Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ eftir tvö ár. Það væri alveg ljóst að um mjög hagkvæman virkjunarkost væri að ræða. Það byggðist á því að orkan sem til þyrfti væri þegar til staðar og einungis þyrfti að leggja í kostnað vegna vélbúnaðar og því sem honum fylgdi til að virkja ork- una. Virkjun raforku á Nesjavöllum er einnig mjög hagkvæm og samkvæmt útreikningum er hægt er að virkja þar um 360 gígavattstundir úr þeirri gufu sem þar er fyrir hendi nú. Hita- veitan þarf um 30 gígavattstundir til eigin þarfa. Þær 330 gígavatt- stundir sem þá eru eftir jafngilda um helmingi af raforkuþörf Reyk- víkinga, en kaup Rafmagnsveitu Reykjavíkur á forgangsorku frá Landsvirkjun námu um 660 gíga- vattstundum á árinu 1994. Fram- leiðslukostnaður á kílóvattstund er talinn geta verið um 1,20 kr. Verð á forgangsorku frá Landsvirkjun var á árinu 1994 2,96 kr. fyrir kílóvatt- stundina. Miðað við að Rafmagns- veita Reykjavíkur fengi 360-380 gígavattstundir frá Nesjavöllum og orkusala Landsvirkjunar minnkaði að sama skapi gæti það þýtt sparnað fyrir Rafmagnsveituna á bilinu 570-760 milljónir króna, samkvæmt útreikningum Landsvirkjunar. Það myndi aftur gera það að verkum að gjaldskrá Landsvirkjunar þyrfti að hækka um allt að 17% ef miðað er við það að fyrirtækið þurfi óbreyttar tekjur til þess að standa undir skuld- bindingum sínum. Landsvirkjun barn síns tíma Stefnulaust skipu- lag orkumála IÐNAÐARRAÐHERRA hefur óskað eftir tilnefningum í nefnd sem á að huga að fram- tíðarskipan orkumála. Hann telur að núverandi skipulag orku- mála sé stefnulaust og leggur áherslu á að nefndin hraði störfum sínum. Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa óskað eftir viðræðum við aðra eignaraðila Landsvirkjunar um framtíðarskipulag, rekstrarform og eignaraðild að fyrirtækinu. Borgar- stjórinn telur að núverandi skipulag þessara mála sé ekki hagkvæmt fyr- ir Reykvíkinga, en borgin á um 45% í fyrirtækinu á móti helmings eign- arhlut ríkisins og um 5% eignarhlut Akureyrarbæjar. Jafnframt hefur samkeppni á sviði orkumála komið til tals. Hér á landi hefur þróunin orðið sú að eitt fyrir- tæki, Landsvirkjun, hefur með hönd- um um 93% allrar orkuvinnslu í land- inu, auk þess sem það á og rekur flutningskerfið fyrir raforkuna. Því ber að afhenda raforkuna við sama verði hvar sem er á Iandinu. Rafveit- ur víðs vegar um landið eru kaupend- ur að orkunni og dreifa henni um dreifíkerfi sitt til notenda á sínu veitusvæði, en sumar þeirra hafa einnig með höndum nokkra raf- magnsframleiðslu í smærri virkjun- um sem eru í þeirra eigu. Landsvirkj- un selur einnig orku til stóriðju og er það meira en helmingur allrar raforkusölu fyrirtækisins að magni til. Salan alls nam tæpum ________ 4.300 gígavattstundum árið 1994. Þar af nam salan til almenningsraf- veitna tæpum 2.000 gíga- vattstundum og salan til stóriðju rúmum 2,300 gígavattstundum. Heildartekjur Landsvirkjunar námu tæpum sjö milljörðum króna á árinu 1994. Þar af voru tekjur af sölu til almenn- ingsrafveitna tæpir fímm milljarðar króna og tekjur af raforkusölu til stóriðju tæpar 1.900 milljónir. Rétt rúm þrjátíu ár eru frá stofn- un Landsvirkjunar, en fyrirtækið var stofnað 1. júlí árið 1965. Fyrirtækið var á sínum tíma sett á laggirnar til þess að unnt væri að ráðast í Skipulag og hugsanleg uppstokkun á sviði orkumála hefur talsvert boríð á góma í kjöl- far þess að samningar tókust um stækkun álversins. Ný viðhorf hafa skapast og virkj- unarkostir sem hafa beðið um árabil eru aftur á dagskrá. Hagkvæmustu