Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 568 0666 OPIÐ í DAG KL. 13-15 KARLAGATA Vorum að fá í sölu þetta huggulega parhús sem er allt nýlegt að innan. Á neðri hæð eru stofur, eldhús og hol en á efri hæð eru 2 stór herb., hol og baðherb. í kj. eru 3 herb., snyrtingar og þvhús. ( kj. er mögul. að hafa séríb. m. sérinng. Áhv. byggsj. 3,5 millj. FURUGRUND -1. HÆÐ Um 90 fm íb. á 1. hæð í tvíbhúsi með 3 herb. í kj. íb. þarfnast standsetningar að hluta. Verð 6,5 millj. FURUGRUND - RIS Falleg 3ja herb. risíb. í þríbhúsi. Suðaustursvalir. íb. er endurnýjuð að hluta. Aukaherb. í kjallara. Verð 5,3 miflj. SUÐURLANDSBRAUT4A |||bORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR KYNNING Á SKIPULAGSSAMKEPPNI í GRAFARHOLTI Hafin er undirbúningur að samkeppni um skipulag í Grafarholti sem efnt verður til í haust. Áætlað er að samkeppnin standi yfir frá miðjum ágúst fram í miðjan desember. Svæðið sem um ræðir, er rúmlega 100 ha. á Grafarholti og teygir sig í átt að Reynisvatni. Gert er ráð fyrir að keppt verði um hugmynd að heildar- skipulagi svæðisins og að tillöguhöfundar efstu sæta fái reiti til nánari úrvinnslu. Dómnefnd mun ganga frá forsögn í ágúst. Útlit er fyrir íbúðabyggð eins til tveggja skólahverfa með hefðbundinni hverfisþjónustu. Umferðartenging við Vesturlandsveg verður við gatnamót Víkurvegar. Samkeppnin verður auglýst nánar síðar. -kjarni málsins! MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BJORK INGÓLFSDÓTTIR + Björk Ingólfsdóttir fæddist í Ólafsvík 10. janúar 1964. Hún lést 5. júní síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Elínborg Vagns- dóttir og Ingólfur Gíslason. Björk átti tvo eldri bræður, Anton Gísla og Vagn. Útför hennar fór fram frá Ólafsvíkurkirkju 9. júní síðast- liðinn. Harmsár helfrep á hljóms öldum ómar mér í eyrum áður en skyldi, það er dánarfregn ' dýrrar konu gestljúfrar bæði og göfuglyndrar. (Guðm. Guðm) Mánudagurinn 5. júní rann upp heiður og fagur. Eftir hádegi voru mér færð þau tíðindi að Björk besta vinkona mín hefði dáið um hádeg- ið og leið mér eins og segir í vís- unni hér á undan. Björk hafði átt við langvinn veikindi að stríða og verið löngum stundum á spítala. Hún var dóttir hjónanna Elínborg- ar Vagnsdóttur og Ingólfs Gísla- sonar en Björk missti móður sína um haustið 1992 úr erfiðum veik- indum. Ég kynntist Björk fyrst þegar ég var tólf ára og var í vist í Olafs- vfk þar sem Björk var fædd og uppalin. Okkar raunverulegu kynni hófust þó ekki fyrr en við vorum saman í Reykholti sextán ára gamlar en þar áttum við frábæra tíma saman við leik og störf og var margt brallað þar því Björk var mjög hress og til í allskonar sprell. Þegar við kvöddum skólann í Reykholti þá sendum við farang- urinn á undan okkur og fórum á puttanum heim á nes og skemmt- um við okkur konunglega á leið- inni heim og sungum og dönsuðum. Eftir þessa dvöl í Reykholti urðum við perluvinkonur og höfðum reglulega samband þó að höf og lönd skildu okkur að. Það er svo að böm eru oft næm- ari á fólk heldur en við fullorðna fólkið og það er mér minnisstætt. þegar Björk heimsótti mig til Nor- egs sumarið 1993 þar sem ég pass- aði tvær stelpur að sú yngri tók mjög miklu ástfóstri við Björk en það var mjög óvenjulegt þar sem stelpan er mjög feimin að eðlisfari. Það lýsir hug Bjarkar að hún hafði ákveðið að læra hjúkrun ef hún næði heilsu aftur þó að halda mætti að hún hefði fengið sig fullsadda af sjúkrahúsum. Ég tel það hafa verið gæfu að fá að kynn- ast manneskju eins og Björk sem alltaf var bjartsýn og hress þrátt fyrir erfið veikindi og kvartaði aldrei þó að stundum liði henni ekki vel. Glöð með glöðum