Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 47 BBIDS llmsjön Guömundur Páll Arnarson Sagnhafi á sjö toppslagi í þremur gröndum og þarf að búa tvo til. Laufliturinn er líklegur til að skila tveim- ur viðbótarslögum, en ef legan er slæm, þarf að við- hafa vissa aðgætni. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁK Y D53 ♦ ÁG82 ♦ D943 Vestur Austur ♦ * Suður ♦ 763 ¥ K72 ♦ KD4 ♦ ÁG65 Vestur Norður Austur SuSur 1 lauf Pass 1 tígull Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Útspil: Spaðagosi. Hvemig á suður að spila? Lauf á gosann í öðrum slag dugir til vinnings í öllum tilfellum nema einu: Þegar vestur á kónginn blankan og fimmlit í spaða. Þá nær vörnin að fría sér fimm slagi áður en sagnhafi getur búið til níu. Norður ♦ ÁK ¥ D53 ♦ ÁG82 ♦ D943 Vestur Austur ♦ G10952 ♦ D84 Y Á106 llllll ¥ G984 ♦ 10963 ♦ 75 ♦ K ♦ 10872 Suður ♦ 763 ¥ K72 ♦ KD4 ♦ ÁG65 Þetta er ekki algeng lega, en það er sjálfsagt að taka hana með í reikninginn, ef það er hægt. Og í raun kost- ar ekkert að spila laufi á ásinn fyrst. Ef ekkert merki- legt gerist, spilar sagnhafi næst tígli á gosann og síðan smáu laufi úr borði að gosan- um. Hafi austur byijað með KlOxx í laufi, verður hann að dúkka (annars fær sagn- hafi þijá slagi á litinn), og þá er enn tími til að fn'a slag á hjarta. Og auðvitað gerir ekkert til þótt vestur hafi byijað með KlOxx, því þá má svína níunni síðar. LEIÐRÉTT Rangt nafn í myndatexta MISTÖK urðu við vinnslu myndatexta við frétt um fullgildingshátíð Rotary- klúbbsins í Reykjavík í Morgunblaðinu á sunnu- daginn, þar sem Ólafur Helgi Kjartánsson sýslu- maður var sagður heita Halidór Reynisson. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Innbrotið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Pétri Guð- mundssyni, flugvallastjóra á Keflavíkurflugvelli: „í frétt Morgunblaðsins 28. þ.m. af innbroti í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavikurflugvelli kom fram að eldvamahleri á vegg milli innritunar- og farangusskála hafi verið bilaður. Þetta er rangt. Fagmenn skoðuðu búnað- inn og reyndist hann vera í lagi.“ Arnað heilla ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 29. nóvember, er sjötugur Guð- mundur Guðbrandsson, blikksmiður, Eyjabakka, 12, Reykjavík. Hanii og eiginkona hans Alda Hjart- ardóttir, póstafgreiðslu- maður, eru að heiman, á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. í gær, þriðjudaginn 28. nóv- ember, varð fimmtug frú Kolbrún Úlfsdóttir, Rauðuskriðu, Aðaldal. Ljósm. Ómar Ingi Melsteð BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Háteigs- kirkju af sr. Gunnlaugi Stefánssyni Stefanía Fjóla Elís- dóttir og Páll Ben Sveinsson. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Heiðdís Lóa Ben. Heimili þeirra er á Maríu- bakka 12, Reykjavík. Ljósm. Þorsteinn Óli Knitsch BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Oddakirkju á Rangárvöllum, Hildur Kristin Friðriksdóttir og Sig- urður Reynisson. Mágur brúðarinnar sr. Sigurður Jónsson í Odda, gaf hjónin saman. Heimili þeirra er á Lindargötu 54, Reykjavík, en aðsetur þeirra fyrst um sinn er í borg- inni Split í Króatíu. skák Umsjón Margcir Pctursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Skák- þingi Garðabæjar sem lauk í síðustu viku. Jó- hann Helgi Sigurðsson (2.045) hafði hvítt og átti leik, en Baldur Möller, yngri (1.460) var með 13. Rfxd5la- cxd5 14. Rb5 - Db8 (14. - Dd8 15. Dc3+ var litlu betra) 15. Bf4 - Da8 16. Rc7 og svartur gafst upp. Björn Jónsson varð skákmeistari Garðabæjar 1995, hann hlaut 6 ‘A vinn- ing af 7 mögu- legum. Sigur Björns kom nokkuð á óvart, en hann gefur sjálfur þá skýringu á framförum sínum að hann hafi aflað sér mikillar þjálfunar með taflmennsku á Internet- inu, gegn skákmönnum víða um heim. Röð næstu manna varð: 2. Leifur I. Vilmundar- son 5 72 v.. 3.-4. Jóhann H. Sigurðsson og Jón Þór Bergþórsson 472 v., 5.