Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, MAGNÚS ODDSSON, lést á öldrunardeild Landspítalans þann 8. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Alúðarþakkir fyrir veitta samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunar- deildar fyrir góða umönnun. Sigriður M. Þorsteinsdóttir, Bryndís Magnúsdóttir, Úlfar Hinriksson, Magnús Örn Úlfarsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET HALLDÓRSDÓTTIR, Leifsgötu 3, Reykjavik, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið eða Hjartavernd. Jóhann Jónsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Ragnar M. Amazeen, Margrét Jóhannsdóttir, Björn B. Jónsson, Jón Jóhannsson, Súsanna Steinþórsdóttir, Halldór Jóhannsson, Kristín Jóhannsdóttir, Hörður Ó. Guðmundsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN BJÖRN JÓNSSON bifvéiavirki, Norðurgötu 60, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 25. júlí kl. 13.30. Eli'n Halldórsdóttir, Stefán Karl Þorsteinsson, Sigriður Þorsteinsdóttir, Guðlaugur Jónsson, Jón Grétar Þorsteinsson, María Asgrímsdóttir, Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Roger Simms, Hólmfri'ður B. Þorsteinsdóttir, Guðmundur M. Guðmundsson, stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR BENJAMÍN BENEDIKTSSON bifreiðastjóri, Dvalarheimilinu Felli, sem andaðist 17. júlí, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. júlí kl. 15.00. Eygló B. Óskarsdóttir, Birna G. Óskarsdóttir, Ingvar J. Óskarsson, Eyrún S. Óskarsdóttir, Már Ó. Óskarsson, Sigurður B. Óskarsson, Birgir Óskarsson, Korni'na B. Óskarsdóttir, Erla Þ. Óskarsdóttir, Kristinn Th. Holm, Ingvar Elísson, Birna Björnsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Ingunn Ragnarsdóttir, Guðrún Leifsdóttir, Guðrún Þ. Kristjánsdóttir, Hlöðver P. Hlöðversson, Karl J. Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR, Sigluvogi 4, Reykjavík, lést á heimili sínu 14. júli'. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir viljum við færa starfs- fólki á kvennadeild Landspítalans og heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir veitta aöstoð og umönnun. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Guðrún Berglind Einarsdóttir, Elvar Ingvar Ágústsson, Þorkell Eli' Guðmundsson, Ragnhildur Björk Karlsdóttir, Þorgerður Sigurrós Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Jónfna Hreinsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ingibjörg Baldursdóttir, Óttar Gauti Guðmundsson, Eli'n Gunnarsdóttir, Edda Ýr Guðmundsdóttir, Sigvaldi Björgvinsson, og barnabörn. GUÐMUNDUR STEINSSON + Guðmundur J. Gíslason, leik- skáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrar- bakka 19. apríl 1925. Hann lést í Landspítalanum í Reylqavík 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. júlí. Margt má heyra og margt má sjá menn ef skynja kynni, ég hef eyru og hlýði á hljóminn í veröldinni. Inn á landi og út við sjó allar raddir þegja. Þó er eins og þessi ró þurfi margt að segja. (F.H.) Leikskáld. Maður vissi nú ekki mikið hvemig sú skepna leit út, þegar út úr leiklistarskóla kom. Eitthvað svolítið voru þeir á börun- um, nokkrir, og litu út fyrir að vera óskaplega óhamingjusamir menn. Allir tilheyrðu þeir annarri kynslóð og áttu lítinn tíma að eyða