Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 29 AÐSENDAR GREIIMAR • FORSETAKJÖR ÞEGAR maður stend- ur frammi fyrir því að velja forseta landsins, þá fer maður að hugsa um ýmislegt sem liggur annars í salti í heilabú- inu eða er geymt ein- hversstaðar í undirvit- undinni dagsdaglega. Ég fer að hugsa um sjálfa mig sem íslending og allt sem ég vil að felist í því orði. Ég hugsa um Islendinga sem eina heild. Hvernig vil ég helst skilgreina það að vera Islendingur? Hvaða eiginleikar vil ég að sitji í fyrirrúmi í þeirri skilgreiningu? Og hvað er það æðsta, hæsta sem kemst fyrir í þessu orði? Svona spyr ég sjálfa mig. Forsetinn fyrir mér á að vera fulltrúi þeirra eiginleika, bæði útávið, sem andlit þjóðarinnar gagn- vart umheiminum og ekki síður innávið, sem fyrirmynd þeirra mann- kosta, sem við öll vonandi keppum að og viljum að börnin okkar kapp- kosti við að ná. Skoðun sögu okkar, fortíð þjóðar- innar, sem er það helsta sem skil- greinir okkur sem þjóð. Hvaða mann- kosti eru taldir prýða helst hvern mann? Eru það ekki heiðarleiki, grandvarleiki og að standa með sannleikann og því sem er siðgerði- lega rétt? Ennfremur að vera heill gagnvart sjálfum sér og öðru fólki, að standa og falla með orðum sínum, en forðast að skreyta sig með sjálfs- hóli og orðagjálfri. Ég geri það vísvitandi að leita aftur í tímann að hinum sígildu mannlegu gildum, því að sorglega, þá eru tímarnir þannig að við flest verðum fyrir stanslausu flæði af ytra áreiti sem ruglar okur í ríminu og veikir hug- ann. Það er allt of auð- velt í dag að hafa áhrif á veika huga með há- vaða og fjaðrafoki. Enda er það sérgrein stjórnmálamannanna að hagnýta sér þetta og það virðist ganga vel. En staðreyndin er sú að þeir sem tala mest og lengst hafa oftast upp á minnst að bjóða, samanber mál- tækið: hæst glymur í tómri tunnu. Það er svo margt sem þyrfti að breytast í okkar þjóðfélagi i dag. En nú sem aldrei fýrr, hygg ég, ríð- ur á að hver og einn þjóðfélagsþegn finni fyrir ábyrgð sinni og geri upp við sig hvort andlit siðferðisvitundar og heiðarleika eða andlit tækifæris- sinna og lýðskrumara á að vera fyrir- mynd okkar næstu árin. Ég get ekki látið vera að fara nánar út í þessa tíma sem við lifum á. Það eru e.t.v. ekki allir sem hafa fundið fyrir því enn, beint eða óbreint, að í mínum huga er enginn vafi, að þessi ár núna í kringum alda- mótin eru óvenjuleg og mikilvæg fyrir jörðina alla. Og ég trúi því að við höfum þar hlutverki að gegna, hvert og eitt okkar. En hvert það hlutverk verður ræðst af hugarfari okkar og lifnaðarháttum en ekki af því hve mikið við berumst á. Innri maðurinn er það sem kemur til með að ráða úrslitum. Erum við sátt við sjálf okkur og aðra menn eða erum við alltaf í vinsældakeppni og tilbúin í slaginn við náungan? Það hafa margir haldið því fram að ísland sé sérstakt og hafi mikil- vægu hlutverki að gegna á þessum hættulegu umbreytingartímum. Því meira máli skiptir að við vöndum valið á forsetanum. Látum ekki eitra hugi okkar og villa okkur sýn. Þröng sjálfshyggja og framapot á hér hvergi heima. Við þurfum einhvern sem hefur sterka siðferðiskennd, er réttsýnn og óhagganlegur hvað rétt- lætið varðar. Við megum ekki velja þann til að standa fremstan meðal jafningja, sem brotnar við boðaföllin eða svignar undan pólitískum þrýst- ingi. Forsetinn þarf ávallt að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Ef einhverjir halda að við náum raunverulegum árangri með því að æða útum allan heim með hama- gangi. og látum og útnefnum sjálf okkur sem