Morgunblaðið - 29.02.1996, Side 36

Morgunblaðið - 29.02.1996, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN RUT JÓNSDÓTTIR + Kristín Rut Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1946. Hún lést í Landspít- alanum 20. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ragnhildur Aðal- steinsdóttir, f. 9.7. 1923, og Jón H. Ein- arsson, sem er lát- jánn. Þau skildu. Systkini Kristínar eru Guðrún, f. 23.7. 1948, og Sveinn, f. 2.10. 1950. Kristin giftist fyrrverandi manni sínum árið 1967 og eignuðust þau tvö börn, Guðlaugu, f. 19.8. 1966, maki Ólafur Hafsteinsson, f. 26.11. 1953, synir þeirra eru Hafsteinn, f. 11.8.1991, og Arn- ar Freyr, f. 6.3. 1993. Guðjón Ármann, f. 22.6. 1976. Kristín ELSKU mamma. Að setjast niður og skrifa kveðjuorð til þín er svo erfítt. Minningarnar um þau tæpu £0 ár sem við áttum saman í gleði og sorg þjóta um hugann og tárin streyma niður kinnarnar. Það er svo erfitt að skrifa minningamar á blað. Allt frá því að ég var lítil höfum við verið mjög nánar. Þá var pabbi á sjónum og við því mikið tvær einar. Svo liðu árin og ég var umvafin þinni ást og umhyggju, fjölskyldan stækkaði þegar brósinn minn, hann Guðjón, fæddist. Þá þurfti maður að hjálpa til og passa og eitthvað fór það stundum í taug- arnar á mér (unglingnum þá) að þurfa að hafa hann með mér og hefur þú stundum sagt í gríni eft- ir að ég átti mína stráka að þú hefðir haft af því miklar áhyggjur ef ég eignaðist böm. Þegar við unnum saman á Skatt- stofunni kynntist ég vel þeim dugnaði og krafti sem í þér bjó, aldrei hafði neinn í við þig við vinnu, það gustaði af þér og stund- um var sagt í gríni þegar fótatak þitt heyrðist eftir ganginum að þú værir eins og hvirfilbylur um allt. Þú naust mikillar virðingar í starfi og eignaðist mjög góða og trausta vini sem hafa í gegnum tíðina '\*ynst þér svo vel. Þegar ég varð mamma og þú amma nutum við okkar vel, þú varst svo dugleg að segja mér og sýna eða þá bara gera hlutina fyr- ir mig, stundum varð ég smá pirr- uð yfir því að þú skildir vera að segja og sýna mér hvemig ég ætti var í sambúð með Jóni Sigurðssyni, f. 16.12. 1937, frá 1990. Kristín ólst upp hjá móð- urömmu sinni Krist- ínu Arnadóttur á Bergstaðastræti 11 í Reykjavík. Kristín stundaði ýmis verslunarstörf frá barnæsku. 16 ára gömul fór hún til Kaupmannahafn- ar og vann í eitt ár hjá St. Jósefssystr- um í Kaupmanna- höfn. Eftir heimkomu vann hún hjá Lyfjaverslun ríkisins þar til hún hóf störf hjá Skattstofu Reykjavíkur árið 1965 og vann hún þar síðan. Utför Kristínar verður gerð frá Fossvogskirlqu í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. að gera því ég hélt að ég kynni þetta allt. En oft var gott að geta hringt í mömmu og leita ráða. Og þér var mikið í mun að þeim væri sýnd sú ást og umhyggja sem þú gafst okkur systkinunum. Varla leið sá dagur að þú hringdir ekki eða kæmir bara til að heyra í þeim og sjá þá. Alltaf er dyrabjallan hringdi þá ruku þeir upp til handa og fóta því amma var örugglega að koma og stundum voru vonbrigðin mikil ef það varst ekki þú. Alltaf var eitthvað í veskinu þínu sem gladdi þá. Þær eru ófáar ferðirnar sem þeir fóru með þér hingað og þang- að, alltaf varstu tilbúin að fá þá til þín eða koma og sitja hjá þeim og eftir að þú veiktist þá var alveg það sama, þeir voru alltaf velkomn- ir. _ í veikindum þínum urðum við ekki bara móðir og dóttir heldur urðum við svo góðar vinkonur og fundum þörf hvor fyrir aðra. Þá komu líka mannkostir þínir svo vel í ljós, þú varst alltaf að hugsa um alla aðra, hvemig allir aðrir hefðu það, þér leið nú bara vel, þú kvart- aðir aldrei, barst þig alltaf svo vel og hafðir alltaf von um bata. Húm- orinn þinn, jákvæðni og dugnaður fleyttu þér langt en nú hefur þú fengið hvíld, elsku mamma. Lífið verður skrítið og erfítt án þín en minningarnar um þig eru okkar fjársjóður sem aldrei mun gleym- ast. