Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR --------------------------------------------, Upplýsingar um forsetakosningarnar eru gefnar á kosningaskrifstofunni i Borgartúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um atkvœðagreiðslu utan kjörfundar eru gefnar t sima 553 3209 um- sumar síns hinum megin,“ segir Sophia og hefur eftir túlki sínum að Halim hafi margoft kreist handlegg stúlkn- anna fyrir utan réttarsalinn og end- urtekið: „Þið vitið hvað þið eigið að segja. Þið vitið hvað þið eigið að segja.“ Hún segir að dætur hennar hafí farið að vilja dómarans og tekið nið- ur sólgleraugun á meðan á yfir- heyrslunni stóð. Að henni lokinni hefði pabbi þeirra skipað þeim að setja sólgleraugun upp á nýjan leik enda hefðu þær setið beint á mót sér. Fyrir hæstarétt í haust i i Eftir yfirheyrsluna var gert stutt réttarhlé. „Við vorum látin fara fram og kölluð aftur inn eftir örskamma stund. Dómarinn kvað svo upp þann dóm að stúlkumar skyldu vera hjá föður sínum en ég skyldi fá um- gengnisrétt við þær frá byijun júlí til endaðs ágúst á þessu ári í Tyrk- landi. Ekki aðeins um helgar heldur alla daga. Úrskurðinum verður áfrýjað til hæstaréttar og við ætlum að gera allt sem við getum til að fá umgengnisréttinn í gegn í sumar," sagði hún. Hún sagði að Hasíp Ka- plan, lögfræðingur sinn, teldi að for- ræðismálið yrði í fyrsta lagi tekið fyrir í hæstarétti í lok október nk. Eftir réttarhöldin hélt Hasíp Kapl- an, lögfræðingur Sophiu, biaða- mannafund fyrir utan dómshúsið. „Hasíp sagði frá því hvað gerðist í réttarsalnum. Hann sagði að þrisvar hefði dómur undirréttar verið ógilt- ur. Við myndum áfrýja og vinna og ef ekki myndum við halda áfram til Strassborgar. Á eftir honum sagði ég nokkur orð. Mér kom mjög á óvart hversu mikið af fjölmiðlafólki var þarna samankomið á einum stað. Fjölmiðlafárið var algjört. Eftir blaðamannfundinn komu ís- lendingamir af Habitat-ráðstefn- unni, Ólafur Egilsson, sendiherra, og Magnús K. Hannesson, frá utan- ríkisráðuneytinu, hingað heim með okkur. Mér fannst gífurlega mikill styrkur að hafa alla íslendingana með mér. Ég vissi að þeir ætluðu að koma. Samt var ég undrandi þegar ég sá þá bíða uppi, enda hafði mér dottið í hug að erfitt væri fyrir þau að finna staðinn eða komast á hann. Litlu munaði að ég brysti í grát af gleði, ég var svo hrærð,“ sagði Sophia. Hún sagðist vænta þess að koma fljótlega heim til íslands til að byggja sig upp fyrir umgengnisréttinn í júlí. Halim Al, fyrrum eiginmaður Sop- hiu, hefur brotið umgengnisrétt hennar og dætra hennar 63 sinnum. \ i i i i I I \ i Föstudagur 14. júni: Heimsókn á Akureyri Setið fyrir svörum í Þjóðarsálinni á Rás 2 kl. 18:00 Fundur: Akranes, Barbró kl. 20:30 Vinir vors og blóma skemmta Laugardagur 15. júní: Seltjarnarnes, Morgunkaffi með Pétri Hafstein á Eiðistorgi kl. 10-12 Framboðsfundur í Perlunni kl. 14:00 (útvarpað á Rás 2) Fundur: Kópavogur, Félagsheimili Kópavogs kl. 17:00 Vinir vors og blóma skemmta __ Tveggja mánaða SOPHIA Hansen, Ólafur Egilsson sendiherra og Hasíp Kaplan lögmaður umkringd fréttamönnum í Istanbúl í gær. Halim A1 dæmt forræði dætra sinna og Sophiu Hansen DÓMARI í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi dæmdi Halim Al, fyrrum eiginmanni Sophiu Hansen, forræði dætra þeirra snemma í gærmorgun. Sophiu var dæmdur umgengnisrétt- ur við stúlkurnar í júlí og ágúst í Tyrklandi. Hún segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á umgengn- isréttinn. Hasíp Kaplan, lögmaður Sophiu, hefur í samráði við hana tekið ákvörðun um á áfrýja niður- stöðunni. Hasíp gerir ráð fyrir að í fyrsta Iagi verði hægt að taka for- ræðismálið fyrir í hæstarétti í Ank- ara í lok október. Flestar ef ekki allar sjónvarpsstöðvar í Istanbúl greindu frá niðurstöðu undirréttar í kvöldfréttum í gærkvöldi. Sophia kom sjálf fram í beinni útsendingu á að minnsta kosti tveimur sjón- varpsstöðvum. Fjölmörg dagblöð sögðu frá forræðismálinu í dag. Sophia segist hafa haldið af stað í dómshúsið í lögreglufylgd um kl. 9 að tyrkneskum tíma í gærmorgun. „Við