í okkur. Enda var okkur ekki hleypt inn, nema í dulbúningum. Mín fyrsta vinna á hinum svokölluðu opinberu sviðum skilaði mér aftur á móti beint í fangið á Guðmundi Steins- syni. Hann faðmaði mann að sér þegar hann heilsaði, var heiðríkur í framan og leit alls ekkert út fyrir að vera óhamingjusamur maður. Og gaf mér heilmikinn stundarfrið til að hlusta og tala við, þótt ég væri hvorki rík, fræg né óhamingju- söm. Hann vildi vita allt um unga fólkið, hvað því dytti í hug og hvað það héldi um þetta. Síðast þegar ég hitti hann var hann enn að spyija unga fólkið. Þá sex ára gamla dótt- ur mína hvað hún héldi um þetta og hvurnig hún glímdi við þetta. Tilveruna. Stelpan í Stundarfriði gekk með strákinn minn undir stórri lopa- peysu og strákinn vantaði afa. Mín börn hefðu gjarnan viljað hafa hann fyrir afa og hann bauð það fram sem sjálfsagða þjónustu. Ég hafði þó ekki frekari gáfur né tíma til þess að notfæra mér þenna höfðing- lega afa. Og nú er hann farinn. En í dyrun- um þeirra stendur konan hans og tekur mig í fangið, þrýstir mér að sér og kyssir mig á báðar kinnar; tíu mínútna faðmlag eins og það sé kannski ég sem eigi bágt, en ekki hún. Svoleiðis er líka gott að mæta henni á sviðinu. Hver sekúnda er í fullri alvöru, líka allt grínið. Því þau eru höfðingjar heim að sækja á leiksviðinu og alls staðar; höfðingar úr kotunum við sjávarsíð- una. Og þótt í lítið kot á Eyrar- bakka sé vísað er krosssaumur á veggjum uppi, strokin gólf, blámál- aðar kistur og rúmföt úr þúsund marglitum mjúkum pjötlum, sem mamma hans saumaði saman úr fátækt og hugmyndum, löngu fyrir tísku bútasaumsins. Þar er nógur matur og enginn nískur á tímann. Hann kom væntanlega aldrei heim til sín í flýti og sagði í dyrun- um: „Halló, hefur einhver hringt í mig?“ Án þess að gæta að líðan fólksins sem heima beið. Það gerðu aftur á móti persónurnar í Stundar- friði. Og líka lögreglu- og borgar- stjórar, prelátar og menningarpinn- ar í Wiesbaden, einum ríkum Evr- ópustað, þar sem þeir rannsaka víst fingraför, handskrift og sálarlíf glæpamannanna svokölluðu. Stund- arfriður var sýndur þar snemma, í gulli slegnu leikhúsi með mörgum plussrauðum sætum. Fyrirmennirn- ir, fimmtíu til sextíu ára, komu grát- andi á eftir og spurðu unglinginn: „Af hveiju lætur stelpan svona? Gerðu það, segðu okkur það. Við eigum nefnilega allir svona stelpur.“ Mér fannst Guð- mundur réttilega hafa bent þeim á að þeir hefðu löngu átt að sjá þetta í hendi sér. Þeir áttu stelpumar. En Guðmundur skildi þær betur. Hann var ein- hvern veginn alltaf bara að spekúlera í því hvemig lífinu myndi nú ganga að lifa áfram á jörðinni. Og hann spekúleraði í þessu á annarri íslensku en við vomm vön. Heimilisís- lensku, þeirri íslensku sem við hirðum ekki um, en dúndr- um samt á heimilisfólkið okkar. Og það skildu hann allir, jafnt í Wiesbaden, Belgrad og Búðardal. „Það þarf bara að vera kraftmik- ið, hljóma sterkt og með fullri trú á lífíð og náttúruna,“ sagði konan hans, Kristbjörg, í símann við karla- kórinn Fóstbræður. Þannig vill hún kveðja hann. Og nú er allur tíminn sem hann gaf mér búinn í bili. Og ég þakka honum viðveruna. Guðrún Snæfríður Gísladóttir. Þegar ég hugsa um Guðmund er mér góðmennska efst í huga. Jafngóðum og einlægum manni og Guðmundur var hef