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum og seinna meir munum við hittast aftur. Elsku mamma, takk fyrir allt. Þín dóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir. Nú þegar leiðir hafa skilið um stund langar okkur að minnast þín með nokkrum orðum, elsku Stína. Það eru nú rétt rúm fimmtíu ár sem við höfum notið þess að eiga þig að nánum ættingja og vini, svo þær eru margar minningarnar sem koma í hugann og allar ljúfar og góðar. Örlögin höguðu því þannig að það kom fljótt á þínar ungu herðar að hjálpa hinni góðu ömmu þinni og nöfnu að ala önn fyrir yngri systkinum þínum, þeim Guð- rúnu og Sveini, ásamt móður ykkar Ragnhildi. Og eftir að amma þín hvarf á braut varðst þú alltaf, þótt ung værir að árum, sú sem allan vanda leystir, hvort sem þurfti að kaupa íbúð eða bíl, þú„ reddaðir" alltaf öllu, og þannig hefur það gengið til gegnum árin, líka eftir að þú stofnaðir þitt eigið heimili. Þú varst alltaf stoð þeirra og stytta svo þau sakna nú vinar í stað er þín nýtur ekki lengur við. Þær eru margar minningarnar sem koma í hugann og margt sem maður saknar þegar þú ert farin, ekki síst þíns skemmtilega húmors sem entist þér fram á síðustu stund og gladdi okkur svo oft, og vafa- laust miklu fleiri því þú áttir svo marga vini. Þegar við fögnuðum með þér hér á heimili okkar fyrir aðeins fáum dögum, fímmtíu ára afmæli þínu, komu hér margar af þínum góðu og tryggu vinkonum sem við höfðum svo oft heyrt þig tala um í gegnum árin, og glödd- ust með þér. En það var því miður líka kveðjustund. Við söknum líka símtalanna sem voru þannig að allir vissu við hvem var verið að tala. Þú varst svo skemmtileg og stundum slæddist svolítill gálga- húmor með. Margir munu sakna þín og ekki síst litlu dóttursynirnir, þeir Hafsteinn og Arnar, sem þú elskaðir svo mikið. Þú hafðir svo gaman af að segja frá ýmsum at- höfnum þeirra og tilsvörum. Þeir skilja ekki af hvetju amma kemur aldrei. Þú áttir líka marga góða vinnufélaga sem þú hafðir unnið með mörgum hveijum árum saman á Skattstofunni þar sem þú starfað- ir lengi og undir þér mjög vel og þar eiga vinnufélagaranir vafalaust sinn þátt, þeir munu áreiðanlega sakna þín sárt. Okkur langar líka að minnast á samband þitt við Ingi- björgu móður Jóns sem tók þér svo vel, þið urðuð svo góðar vinkonur. Við viljum senda henni sem sýndi þér svo mikla hlýju og væntum- þykju einlægar samúðarkveðjur. Kæri Jón, það var áhrifamikil sorgarstund sem við áttum saman og þú máttir ganga í gegnum þá ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfídiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 jg' FLUGLEIÐIR HÍTEL LtFTLEIBIR Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- fömum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við mikl- um verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar Ijölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargrein- um og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðs- ins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hóf- sama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. erfiðu raun í annað sinn að kveðja kæran lífsförunaut úr sama sjúk- dómi, og þið, elsku Gulla og Guð- jón, við munum aldrei gleyma hvað innilega þið syrgðuð og kvödduð móður'ykkar á þessari stundu, Oli og synirnir Hafsteinn og Arnar Freyr. Elsku Hulda, Guðrún og Sveinn, Bella og Brynja og afa- börnin sem urðu líka ömmubörn, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur öll á þessari erfiðu stund. Að lokum viljum við senda starfs- fólki kvennadeildar Landspítalans þakkir okkar fyrir frábæra hjúkrun og umhyggju í þessu langa stríði hennar við erfiða sjúkdóm. Guð blessi Stínu okkar og varð- veiti hana. Þórdís og Torfi. Oft fínnst manni að þeir sem þyngstu byrðamar bera í lífinu, kvarti minnst yfir hlutskipti sínu. Þannig var því vissulega varið með Stínu frænku okkar, sem strax í æsku fékk að kynnast mótlæti sem margir fullorðnir hefðu kiknað und- an, en í stað uppgjafar hófst bar- átta fyrir betra lífi til handa sér og þá ekki síður veikri móður sinni og yngri systkinum sem hafa undir hennar Jiandleiðslu staðið sig svo frábærlega. Þessi barátta, sem hún háði ásamt móðursystur sinni, ásamt fádæma greind mótaði lífs- viðhorf þar sem tryggð og skilning- ur á kjörum minni máttar var svo ríkjandi. Að loknu barnaskólanámi hóf Stína þátttöku á vinnumarkaði 14 ára gömul, fyrst við verslunarstörf, en um 19 ára aldur hóf Stína störf hjá Skattstofunni í Reykjavík þar sem hún starfaði til dauðadags, fyrst sem símastúlka en vann sig upp í að