dómshúsið var mikið af stuðn- ingsmönnum Halims og lögreglan mátti hafa sig alla við til að greiða mér Ieið upp á fimmtu hæð. Þegar upp var komið blasti við okkur hóp- ur stúlkna í eins klæðnaði, í síðum kápum og með slæður, og sólgler- augu. Dagbjört og Rúna voru greini- lega í hópnum því að ég heyrði að maður skipaði stúlkunum að líta nið- ur þegar ég kom að. Tyrkneskur undirréttur dæmdi Halim Al, fyrrum eigínmanni Sophiu Hansen, forræði yfír dætrum þeirra í gær. Sophia segist í samtali við Onnu G. Ólafsdóttur ætla að byggja sig upp á íslandi áður en hún láti reyna á tveggja mánaða umgengnisrétt í júlí og ágúst. MÁLIÐ vakti mikla athygli í Tyrklandi, frá því var greint í sjón- varpi og helstu dagblöðum. Hér ræðir Halim A1 við fjölmiðla. Samt þekkti ég Rúnu, strauk henni um andlitið og sagði: „Ay- segul mín. Ég bjarga þér.“ Ég sá að hún brosti og svo varð ég að halda áfram. Túlkurinn fylgdist með henni og sagði mér eftir á að hún hefði átt erfitt með að halda aftur af brosinu," segir Sophia. Sophia var látin bíða í herbergi ritara réttarins áður en henni og hluta íslenska hópsins var hleypt inn í réttarsalinn á móti. „Hasíp, lög- fræðingurinn minn, fór svo með ræðu sína og lét ekki á sig fá þó lögfræðingur Halims reyndi að grípa fram í. Hann fór fram á að dómar- inn viki og var því hafnað. Hins vegar fékk hann því framgengt að allir íslendingarnir yrðu viðstaddir yfirheyrslu yfir dætrum mínum.“ Vildu ekki gefa upp skóla Dætur Sophiu voru svo kallaðar inn úr stúlknahópnum, fyrst Rúna og svo Dagbjört. „Stúlkumar sögðu til nafns og fæðingardags. Að þær byggju hjá pabba sínum og væru hamingjusamar hjá honum. Á heimilinu ættu þær aðra móður og litla systur. Hins vegar neituðu báð- ar að svara því í hvaða skóla þær gengju. Samt tók dómarinn marg- sinnis fram að þær væru frammi fyrir dómstóli og þyrftu ekkert að óttast. Ég kallað frammí: „Þær þora ekki að segja í hvaða skóla þær ganga og hvemig þeim líður af hræðslu við föður sinn.“ Hasíp reyndi að þagga niður í mér en ég greip nokkrum sinnum svona fram í. Eftir að full- reynt hafði verið að stúlkurnar svör- uðu því ekki í hvaða skóla þær gengju sneri dómarinn sér svo að Halim. Hann fullyrti að stúlkurnar gengju í nútímalegan skóla, fengju fræðslu um trúarbrögð og alla al- mennna menntun," segir Sophia. „Dómarinn bað dætur mínar um að horfa á mig þegar þær sögðust ekki vilja vera hjá mér en hvorug leit upp. Eftir að hann hafði lokið við að tala við Rúnu bað hann hana um að setjast hjá mér á meðan Dagbjört yrði yfirheyrð, en hún þorði því ekki heldur hrökklaðist til pabba Halim A1 eftir niðurstöðu undirréttar • • 011 tyrk- neska þjóðin gleðst „SOPHIA tapaði. Halim vann. Ég er ánægður og öll tyrkneska þjóðin gleðst," sagði Halim Al, fyrrum eigin- maður Sophiu Hansen, eftir réttarhöldin í Istanbúl í gær. Halim sagði að engin leið hefði verið fyrir ljósmyndara að komast að systrunum í réttarhaldinu. „Ég kom með fimmtán stelpur í eins fötum og allar með sólgleraugu í dómshúsið. Enginn vissi hveijar þeirra eru dætur mín- ar. Stelpunum fannst um- stangið spennandi. í réttinum sögðust þær vilja vera með pabba sínum. Þær eru ánægðar með niðurstöðu dómarans,“ sagði hann. Eins og jólin Halim var spurður að því hvort stúlkumar gengju í skóla. „Stelpumar ganga báðar í menntaskóla og læra allar venjulegar námsgrein- ar,“ sagði hann í því sam- bandi. Hann sagði að ef syst- umar kysu að vera með móð- ur sinni tvo mánuði í sumar, eins og kveðið hefði verið á um, myndi hann ekki standa í vegi fyrir því. Ef ekki yrðu þær áfram hjá honum. Þegar hann var spurður að því hvort hann hefði trú á því að dætur þeirra Sophiu flyttu einhvem tíma endanlega til móður sinnar svarað hann því til að sjá yrði til. Halim var í fyrirtæki sínu þegar rætt var við hann. Hann sagði að þangað lægi stöðugur straumur fólks til að óska honum til hamingju með niðurstöðuna. „Við erum glöð og höldum upp á niður- stöðuna eins og haldið er upp á jólin, með mat og öðm slíku,“ sagði hann. gengnisréttur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.