Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 27 FJÖLMIÐLUIM Lífræn tölvugrafík Tölvugrafík skiptir miklu máli í sjósetningu sjónvarpsstöðvar. Breski hönnuðurinn Peter Bishop, sem unnið hefur meðal annars fyrir Stöð 3, sagði Árna Matthíassyni að yfírþyrmandi tölvugrafík væri oft til að fela hugmyndaskort. - ÚR UPPHAFSKYNNINGU Stöðvar 3, sem gerð er með aðstoð tölvu, gúmmístimpils og sýrubaðs. KYNNINGARMYND fyrir barnatíma Stöðvar 3, en mikið er lagt uppúr þrenningum í kynningarefni stöðvarinnar sem vonlegt er. ÞAÐ ER meira en að segja það að koma sjónvarpsstöð á koppinn; ekki er nóg að setja í samband því stöð- inni verður að skapa ímynd og svip, helst svo rækilega að sá sem á horfir finnur að hún er verulega frábrugðin öðrum stöðvum, aukinheldur sem ímynd og útlit verður að vera sveigj- anlegt, þróast smám saman, ekki svo hratt að það valdi ruglingi en nógu hratt til að áhorfendur fái ekki leið á útlitinu. Leið að þessu marki er að hanna myndskeið fyrir upphaf dagskrár og lok, fyrir upphaf auglýsingatíma og fastaþátta og svo eitthvað til að skjóta inn á milli þegar eitt- hvað bjátar á. Fyrir nokkrum árum var als- iða að sjá yfirþyrmandi glansandi tölvugrafík og fljúgandi stálmerki sem helsta skraut sjónvarpsstöðva, eins og menn hafi gleymt sér yfir möguleikum tölvunnar, en á síðustu mánuðum hefur æ meira borið á afturhvarfi til mannlegrar hönnun- ar, þó tölvuvinna sé enn snar þáttur í sjálfri úrvinnslunni. Stöð 3, sem hóf útsendingar fyrir áramót, fékk til liðs við sig breskan hönnuð, Pet- er Bishop, áður en stöðin fór af stað, og hann nýtti sér meðal ann- ars nýjustu tölvutækni og fléttaði saman við gamaldags handverk með þeim afleiðingum að upphaf- skynning stöðvarinnar hefur vakið athygli út fyrir landsteinana; fékk þannig viðurkenningu í helsta fag- tímariti sjónvarpsheimsins, Tele- visual. Úr lögfræði í grafíkina Peter Bishop lærði lögfræði en sneri sér snemma að því að fást við grafíska hönnun, auglýsinga- gerð og hreyfimyndir og hefur unn- ið við hana í tæpa tvo áratugi. Undanfarið hefur hann meðal ann- ars unnið auglýsingar fyrir Cheeri- os, Nesquick og Skittles en af ís- lenskum verkefnum minnast eflaust margir Jóa-auglýsinga íslenskra rafveitna fyrir nokkrum árum. Fyr- ir sjónvarp hefur hann t.d. unnið að kynningarmynd- skeiðum, þáttakynn- ingum og auglýsinga- skeiðum fyrir Cartoon Network og MTV- stöðvarnar í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu, en þær eru rekn- ar sem sjálfstæðar heildir. Myndskeið hans við Awake on the Wild Side í MTV Europe vann gullverð- laun á kvikmyndahátíð New York 1994 sem besta kynningarmynd- skeið í sjónvarpi. Frá 1994 hefur hann unnið kynningarmyndskeið fyrir tónlistarsjónvarpsrásina [V] sem er á Star TV og vann verðlaun sem besta nýja rásin á Promax hátíðinni í Bandaríkjunum á síðasta ári. Sem stendur er Peter Bishop meðal annars að vinna að myndefni í vinsældalista Coca Cola og auglýs- ingum fyrir svissnesku póstþjón- ustuna. Peter Bishop hefur oft komið til íslands, á íslenska konu, Gyðu Jóns- dóttur, og hefur meðal annars hald- ið hér sýningar á verkum sínum og kennt á námskeiðum í Myndlista- og handíðaskólanum og víðar. Hann segir að þar sem hann hafi kennt hér á landi hafi stjórn Stöðvar 3 vitað af honum og því leitað til hans til Bretlands. „Til að byija með setti ég saman áætlun sem mér fannst þeir þurfa að hafa und- ir höndum, hvað væri nauðsynlegt að mínu mati og hvert þeir gætu leitað með verkefnið, en það lá alls ekki fyrir að ég myndi taka það að mér á þeim tíma. Það má segja að þeir hafi upphaflega leitað til mín sem ráðgjafa, en ég bjóst við því að þeir myndu vilja láta vinna alla vinnu heima á íslandi, sem er mun auðveldari leið og einfaldari. Ég kom síðan til íslands og lagði þeim lið við frumvinnuna, en þegar kom að því að búa til kynningar- myndir, fimm myndir alls, fyrir barnatíma, upphafsmyndskeið, íþróttakynningu, auglýsingamynd, bilana- og hlémyndir spurðu þeir mig hvað ég myndi gera fengi ég vinnuna. Ég setti því saman frum- hugmynd, sem byggðist meðal ann- ars á nýrri tölvutækni, svokallaðri Flame-myndvinnslutölvu, sem vinn- ur úr myndum eftir birtustigi þeirra og breytir í þrívídd. Þeim leist það vel á þá hugmynd að ég var beðinn að taka verkefnið að mér.