Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ NÝTING ORKUAUÐLINDA Það er ýmislegt að gerj- ast í orku og umhverfis- málum heimsins sem mönnum kann í fljótu bragði að fínnast okkur óviðkomandi, einkum varðandi auðlindanýt- ingu, en nýting auð- linda, þar á meðal orku- linda, er með mikilvæg- ustu umhverfismálum sem jarðarbúar þurfa að fást við, skrifa dr. Arni Snorrason og dr. Hákon Aðalsteinsson. Landsmenn eigi þó ekki eingöngu að skoða þessi mál vegna þrýstings frá umheiminum, heldur á okkar eigin forsendum. Uppbygging raforkukerfis Íandsmanna er miðstýrð enda tekur Alþingi aílar meiriháttar ákvarðanir um fjárfestingar á þessu sviði. Langstærsti raforkuframleiðandi landsins er Landsvirkjun. Stjórnvöld hafa falið Landsvirkjun víðtækt hlutverk á raforkusviðinu. Meðal þess má nefna orkusölu til stóriðju og rekstur á meginflutningskerfi sem spannar landið allt. Með þessu tvennu hefur Landsvirkjun verið gert kleift að ráðast í stórar og hagkvæmar virkjanir, sem veldur því að þegar til lengri tíma er litið eru önnur orkufyrirtæki sjaldan samkeppnisfær um heildsöluverð á raforku. Meðal þeirra skuldbindinga sem stjórnvöld hafa lagt á Lands- virkjun er að hafa með viðunandi öryggi tiltæka nægilega raforku til þess að anna þörfum viðskiptavina sinna á hverjum tíma. Stjómvöld hafa ennfremur tekið ákvörðun um að jafna orkuverð með því að öll orka sém flutt er til almenningsraf- veitna með meginflutningskerfinu er seld á sama verði. Það er ýmislegt að geijast i orku og umhverfismálum heimsins sem mönnum kann í fljótu bragði að finnast okkur óviðkomandi, einkum varðandi auðlindanýtingu, en nýting auðlinda, þar á meðal orkulinda, er með mikilvægustu umhverfismálum sem jarðarbúar þurfa að fást við. Við eigum þó ekki eingöngu að skoða þessi mál vegna þrýstings frá umheiminum, heldur á okkar eigin forsendum. Markmið þessarrar út- tektar er að skoða nýtingu orkuauð- lindanna í grófum dráttum en ekki í neinum smáatriðum. „Eiginleikar orkulindanna“ Hringrás vatnsins er drifin af sólarorku og er því vatnsorkan end- urnýjanleg auðlind. Aftur á móti byggist virkjun jarðhita á nýtingu takmarkaðrar auðlindar. Hún er takmörkuð í þeim skilningi að venju- lega er tekinn mun meiri varmi úr jarðhitageyminum en svarartil hins stöðuga varmastraums að honum. Það er reyndar viss einföldun fólgin í því að teija alla vatnsorku end- urnýjanlega. Ef miðlun vatns er nauðsynlegur liður í virkjun, geta upphaflegar forsendur breyst með því að miðlunarlón fyllist af aur, og ef ekki er völ á öðru lónstæði dreg- ur úr möguleikum á óbreyttri nýt- Vatnsorka núverandi raforkukerfis frá 1950-1988 Á MYNDINNI eru nokkrar stærðir sem skipta máli fyrir nýtingu vatnsorku. Rennslisorka er sú orka sem hægt er að vinna i vatnsaflsvirkjunum ef vélar (uppsett afl) þeirra væru nógu stórar til að breyta öllu rennsli í raforku. Hins vegar er ekki hægt að ábyrgjast afhendingu á meiri orku en þeirri sem vatnsföllin skila þau ár sem rennslið er hvað minnst, og er það nefnt forgangsorka. Tiltæk orka er sú orka sem núverandi vatnsaflsvirkjanir geta framleitt. ingu þeirrar tilteknu vatns- orku með tímanum. Eins og við þekkjum er úrkoma breytileg milli ára og sömuleiðis hiti og jökul- bráð, sem allt veldur breyti- legu vatnsrennsli milli ára. Við þekkjum ennfremur af raun að ómögulegt er að sjá fyrir hvemig veðurfar verður frá ári til árs. í raforkukerfi sem er byggt á vatnsorku getur þannig verið erfitt að spá fyrir um raforkufram- leiðslu til langs tíma. Mest- um erfiðleikum valda mörg þurr og köld ár í röð. Til að meta áhrif slíks veðurfars á raforkuframleiðslu vatns- orkuvera er stuðst við mælingar sem gefa rennsli virkjaðra vatnsfalla langt aftur í tímann. A myndinni hér að ofan er vatns- orka núverandi raforkukerfis sýnd. Efsta línan sýnir rennslisorku nú- verandi vatnsorkukerfis, þ.e. þá orku sem mætti vinna úr vatninu sem rennur til virkjananna, væru þær nógu stórar, þ.e. hefðu nægt uppsett afi, til að taka við því öllu. Miðlínan sýnir þá orku sem árlega er hægt að vinna með því afli sem er í viðkomandi virkjunum. Neðsta