Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 9 FRETTIR Frumvarp um aflahlutdeild smábáta var til fyrstu umræðu á Alþingi á f östudag STJÓRNARANDSTÆÐINGAR kröfðust þess við umræðu um frum- varp um stjórn fiskveiða á Alþingi á föstudag að sjávarútvegsráðherra upplýsti hvort aflakvóti yrði aukinn á yfirstandandi fiskveiðiári í kjölfar upplýsinga Hafrannsóknastofn- unarinnar og yfirlýsinga ýmissa stjórnarþingmanna, þ. á m. forsæt- isráðherra, þar að lútandi. Ákveðið hefur verið að fram fari utandag- skrárumræða um aukningu kvótans á mánudaginn kemur, en þann dag, 15. apríl, rennur út frestur ráðherra til að tilkynna hvort kvóti Verður aukinn eða ekki. Við umræðu um frumvarpið kom fram mismunandi afstaða þing- manna í sömu flokkum til þess og gilti það bæði um stjórn og stjórnar- andstöðu, en í frumvarpinu er afla- hlutdeild smábáta ákveðin sem hlutfall af heildarafla. Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðu- bandalagsins, sagði að það væri jákvætt að fram væru komnar ákveðnar tillögur í þessum efnum. Hann vildi ekki leggja á þær endan- legan dóm, en teldi þó að þær stefndu í rétta átt og væru mikil framför frá þeim tillögum sem deilt var um á næstsíðasta þingi um fyr- irkomulag veiða smábáta. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins, fagnaði því að frumvarpið væri fram komið. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að hann væri mótfallinn því að veita smábát- unum ákveðna hlutdeild í heildar- aflamarkskerfinu og teldi það skaða fiskveiðistjórnunarkerfið, sem væri það skásta sem við hefðum, þótt það væri ekki fullkomið. Smábát- arnir hefðu verið að auka afla sinn og leikið lausum hala á sama tíma og aflaheimildir þeirra sem hefðu verið á aflamarki hefðu verið að skerðast. Einar Oddur Kristjánsson, þing- Skiptar skoðanir um frumvarpið maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það frumvarp sem samþykkt hefði verið á vorþingi í fyrra um smábáta væri lykillinn að því sam- komulagi sem nú hefði náðst og þetta frumvarp endurspeglaði. Hann skildi ekki að þessi niðurstaða þyrfti að koma mönnum á óvart miðað við þær yfirlýingar sem gefn- ar hefðu verið við afgreiðslu máls- ins í fyrra. Einar sagðist vera þeirr- ar skoðunar að auka ætti þorsk- kvótann, en það væri i verkahring sjávarútvegsráðherra að ákveða það. Andvígur frumvarpinu Lúðvík Bergvinsson lýsti því yfír að hann væri gersamlega andvígur þessu frumvarpi. Með því væri ver- ið að opna fiskveiðistjórnunarkerfið sem hefði reynst okkur vel og væri að skila árangri nú þegar jiorsk- stofninn væri að styrkjast. Á und- anförnum árum mætti segja að það hefði verið sátt um ósættið vegna þess að það sama hefði gengið yfir alla í þeim niðurskurði sem átt hefði sér stað. Nú væri ekki lengur hægt að treysta því að það sama gengi yfir alla í þessum efnum. Hjálmar Árnason fagnaði frum- varpinu og sagði að meginatriðið væri að frumvarpið væri flutt í sátt við Landssamband smábátaeig- enda. Hann sagðist vonast til að það „rynni ljúflega gegnum þingið“. Árni R. Árnason talaði um að göt hefðu lengi verið í kerfinu, sem gæti verið að hefðu verið viljandi sett, en þar hefði mönnum verið gefið færi á að koma sér upp króka- bát. Þetta hefði valdið mikilli fjölg- un krókabáta og leitt til þess að krókabátar hefðu sífellt farið marg- falt fram úr áætluðum afla þrátt fyrir að viðmiðunarmörk hefðu far- ið sífellt hækkandi. Þessi göt í lög- unum