kostimir eru í eigu sveitarfélaga. Hjálmar Jónsson kynnti sér ólíkar hliðar þessara mála. Skipulags- breytingar hafa lækkað verð erlendis stórvirkjanir. Þrátt fyrir hagkvæmni slíkra virkjana var markaðurinn of lítill hér innanlands og óx of hægt til þess að slíkar virkjanir væru hag- kvæmar í byijun. Því var leitað eftir að fá orkufreka stóriðju til landsins og lyktaði eins og kunnugt er með byggingu Búrfellsvirkjunar og samningnum um álverið í Straums- vík. Ríkið og Reykjavíkurborg áttu fyrirtækið til helminga í upphafí og átti það að sjá Suður- og Vestur- landi fyrir orku. A árinu 1983 er sett ný lög um Landsvirkjun og verð- ur þá Akureyrarbær einnig eigna- raðili að fyrirtækinu og orkuveitu- svæðið landið allt. Nú hafa spurningar vaknað um _________ hvort hyggilegt sé að hafa örkuvinnsluna að mestu á einni hendi eða hvort skipta beri henni upp, þannig að samkeppni geti rfkt milli þeirra aðila sem starfa á þessum markaði. Undir þessar hugleiðingar hc-fur ýtt að hagkvæmni þeirra virkjunarkosta sem fyrir hendi eru nú er mjög mis- munandi og tveir þeir hagkvæmustu eru í eigu sveitarfélaga. Þetta eru gufuvirkjanir á Nesjavöllum og í Svartsengi, en þessi svæði sjá Hita- sveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suð- urnesja fyrir heitu vatni. Gufa er fyrir hendi og því þarf einungis að leggja í tækjakaup til að virkja hana. Ef þessum aðilum verður heimilað að virkja á þessum svæðum og nota orkuna á orkuveitusvæðum sínum ‘ yrði Landsvirkjun af mikilvægum markaði fyrir forgangsorku, sem myndi þýða samdrátt í tekjum fyrir- tækisins og hækkun á raforku til annarra viðskiptavina fyrirtækisins ef miðað er við að það haldi sömu tekjum. 18 megavatta virlgun í Svartsengi Um 18 megavatta gufuaflsvirkjun er þegar í Svartsengi. Hitaveitan notar 1,5-2 megavött í eigin þágu, en það sem eftir er dugar til að mæta nálægt 40% af raforkuþörfinni á Suðurnesjum og ef varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og rafskautaket- ill til loðnubræðslu í Grindavík er undanskilin dugar þessi orka til að anna eftirspurn eftir notendaraf- magni á Suðurnesjum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Það sem á vantar er keypt af Landsvirkj- un. Umsókn um frekara virkjana- leyfí hefur legið inni í iðnaðarráðu- neytinu árum saman, en leyfí ekki fengist. Hitaveitan sótti fyrst um virkjanaheimild 5. febrúar 1979 fyr- ir allt að 30 megavatta virkjun. Áfangaheimildir til virkjunar hafa fengist en í raun og véru aldrei svör við ítrustu óskum í þessum efnum, að sögn Alberts Albertssonar, að- stoðarforstjóra Hitaveitu Suður- nesja. Albert sagði að nú stæði yfír end- urhönnun orkuversins vegna þess að búnaður þess sé orðinn lúinn, einkum fyrsta hluta þess. Þeir hafí fengið tilboð í vélbúnað og það sé verið að ganga frá hönnun 20 mega- vatta orkuvers til viðbótar þeirri orkuöflun sem fyrir sé. Endurhönn- unin taki mið af reynslunni og stór- aukin nýtni náist fram, þannig að mun betur sé farið með auðlindina. Málið sé nánast komið á það stig að hægt sé að ganga frá gerð út- boðsgagna, en virkjanaleyfí hafi ekki fengist. „Við ætlum bara að vera í startholunum. í okkar huga er þetta ekki spurningin hvort, þetta er spurningin hvenær," sagði Albert. Hann sagði að síðustu tvö til þijú ár hefðu þeir haldið að sér höndum varðandi viðhald á fyrsta hluta orku- versins og haft það í lágmarki með hliðsjón af þessari endurnýjun, en ef ekki fengist fljótlega svar varð- andi virkjunarleyfið yrðu þeir að endurskoða afstöðu sína í þeim efn- um. Albert sagði