-8. Jóhann H. Ragnarsson, Baldvin Gíslason, Ingi Þór Einarsson og Baldur Möller 4 v. I DAG STJÖRNUSPA eftir Frances Drakc BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Skoðanir þínar byggja á réttiætiskennd og umhyggju fyrir samborgurunum. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Þú átt erfitt með að einbeita >ér í vinnunni í dag. Hugurinn er allur við félagslífið, sem hefur upp á margt að bjóða. Naut (20. apríl - 20. maí) Einhveiju, sem þú hefur hlakkað mikið til, verður skot- ið á frest, þar sem þú hefur auknum skyldum að gegna í vinnunni. Tvíburar (21. mai-20.júní) Ágreiningur getur komið upp milli ástvina við innkaupin í dag. Góð samvinna leiðir til lausnar á erfiðu verkefni í vinnunni. Krabbi (21. júní — 22. júlf) Þótt þú sért eitthvað miður >ín bætir þú ekki stöðuna með óhóflegri eyðslu. Óvæntir gestir heimsækja þig í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Viðskipti og vinátta fara ekki alitaf vel saman. Þér berst freistandi tilboð, en þarft að kanna það nánar áður en þú tekur því. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú hefur vit á að fara sparlega með peninga, en félagi þinn veldur þér nokkrum áhyggj-, um. Slakaðu á heima í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þótt þér finnist hugmyndir þínar góðar, er fjölskyldan ekki fyllilega á sama máli. Þú þarft að sinna skyldustörfum heima í dag. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) ^$0 Gættu þess að bera saman verð og gæði áður en þú kaup- ir dýfan hlut. Breyting verður á ferðaáætlun sem þú hefur verið að undirbúa. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) jSö Þótt ekkert fari úrskeiðis verða afköstin í vinnunni í dag minni en þú hafðir vonað. En þér berast góðar fréttir í kvöld. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú ert eitthvað óhress árdegis, en það lagast þegar á daginn líður og þú kemur miklu í verk. Smá ágreiningur kemur upp milli vina. Vatnsberi (20.janúar-18.febrúar) Þú hefur verk að vinna heima og ættir ekki að bjóða heim gestum í dag. Þegar kvöidar eiga ástvinir saman góðar stundir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !£* Eitthvað óvænt gerist í vinn- unni sem á eftir að reynast þér hagstætt i framtíðinni. Í kvöld þarft þú tíma útaf fyrir þíg- Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. Afmæli HANNES Þ. HAFSTEIN ÞAÐ vakti strax at- hygli í bekksögn okkar í MA er nýr nemandi bættist í hópinn haustið 1944, enda enginn meðalmaður þar á ferð. Hannes Hafstein hlaut að vekja eftirtekt hvar sem hann átti leið um. Maðurinn var og er vel á sig kominn, bæði h'k- amlega og andlega. Brátt kom að því að engum ráðum þótti þar vel ráðið nema hans nyti við. Fljótlega varð hann ókrýndur leiðtogi okkar og foringi og hefur verið það allar götur síðan. Ég ætla að við bekkjarsystkinin séum e.t.v. sam- mála um fátt annað en, að Hannes hafi beitt þessu næstum ótrúlega valdi sínu af lipurð og mildi. Hannes Þórður Hafstein er fædd- ur á Húsavík 29.11. 1925, sonur þeirra Þórunnar Jónsdóttur og Júl- íus Havsteen sýslumanns. Ég læt þar með lokið ættfærslu svo kunn sem sú ætt er. En engan þarf að undra þótt Hannes sé vel til for- ingja fallinn, enda er það alkunna að ættmenn hans sumir hafa komist til æðstu metorða hjá þjóðinni. Hannes tók að sjálfsögðu mikinn þátt í íþrótta- og félagslífi á skóla- árum sínum og þar yfirleitt fremst- ur meðal jafningja, hvort sem þreytt var fótbolti, skíðahlaup eða blak. Hann var kappsamur í hveijum leik og vildi ógjarnan láta hlut sinn fyrr en í fulla hnefana, en um drengskap hans og heiðarleik efaðist enginn. Hann þreytti námið af dugnaði og ástundun og það svo mjög að stund- um fannst mér nóg um. Mér koma oft í hug dýrðlegir vordagar er við bjuggum í gamla sýslumannshúsinu á Húsavík og lásum saman undir stúdentspróf. Þá voru engin grið