Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Mjög mis- munandi hvað kostar að fá sér kaffibolla og kökusneið ÞAÐ kostar vel á áttunda hundrað króna að fá sér cappuccino kaffi og ostakökusneið á einum veit- ingastað í miðbænum á meðan það kostar á fimmta hundrað krónur á öðrum. í Ikea kostar það síðan 350 krónur. Ekkert tillit er tekið til umhverfis kaffihússins, né gæða kaffisopans og ekki athugað sérstaklega hvort kakan er heima- bökuð eða ekki. Þegar haft var samband við ýmsa staði sem selja kaffi og með því og forvitnast um verð kom í ljós að það er afskaplega misjafnt hvað felst í verði á kaffi eða köku- sneið. Sumir eru með kaffi í pressukönnum, aðrir hella uppá að gömlum sið á meðan enn aðrir eru með sjálfvirkar kaffikönnur. Þá er líka aliur gangur á því hvort ótakmarkað kaffi er innifalið í verði kaffibollans eða hvort ein- ungis er um að ræða einn eða tvo kaffibolla. Það virðist líka allur gangur á því hvernig kaffi au lait og cappuccino er búið til. í Ikea er kaffið til dæmis úr sjálfsaf- greiðsluvél á meðan önnur kaffi- hús leggja töluvert uppúr kaffi- tegundinni og uppáhellingunni sjálfri. í þessari verðkönnun er þetta ekki skilgreint svo fólk verður að spyija þegar á kaffihúsið er kom- ið. Hugmyndin var eingöngu að sýna fólki fram á hvað það kost- aði á hveijum stað að koma inn af götunni til að fá sér kaffibolla og kökusneið eða rúnnstykki. Það kom einnig í ljós að súkku- laðitertuuppskriftir eru ótrúlega margar og viðskiptavinirnir eru að fá ólíkar tertur á hinum mis- munandi kaffihúsum. Sachertert- ur, franskar súkkulaðitertur, venjulegar skúffutertur og djöflatertfir eru meðal þeirra kökusneiða sem flokkast undir súkku- laði- ter- Kaffihús Hvernig væni að fá sér kaffi og köku? 1 bolli 1 bolli 1 bolli Osta- Rúnstykki Súkkulaði- eitt kaffi Cappuccino kaffi au lait kökusneið m/osti kökusneið gosglas Kaffi París Krónur Austurstræti 14, Rvk. 180 210 210 360 190 330 150 Solon Islandus Bankastræti 7a, Rvk. 170 190 180 390 280 390 150 Kaffi Reykjavík Vesturgata 2, Rvk. 150 200 200 350 150 400 150 Kaffi Mílanó Faxafen 11, Rvk. 170 210 210 390 230 390 150 Tíu dropar Laugavegur 27, Rvk. 150 180 180 300 200 300 150 Kaffi Ole Hafnarstræti 11, Rvk. 150 180 180 , ekki til 200 . 300 150 Svarta kaffið Laugavegur 54, Rvk. 150 170 . 200 ekki til 200 300 150 Kaffiterian Kjarvalsstaðir v/ Miklatún, Rvk. 120 185 185 390 170 390 130 Kaffi Borg - Hafnarborg Strandgáta 34, Hafnarfj. 120 180 ekki til 350 ekki til 350 150 Hótel Borg Pósthússfræti 11, Rvk. 195 225 hWíTí; 225 540 350 490 190 Mokka Expresso kaffi Skólavörðustíg 3a, Rvk. 200 200 200 ekki til 160 270 160 Kaffi Oliver Hverfisgata 12, Rvk. 150 200 200 300 langloka 320 300 150 Kaffihúsið Kringlan, Rvk. 170 205 205 390 235 390 170 Listacafe - Listhúsið Laugardal, Rvk. 150 180 180 350 150 350 150 Kaffistofa - Listasafn íslands Fríkirkjuvegur 7, Rvk. 160 190 170 J ekki til ekki til 370 150 Kaffistofan Lóuhreiður Laugavegur 59, Rvk. 110 ekki til ekki til 200 170 150 125 Kaffistofa - Norrænahúsið v/Hringbraut, Rvk. 125 ekki til ekki til 250 140 250 150 Veitingastaður IKEA Holtagörðum, Rvk. 80 80 80 270 100 180 80 Súfistinn Strandqata 9, Hafnarfi. 150 210 160 360 200 360 100 Ráðhúskaffi Ráðhús Reykjavíkur 160 180 180 370 190 250 160 Kaffi Karólína Kaupvangsstr. 