varstu, göfg og trygg á braut Þreyttra byrði barstu, blíð í hverri þraut. Oft var örðugt sporið, aldrei dimmt í sál, sama varma vorið, viðkvæm lund og mál. (Magnús Markússon) Ég vil senda Ingólfi og bræðrum hennar mínar bestu samúðarkveðj- ur og biðja algóðan guð að styrkja þá og blessa. Dís Aðalsteinsdóttir. Mig langar að minnast með nokkrum orðum vinkonu minnar, Bjarkar Ingólfsdóttur frá Ólafsvík, sem er látin eftir erfíð veikindi. Ég kynntist Björk fyrir sjö árum er við störfuðum á sama leikskóla í Reykjavík og bundumst við vin- áttuböndum upp frá því. Eftir að ég fluttist til Svíþjóðar fyrir nokkr- um árum gátum við ekki hist eins oft og áður. Við skrifuðumst á og var alltaf jafn gaman að fá löngu og skemmtilegu bréfin frá Björk. Björk bjó í heimabæ sínum, Ólafs- vík, síðustu árin sem hún lifði. Ég heimsótti hana sumarið 1991 og kynntist þá aðeins foreldrum henn- ar og bræðrum. Móðir Bjarkar lést fyrir rúmum þremur árum og var það mikið áfall fyrir Björk. Einnig var faðir hennar alvarlega veikur á sama tíma en sem betur fer náði hann heilsu á ný sem var mikill léttir fyrir þau systkinin. Björk heimsótti mig hingað til Svíþjóðar fyrir tveimur árum þegar allt var í fullum sumarskrúða. Við keyrðum um Suður-Svíþjóð og skoðuðum marga áhugaverða og fallega staði. Við skemmtum okkur mjög vel þann tíma sem Björk dvaldi hérna hjá mér. Ég vissi ekki fyrr en nokkru síðar að Björk hafði verið búin að finna fyrir byrjunar- stigi krabbameinsins nokkru áður, sem síðar náði yfirhöndinni að lok- um. Faðir minn barðist við krabba- mein á sama tíma og vissi Björk um veikindi hans. Svona var Björk, hún vildi sjálfsagt ekki að ég færi að hafa áhyggjur af henni líka. Hún var alltaf jafn tillitssöm og lítillát og vildi ekki láta hafa neitt fyrir sér. Það var svo ekki fyrr en nokkr- um mánuðum eftir lát föður míns, að hún fór að segja mér frá með- ferðunum sem hún fór í. Ég mat mikils þann trúnað sem hún sýndi mér og dáðist að sterkum lífsvilja hennar og bjartsýni. Björk var ein- faldlega jákvæð og skemmtileg. Fyrir þremur mánuðum fékk ég langt bréf frá henni þar sem hún sagði mér meðal annars frá bróður- dóttur sinni sem henni þótti mikið vænt um. Hún var bjartsýn í þessu bréfi og hafði jafnvel hug á að heimsækja mig í sumar þrátt fyrir fyrirhugaða heimsókn mína til hennar. Það varð mér því áfall að heyra um lát hennar. Ég mun aldrei gleyma jákvæðni hennar og sterkum lífsvilja. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég föður hennar, bræðrum og öðr- um aðstandendum. Megi Guð gefa ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg. Sigrún Egilsdóttir, Svíþjóð. Sumarparadís í Skorradal Höfum fengiö til leigu takmarkaðan fjölda af sumarhúsalóöum í landi Dagverðarness í Skorradal. Löndin sem eru ca 1/3-1/2 hektari að stærð, eru á skipulögðu svæði í skógi vöxnu landi nálægt vatn- . inu. Vegur og bílastæði liggja að lóðarmörkum svo og kalt vatn. Rafmagn er á svæðinu og möguleiki á hitaveitu síðar. Veiðileyfi í Skorradalsvatni fylgir. Þetta svæði er í u.þ.b. 110 km fjarlægð frá Reykjavík. Stutt er í sundlaug og ýmsa þjónustu. Miklir möguleikar til útivistar á vetrum. Hér er einstakt tækifæri til að láta drauminn rætast um sína eigin sumar- og vetrarparadís. Ath. þeir fyrstu velja bestu lóðirnar. Renndu í Skorradalinn í dag og skoðaðu svæðið, landeigendur (Jón og Kristín) verða á svæðinu og aðstoða alla áhugasama. Myndir og upplýsingar á Hóli. Upplýsingar einnig á staðnum í símum 437 0062 eða 852 8872. Franz Jezorski, lögg. fastsali. hÓLl FASTEIGN ASALA Sími: 551 0090, fax 562 9091 Skipholti 50B, 2. hæð t.v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.