Morgunblaðið - 07.06.1995, Page 26

Morgunblaðið - 07.06.1995, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Anne Linnet Thorvaldsen í rokkóperu Kaupmannahöfn. Morgunbladid. BERTIL Thorvaldsen, mynd- höggvari af íslensku bergi brot- inn, er á leiðinni að verða efni í rokkóperu. Tónlistin verður sam- in af Anne Linnet, einni af þekkt- ustu rokktónlistarmönnum Dana og óperan verður flutt í garði Thorvaldsenssafnsins næsta sumar. Óperan er framlag spari- sjóðsins Bikuben til Kaupmanna- hafnarborgar í tilefni af því að borgin er menningarhöfuðborg Evrópu næsta ár. Bertil Thorvaldsen var mynd- . höggvari á síðustu öld. Eins og fleiri listamenn axlaði hann sín skinn og hélt til Italíu þegar hann fékk ferðastyrk List- akademíunnar 1796. Hann kom til borgarinnar 9. mars og kall- aði síðan þann dag rómverska afmælisdaginn sinn. Óperan ger- ist á rómverska afmælisdegi listamannsins og gestir hans eru skáldin H.C. Andersen, Ludvig Bödtcher og Henrik Hertz, sem eins og Thorvaldsen dvöldu allir í Róm um Iengri eða skemmri tíma í leit að innblæstri. Auk þessara fjögurra koma ýmsar konur til sögunnar og lítill kór. í 25 ár hefur Anne Linnet ver- ið fastur gestur á dönskum dæg- urlagalistum, ýmist ein eða í fé- lagi með öðrum, auk þess sem hún hefur dvalið í New York og Berlín. Hún hefur undanfarið verið í Róm og unnið að textan- um, ásamt Kjeld Zeruneith rit- höfundi. Óperan verður frum- sýnd næsta sumar og verður Iík- lega sýnd 14-18 sinnum í húsa- garði Thorvaldsenssafnsins. Garðurinn hefur verið í niður- níðslu um árabil, en nú er unnið að því að gera hann upp. Um 400 gestir munu rúmast í garðinum á sýningum. Fyrirlestur á vegnm Stofnunar Sigurðar Nordals Skjald- meyjar á Vínlandi PRÓFESSOR Kirsten Wolf flytur opinberan fyrirlestur um skjaldmeyjar á Vínlandi í boði Stofnunar Sigurðar Nordals á morgun, fimmtudag, kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans. Fyrirlesturinn kallast „Amazons in Vínland“ og fjall- ar einkum um Freydísi Eiríks- dóttur og lýsingu á Vínlands- för hennar í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku en á undan skýrir Kirst- en efni hans á íslensku. Dr. Kirsten Wolf er prófess- or í íslensku við Manitobahá- skóla í Winnipeg. Hún lauk BA-prófi frá Háskóla íslands og doktorsprófi frá University College London. Doktorsrit- gerð hennar fjallar um Gyð- inga sögu og birtist hún endur- skoðuð í útgáfu Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi innan skamms. Kirsten var meðritstjóri alfræðiorðabókar- innar Medieval Scandinavia. Hún hefur einnig fengist við vestur-íslenskar bókmenntir og gefíð út ásamt Árnýju Hjaltadóttur í enskri þýðingu safn smásagna eftir vestur- íslenska höfunda. Kirsten vinnur nú að rann- sóknum á sögum heilagra kvenna og hefur lokið við handrit að útgáfu á Sögu heil- agrar Önnu sem Árnastofnun mun gefa út. „Ottinn við listina“ SÚSANNA Svavarsdóttir heldur fyririestur í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b á morg- un, fimmtudag, kl. 20.30 og ber fyrirlesturinn yfirskriftina „Óttinn við listina." í fyrirlestrinum fjallar Sús- anna um viðbrögð við list og viðtökur. Aðgangur er ókeypis og all- ir velkomnir. Kirkju- listahátíð TONLIST Hallgrímskirkja SETNINGARATHÖFN Orgelleikari: Hörður Áskelsson. Barnakórar úr Reykjavíkurpróf- astsdæmum. Stjórnandi Þórunn Björnsdóttir. Undirleikur á orgel: Jón Stefánsson. Karlaraddir úr Mótettukórnum. Stjórnandi: Hörð- ur Áskelsson. Flutt voru verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Þorkel Sig- urbjörnsson og frumflutt 9 sálma- lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson við sálmtexta eftir Kristján Val Ingólfsson. Laugardagur 3. júní, 1995. HÁTÍÐIN hófst með flutningi Harðar Áskelssonar á orgelverki eft- ir Hafliða Hallgrímsson, er hann nefnir Legg þúr á djúpið, dulúðugt en þó einfalt verk, sem var mjög vel flutt. Eftir ávarp sr. Sigurbjörns Ein- arssonar biskups sungu barnakóranir Te Deum (Þig Drottinn) eftir Þorkel Sigurbjömsson. í ávarpinu fjallaði biskup um