23, Akureyri 150 200 200 400 180 380 150 Kaffi Olsen Ráðhústorg 7, Akureyri 150 190 190 ekki til ekki til 350 150 Kaffi María Skólavegur 1, Vestmannaeyjar 150 190 190 280 ekki til 280 150 Kafft Lefolii Búðarstíg 12, Eyrarbakki 150 180 180 350 ekki til 250 150 Kaffi krús Austurvequr 7, Selfoss 130 170 170 380 ekki til 250 150 Hreiðrið Brákabraut 3, Borgarnes 110 ekki til ekki til ekki til ekki til 195 130 • I neimutgui barna sem slasast í bíl er án viðeig- andi öryggis- búnaðar Á SÍÐASTA ári slösuðust 128 börn í bifreiðum hér á landi sam- kvæmt slysaskráningu Umferðar- ráðs sem byggð er á lögreglu- skýrslum. Hefur tíðni slysa á börn- um í bílum ekki verið hærri und- anfarin fimm ár. Af þessum 128 börnum sem slösuðust í bíl voru 67 þeirra með viðeigandi öryggisbúnað, sem er um helmingur þeirra. Með góðum öryggisbúnaði sem rétt er notaður er hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga úr alvariegum áverkum í öðrum. Viðurkenndur búnaður nauðsynlegur „Það er alveg nauðsynlegt að börn séu í viðurkenndum bamabíl- stólum sem hæfa stærð þeirra og það er mikilvægt að búnaðurinn sé notaður rétt,“ segja Margrét Sæmundsdóttir og María Finns- dóttir hjá Umferðarráði. „Það er til mikið af öryggisbún- aði fyrir börn í bílum sem stenst lágmarks gæðakröfur og hann er þá merktur með stafnum E sem er inni f hring og er sú merking samkvæmt alþjóðareglum ECE44. Öryggisbúnaður sem stenst strangari kröfur er samkvæmt sænskum reglum merktur með T sem þýðir að hann er hannaður til að veita sérstaka vörn fyrir höfuð. Þá þarf fólk að hafa hugf- ast að alltaf á að láta T viður- kennda stóla snúa með bak í akst- ursstefnu. Umferðarráð hefur látið gera bækling með leiðbeiningum fyrir foreldra þar sem nákvæm- lega er farið í öryggi barna í bílum. tu- sneiðar. Það getur því vel verið að stund- um skili verðmunurinn sér alveg þegar haft er í huga að sumar tertur eru að uppistöðu búnar til úr smjöri og súkku- laði á meðan það er kakó, hveiti og smjörlíki í þeirri næstu. Þá bjóða ýmsir rjóma með tertu- sneiðunum. Þá má geta þess að oft er boðið upp á barnaskammta af skúffuköku og sumir bjóða bæði ekta súkku- laðiköku og skúffu- köku. Skúffukakan er þá iðulega allt að helm- ingi ódýrari. Vert er að geta þess að allur gangur er á því hvort gosið er í flösk- um, dósum, litlum eða stórum glösum og slíkt er ekki tekið fram í töflunni þar sem verðið á gos- glasi er tilgreint. í einhverjum tilfellum eru rúnn- stykkin bökuð á staðnum og sum- ir bjóða ekki rúnnstykki heldur einungis heimabakað brauð. Þessi upptalning á kaffi-, og veitingahúsum er engan veginn tæmandi listi yfir þá sem selja kaffi og kökur. AJR Titanium gleraugnaumgjarðirnar eru sagðar henta vel undir hjálma og fyrir börn og íþróttafólk. Fisléttar, skrúfulausar gleraugnaumgj arðir DÖNSKU gleraugnaumgjarðirnar Air Titanium, sem komu á mark- aðinn fyrir 15 árum, eru sagðar þær léttustu í heimi. Að sögn einkaumboðsmannsins á íslandi, Kjartans Kristjánssonar, sjóntækjafræð- ings, eru þær aðeins 2,8-3 g, .skrúfulausar og án lóðninga. Umg- jarðirnar eru úr títanmálmi, sem er sveigður og beygður á allra handa máta. Kjartan segir umgjarðirnar níð- sterkar og henta mjög vel undir hjálma og fyrir börn, íþrótta- fólk og þá sem nota sterk og þykk gler, því þá auki þær ná- nast ekk- ert á þungann. Árið 1994 fengu A/r Titanium umgjarð- imar The Golden Trophy verðlaunin á tísku- og tæknisýningunni The Grand Prix of Technology and Fashion í París. Mánudaginn 25. mars verð- ur einn af eigendum fyrirtækisins Lindberg Optik með kynningu fyrir augnlækna og sjóntækjafræðinga í Gleraugnaversluninni í Mjódd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.