Morgunblaðið - 08.06.1995, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.06.1995, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 37 GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún fæddist á Neðri-Svert- ingsstöðum í Mið- firði, V-Hún., 16. maí 1911. Hún lést í Hafnarbúðum 2. júni síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Sigurðsson, bóndi á Neðri-Svert- ingsstöðum, kaupfé- lagssljóri á Hvammstanga og bóndi á Syðri-Völl- um í Miðfirði, f. 26.3. 1875, d. 14.1. 1923, og Magðalena Guðrún Einarsdóttir, f. 18.7. 1868, d. 11.10. 1929. Guðrún var yngst átta systkina sem nú eru öll látin. Hin voru Skúli kaupfé- lagsstjóri og alþingismaður, Karl verkstæðisformaður, Ragnhild- ur hjúkrunarkona, Páll bóndi, Ólöf húsfreyja, Ingibjörg hús- freyja og Sigurður klæðskeri. Uppeldissystir þeirra er Hrefna MÓÐURSYSTIR mín, Guðrún Guð- mundsdóttir kaupkona, er til moldar borin í dag. Hún var síðust eftirlifandi af þeim hópi systkina sem kenndur var við Kaupfélagið á Hvammstanga á upp- hafsárum þess. Faðir þeirra var Guðmundur Sigurðsson, fyrsti kaup- félagsstjórinn þar, og móðirin Magðalena Guðrún Einarsdóttir, kona hans. Þau systkin fæddust reyndar á Svertingsstöðum á Hrúta- fjarðarhálsi og voru snemma sett til verka við sveitastörf hvers konar eins og sjálfsagt var. Eins var það að þótt fjölskyldan flytti í íbúð kaup- félagsstjóra á hæðinni fyrir ofan verslunina á Hvammstanga þá var ekki slegið slöku við bústörfin því Guðmundur keypti jörðina Syðri- Velli, nokkru innar með firðinum, og rak þar búskap sem mestmegnis byggðist á vinnuframlagi þeirra syskinanna. Vinnuharka þótti ekki tiltökumál í þá daga. Hver skyldi vinna það sem getan leyfði. Systkin- in voru átta og í vísu eftir frænda þeirra, Jón S. Bergmann, má sjá að helmingur þeirra hefur verið farinn að láta til sín taka á sviði hinna fullorðnu en yngri börnin enn ekki komin í gagnið þegar hún er ort. Vísa þessi lifir enn meðal afkomend- anna og mun eflaust gera það enn um langan aldur, enda snilldarlega ort því þarna eru öll systkinin nefnd — og í réttri aldursröð. Hún er svona: Skúli, Kaili, Ragna, Palli ráðin kunna, leik og gleði lengi unna Lóa, Inga, Siggi, Nunna. Guðrún var yngst en henni hafði pabbinn gefið gælunafnið Nunna. Það festist svo við Guðrúnu frænku mína að það varð hennar heiti til æviloka innan fjölskyldunnar og með- al náinna vina. Guðmundur var mál- næmur og málvandur; leiðrétti jafn- harðan ambögur sem upp komu í krakkahópnum. Móður mína kallaði hann Lóu tii að Ólöf yrði ekki Óla. Reyndar var hópurinn stærri því með þeim systkinum ólst upp Hrefna, dóttir móðursystur þeirra. Hún lifir enn og hefur mátt sjá á bak þeim hveiju af öðru undanfarna áratugi. Agi og ábyrgð voru þau gildi sem hvað hæst voru sett í uppeldi systk- inanna og mótuðu þau mjög. Einnig hafði það sín áhrif á þau að um kaupfélagsstjórann, föður þeirra, blésu stundum svalir vindar eins og oft vill verða um forystumenn í hér- aði. Vera má að það hafi að ein- hverju leyti ýtt undir stórlyndi í fari þeirra síðar meir, a.m.k. sumra. Hins vegar fer því fjarri að á þessu mynd- arlega æskuheimili Nunnu hafi ríkt dramb eða drungi. Ýmis tilsvör og tilvik þaðan eru löngu orðin ívitnun- arefni afkomendanna, allt í fjórða lið. Almenn rík kímnigáfa í fjölskyld- unni og fjörkálfarnir Kalli og Palli lífguðu alltaf hressilega upp á hvers- dagsleikann, ætlaði hann að verða yfirþyrmandi. Þetta var það umhverfi sem mót- Ásgeirsdóttir, dóttir Ketilríðar móður- systur þeirra og manns hennar, Ás- geirs Ingimundar- sonar. Guðrún gift- ist árið 1943 Daníel Péturssyni, f. 11. september 1898, d. 14. september 1991, sjómanni á Akra- nesi. Þar áttu þau og ráku vefnaðar- vöruverslunina Grímu. Árið 1969 fluttust þau til Reykjavíkur og áttu þar heimili á Fálka- götu 5. Síðustu sex ár ævinnar dvaldist Guðrún í Hafnarbúðum. Guðrún og Daníel voru barnlaus en sonur Daníels og fyrri konu hans, Margrétar Sigurðardóttur, d. 1940, var Pétur kaupmaður, d. 1987. Guðrún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. aði hana Nunnu frænku mína. Hún þjálfaðist síðan