þema hátíðarinnar börn og engla, þar sem hann meðal ann- ars vitnaði í fleyg orð Krists, „Leyfið bömunum að koma til mín og bann- ið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríki". Þóra Kristinsdóttir, tfor maður Listvinafélags IJallgríms- kirkju, ávarpaði kirkjugesti en fþai eftir hófst frumflutningur nýrrí sálmalaga eftir Hjálmar H. Ragnárs son, við sálmtexta eftir Kristján Va Ingólfsson Skálholtsrektor. Ljóða- bálkurinn nefnist Sálmar um Ijpsit og lífíð en á milli sálmanna, jSerr barnakórarnir sungu, fluttu karla- raddir Mótettukórsins tilvitnanir úi Biblíunni. Þrátt fyrir samfelldar flutning sálmanna og tilvitnananna er hver sálmur sérstök tónsmíð, sen vel má syngja eina og sér. Það kann að hljóma sem öfug- mæli, þegar því er haldið fram ac það geti verið jafnerfítt að búa ti eitt lítið sálmalag og langt og viða- mikið tónverk. í tónverkinu býr höf- undurinn við frelsi hugmyndanná' er í sálmalaginu er hann bundin vic einfalt tónferli, er hentar t.d. alþýð- legri söngiðkun. Sálmalagið í ein- faldri gerð sinni, þarf að standa serr sjálfstætt tónverk, þar sem engu mí vera ofaukið en allt falið í eintónánd ferli laglínunnar, bæði er varðar stef- gerðir og formskipan. í þessu sam- bandi má geta þess, að lútherski sálmalögin og margþætt útfærk þeirra, er í raun megininntak þýskrai kirkjutónlistar (og veraldlegrar) alll Blásarakvintett Reykjavíkur leik- ur franska tónlist TONLIST IHjómdiskur THE REYKJAVÍK WIND QUINTET French Wind Music — The Reykjavik Wind Quintet. Bernharður Wilkinson (flauta), Daði Kolbeinsson (óbó), Ein- ar Jóhannesson (klarinet), Joseph Ognibene (horn), Hafsteinn Guð- mundsson (básúna). Höfundar: Dam- ase, Dcbussy, Fauré, Francaix, Ibert, Milhaud, Pierné, Poulenc. Chandos Chan 9362 HÉR er um að ræða ágæta tón- list (eins og við er að búast) og skemmtilega í mjög góðum flutn- ingi Blásarakvintetts Reykjavíkur. Ég hef áður fjallað um framúr- skarandi leik þessa kvintetts í verkum eftir amerísk tónskáld (ef ég man rétt) og umsögn mín núna yrði varla annað en endurtekning á fyrri umfjöllun. Allir eru þeir meðlimir í Sinfóníuhljómsveit ís- lands og koma reglulega fram í íslensku sjónvarpi og útvarpi, fyrir utan tónlistarferðir í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýlega hafa þeir leikið í Færeyjum, Beethovenhalle í Bonn og í London (Barbican, The Wigmore Hall og St. Martin-in- the-Fields). Einnig hafa þeir tekið þátt í tónlistarhátíðum erlendis og gert hljóðritanir fyrir erlendar út- varpsstöðvar, þ. á m. BBC. Varla er hægt að hugsa sér ánægjulegri tónlist fyrir litla blás- arasveit en franska, allt frá Fauré og Debussy til seinni tíma. Frönsk tónhugsun er eins og franska málverkið (impressionistarnir), full af (hæfilega djörfum) sjarma og elsku til mannlífsins og náttúr- unnar. Ekki spillir hinn gallíski húmór. Fauré (kannski enginn sérstakur húmoristil), Debussy og Poulenc, sem lét andagiftina ráða ferð fremur en reglur, hafa ætíð verið í miklu uppáhaldi hjá undir- rituðum. Fáa veit ég „franskari“ en Poulanc (gleymum ekki söng- lögunum hans!) Milhaud hefur mér alltaf þótt skemmtilegt og mjög áhugavert tónskáld og hér fáum við fínlegar myndir frá Aix-en- Provence (fæðingarstaður tón- skáldsins), þar sem kóngafólk og greifar spranga um í þessu unaðs- lega umhverfi. Ekki má heldur gleyma því ágæta tónskáldi, Jacques Ibert, sem á hér þijú smástykki. Þó held ég að ég hafi haft mesta ánægju af verkum tveggja tón- skálda frá þessari öld (báðir enn á lífi), þeirra Jean Francaix og Jean-Michel Damase. Sá fyrr- nefndi á hér veigamesta verkið, kvintett í fjórum þáttum. Hér höf- um við alla kosti franskrar tón- hugsunar, skýrleika, húmor og skemmtilega hljóma. Mjög vel skrifað verk. Það sama má raunar segja um tilbrigðin sautján eftir Damase, frábærlega vel samin og skemmtileg. Oddur Björnsson ★ ricROPRINT TIME RECORDER CD. Stimpilklukkur fyrir nútfft og framtíð ur ) J. ÁSTVRLDSSON HF. SKIPHOIII33,105 REYKJAVÍK, SÍMI552 3580

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.