Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ UMGENGNIN UM AUÐLINDIR HAFSINS Henda fiski sem ekki er kvóti fyrir AÐ er helst að eitthvað sé látið fara ef menn eiga ekki kvóta fyrir því, til dæmis grálúða þegar verið er við rækjuveiðar á úthafínu. Komið er með fiskinn ef hægt er að útvega kvóta. Svo er óhemju mikið drepið af smákarfa," segir sjómaður á stórum línubát sem hef- ur einnig verið mikið á rækjuveið- um, bæði djúpt og innfjarðar. „Fiski var einnig hent áður fyrr, þetta er alls ekki að byrja núna,“ segir sjómaðurinn. Hann segir þó að minna komi af lélegri fiskinum en áður. Áður hafi fískurinn verið flokkaður í 1., 2. og 3. flokk og landað hafí verið físki í alla flokka. Með tilkomu fískmarkaðanna hafi menn farið að koma aðeins með það besta og henda ruslinu. Sjómaðurinn segir að línubátur- inn komi með allan undirmálsfísk að landi. „Við fáum það gott verð fyrir fískinn, sama verð fyrir allt.“ Hann segir að aflinn sé það lítill á þessum bátum að menn hirði allan þann meðafla sem möguleiki er á, ekki sé hægt að fóma neinu. Á öðrum bát sem hann var á var byrj- að að flokka undirmálið frá og þá hækkaði verðið. Sumum þyki gott að fá það í vinnslu. Fórum að hirða grálúðuna Hann var mikið á djúprækjuveið- um og segir að meðaflanum hafi verið hent. Tiltölulega lítið hafí ver- ið um físk í rækjutrollinu, nema grálúða um mitt sumar. Nokkrir þorsktittir slæddust með og svo bara drasl. „Við vorum farnir að fá 3-4 tonn af grálúðu í túr og fór- um þá að hirða hana enda sköpuð- ust möguleikar á að flytja hana út í gámum og fá gott verð fyrir. Mikið var af karfaseiðum á út- hafinu, að sögn viðmælanda Morg- unblaðsins. „Hjá okkur eru þetta svona hálf til þrjár körfur af seið- um og stundum meira í eins og hálfs til tveggja tonna holi. Maður varð var við meira hjá öðrum. Öllu er þessu mokað í sjóinn. En svo fóru skipstjórar, sem þarna höfðu verið, í land, hófu störf í veiðieftir- litinu og fóru að loka svæðunum," segir hann. Fengn sér á hjallana Sjómaðurinn viðurkennir að svo- lítið af stórri ýsu hafi fengist á inn- fjarðarrækjuveiðum í Isafjarðar- djúpi á síðasta ári en menn höfðu ekki orðið mikið varir við hana áð- Útgerðin ákveður hvort fiski er hent JT EG HEF róið bæði hjá stórum og litlum útgerðum," segir skip- stjóri á togskipi. „Þar sem ég er nú er allt hirt. Staðan var miklu erfið- ari hjá þeim litlu. Maður var á eilíf- um flótta undan þorskinum.“ - Hver ákveður að henda físki? „Það er útgerðin sem ræður, ekki sjómennirnir eða skipstjórinn. Hann fær bara skipun um að koma ekki með neitt til dæmis undir 5 kílóum. Það hafa allir skipstjórar fengið svona skipanir. Ef menn koma með of mikinn þorsk geta þeir bara hirt pokann sinn.“ 250 þúsund tonn á ári - Breyttist þetta þegar kvótinn minnkaði? „Það er meira hent eftir því sem kvótinn minnkar. Kvótakerfið virkar þannig. Það eru drepin 200-250 þúsund tonn af þorski á ári. Þorsk- gengd hefur aukist mikið og þetta er helv... kássa sem er hent.“ „Það er rosalegt þegar kvótinn safnast á svona fáar hendur. Margir hafa lítið og þeir stóru leigja kvót- ann út á okurverði. Stórt vandamál sem fylgir þessu er að útgerðir halda sínum skipum á karfa og skrap- fiskiríi og leigja svo þorskkvótann sinn í tonn á móti tonni eða tvö tonn á móti tonni veiðar. Þessir leiguliðar eru svo skikkaðir til að koma með vissar stærðir í land og ekkert nema fyrsta flokks afla. Mér skilst að þarna sé mestu hent. Þetta er kom- ið út í algjörar öfgar.“ Morgunblaðið/Golli Karfa, kar og kassar SJÓMENN tala oft um körfur, kör og kassa þegar rætt er um magn af fiski. Reikna má með að stórt kar, líkt og hér sést, rúmi 400-500 kíló af fiski en þau minni um 300 kg. Kassarnir taka ekki nema 50-70 kíló og má reikna með um tveimur körf- um i hverjum kassa. Fiskmagnið fer eftir því hvað menn eru örlátir á ísinn og eins því hvernig fiskurinn raðast. ur. „Já, þeir voru að fá sér á hjall- ana, en voru teknir fyrir það.“ Hann segir að mikil seiðagengd hafi verið í Djúpinu og þau drepist öll sem lendi í trollinu. Á sumum svæðum hafi verið hátt hlutfall ýsu- seiða í rækjutrollinu, þó varla helm- ingur, og þeim svæðum hafi verið lokað. „Sumir segja að bátarnir hafí slátrað seiðunum eftir að rækjuveiðar hófust í Djúpinu." Lítill kvóti er ástæðan fyrir því að menn neyðast til að henda fiski í stórum stíl, að mati þessa viðmæl- anda. „Ef báturinn hefur ekki kvóta fyrir því sem veiðist geta sjómenn- irnir ekki komið með aflann að landi. Menn eru að drepast undan kvótakerfinu og verða nota öll ráð til að bjarga sér.“ e&w Velkomin um borö í Boeing 737 vél Emerald Air til Noröur írlands. 30 júní hefst reglubundið flug Keflavík - Belfast - Keflavík alla þriöjudaga og föstudaga. Nýr valkostur í farþegaflugi og ódýr fargjöld. Góöa ferö! Sölustaðir: Feróaskrifstofan Alis, sími 565-2266 Ferðaskrifstofan Feróabær, sími 562-3020 Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, simi 562-1490 Ferðaþjónusta bænda, simi 562-3640 Ferðaskrifstofa Stúdenta, sími 561-5656 EMERALD AIR Með okkur ferðu lengra fyrir minna Öll gjöld innifalin í verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.