gefin, lestur hafinn í rauða bítið og setið við allan daginn. Eitthvað mun ég nú hafa dottað meðan að Hannes þýddi Ovid og Horas. Við gáfum okkur þó tíma til þess að fara einu sinni með Togga Mara á hnýsuveið- ar og var það ógleymanleg reynsla. Síðasta ár sitt í MA var hann inspector scholae og sýnir það best það traust sem bæði kennarar og nemendur báru til hans. Að loknu stúdentsprófi hélt Hannes fljótlega vestur um haf og starfaði í 2 ár hjá US Coast Guard. Hann lauk far- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum 1951 og starfaði sem stýri- maður og skipstjóri hjá Eimskip til 1964. Mér er minnisstætt að það sópaði að honum um borð í Gull- fossi, Þ. 1. nóv. 1964 hóf hann störf hjá SVFÍ og starfaði þar til starfs- loka, síðast sem forstjóri þess merka félags. Ég ætla, að Hannes vinur minn hafi lengi haft áhuga á slysa- vörnum til lands og sjávar, enda átti hann ekki langt að sækja það. Júiíus faðir hans var landskunnur á þessu sviði. í því sambandi má nefna þekkta mynd Örlygs Sigurðssonar er Júlíus stígur dans við Sesselju Eldjám, björgunarskútu Norður- lands, eins og sýslumaður nefndi hana af alkunnri kímni. Ég tel að BÓKHALDSKERFI FYRIR NOVELL, NT OG WQRKGROUPS NETKERFI gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 vera hans hjá banda- rísku strandgæslunni hafi reynst honum notadijúg í þessu vandasama starfi. Ekki er ég mjög kunnugur störfum Hannesar hjá Slysavarnafélaginu, en þó veit ég, að mjög gott samband var milli hans og björgunar- sveitanna, sem dreifðar eru um allt land. Ég veit, að forsvarsmenn þeirra hafi flestir eða allir verið vinir hans. Hannes hefur ætíð átt auðvelt með að umgangast fólk af öllum gerðum og stéttum og hroki finnst ekki í fari hans. Hann hefur hlotið fjölda af orðum íslenskum sem eriendum fyrir þessi störf sín. Góðar fréttir voru það er slysa- varnadeildin í Sandgerði skírði björgunarbát sinn Hannes Þ. Haf- stein og átti hann það meira en skilið. Haraldur harðráði taldi að úr Gissuri biskupi ísleifssyni mætti gera þijá menn, víkingaforingja, konung og biskup. Vel gæti ég hugsað mér Hannes Hafstein skip- stjóra á stóru herskipi, þar sem all- ir hlýddu minnstu bendingu hans. Ég get einnig hugsað mér hann sem stjórnmálaforingja á æðsta valda- stóli. Góður biskup yrði hann naum- ast. Ætli það sé ekki næst skap- iyndi hans að bjarga mönnum úr lífsháska hvað sem sáluhjálpinni liði. Þess vegna held ég, að Hannes hafi verið réttur maður á réttum stað við störf sín hjá Slysavarnafélagi Islands. Eins og að líkum lætur var ég kröfuharður fyrir hönd þessa vinar míns í meyjarmálum. Það var því ánægjulegt að finna það við nánari kynni, að jafnræði var á með þeim hjónum, Sigrúnu Stefánsdóttur og Hannesi. Eins og vænta mátti bera börn þeirra foreldrum sínum fagurt vitni. Það er skoðun mín, að sú vinátta er skólabræður binda á yngri árum, hún endist betur en önnur vinátta. Enda þótt oft hafi langt verið á milli okkar Hannesar og við jafnvel naumast sést í heilan áratug, fannst mér alltaf að verið hafi einhver bönd á milli okkar, og svo þegar við tók- um upp þráðinn að nýju eftir langar fjarvistir mínar, var eins og við hefð- um hist í gær. í Hávamálum er þessi fallega vísa: Veistu ef þú vin átt. Hann er þú vel trúir. Og viltu þú hánum gótt geta. Geði skalt þú við hann blanda og gjöfum skipta. Fara og finna oft. Enda þótt við Hannes höfum ekki alltaf getað fylgt heilræðum þessar- ar merkilegu vísu hefur það ekki borið skugga á vináttu okkar. Ég óska Hannesi og Sigrúnu konu hans ágætri allra heilla þar^ sem þau dvelja nú í suðrænni sól. Ég veit að þar tala ég fýrir hönd allra bekkjasystkina okkar. Hrafnkell Helgason. Límmiðaprentarar sem prenta strikamerki Límmiðar á böggla, póstinn, fyrir lagerinn o.fl.o.fl. FGAGNASTVRINGhf | Suðuriandsbraut 46 • Sími 588 4900 • Fax 588 3201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.