vera, sem mun vera eins- dæmi með manneskju sem hefur jafnlitla menntun, deildarstjóri hjá opinberri stofnun. Stína naut þeirrar gæfu að eign- ast tvö mannvænleg börn sem reyndust móður sinni sannkallaðir sólargeislar og ekki síður tengda- sonurinn og dóttursynirnir sem urðu augasteinar ömmu sinnar. Eftir erfiðan skilnað byggði Stína líf sitt upp að nýju og kynnt- ist síðar eftirlifandi manni sínum honum Jóni sem reyndist henni tryggur og góður förunautur og kom það oft fram hjá henni hvað hann var henni kær. Ekki síður reyndust dætur hans og móðir henni vel. Tryggð hennar, hjálpsemi og ekki síst rík kímnigáfa eru sú ljúfa minning sem mun búa með okkur bræðrunum um frænkuna sem var í raun sem systir. Elsku Stína okkar, við þökkum þér fyrir allar góðar stundir sem við áttum með þér. Guð blessi minningu þína. Jóni, Gullu, Guðjóni og öðrum aðstandendum biðjum við guðs blessunar. Ólafur Árni og Jón Marías. Kveðja frá saumaklúbbnum Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfír. Dáinn er ég þér. En þú munt lifa undir himni mínum þar til myrkvast hann. Missa hlýt ég þá eins og þú hefur gert Ljós dagsins land, sögu, hvem mann. (Hannes. Pétursson) Um leið og við þökkum þér, elsku vinkona, fyrir allar ánægju- legu stundirnar sem við áttum saman, biðjum við góðan Guð að styrkja Gullu, Guðjón, Jón og alla aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. Elsku amma okkar, það er svo erfitt að skilja að þú sért dáin og að við fáum ekki að hitta þig aftur því okkur langar það svo. Mamma og pabbi segja okkur að nú sértu hjá Guði og að þú sért ekki lengur lasin og þér líði vel. Ömmuljóð: Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spytja eins og myrkvuð ótta og grun i fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislegaog alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfír beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku amma: Við eigum eftir að sakna þín svo mikið en við vitum að þú munt vaka yfir okkur og minninguna um þig getur enginn tekið frá okkur. Þínir ömmustrákar. Hafsteinn og Arnar Freyr. „Hún Stína okkar er dáin.“ Með þessum orðum og harmafregn hófst venjulegur vinnudagur á Skattstofunni um daginn. Lífsglöð manneskja varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Eins og svo margir aðrir háði Stína hetjulega baráttu, en varð að játa sig sigraða að lokum. Lífsneistinn skein ávallt gegnum þykk og gyllt gleraugu hennar. Glaðleiki og hlýja voru hennar aðalsmerki. Engan bilbug var á henni að finna. Meira þurfti til að koma svona hörkutóli úr jafnvægi. Hörkutól var einmitt orðið yfir Stínu, því þar gengu hlut- irnir undan. Álagspunktarnir eru margir og mikið verk að vinna á skömmum tíma og oft enginn tími til að láta fullkomnunaráráttu flækjast fyrir sér. Stjórnunarhæfí- leikar Stínu, atorkan, dugnaðurinn og eljan nýttust til hins ýtrasta í starfinu. Afköstin og yfirferðin voru með ólíkindum. Það var að- dáunarvert hversu fljót Stína var að tileinka sér allar þær sífelldu breytingar sem áttu sér stað. Út- skýringar á flóknum skattalegum flækjum lágu fyrir henni eins og ekkert væri. Þar sem sumum þótti vera vandamál voru ekki vandamál hjá henni. Þrátt fyrir ábyrgðarfullt starf og vandasamt var ætíð stutt í glettnina og grínið. Björtu hliðarn- ar voru alltaf til staðar. Þegar heim var komið var pensill tekinn í hönd og fékk listræna genið í Stínu að leika lausum hala. Myndir hennar bera vott um næman skilning fyrir listrænni sköpun, hvort heldur sem litið var til litasamsetninganna, útlínanna eða formsins sjálfs. Þótt Stína okkar sé horfin á braut af okkar tilverustigi, lifir minningin um vandaða manneskju um ókomna framtíð. Smitandi hlátur hennar, sem ómar þarna í fjarska, gleymist aldrei. Svo ekki sé talað um taktfasta tiplið, sem verður sárt saknað. Elsku Gulla, Guðjón, Jón, Brynja, og Bella og aðrir aðstand- endur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorginni. Samstarfsmenn í launþega- deild Skattstofunnar í Reykjavík. Við þökkum þér, Stína, fyrir allt það sem þú gafst okkur. Hvíldu í friði, elskulega vinkona. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfí Jesú í þína hönd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.