“ Lífræn tölvugrafík Peter Bishop segir að hann hafi þegar einsett sér að reyna að nota tölvutækni til að búa til eitthvað sem virtist lífrænt eða manngert, en ekki eins sviplaust og fullkomið og tölvugrafík gjarnan verður. Til að það mætti Verða notaði hann nýjustu tölvutækni, teiknaðar hreyfimyndir og ljósmyndatækni. Markmiðið var að gefa stöðinni auðþekkjanlegt og ákveðið útlit sem hægur leikur yrði að aðlaga og breyta eftir því sem verkast vildi. „Tölvan er af gerðinni Flame en forritið heitir Displacement F/X og vinnur úr mynd eftir birtustigi hennar. Til að mynda yrðu svartir deplar á hvítum grunni þrívíðar hvítar keilur eða hnúðar eftir vinnu í tölvunni. Myndin sem tölvan vann úr var aftur á móti unnin með gúmmíkubbum sem ættir voru með sýru og málaðir og niðurstaðan var mjög sérstök. Sjálf vinnslan tók marga tíma og við vissum í raun ekkert hver niðurstaðan yrði, enda gerðist margt sem við höfðum ekki séð fyrir." Peter Bishop segist ekki vilja hanna það sem hann kallar fljúg- andi táknmyndir, tölvugrafík og stáltákn. „Ég hef unnið við stöðvar- mark, þ.e. að setja saman mynd- skeið sem sjónvarpsstöðvar nota til að skapa sér ímynd og vekja á sér athygli, fyrir MTV, Channel [V] og fleiri stöðvar, en hef ekki viljað vinna fyrir stöðvar sem vilja bara fljúgandi tákn til að merkja sig. Ég vil leggja áherslu á skýrt mark- aða hugmynd og helst ekki byggða á vélrænni töivugrafík. Sú skoðun mín hlaut hljómgrunn hjá stjórn- endum Stöðvar 3 og því fékk ég verkefnið." Dagskráin er aðalatriðið Skiptar skoðanir eru um hve miklu púðri á að eyða í myndskreyt- ingar í sjónvarpsstöð og Peter Bish- op leggur áherslu á að mestu máli skipti hvernig fénu sé varið. „Það gefur augaleið að aðalatriði sjón- varpsstöðvar er sú dagskrá sem hún sendir út,“ segir hann, „en fólk ætlast samt til þess að jafnvægi sé á milli dagskrárgerðar og útlits stöðvarinnar. Auðvitað er hægt að nota sem kynningar- og upphafs- skeið pappírsblað með ápáruðum texta, en það félli ekki vel að vand- aðri dagskrárgerð. Undanfarin ár hafa sjónvarps- stöðvar eytt sífellt meiri peningum í flókna og íburðarmikla tölvúgrafík en nú orðið eru flestir að draga úr grafík, því yfirhleðslan missir marks og fælir frekar frá auk þess sem mikil grafík er oft yfirklór yfir hugmyndaskort. Þetta má til að mynda sjá í MTV, en þar er mikið um grafík sem er til bara vegna þess að tæknin gefur möguleikann til að búa hana til. Að mínu mati verður hönnuðurinn að hafa hreina ákveðna hugmynd til að vinna eft- ir. Ég hef gaman af tilraunastarf- semi, en þegar selja á hugmynd verður hún að vera úthugsuð og skipulögð." Enginn tími og engir peningar Peter Bishop segir að miklu skipti að áhorfandinn viti á hvaða stöð hann sé að horfa hveiju sinni, að stöðin hafi persónuleika og það er það sem hann vinni við til að mynda við MTV í Asíu. „Stöð 3 er enn að vinna að því að móta persónuleika, táknin eru komin en hitt tekur lengri tíma að þróa. Ég skipti mér ekki af því hvert stöðin stefnir, en geri aftur á móti tillögur eftir því sem stjórnin biður mig um,“ segir hann. Peter Bishop segir að íslenskir sjónvarpsáhorfendur megi vel við una um grafík í sjónvarpsstöðvun- um og þannig þykir honum mikið af grafík Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 mjög vel heppnað. „Þar þurfa hönnuðir þó að glíma við sama vandamál og hönnuðir við sjónvarpsstöðvar um allan heim, það er enginn tími og engir pening- ar. Maður fær kannski upp í hend- urnar skemmtilegt og viðamikið verkefni, sem þarf að klára á tveim- ur dögum, en það á eftir að blasa við manni í heilt ár í sjónvarpinu.“ Peter Bishop Ríflegur afsláttur og bónuspakki að verðmæti 25.000,- með hverjum vélsleða. Tryggið ykkur sleða fyrir páska. Opið laugardag frá kl. 10-16 Skútuvogi 12A, sími 581 2530.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.