Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Blindur fær sýn. Kostnaður við gerð Iridium-eftirlitsstöðvar 10 milljónir króna Fylgist með uppskot- um 72 gervihnatta Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRAMKVÆMDIR við eftirlitsstöðina hófust í september. KOSTNAÐUR við byggingu eftir- litsstöðvar fyrir alþjóðlega gervi- hnattasímkerfíð Iridium við Snjó- holt skammt frá Egilsstöðum, nem- ur um 10 milljónum króna, en auk þess verður fluttur hingað til lands afar dýrmætur tækjabúnaður að sögn Kristjáns Bjartmarssonar, yf- irverkfræðings > gervitunglaíjar- skiptadeildar Pósts og síma. Kristján kveðst eiga von á að tækjabúnaðurinn, sem komi til landsins í febrúar eða mars, kosti um 100 milljónir króna. Fram- kvæmdir hófust í september og er búið að steypa undirstöður, girða svæðið, leggja ljósleiðaralögn þang- að og rafmagn. í stöðinni verða tvö diskloftnet á stálgrind, fjórir metrar í þvermál, umlukin kúlu úr plastefni, og sex skýli fyrir rafeindabúnað, aflbúnað, starfsmenn og geymslu efna. Stöð- inni var valinn staður nærri Egils- stöðum með tilliti til lítillar úrkomu og almennrar veðursældar, þar sem útvarpsbylgjur á þeirri tíðni sem stöðin mun vinna á deyfast mikið í úrkomu. Stöðin á að vera tilbúin í apríl en síðan tekur við þriggja mánaða löng þjálfun starfsmanna og er reiknað með að í júlí á næsta ári taki stöðin til starfa. Hún verður ekki mönnuð að staðaldri, heldur aðeins viku í senn á um tveggja mánaða fresti, og verður hún í beinu gagnasambandi við móðurstöð í Bandaríkjunum. Tveir Bandaríkja- menn munu starfa við hana og tveir íslendingar frá P&S. 72 gervitungl á lofti Motorola-fyrirtækið í Bandaríkj- unum er einn stærsti eigandi Irid- ium-símkerfisins, sem taka á notk- un árið 1998. Skotið verður á loft 66 gervihnöttum sem símnotendur um heim allan eiga að geta haft milliliðalausan aðgang að, og 6 gervihnöttum til viðbótar sem eru til vara, þannig að 72 tungl verða á lofti. Motorola hafði samband við P&S og óskaði þess að fyrirtækið aðstoð- aði við að útvega stað hérlendis fyrir eftirlitsstöð og annaðist upp- setningu hennar, auk rekstrar að hluta. „í fyrstu hafði Motorola einnig Svíþjóð í huga, en eftir samanburð á þessum löndum töldu þeir að Is- land væri betur staðsett landfræði- lega, gagnvart gangi gervitungl- anna og þeim stöðum sem þeim verður skotið frá. Reiknað er með tunglunum verði skotið upp á tveggja og hálfs árs tímabili, eða á átta vikna fresti og fara fleiri en eitt tungl upp með hveiju skoti. Tunglunum verður skotið upp frá þremur mismunandi stöðum, þ.e. Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína, og er misjafnt eftir eldflaugagerð- um hvað flaugarnar bera mörg tungl,“ segir Kristján. Auk þess að vera verktakar við uppsetningu stöðvarinnar og rekst- ur, mun P&S annast daglegt eftir- lit milli uppskota gervitunglanna. Kristján kveðst gera ráð fyrir að tekjur íslendinga af stöðinni nemi nokkrum milljónum króna á ári. P&S aðili að kerfi Hann kveðst gera ráð fyrir að P&S verði aðili að Iridium-símkerf- inu þegar þar að kemur, þar sem samið verði við símafyrirtæki á hveijum stað um „umferðarrétt- inn“, og þau símtöl sem eiga upptök eða endi á viðkomandi svæði. Nokkur svipuð símkerfí eru í bí- gerð að sögn Kristjáns, þar á með- al eitt 12 tungla. „Stórfenglegasta kerfið er hins vegar gervihnattasím- kerfi á vegum Microsoft sem á að vera með 840 gervitunglum, og hefur fyrirtækið nú þegar fengið einhvem ádrátt um úthlutun á tíðn- um hjá ITU. Microsoft hyggst keppa við sæstrengi og bjóða upp á breiðböndssambönd álfa á milli,“ segir Kristján. Björgunarskóli Landsbjargar og SVFÍ Rannsóknir auð- velda leitarstarf Björgunarskóli Lands- bjargar og Slysavarna- félags íslands var stofnaður á síðasta ári með sameiningu fræðslustarfs björgunarsamtakanna og er hann því á öðru starfsári. Skólinn annast þjálfun og fræðslustarf fyrir björgunar- sveitirnar í landinu. Að sögn Markúsar Einars- sonar skólastjóra Björgunar- skólans er lögð áhersla á að vera með námskeiðin úti um landið þannig að björgunar- sveitarmenn eigi kost á að sækja þau í sinni heima- byggð. Með því móti aukast möguleikar þeirra á að nýta sér þjónustu skólans. í náms- skrá Björgunarskólans er boðið upp á sextíu mismun- andi námskeið, allt frá stutt- um kvöldfyrirlestrum og upp í ellefu daga námskeið. A síð- asta skólaári voru haldin 170 námskeið á 80 stöðum og sóttu þau alls um 2.500 björgunarsveit- armenn. Auk