bjargvætti heimsins, þá trúi ég að það geti að vísu vakið nokkra athygli á okkur, þ.e. að við séum til. En raunverulegur og varan- legur árangur næst ekki nema undir- stöðurnar séu styrkar og yfirborðs- mennska og leikaraskapur bendir til skorts á sterkum undirstöðum. En sá sem lætur lítið yfír sér og talar sannleikanum samkvæmt, hann hef- ur traust mitt. Og fólk mun ósjálf- rátt leita til hans í trausti og virð- ingu, hann þarf ekki að hrópa um ágæti sitt og afrek um víðan völl. Þó að ég hætti á að vera væmin, þá vil ég ákalla ykkur íslands böm, látið ekki lýðskrum villa ykkur sýn. ég treysti því ennþá og trúi að þegar til kastanna kemur auðnist nógu mörgum íslendingum að meta til fulls kurteisi í háttum og heiðarleika og vammleysi hið innra, svo að val þeirra megi verða okkur öllum til blessunar. Ég held að það sé varla nauðsyn- legt að nefna nafn þess sem ég kýs, því ég hef lýst honum hér, en maður- inn er að sjálfsögðu Pétur Kr. Haf- stein. ÁGÚSTA STEFÁNSDÓTTIR, Lindarhvammi 6, Hafnarfirði. Höfundur er leikskólakennari. ÞEGAR við göngum að kjörborðinu þann 29. júní skulum við hafa það í huga að sá sem fyrir valinu verður valdi því fullkomlega að vera forseti íslands. Olafur Ragnar Grímsson og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eru hjón sem prýða munu forsetasetrið að Bessa- stöðum, verði þau kjör- in tii að gegna því hlut- verki að vera húsbænd- ur á þeim ágæta stað. Ólafur Ragnar er verð- ugur eftirmaður okkar ágæta forseta, frú Vig- dísar Finnbogadóttur. Guðrún Katr- ín mun verða þjóð okkar til sóma sem forsetafrú, hljóti þau hjón brautargengi okkar í komandi for- setakosningum. Ég hef þekkt Ólaf Ragnar í mörg ár og treysti honum fullkomlega til að gegna embætti forseta íslands. Ég minnist góðs stuðnings hans þegar ég sótti á um það á sínum tíma að fá aðstoðarprest til starfa í ísafjarðarprestakalli, en þá var undirritaður sóknarprestur þar. Fyr- ir skömmu var ég á fundi þar sem þau hjónin, Ólafur Ragnar og Guð- rún Katrín, töluðu. Þar bentu þau á að eitt þeirra verkefna sem þau hefðu hug á að starfa að, væri að taka þátt í baráttunni gegn vaxandi vímuefnanotkun, einkum hjá ung- mennum, og styðja við þá er farið hafa höllum fæti f þessum efnum, en langaði að komast á réttan kjöl. Ég er þess fullviss að ágætir hæfileikar Ól- afs til að ná til annarra munu gagnast þjóðinni vel í þessu efni. Rétt er að minna á að Ólaf- ur var mjög fær og vin- sæll kennari í Háskóla íslands. Heilbrigt og hófsamt líferni Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar er þeim til sóma og öllum til fyrir- myndar. Ekki þarf að ú'öfyrða um ágætt starf Ólafs Ragnars á alþjóðlegum vettvangi. Ólafur Ragnar er friðarsinni og hefur látið til sín taka erlendis í þeim málum. Einnig munum við öll eftir þeim friðar- stundum sem Ólafur stóð fyrir í Kópavogskirkju og víðar og gerði það í góðri samvinnu við sóknar- nefndir og sóknarpresta. Við skulum sameinast í því að eignast forseta- hjón sem munu verða þjóð og landi til heilla. KARL V. MATTHÍASSON Grundarfirði. Höfundur er sóknarprestur í SetbergsprestakaUi. Blað allra landsmanna! |Bor0iml»IíJíí>ÍÍ> - kjarni málsins! Hvernig forseta? Ágústa Stefánsdóttir Landi og þjóð til sóma Karl V. Matthíassson trúleg tilboð Jakkaföt Stakir jakkar Gallabuxur Flauelsbuxur Pólóbolir Skyrtur Stuttermabolir Leðurjakkar Sumarjakkar frá kr. 6.900 frá kr. 4.900 kr. 1.900 kr. 1.900 kr. 1.900 frá kr. 1.900 kr. 890 kr. 4.900 kr. 5.900 Laugavegi 5i, simi 551 8840
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.