Morgunblaðið - 29.02.1996, Side 23

Morgunblaðið - 29.02.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 23 ____________LISTIR_________ Virginíumaður í Versölum KVIKMYNPIR Bíóborgin JEFFERSON í PARÍS „Jefferson in Paris“ ★ ★ Leikstjóri: James Ivory. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala. Framleið- andi: Ismail Merchant. Aðalhlutverk: Nick Nolte, Greta Scacchi, Jean- Pierre Aumont, Simon Callow, Seth Gilliam, Michael Lonsdale, James Earl Jones. Touchstone Pictures. 1995. KVIKMYNDAÞRÍEYKIÐ Ismail Merchant, James Ivory og Ruth Prawer Jhabvala hefur gert ein- hveijar glæsilegustu myndir síð- ustu ára og nægir að nefna Há- varðsenda og Dreggjar dagsins því til sönnunnar. Myndirnar hafa not- ið alls þess besta sem leikarar eins og Emma Thompson og Anthony Hopkins hafa að gefa. Nýjasta mynd þremenninganna, Jefferson í París, fellur í skuggann af síðustu stórvirkjum þeirra en hún segir af dvöl Thomas Jeffersons' verðandi forseta Bandaríkjanna í París á umrótstímum undir lok átjándu aldar. Myndin býr yfir öllum þeim ytri glæsileika sem vænta mátti frá þríeykinu en hin dramatíska bygg- ing sögunnar er óvenjulega veik. Hún minnir á leikna sögulega heimildarmynd, sem hefur ákveðna fjarlægð á efnið. Virginíumaðurinn Thomas Jefferson er gott söguefni. Hann er fulltrúi nýja heimsins sem hef- ur andstyggð á prjáli og hégóma hins deyjandi franska konungs- veldis og stendur með byltingu alþýðunnar. Hann skrifar hin frægu orð um að allir menn séu jafnir en er sjálfur þrælahaldari og á í nokkrum vandræðum með að skýra þá þversögn. Hann er ekkjumaður og faðir og á ástkonu en barnar 15 ára stelpu í eigu sinni. Öllu þessu reyna höfund- arnir að koma fyrir í sögunni en það er eins og vanti dýpra innsæi í persónusköpunina, tímabilið og þau viðhorf sem ríktu til að ná myndinni af því skólabókaplani sem hún er á. Verst er þó að Jefferson í Par- ís tekst ekki að varpa neinu skýru ljósi á Jefferson sjálfan. Það hvorki dettur né drýpur af Nick Nolte í hlutverkinu svo persónan verður furðulega skaplaus. Ekk- ert virðist hafa bein áhrif á hann. Það er eins og hann sé aðeins áhorfandi bæði í opinberu lífi, sem er sök sér, en líka og ekkert síður í einkalífi, sem er öllu verra. Hon- um bregður ekki hið minnsta þeg- ar hann rnissir ástkonuna, hug- arvíl dóttur hans, sem hefur and- styggð á sambandi hans við þræl- inn, virðist snerta hann lítið og enn minni viðbrögð sýnir hann þegar hann hefur barnað ungl- ingsþræl sinn. Myndinni lýkur einnig mjög skyndilega og for- málalaust og skilur mann eftir með fleiri spurningar en svör. Myndin er ákaflega vel fram- leidd að öllu leyti er varðar bún- inga, glæsilega tökustaði, kvik- myndatöku og lýsingu en höfund- arnir ná ekki að kveikja líf með persónum sínum eða vekja nægi- legan áhuga á söguefninu, nokk- uð sem þeim hefur tekist svo listi- lega vel í síðustu myndum sínum. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Silli GAMLA samkomuhúsið. Sýningnm á Gauragangi hætt Húsavík. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Húsavíkur hefur nú hætt sýningum á sjónleiknum Gaura- gangi eftir Ólaf Hauk Símonarson, að afloknum 32 sýningum. Alls hafa 3.500 manns séð þennan fjöruga leik. Uppselt var fyrirfram á flestar sýning- ar og meðalfjöldi á sýningu varð 110 manns, en húsið tekur aðeins 120. Sýningargestir voru allt frá Vopna- firði til Skagafjarðar og Siglufjarðar. Allan sýningartímann hefur verið hag- stætt veður og vegir greiðfærir í allar ittir. Leikfélagið hefur aðstöðu í gamla Samkomuhúsinu sem byggt var 1928 af Umf. Ófeigi í Skörðum, en er nú í eigu Húsavíkurbæjar og er jafnframt notað til bíósýninga. Þar sem svo lengi hafa staðið yfir sýningar á Gauragangi, mun félagið ekki sýna fleiri verk á þessum vetri. -----------» ♦ » ..... Hveragerðiskirkja Verk eftir Mozart, Liszt og Debussy TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis og Ölfuss heldur áskriftartónleika sína fyrir starfsárið 1995-96 fimmtu- daginn 29. febrúar. Að þessu sinni mun tékkneski píanóleikarinn Peter Máté halda einleikstónleika. Peter Máté er margverðlaunaður píanóleikari sem hefur leikið víða og með honum hafa verið gerðar marg- ar hljóðritanir. Hér á landi hefur hann búið síðan 1990. Á þessum tónleikum mun Peter leika verk eftir W.A. Mozart, Franz Liszt, Bela Bartok, Claude Debussy, Bohuslav Martinu og John Speight. Tónleikarnir eru haldnir í Hvera- gerðiskirkju og heflast kl. 20.30. Aðgangseyrir er 800 kr. Flísalím og fúgi TSÁÍFABORGf KNARRARVOGI 4 • * 568 6755 *£WrÍiU\ Í bátu Áctíp/Í2 öu UUiiQU íéLL 'éilé' iiélt-Lyldu my.néba11 éavoMdc cg /Jpfe' luiiuizbiéiuvndbzn daicMdb 't.' .íl ■: FACT FILE PANASONIC NV-SD200 10 leigumyndir frá Videohöllinni fylgja Panasonic myndbandstækjunum ! Myndir sem þú velur, þegar þú vilt horfa. k ..v W»COCO VIDEOHOLLI LÁCMÚLA 7 A, htWuÁc NVHD600 BESTA FJOLSK YLDUMYNDBANDSTÆKIÐ OG BESTA H EIM A B í Ó M Y N D B A N D STÆ KIÐ ptt/vjs krónur jPicture Hng stöövi [Features

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.