námskeiða sem hald- in eru á vegum Björgunarskólans halda sveitirnar sjálfar fjölda nám- skeiða ár hvert. Björgunarskólinn er byggður upp á fjórum sviðum sem hvert hefur yfírkennara í hlutastarfi. Þau eru landbjörgun, skyndihjálp og almannavarnir, forvamir og sjóbjörgun. Auk námskeiðahalds- ins stendur skólinn fyrir öflugu útgáfustarfí sem tengist öllum þáttum björgunarstarfsins. - Getur þú nefnt dæmi um nám- skeið sem veríð er að halda um þessar mundir? „Benda má á námskeiðin sem haldin voru um síðustu helgi sem dæmi um fjölbreytnina. Haldin voru skyndihjálparnámskeið á Breiðdalsvík og Sauðárkróki. Námskeið í björgunar- og mðn- ingsstörfum var á Selfossi og í aðgerðastjórnun í Öræfunum fyrir allt Suðausturlandið. Á Austfjörð- um voru fluttir þrír stuttir fyrir- lestrar til kynningar á björgunar- og ruðningsstörfum. Loks var haldið kafaranámskeið í Reykja- vík. Fyrir utan þessi námskeið get ég nefnt að mikill áhugi er á nám- skeiðum í notkun áttavita og korta og meðferð björgunarbáta.“ - Hafa orðið breytingar í áherslum vegna snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri? „Við reynum að bjóða upp á það ijölbreytt úrval námskeiða að allar björgunarsveitir eigi kost á fræðslu við hæfi. Það er áberandi að eftirspurn eftir námskeiðum í snjóflóðum og snjóflóða- leit hefur aukist. Þetta á einkum við um lands- hluta þar sem mikil hætta er á snjóflóðum. í sumum héruðum er snjóflóðahætta lítil og þar er áhug- inn minni." - Eru björgunarsveitarmenn í góðri þjálfun og í stakk búnir til að takast á við erfið verkefni? „Ég leyfi mér að fullyrða að björgunarmenn leggja ótrúlega mikið á sig til að standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar og vera viðbúnir þegar til þeirra er leitað. Við skulum hafa það hugfast að öfugt við það sem gerist i flestum nágrannalöndum okkar byggist björgunarstarfið hér á landi á fórnfúsu starfi sjálfboða- liða sem hafa metnað til að standa sig eins og atvinnumenn þegar á reynir. Að sjálfsögðu er starfsemi björgunarsveitanna misjöfn. Stærri sveitirnar eru í aðstöðu til að gera meiri kröfur til félags- manna sinna en minni sveitirnar. Einnig eru stærri sveitimar í flest- ►MARKÚS Einarsson er fer- tugur Kópavogsbúi. Hann út- skrifaðist frá Iþróttakennara- skólanum á Laugarvatni 1978 og kenndi síðan við grunnskól- ann í Garðabæ og Safamýrar- skóla. Hann starfaði hjá Iþrótta- sambandi fatlaðra frá árinu 1982 til 1990 að hann fór í fram- haldsnám í Osló, fyrst í íþrótta- fræði og síðan í markaðsfræði. Á síðasta ári var hann ráðinn fyrsti skólastjóri Björgunar- skóla Landsbjargar og Slysa- varnafélags Islands. Eiginkona Markúsar er Margrét Bjarna- dóttir kennari og eiga þau eina dóttur. um tilfellum mun betur tækjum búnar en þær minni. Þetta þýðir þó ekki að minni sveitirnar gegni síður mikilvægu hlutverki í björg- unarsveitakeðjunni en þær stærri. Til þess að björgunarmenn geti sinnt þeim ólíku verkefnum sem þeim er ætlað að leysa verður þjálf- unin að vera mjög fjölbreytt því að í flestum tilfellum þurfa björg- unarmennirnir að kunna skil á öll- um þáttum björgunarstarfsins. Þó hafa fjölmennari sveitirnar á síð- ari árum skipt starfseminni niður í minni hópa sem hafa þá sérhæft sig í einstökum þáttum björgunar- starfsins. Má þar nefna sjúkra- flokka, sjóflokka og bílaflokka.“ - Hugmyndir hafa verið um að auka rannsóknir til að auðvelda leit að fólki. Hvernig er það hugs- að? „Það kom fram á ráðstefnu svæðisstjóra sem ný- lega var haldin að þörf væri á að efla rann- sóknir og nota tölfræði meira við starfið. Nauð- synlegt er að safna saman upplýsingum um hveija leit og skrá í tölvu, um leið og henni er lokið. Ef verið er að leita að einum manni er til dæmis skráð hvar maðurinn fannst og í snjó- flóðum er sömuleiðis skráð hvar fólkið fannst og hvenær og við hverju björgunarmenn mega búast á vettvangi. Slíkar upplýsingar geta nýst síðar, ef upp koma svip- aðar aðstæður. Einnig er lögð aukin áhersla á að safna sem ítarlegustum upplýs- ingum um einstaklinginn sem saknað er þegar í upphafí leitar, til dæmis um persónuleika og áhugamál, til þess að reyna að meta það hvemig hann hefur brugðist við vanda sínum. Með upplýsingum um viðkomandi ein- stakling og fyrri leitir við svipaðar aðstæður má þrengja leitarsvæðið verulega og við það aukast líkur á að góður árangur náist.“ Vilja standa sig eins og atvinnumenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.