línan sýnir forgangsorku. Forgangs- orka er sú orka sem framleiðandi skuldbindur sig til að hafa ætíð til reiðu. í verstu árum er tiltæk orka nánast jöfn forgangsorkunni, enda er hún miðuð við rennsli sem er nærri lágmarksrennsli. Á myndinni kemur fram að ein- staka ár eru venju fremur léleg og á þessu tímabili eru köldu árin 1965 og ’66 verst, en þau voru undanfari hafísára (1949-’50 var einnig slæmt), og mörg léleg vatnsár eru á tímabilinu 1978-’88. Líkur eru á slæmum rennslistímabilum á 10-15 ára fresti. Ef stærð virkjunar væri eingöngu miðuð við forgangsorku er augljóst að í flestum árum renn- ur mikið af vatni ónýtt fram hjá henni. Orkugeta nýrrar virkjunar er fundin með því að reikna út hversu miklu viðkomandi virkjun bætir við það raforkukerfí sem fyrir er miðað við þann markað sem á að þjóna. í raforkukerfi þar sem vatnsaflsvirkj- anir eru yfirgnæfandi er augljóst að rennsli í vatnsföllum ræður hve mikið virkjanir geta tryggt af raf- orku. Háhitavirkjun er hins vegar óháð duttlungum náttúrunnar og það er því augljóst að í versta vatns- ári, sem ræður orkugetu vatnsafls- kerfisins, getur háhitavirkjun fram- leitt raforku nær sleitulaust allt árið. Aðferðin sem notuð er til að reikna orkugetu nýrra virkjana getur því gefið háhitavirkjuninni orkugetu í samræmi við hámarksnýtingartíma, þótt engin þörf sé á orkunni næsta áratug. Við slíkar aðstæður má því alveg eins segja að háhitavirkjunin verki sem varaaflsstöð fyrir vatns- orkukerfið. Raforkumarkaðurinn Afl í virkjunum er við það miðað að hægt sé að tryggja kaupendum umsamda raforku við mesta álag. Álagssveiflur stafa fyrst og fremst af breytilegri orkuþörf annarra not- enda en stóriðju, þ.e. hins almenna markaðar. Þörfin er mest í skamm- deginu til lýsingar og húshitunar. Ef heildarorkukaup hins almenna markaðar eru borin saman við mesta álag, þá kemur í ljós að hinn al- menni markaður notar afl kerfisins að meðaltali í um 5.000 stundir á ári (af 8.760). Stóriðja nýtir hins vegar mesta álag að meðaltali í um og yfir 8.000 stundir á ári. Af því leiðir að þessar markaðseiningar gera mismunandi kröfur til afls. Auk þess er í raforkukerfínu tals- vert varaafl til að mæta bilunum í virkjunum. í raforkukerfínu er þannig talsvert afl sem aðeins er notað mjög skamman tíma ár hvert. Þetta afl er hægt að nýta til þess að framleiða afgangsorku þegar vatnsbúskapur er góður, en eðli máls samkvæmt fæst mun lægra verð fyrir hana en forgangsorku. í heild minnkar þörf kerfis- ins fyrir umframafl eftir því sem hlutur kaupenda með háan nýtingartíma eykst. Þannig gerist það að virkjan- ir sem byggðar voru fyrir markað þar sem hlutur al- menns markaðar var tiltölu- lega stór miðað við það sem nú er og fyrirsjánlegt er í náinni framtíð auka orku- framleiðslu sína vegna betri nýtingar á afli án nokkurrar viðbótarfjárfestingar. Enn- fremur minnkar varaaflsþörf- in hlutfallslega með stækk- andi raforkukerfi. Sem stendur er talsvert umframafl í raforkukerfínu. Ef til kemur þarf mikið átak til að geta staðið við orkuafhendingu vegna álvers á Grundartanga auk stækkunar ísals. Slíkt átak yrði mögulegt af því að hægt er að nýta sér umframafl til aukinnar fram- leiðslu með því einu að auka miðlun vatns og rennsli til núverandi virkj- ana, og að auki verða vatnasafls- virkjanir aflögufærar með afl til að taka á sig sveiflur í markaðnum svo að hægt sé að keyra fyrirhugaðar háhitavirkjanir á fullu, þ.e. með nýtingartíma mesta. álags langt umfram samsvarandi meðalnýting- artíma markaðarins. En þar með er úti ævintýri og ný raforkuver, hvort sem þau byggja á vatnsorku eða háhita, selja raforku á meðal- nýtingartíma markaðarins, þ.e. þeirrar markaðseiningar sem þær þjóna sem nú er landið allt. „Auðlindanýting og umhverfismál” Nýting auðlinda er mikilvægt umhverfismál. Sjálfbær þróun sem á að tryggja að nýting okkar á auð- lindum skerði ekki möguleika kom- andi kynslóða krefst þess að við íhugum almennt umgengni okkar við auðlindir. Nýlega sendi starfshópur á veg- um Umhverfisráðherra frá sér skýrslu um tengsl umhverfísmála við iðnþróun og