Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Handtaka unglinga í Rimahverfi Ibúasamtök gera athuga- semd við lögregluaðgerð Lögreglan gagnrýnd fyrir hörku við handtöku AÐSTANDENDUR piltsins, sem mynd var af á bls. 2 í sunnudagsblaðinu hafa gert athugasemd við frétt Morgunblaðsins. Þeir segja að hann hafi verið í sam- kvæmi unglinga í Rima- hverfi aðfaranótt laugar- dagsins rétt fyrir miðnætti, er kvartað var undan há- vaða. Þetta gerðist áður en rúðubrotið átti sér stað, sem getið var í fréttinni. Þar sem hann stóð ásamt vinkonu sinni, vatt sér að honum lög- regluþjónn og skipaði honum að opna tösku sem hann hélt á. Þegar pilturinn vildi fá skýringu á því hvers vegna hann ætti að opna töskuna var hann handtekinn og handjámaður og fluttur inn í lögreglubíl. Að sögn að- standenda piltsins var hark- an svo mikil við handtökuna að stórsér á piltinum, hann er bólginn í andliti og vegna þess hve handjámin vom hert að öðrum úlnlið piltsins var hann enn á mánudag til- fínningalaus í þumli. FULLTRÚAR íbúasamtaka Graf- arvogs gengu í gær á fund Böð- vars Bragasonar, lögreglustjóra í Reykjavík, og gerðu athugasemd við aðgerðir lögreglunnar og handtöku tveggja pilta í unglinga- samkvæmi í húsi í Rimahverfi á föstudagskvöld. Frá þessu máli var sagt í frétt á bls. 2 sl. sunnu- dag Friðrik Hansen Guðmundsson, formaður íbúasamtakanna, segir að samtökin leggi áherslu á að svona atburðir endurtaki sig ekki og skora á lögregluna að efla starfsemi hverfislögreglustöðvar- innar í Grafarvogi og lengja við- verutíma lögreglumanna þar. Tveir 15 ára piltar vora hand- teknir á föstudagskvöld í húsi í Rimahverfi en þangað hafði lög- regla verið kvödd vegna kvartana nágranna um hávaða og ölvunar- ástands. Sent var í útkallið frá aðalstöð lögreglunnar þar sem hverfastöðin í Grafarvogi er lokuð á þessum tíma. Friðrik Hansen Guðmundsson segir að íbúar í Grafarvogi hafí afskaplega góða reynslu af starf- semi hverfastöðvarinnar og lög- reglumennimir þrir sem þar starfa hafi myndað mjög góð tengsl við böm, unglinga og aðra íbúa í hverfinu. „Við eram sannfærð um að ef okkar lögreglumenn hefðu komið á staðinn eru mjög litlar líkur á að það sem þama gerðist hefði gerst,“ sagði hann og vísaði • til þess að eftir að piltamir tveir vora handteknir kom til stympinga milli lögreglumannanna og ungl- inga á staðnum. „Þessi atburður er í mikilli and- stöðu við það sem við höfum séð til lögreglunnar í hverfinu," sagði Friðrik. Hann sagði að þess vegna hefðu íbúasamtökin talið rétt að ganga á fund lögreglustjóra. „Við vildum knýja á um að Iöggæslan yrði aukin í þeim anda sem stöðin hér í hverfinu hefur starfað í og teljum að ef þessu útkalli hefði verið sinnt af okkar lögreglu, en ekki lögreglumönnum neðan úr bæ sem ekki þekkja aðstæður og unglingana í hverfínu, þá hefði þessi atburður ekki gerst. Það eru allar líkur á að okkar lögreglu- menn hefðu náð að stilla til friðar án þess að þetta þróaðist á þennan hátt. Þess vegna viljum við að þeirri tilraun, sem hverfislögreglustöðin hefur verið, verði haldið áfram og hún þróuð þannig að hún nái að sinna