í verslunarstörfum í kaupfélaginu, eftir að Skúli bróðir hennar tók við stjórn þess, og starf- aði þar um árabil. Menntun sína sótti hún í Héraðsskólann á Laugar- vatni og á verslunarsviði í Verslun- arskólann í Reykjavík. Þannig hlaut hún þá þekkingu sem varð grund- völlur að megin ævistarfi hennar, rekstri eigin verslunar á Akranesi. í nóvember árið 1940 tók Nunna frænka mín á leigu lítið búðarpláss, svona á stærð við miðlungs herbergi eða varla það, í húsinu Sólbakka á Akranesi og stofnaði vefnaðarvöru- verslun sem hún gaf nafnið Gríma, í höfuðið á mági sínum. Sérverslanir á þessu sviði þekktust svo sem í Reykjavík á þessum tíma og sjálf- sagt líka á Akureyri, en varla miklu víðar, og að stofna til slíks á Akra- nesi virðist ekki hafa hvarflað að nokkrum manni fram til þess tíma. En það gerði Guðrún Guðmundsdótt- ir. Hún hafði til þess kjarkinn, þekk- inguna, kynfylgjuna og uppeldis- áhrifin sem dugðu. Hún hafði erft lífsviðhorf aldamótakynslóðarinnar. Heiðarleiki og áreiðanleiki gilti um- fram allt í viðskiptum og nægjusemi í eigin líferni. Verslunin dafnaði því og björtustu vonir rættust. Hið sama má segja um einkalífið. Á Akranesi fann hún sinn-lífsföru- naut. Árið 1943 giftist hún Daníel Péturssyni sjómanni en hann hafði misst fyrri konu sína þremur árum áður. Brátt kom í ljós að Daníel var ekki síður liðtækur við verslunar- reksturinn en sjómennskuna og svo fór fyrr en varði að hann tók að starfa alfarið við hlið konu sinnar í Grímu. Reksturinn dafnaði og litla búðarkompan dugði engan veginn, enda var ráðist í að byggja myndar- legt verslunar- og íbúðarhús á Suð- urgötu 83. í það fluttu þau í maí- mánuði 1944. Þar sköpuðu þau sér vettvang og umgerð um sitt ævi- ste.rf. Segja má að Daníel og Gríma hafi verið þau meginskaut sem h'f Nunnu frænku snerist um upp frá þessu. Hjónaband þeirra Daníels var barnlaust en Daníel átti soninn Pét- ur frá fyrra hjónabandi og naut hún góðra tengsla við hann, konu hans og börn. Árið 1969 brugðu þau Daníel svo búi á Akranesi og flutt- ust til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu á Fálkagötu 5, en síðastliðin sex ár dvaldi Nunna í Hafnarbúðum o g naut þar hinnar bestu umönnunar og hlýju í ellinni. Daníel missti hún árið 1991. Við kveðjum í dag verðugan full- trúa þeirrar kynslóðar sem mótaðist um og upp úr aldamótunum síðustu, kynslóðar sem skilaði okkur fram á miðja þessa öld, yfir tímabil sem spannar bæði kreppuárin og lýðveld- isstofnunina. Við, afkomendur „krakkanna í kaupfélaginu" á Hvammstanga kveðjum hið síðasta þeirra systkina. Megi minning þeirra lifa. Bjarni Grímsson. Hvar hafa dagar lífs míns lit sín- um glatað. Ó, hvar. En hvað við aldnir Skagamenn, munum vel eftir fríðu bjarthærðu konunni sem flutti norðan af Hvammstanga hingað í bæinn árið 1941 og stofnsetti búðina sína, vefn- aðarvöruverslun sem fékk heitið Gríma. Á ferðum sínum í bæinn vegna verslunarinnar kynntist hún manninum sínum Daníel Péturssyni sem var skipveiji á Fagranesinu sem þá annaðist ferðir milli Akraness og Reykjavíkur. Þau byggðu sér mynd- arlegt hús við Suðurgötuna og fluttu búðina á neðri hæðina, en hlýlegt heimili áttu þau á efri hæðinni. Hann fór að vinna með henni við verslunina og eftir það fengu þau staðarheitið Daníel og Guðrún í Grímu sem hljómaði svo vel í munni okkar Skagamanna. Þegar elsta íþróttahúsið í bænum sem stendur á gömlu skólalóðinni við Skólabraut var byggt, þótti gef- ast þar gott tækifæri til æfinga og leikfimiiðkana. Þá stofnaði nokkuð stór hópur kvenna leikfimihóp sem kom saman tvö kvöld í viku og gerðu heilsusamlegar æfingar og léku sér saman eina kennslustund. Úr þess- um hópi var stofnað til ævilangrar vináttu okkar nokkurra stallsystra úr æfingahópnum, sem fórum síðar að ferðast saman nokkra daga á hveiju sumri. Þá var Guðrún hinn hrifnæmi náttúruunnandi okkar öt- ulasti ferðafélagi. Við nutum þess að labba saman um landið okkar fijálsa og fagra. Við höfðum það ferðasnið að taka rútuna á einhvern góðan stað, dvelja þar nokkra daga og labba um, helst gamlar og fáfarn- ar slóðir. Þá var gaman að vera í fylgd með Guðrúnu