væru á ábyrgð stjórnmála- manna og þeir gætu ekki skotið sér undan henni. Með þessu frumvarpi væri því verið að koma til móts við þennan hóp. Þorsteinn Pálsson tók síðastur til máls. Hann byrjaði á að svara spurningu sem borin hafði verið fram um það hvaða rök stæðu á Rætt um prófessors- embætti á vegum UNESCO við HÍ FEDERICO Mayor, aðalfram- kvæmdastjóri Menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann hefði kynnt Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráð- herra, hugmyndir um að stofnað verði prófessorsembætti á vegum UNESCO í haffræði við Háskóla íslands. Mayor kvaðst vilja þakka Norð- urlöndunum, íslandi þar á meðal, fyrir víðsýni þessara þjóða og stuðn- ing við Sameinuðu þjóðirnar. „Framlag íslendinga til Samein- uðu þjóðanna, einkum lýðræðishug- sjón þeirra og viðhorf til mannúðar- mála, skiptir ekki minna máli en það sem Islendingar hafa þegið á móti frá Sameinuðu þjóðunum," sagði Mayor. Mayor hitti Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta íslands, á föstudag. Þá átti hann einnig fund með Þor- steini Pálssyni, sjávarútvegsráð- herra. „Við ræddum um sjávarútvegs- mál og hafrannsóknir. Þetta mál er UNESCO afar mikilvægt og ég Nöfn féllu niður NAFN Þorvalds Óskars Karlssonar, Bæjargili 87, Garðabæ, sem fermist í dag í Víðistaðakirkju klukkan 10:30, féll niður af lista yfir ferm- ingarbörn í blaðinu í gær. Þá féll niður nafn Ólafíu Ágústs- dóttur, Smárarima 26, sem fermist frá Grafai-vogskirkju kl. 13:30. Beðizt er velvirðingar. bak við það að blanda saman króka- og línuveiðum. Svarið var á þann veg að mönnum hefði ekki þótt ástæða til að banna línubátum að vera á handfærum þar sem þau væru afkastaminni veiðarfæri. Þó viðurkenndi hann að þau sjónarmið gætu komið upp að þetta gæti tor- veldað eftirlit. Öll skip undir sama kerfi Spurningu um það hvort það væri hans mat að það væri efna- hagslega æskilegt að æ stærri hluti þorskaflans yrði veiddur af smábát- um á sóknarmarki svaraði hann á þann veg að hann teldi eðlilegast að öll skip yrðu undir sama kerfi. Þá myndi kerfið leiða í ljós hvaða skip væru hentugust á hveijum tíma. Það væri þannig æskilegast að markaðurinn leysti vandamálið. En þar sem ekki væri samkomu- lag um þetta yrðu menn að leita þeirra leiða sem skynsamlegastar væru og stuðluðu að verndun og uppbyggingu stofnanna. Þetta væri skref í þá átt að bæta kerfið að því leyti. Hann svaraði þeirri gagnrýni að eftir þetta gætu menn ekki treyst því að hlutdeild væri hlutdeild með því að sá hluti sem smábátunum bæri væri afmarkaður með núgild- andi fiskveiðistjórnunarlögum sem 13,9% af heildaraflanum. Með þessu frumvarpi væri aðeins verið að festa þessa hlutdeild í sessi. „Okkur get- ur greint á um það hvort þetta sé sanngjörn niðurstaða," sagði Þor- steinn. „Ég ætlast ekki til að allir fallist á mína sanngirnismælikvarða. Hitt liggur í augum upp að það er til styrktar aflahlutdeildarkerfínu þeg- ar þessi hluti er beint tengdur við kerfið en stendur ekki hálflausbeisl- aður fyrir utan með afmarkaðan hlut.