögur böm, Jónas, Þórð, Skarphéðin og Hólmfríði Önnu. 3) Amþrúður Margrét, f. 1948. Maður hennar var Sævar Krist- jánsson, f. 1946, d. 1983. Þau eignuðust þrjú böm, Kristjönu Sólveigu, Jónas Aðalstein og Silvíu Kristínu. 4) Eðvarð sjó- maður, f. 1953. Kona hans er Kristjana Benediktsdóttir. Þau eiga þijá drengi, Jóhann Bene- dikt, Eðvarð og Sævar. 5) Jó- hannes, trésmíðameistari, f. 1955, kvæntur Svanhvíti Krist- jánsdóttur. Þau eiga fjórar dætur, Önnu Guðrúnu, Olínu Ingibjörgu, Sveinbjörgu Evu og Aðalbjörgu Steinunni. 6) Sig- rún Lilja, kennari, f. 1959. Sam- býlismaður hennar er Rúnar Guðmundsson. Þau eiga tvær dætur, Svanhvíti Helgu og Re- MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR + Margrét Krislj- ánsdóttir fædd- ist að Lækjarskógi í Laxárdal 7. maí 1900. Hún lést 19. maí sl. Foreldrar hennar vora Krist- ján Jóhannsson og Kolþeraa Guð- brandsdóttir, og var hún elsta barn þeirra. Árið 1918 giftist Margrét Samsoni Jónssyni, hann lést af slysför- um 1952. Fjögur börn áttu þau sam- an, þau era Krislján, Fanney, Árni sem dó í baraæsku og Jón. Auk þess ólu þau upp dótt- ur Samsonar, Laufeyju, sem nú er látin. Einnig tóku þau dreng í fóstur, Kolbein. Útför Margrétar fór fram frá Áskirkju 26. maí sl. MIG LANGAR í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar Margrétar, sem lést 19. maí sl. Yndislegri konu er vart hægt að hugsa sér, aldrei heyrði ég hana barma sér eða tala illa um nokkurn mann. Það eru liðin 25 ár síðan ég giftist Kolbeini fóstursyni hennar, sem vart hefði getað fengið betra heimili né meiri ástúð og hlýju. Mér var tek- ið opnum örmum eins og öllum sem í Efsta- sund 14 komu, en þangað fluttu Margrét og Samson árið 1949. Mann sinn missti Margrét árið 1952. Hún hélt síðan heimili með syni sínum Kristjáni, þangað til haustið 1993 að hún fór á hjúkr- unarheimilið Eir þegar heilsan fór að gefa sig. Á Eir undi hún sér vel enda einvala starfsfólk sem annaðist hana þar til yfir lauk. Iðjusemi tengdamóður minnar var slík að ég hef oft sagt í gríni, að hún hafi líklega aldrei lært að ganga heldur aðeins að hlaupa, + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, fósturfaðir, afi og langafi, SVEINN ÓSKAR ÓLAFSSON Lyngbrekku 7, Kópavogi, sem lést þann 21. maí sl., verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju mánudag- inn 29. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á Blindrafé- lagið. Hólmfríður J. Þorbjörnsdóttir, Ólöf H. Sveinsdóttir, Stefán Stefánsson, Jófrfður Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. bekku Hlín. Barnabarnabörnin era orðin níu. Árið 1945 hófu þau Anna og Jónas búskap á nýbýlinu Brúar- landi í Svalbarðshreppi í Þistil- firði. Vantaði aðeins nokkra daga að þau fylltu þar fimmtíu árin. Útför Önnu fer fram frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. MARGRA ánægjustunda er að minnast er ég hugsa til baka um kynni mín af Önnu á Brúarlandi. Blíða, umhyggja og góðmennska eru orð sem lýsa henni best. Aldrei sá ég Önnu þau ár sem ég dvaldi á Brúarlandi falla verk úr hendi né æðrast yfir orðnum hlut. Mér er minnisstæður fyrsti fundur okkar Önnu sumarið 1977 þegar ég fráskilinn þriggja barna faðir fór að bera víurnar í yngstu dótturina á heimilinu. Ég var kvíð- inn fyrir þann fund. En mér var tekið strax eins og týnda syninum svo aldrei hefur skugga borið á. Eðlislægur áhugi hennar á fólki gerði það að verkum að oft var setið langt fram eftir í eldhúsinu á Brúarlandi. Voru þá engin landa- mæri á umræðuefnum. Hinn fasti punktur tilverunnar í augum fjölskyldu minnar er virt- ist svo óhagganlegur hefur stór- lega látið á sjá. Nú er hún Anna horfin sjónum okkar, en minningin lifir um stórbrotna konu. Traust og trú dóttir sveitar sinnar er far- in í sína hinstu ferð. Ég vil þakka þér, Anna, fyrir allar ánægju- stundirnar og fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem þú sýndir mér og mínu fólki. Jónas, vinur minn, ég votta þér mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Önnu Guð- rúnar Jóhannesdóttur. Rúnar Guðmundsson. því hún var alltaf að. Garðurinn hennar í Efstasundinu var hennar líf á sumrin, þar var hún frá morgni til kvölds að hlú að bló- munum sínum og tijánum, eins og hún hlúði að allri sinni fjöl- skyldu, bæði stórum og smáum. Þegar garðvinnunni lauk settist hún með prjónana sína, og á ótrú- lega stuttum tíma var orðin til lopa- peysa og síðan önnur og önnur. Alltaf hafði hún nægan tíma til alls hvort heldur var fyrir heimilið eða að setjast niður og tala við bamabömin og gefa þeim góð ráð. Við Kolbeinn og börnin okkar Kristján og Margrét viljum þakka henni allt sem hún veitti okkur af ást sinni og hlýju í gegnum árin. Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Sigurbjörg. Elsku Magga amma. Mig langar til að þakka fyrir mig með örfáum orðum. Við kynnt- umst þegar ég flutti í Efstasundið og þá vissi ég að þú varst sú bjart- sýnasta og jákvæðasta mannneskja sem ég hef kynnst og mun ég búa að því alla ævina. Þú varst létt á fæti og vildir allt gott fyrir alla gera, hljópst upp og niður stigann allan daginn. Óg alltaf nóg smurt inni í skáp með kæfu og osti í plast- poka og lítil kók með. Ég man þegar þú varst að fara með lopapeysur í bæinn og erlend- ir ferðamenn tóku þig tali og spurðu til vegar. Þú skildir þá ekki, komst heim og sagðir að þetta væri engan veginn nógu gott og fórst að læra ensku. Eða þegar sjálfvirka þvottavélin kom í húsið sem létti þér störfin, því gamli suðupotturinn stóð alltaf fyrir sínu. Þú varst svo fín og þjóð- leg þegar þú klæddir þig upp á, þó það tæki tímana tvo. Ég man alltaf eftir natninni í þér við blóm- in og þá sem minna máttu sín. Ég sendi Ómari og allri fjöl- skyldu Margrétar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigríður Auðunsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.