þegar við geng- um gamlar götur og komum að eyði- býlum. Þá var hún til með að segja: Hér vildi ég vera, hér vildi ég eiga heima ein með landinu mínu. Eitt sinn gengum við um gamla eyðibýlið Seljadal á Reynivallahálsi í Kjós, sem hefur verið mjög afskekt býli því þar sést ekki til neinna bæja. Við geng- um um rústirnar og að fallega litla bæjarlæknum sem fellur í fossi niður í túninu. Guðrún settist hrifin á lækj- arbakkann og varð þessi vísa á vör- um: Hér gæti ég unað um eilífð í ró útbúið matinn í pottinn, grautinn minn eldað og gert mína skó og gutlað í lindinni þvottinn. Við hinar vinkonurnar lifðum með henni helgistund þegar hún gekk á vit náttúrunnar og einfaldleikans við litla fjallalækinn. Hún var mikill úti- vistarunnandi. Á meðan hún bjó á Akranesi naut hún þess að ganga um fjallið okkar, Akrafjallið, og skipti það ekki máli hvaða árstíð var. Fjallið var helgur reitur, þar mátti hvorki hreyfa stein eða slíta upp blóm. Það þótti þeim hjónum Daníel og Guðrúnu í Grímu góð helgi ef þau gátu hvílt sig frá verslunar- vafstrinu og labbað um Akrafjallið sitt. Og árin líða. Leikfimihópurinn hafði lagt niður listir sínar og ferð- unum tók að fækka. Guðrún og þau hjón fluttu frá Akranesi 1969 til Reykjavíkur og sumar úr hópnum urðu að leggja leið sína yfir móðuna miklu. En við sem enn erum ofar moldu langar til að kveðja góða vin- konu með þessum fáu orðum, kveðja leiðtoga sem kenndi okkur að njóta landsins með því að labba um það, lesa sögu þess og njóta fegurðar þess. Sofðu í friði, í mold ættjarðarinn- ar. Gamli gönguhópurinn á Akranesi. Hreinsum upp oggerum við eldri legsteina. Höjutn einnig legsteina og krossa til sölu. Fjölbreytt úrval Góðfúslega hajtð samband i síma 566-6888. Steinaverksmiðjan Korpó ERFIDRYKKJUR sími 620200 t Ástkær móðir okkar, ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR frá Svanhóli, Vestmannaeyjum, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmanneyja föstudaginn 2. júní, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laug- ardaginn 10. júní kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á slysavanardeildina Eykyndil, Vestmannaeyjum. Fyrir hönd vandamanna, börn hinnar látnu. t Útför HALLDÓRSÞÓRÐARSONAR bónda á Laugarlandi, sem lést 4. júní, fer fram frá Melgraseyrarkirkju laugardaginn 10. júní kl. 14.30. Ása Ketilsdóttir, Þórður Halldórsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Jón Sigfús Sigurjónsson, Karl Halldórsson, Halldór Hjalti Halldórsson, Óttar Örn Jónsson. t Hjartkær unnusti minn, sonur okkar, bróðir og mágur, ALBERT ÞÓR GUNNARSSON, Brekkubraut 2, Akranesi, sem lést í Borgarspítalanum 3. júní, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, fimmtudaginn 8. júní, kl. 14.00. Guðný Elíasdóttir, Rósa Kristfn Albertsdóttir, Gunnar Hafsteinsson, Hafsteinn Gunnarsson, Kristjana Jónsdóttir, Lúðvík Gunnarsson. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR MAGNÚS SÓLMUNDARSON, Dynskógum 5, Hveragerði, sem lést þann 3. júní, verður jarðsung- inn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 10. júní kl. 13.30. Auður Guðbrandsdóttir, Sólmundur Sigurðsson, Margrét Ásgeirsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Magnús Ögmundsson, Guðbrandur Sigurðsson, Sigríður Helga Sveinsdóttir, Bryndís Sigurðardóttir, Kent Lauridsen, Steinunn Margrét Sigurðardóttir, Andrés Úlfarsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN M. SLOTH GISSURARSON, Árskógum 6, Reykjavfk, sem lést 1. júní sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 8. júní, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð MS-félags sími 568 8620. íslands, Álandi 13, Inga Kjartansdóttir, Guðni J. Guðnason, Gunnar Kjartansson, Ágústa Árnadóttir, Anna Kjartansdóttir, Björn S. Lárusson, Erla Kjartansdóttir, Sigurbjörn E. Kristjánsson, Sonja Kjartansdóttir, Kristján Kjartansson, Stefanía K. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR ÓSKARS EINARSSONAR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður i Stóragerði 34. Fyrir hönd aðstandenda, Marfa Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.