“ Þorsteinn sagði að þetta styrkti því forsendur aflahlutdeild- arkerfísins og drægi úr líkum á því að menn væru að hræra í því fram og til baka. þarf ekki að taka fram mikilvægi þess fyrir íslendinga. UNESCO getur nýtt sér þekkingu íslendinga á þessu sviði á þann hátt að bjóða námsstyrki til nemenda frá þróun- arlöndunum til að stunda nám á íslandi. Þessi lönd geta öll dregið lærdóm af þeirri reynslu sem íslend- ingar búa yfir,“ sagði Mayor. Prófessorsembætti og námsstyrkir Mayor kvaðst áhugasamur um að íslendingar miðluðu í enn frek- ari mæli til annarra þjóða vísindum, ekki síst þekkingu á endurnýjanleg- um orkuauðlindum landsins. „Við erum að kanna hvernig megi koma á fót prófessorsembætti við Háskóla Islands á vegum UNESCO á sumum þeirra sviða sem höfðað gætu sérstaklega til annarra landa. Eg ræddi það við sjávarút- vegsráðherra á hvern hátt aðrar þjóðir geti nieð bestum hætti nýtt sér reynslu íslendinga í sjávarút- vegsmálum og vísindum. Við erum mjög áhugasamir um þetta mál því Ijóst er að 62% mannkyns býr við strendur og hagur sá sem fátækar þjóðir geta haft af sjávarútvegi er mikill. Einn kosturinn er að bjóða fram námsstyrki til þeirra sem vilja nema á íslandi en við skoðum líka þann kost að stofna prófessorsemb- ætti í haffræði á vegum UNESCO á íslandi. Höfuðstöðvarnar yrðu við Háskóla íslands en mér þætti einnig fýsilegt að embættið stæði fyrir öflugum námskeiðum í Afríku, Suð- ur-Ameríku eða Asíu,“ sagði Mayor. Fyrsta prófessorsembættið á vegum UNESCO var stofnað 1989. Þau eru nú 126 talsins hvarvetna í heiminum. Munið ráðstefnuna sem haldin verður í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg 1, fimmtudaginn 18. apríl 1996 á vegum Verkfræðingafélagsins og Tækniffæðingafélagsins í samvinnu við Samtök iðnaðarins og lðnaðarráðuneytið. 12:30-13:00 Afhending ráðstefnugagna. 13:00-13:20 Formaður TFÍ, Páll Á. Jónsson, setur ráðstefnuna og skipar ráðstefnustjóra, Pál Kr. Pálsson, Sól hf. Ávarp. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 13:20-13:40 Framtíðarsýn iðnaðar á íslandi - möguleikar morgundagsins. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslenska jámblendifélagsins. 13:40-14:00 Starfsskilyrði og samkeppnishæfni - hver er staðan og hvað þarf til. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 14:00-14:20 Samspil iðnaðar og sjávarútvegs. Þorsteinn M. Jónsson, framkvæmdastjóri Vífilfells. Helgi Geirharðsson, Samstarfsvettvangi sjávarútvegs og iðnaðar. 14:20-14:40 Tækifæri á íslenskum og erlendum mörkuðum. Jón Ásbergsson, Útflutningsráði íslands. Finnur Geirsson, Nóa Síríus. 14:40-15:10 Hlé. 15:10-15:25 Árangur í iðnaði. Bjarni Bjamason, Kísiliðjunni. 15:25-15:45 Fjármögnun iðnfyrirtækja. Þorkell Helgason, ráðuneytisstjóri í Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Benedikt Árnason, hagfræðingur Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. 15:45-16:05 Nýsköpun og þróun. Baldur Hjaltason, Lýsi hf. 16:05-16:25 Starfsmenntun og uppbygging þekkingar. Ingi Bogi Bogason, Samtökum iðnaðarins. Þorkell Sigurlaugsson, Eimskip hf. 16:25-16:40 Umhverfismál í iðnaði. Guðjón Jónsson, ísal. 16:40-17:20 Pallborðsumræður. Sveinn Hannesson, Jón Ásbergsson, Þorkell Helgason, Baldur Hjaltason, Bjarni Bjarnason og Þorkeil Sigurlaugsson. Stjórnandi, Páll Kr. Pálsson. 17:20 Ráðstefnuslit. Formaður VFI, Pétur Stefánsson. Skráning þátttakenda á ráðstefnuna þarf að fara ffarn t' síðasta lagi þriðjudaginn 16. apríl á skrifstoíu VFÍ og TFÍ í síma 568 8511. Verð er 5.000 kr. fyrir félagsmenn og 6.500 kr. fýrir aðra. Innifalið í verði eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar. VERKFRÆ 3 ÍSLANDS Tœknifrœöingafélag íslands IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ <ð) SAMTOK ■■■ IÐNAÐARINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.