að búnaður vegna hitaveitunnar og rafmagnsfram- leiðslunnar væri óijúfanlega tvinn- aður saman og þessi aukning á raf- magnsframleiðslunni um 20 mega- vött þýddi sáralitla eða enga viðbót- ar vatnsnotkun. Þarna væri nánast eingöngu um að ræða betri nýtingu á því vatni sem þegar væri tekið upp. Aðspurður sagði hann að einu rökin sem mæltu gegn því að nýta slíkt tækifæri til orku- ___________ öflunar væru að nóg væri til af orku í landinu. „í mínum huga er þetta angi af því sem við sjáum að er að gerast milli Reykvík- inga og Landsvirkjunar og Akureyringa og Landsvirkjunar í dag. Ef við fáum 20 megavatta virkj- unarheimild viljum við að sjálfsögðu taka yfir þann markað sem Lands- virkjun er með hér og þá er Lands- virkjun að missa þann forgangsorku- markað sem hún hefur hér suður frá,“ sagði Albert. Hann sagði að ef virkjanaleyfi fengist gæti þessi tuttugu mega- vatta viðbót við þau 18 megavött sem fyrir væru verið komin í gagnið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að Reykjavíkurborg uni því ekki að rekstrarfyrirkomulag og eignarhald á Landsvirkjun verði með óbreyttum hætti. Verði ekki ljáð máls á því að opna fyrir samkeppni á orkusviðinu hljóti borgin að gera mjög ákveðna kröfu um það að ríkið kaupi eignarhlut borgarinnar í Landsvirkjun. Verði hins vegar opn- að fyrir samkeppni komi vel til at- hugunar að borgin leysi til sín hluta þeirra virkjana sem nú tilheyri Landsvirkjun. Ingibjörg sagði að staða borgar- innar í þessum málum væri ekki við- unandi éins og nú væri málum hátt- að. Borgin nyti ekki eignarhluta síns í Landsvirkjun og ef niðurstaðan yrði sú að þarna yrði áfram um eitt fyrirtæki að ræða sæi hún ekki rök- in fyrir því að Reykjavíkurborg auk Akureyrar ættu ein sveitarfélaga að vera með bundið fé þar. Borgin nyti eignarhluta síns ekki í formi arð- greiðslna nema að mjög óverulegu leyti og nyti þess heldur ekki með öðrum sértækum hætti. Tilhneiging- in væri sú, ef afkoma Landsvirkjun- ar væri þokkaleg, að láta það birt- ast í lægri raforkutöxtum. Það væri út af fyrir sig skiljanlegt sjónarmið, en hún sæi ekki af hveiju Reykvík- ingar ættu að leggja þar eitthvað sérstakt af mörkum umfram aðra landsmenn. Þetta sé stefna.sem rík- isvaldið marki og því sé eðlilegt að það beri kostnað af henni. Ingibjörg sagði að Landsvirkjun væri barn sín tíma. Árið 1965 hafi stofnun fyrirtækisins verið eðlilegt skref, en aðstæður í dag kalli á önn- ur úrræði. Hún sæi ekki hvernig núverandi fyrirkomulag eignaraðild- ar þjónaði hagsmunum Reykvíkinga. Ef til þess kæmi að ríkið keypti hlut borgarinnar í Landsvirkjun þyrfti að meta eignir fyrirtækisins og ganga til samninga um kaupverð í fram- haldi af því. Aðspurð segist hún hins vegar telja vel koma til álita að efna til samkeppni í raforkuvinnslunni með einhveijum hætti. Þannig gæti Reykjavíkurborg til dæmis virkjað ---------- og selt sjálf orku frá Nesjavöllum. Þar gæti verið um mjög arðbæra virkjun að ræða. Hún ætti hins vegar ekki von á því að menn myndu sætta sig við mjög mis- munandi raforkuverð til almennings eftir búsetu. Finna þyrfti einhveija leið sem sátt gæti náðst um. Ingibjörg Sólrún tók undir að óeðlilegt væri að Reykjavíkurborg fengi ekki að virkja á Nesjavöllum þegar fordæmi hafi þegar verið gef- ið með virkjanaleyfi til Hitaveitu Suðurnesja. Hún benti einnig á Andakílsárvirkjun í þessu sambandi sem Akurnesingar ætli sér að eign- ast að fullu. „Þetta hefur að vissu Tilviljanir ráð- ið meiru en meðvituð stefnumótun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.