hverfinu allan sólarhringinn með mönnum sem þekkja til og sem unglingarnir hér þekkja,“ sagði hann. Afsökunarbeiðni MEÐ frétt á bls. 2 sl. sunnudag slíkar myndir eru birtar. Vegna um handtöku í Rimahverfi í Graf- mistaka var það ekki gert í þessu arvogi birtist mynd af ungum pilti, tilviki. Morgunblaðið biður piltinn sem lögreglumenn leiða á milli og aðstandendur hans afsökunar sín. Regla Morgunblaðsins er sú á þessari myndbirtingu. að hylja andlit viðkomandi þegar Neitaði að sýna lög- reglu bak- poka SAMKVÆMT skýrslu lögregl- unnar um þetta mál var hún kvödd að húsi í Rimahverfi vegna hávaða og drykkjuláta í íbúð í húsinu sem hafði að sögn átt að vera mannlaus þar sem eigendur væru erlendis. I Ibúðinni var sonur eigend- anna, „í leyfisleysi“ skv. uppl lögreglu, en hann hafði átt að vera hjá frænku sinni, og með honum 30-40 unglingar og gríðarlegur hávaði. í skýrsiu lögreglunnar kemur fram að pilturinn, sem myndin birtist af, hafi verið stöðvaður í stigagangi hússins og beðinn um að sýna í bakpoka sem hann var með. Hann neitaði og „sló til lögreglumanns", var hand- tekinn með tökum þar sem hann „barðist um og lét öllum illum látum“. I pokanum hafi lög- reglumennirnir fundið bjór. Lögregla segir ennfremur í skýrslunni að 30-40 unglingar hafi æstst mjög við þetta og gert sig líklega til að frelsa pilt- inn, þar á meðal einn sem „sló til lögreglu, neitaði að hlýða fyr- irmælum og var mjög ölvaður og æstur“. Þegar pilturinn ræddi við aðalvarðstjóra á lögreglu- stöðinni, þangað sem þeir félag- ar voru fluttir í jámum, sáust „minniháttar áverkar í andliti hans,“ eins og segir í skýrslunni. KÁVfíJÖP • HÓKIIAU) • SKATTADSTOH • KAl.'K Oli SAIA FYKIRTÆKJA FIN FYRIRTÆKI # Tímaritið Heimsmynd. Höfum í einkasölu tímaritið Heimsmynd. Um er að ræða útgáfu á þekktu tímariti með mikla möguleika fyrir aðila sem hafa áhuga á að starfa við slíkt. Gott verð oe kiör. 9 Þjónustufyrirtæki. í einkasölu sérhæft þjónustufyrirtæki á sviði hreingerninaa. Fvrirtækið er búið fullkomnum tækjum og hefur góð viðskiptasambönd. # Sólbaðstofa. Góð sólbaðstofa í miðbæ Reykjavíkur. 6 bekkir, góð aðstaða. Skipti möguleg. # Pizzastaður. í einkasölu þekktur pizzastaður. Staðsetning í verslunarkjama í Kópavogi. Mjög fallegar innréttingar, góð tæki og áhöld. Staðurinn tekur 60 manns í sæti. Góð kjör fyrir traustan kaupanda. # Sölutum og Videoleiga. Góður sölutum ásamt videoleigu í Seliahverfi. Fallegar innréttingar. Grillaðstaða. # FJÖLDI ANNARRA FYRIRTÆKJA Á SKRÁ VIÐSKIPTAÞJÓNVSTAN í¥tj(j/nenn/i/{a ^jff/r/mínu' Kristinn B. Ragnursson, viðskiptafrœdingur S í i) n ni ú I ii -i I • / Oit !\ r ylij a ríl, • Sínii .10/1 • ln.\ ■> (> <> I l> Morgunblaðið/Þorkell Aðventa í Grensáskirkju STEFNT er að því að vígja nýja Grensáskirkju um næstu páska, að sögn séra Halldórs Gröndal. Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 3. desember nk., verður að- ventuhátíð í nýju kirkjunni kl. 14. Þar verður fjölbreytt dag- skrá, strengjasveit Grensás- kirkju leikur ásamt Lárusi Sveinssyni trompetleikara og þrír kórar munu syngja. Á eftir verður kaffisala og rennur ágóði af henni til kaupa á blýinnlögðum gluggum eftir Leif Breiðfjörð. Verið er að vinna gluggana í Þýskalandi. Þeir eru 14 metra háir og að mati sr. Halldórs er þar um að ræða eitt mesta kirkjulistaverk Iandsins. - kjarni málsins! Frumvarp um rétt- indi og skyldur ábyrgðarmanna „Ábyrgð of mikil og ætti að vera óheimil“ ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA og frumvarp um að gera breytingar á réttindum og skyldum ábyrgðar- manna voru til fyrstu umræðu í gær og sagði Drífa Sigfúsdóttir, þing- maður Framsóknarmanna á Reykjanesi, að í þessu máli væri breytinga þörf vegna þess að það væri „sorglegt þegar fólk missir aleiguna fyrir það að hafa skrifað upp á fýrir ættingja eða vini“. I umræðum var því haldið fram að ábyrgð ábyrgðarmanna fjár- skuldbindinga einstaklinga væri of mikil og „ætti að vera óheimil" í almennum viðskiptum neytenda. Drífa, einn þrig’gja flutnings- manna ályktunartillögunnar, sagði að ekki ætti að vera hægt að krefja einn ábeking um greiðslu heils láns þótt fleiri hefðu gengið í ábyrgð. Gísli S. Einarsson, þingmaður Alþýðuflokks á Vesturlandi, sagði að oft hefðu lánastofnanir misst sjónar á aðalatriði málsins og lánað einstaklingum einfaldlega vegna þess hve ábyrgðarmenn þóttu traustir. Áhersla á tryggingar lántakanda í framvarpi, sem Kristín Halldórs- dóttir, Guðný Guðbjömsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir, þingmenn Kvennalista, lögðu fram um réttindi og skyldur ábyrgðarmanna er lögð áhersla á að lántakandi geti sjálfur lagt fram þær tryggingar, sem eigi að vera undirstaða lánsviðskipta, þannig að ábyrgðarmanns gerist ekki þörf og verði það gert með greiðsluáætlun. Komi í ljós að lántakandi geti ekki lagt fram nægilegar trygging- ar megi hann leita til ábyrgðar- manns, sem hafi rétt til að kynna sér greiðsluáætlun. Einnig segir að í slíkum tilfellum beri lánastofnun eða lánveitanda að upplýsa viðkom- andi ábyrgðarmann um „eðli ábyrgðar og . . . afleiðingar van- efnda“. -----♦ ♦ ♦----- Bændasamtök íslands Flutningur ekki úti- lokaður ARI Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, segir að ekki hafi verið útilokað að samtökin flytjist úr Bændahöllinni og út á lands- byggðina. Hann segir að ákvörðun um það verði hins vegar ekki tekin fyrr en ljóst verður hvemig rann- sóknar- og leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði verður háttað í framtíð- inni, en það gæti legið fyrir síðar í vetur. Ari segir að umræða sé nú í gangi um breytingar á rannsóknar- starfsemi, og hugsanlega leiðbein- ingarstarfseminni í tengslum við það, en umræða þessi hafi farið af stað í kringum landgræðslu, skóg- rækt og fiskeldi og breytingar varð- andi fjárlagagerðina. „Þessi umræða er nú orðin heldur víðtækari og menn eru að horfa á rannsóknir og leiðbeiningar í heild sinni, en landbúnaðarráðherra hef- ur skipað nefnd til að velta þessu fyrir sér. Við erum hér með mikinn hluta af okkar starfsemi í Bænda- höllinni í leiðbeiningum og við dok- um við núna og sjáum svona hveiju fram vindur í þessu,“ sagði Ari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.