orkumál; Fram- kvæmdaáætlun um umhverfismál; orka, iðnaður, nytjavatn og jarð- efni. Þar segir m.a. varðandi al- menna skýringu og skilgreiningu á hugtakinu sjálfbær þróun í iðnaðar- og orkumálum: Sjálfbær þróun felur í sér að nýt- ing auðlinda náttúrunnar til þróunar atvinnulífsins, mannkyninu til efna- hagslegs og félagslegs ábata, sé með þeim hætti að lífsskilyrði kom- andi kynslóða séu ekki skert. Stjórn á nýtingu auðlinda þjóðar- innar þurfí að miða að því að upp- fylla markmið og skilyrði sjálfbærr- ar þróunar: Varðandi auðlindir sem gengið er á, svo sem jarðefni eða auðlindir sem nýttar eru hraðar en svarar til hinnar náttúrulegu endurnýjunar, svo sem víða á við um jarðhita- svæði, þarf sérstaklega að aðgæta hvernig komandi kynslóðir geti mætt sínum þörfum. I því sambandi þarf að leggja áherslu á aðhald í nýtingu viðkomandi auðlinda sem og rannsóknir og þróun. Nýtingin þarfjafnframt að vera í anda megin- reglna um sjálfbæra þróun. Hvað skyldi vera átt við þegar talað er um komandi kynslóðir, ætli það sé kynslóð bamanna eða barna- barnanna. Nei; þarna er alveg áreið- anlega átt við ótilgreindar komandi kynslóðir. Það þýðir auðvitað að horfa verður langt fram í tímann, mun lengra en svarar til kjörtíma- bils ríkis- og borgarstjórnar. Nýting orku ákveðins vatnsfalls til raforkuframleiðslu (sem er nán- ast einu notin) fer eftir rennsliseig- inleikum þess og möguleikum til að miðla vatni milli árstíða, þ.e. mögu- leikum til að laga orkuvinnslu að eiginleikum raforkumarkaðarins. Nýtingu jarðhita þarf að skoða út frá fleiri sjónarhomum en nýt- ingu vatnsorku. Mikilvægasti mun- urinn er sá að háhitanýting er náma- vinnsla, en einnig er mikilvægt að háhita má nýta á margvíslegan hátt, t.d. til upphitunar, til ýmiskonar iðnaðar og til raforkuframleiðslu. Öll slík nýting verður að taka tillit til þess að auðlindin er takmörkuð og slík takmörkun kallar á annars- konar verðlagningu heldur en ann- ars væri. Samkvæmt kenningum í auðlindahagfræði verður auk kostn- aðar vegna vinnslunnar einnig að greiða rentur ef tryggja á skilvirka nýtingu auðlindarinnar. Rentan ræðst m.a. af því hversu stór auð- lindin er, þ.e. hve lengi hún endist, og eins hver er kostnaður við að útvega afurð hennar með öðrum hætti. Að teknu tilliti til þessa, þá verður að bera saman ávinning af mismunandi nýtingu auðlindarinn- ar. Ef háhiti í nánd við þéttbýli er nýttur til raforkuframleiðslu ein- göngu þá verður að bera ávinning þess saman við ávinning af nýtingu hans t.d. til húshitunar, eða iðnaðar. Flestir hafa aðgang að jarðhita til húshitunar, og er kostnaður við húshitun hérlendis með því lægsta sem þekkist í heiminum. Auk þess er mengun vegna orkuvinnslunnar mjög lítil miðað við það sem al- mennt fylgir húshitun annars stað- ar. Þetta þarf m.a. að hafa í huga þegar skoðað er að hve miklu leyti á að virkja þau háhitasvæði tihraf- orkuvinnslu eingöngu, sem liggja best við til að uppfylla þarfir þéttbýl- ustu svæða landsins fyrir orku til húshitunar (varmavinnslu), og sama gildir um háhitasvæði sem eru nær- tækust til að útvega jarðgufu til iðnaðarnota, þ.e. svæði innan tiltek- innar fjarlægðar frá iðjusvæðum og höfnum. Þetta eru t.d. núverandi orkuvinnslusvæði hitaveitna Reykjavíkur og Suðurnesja og önn- ur nærtæk svæði eins og Brenni- ’ steinsfjöll, og t.d. Trölladyngja og Reykjanes fyrir iðnaðargufu. Miðað við núverandi raforkukerfi koma jarðgufustöðvar inn í kerfi þar sem vatnsaflstöðvar sjá fyrir um 95% af raforkuframleiðslunni. Orkugeta þeirra er miðuð við því sem næst versta vatnsár. Hún er því sjaldnast fullnýtt, a.m.k. ' til vinnslu forgangsorku, og f sumur má búast við að meira minna vatn renni framhjá stöðv um. Þegar svo stendur á ætti stöðva samsvarandi raforkufr; leiðslu í jarðgufustöðvum í samrs við ofantaldar meginreglur um i gengni við takmarkaða auðlind. það er metið svo að hægt sé að vi t.d. 100 MW úr háhitasvæði í 30 ár með því að láta virkjun ga: í um 8000 stundir/ár, gæti se virkjun gengið í um 40 ár ef 1 er keyrð í um 6000 stundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.