ég sjaldan kynnst og var ég svo gæfusöm að fá að kynnast honum og þessari yndislegu fjölskyldu í gegnum vin- áttu mína við Þórunni. Minningarnar streyma fram og í þau 16 ár sem við Þórunn höfum verið vinkonur höfum við ýmislegt brallað og þar sem Guðmundur vann sín ritstörf mikið til heimafyr- ir var hann alltaf til staðar. Hann vildi allt fyrir okkur gera og virtist aldrei fá leiða á því að stjana við okkur enda hefði hann gert hvað sem er fyrir hana Tótu sína. Við pössuðum okkur nú líka að trufla hann ekki þar sem hann var að skrifa uppi á lofti. Minnisstæðar eru mér ferðirnar okkar á Eyrarbakka, allar stundirn- ar í Goðalandinu og síðast en ekki síst allar bílferðirnar en það var alltaf meira en sjálfsagt að skutla okkur næstum hvert á land sem er, ef ekki til Akureyrar þá allavega á Blönduós eins og hann sagði sjálfur einu sinni. Ég gleymi því aldrei þegar hann keyrði Þórunni í af- mæli til mín einu sinni. Það var nefnilega svo mikill snjór úti að hann varð nú að skutla henni Tótu sinni til mín þó svo að það hafi ekki verið lengra en svona 100 metrar á milli húsanna okkar. Svo festi hann bílinn í skafli í sundinu og var í klukkutíma að losa hann og komast heim aftur. Ég hafði alltaf gaman af því að tala við Guðmund um allt milli him- ins og jarðar og hann var alltaf forvitinn um skoðanir mínar á ýms- um málum. Ég hef því alltaf litið á Guðmund og Kristbjörgu sem vini mína jafnframt því að vera foreldr- ar einnar bestu vinkonu minnar. Manni líður alltaf vel með góðum vinum. Elsku besta Þórunn mín, Krist- björg, Jens og aðrir ástvinir. Engin orð fá lýst hversu mikið þið hafið misst. Hugur minn og fjölskyldu minnar er hjá ykkur og minningin um Guðmund mun alltaf lifa. Það er með trega en lotningu að ég kveð Guðmund Steinsson hinstu kveðju. Sólrún. Og því varð allt svo hljótt við helför þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi Iostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Sl. mánudagsmorgun barst mér sú harmafregn að Guðmundur væri látinn. Fréttin kom mér algerlega að óvörum þó ég hafi vitað um nokkurt skeið að Guðmundur væri veikur. Alla mína ævi hef ég þekkt Guðmund. Við hittumst oft enda mikill samgangur á milli heimil- anna. Framan af var hann bara maðurinn hennar Kristbjargar, systur mömmu. Þegar ég var á 13. ári var „Stund- arfriður" frumsýndur og þá gerði ég mér grein fyrir starfí Guðmund- ar. Ég var svo heppin að fá að fara nokkrum sinnum með Þórunni frænku. Ég veit ekki hversu oft ég fór en á endanum kunni ég mörg atriðin nokkum veginn utan að. Eftir að ég eltist var ég svo heppin að fá að gerast ritari Guð- mundar. Fyrst í stað voru þetta einstaka verkefni en smám saman jókst „samstarf" okkar. Má segja að síðustu tvo vetur höfum við unn- ið mjög mikið saman. í fyrravetur voru það „Stakkaskipti". Mér var það mikil ánægja sem áhugamann- eskju að fá að fylgjast með fram- vindu mála. Oft þurfti að breyta textanum og laga en á endanum hófust æfíngar í Þjóðleikhúsinu. Guðmundur sýndi áhuga mínum mikinn skilning og fékk ég að sjá tvær æfingar auk sýningar. Að fara á æfingarnar fannst mér mikil upp- lifun; að sjá textann sem ég hafði sett inn á tölvu og spjallað um við Guðmund fram og til baka „lifna við“. í vetur unnum við að ýmsum hugðarefnum Guðmundar sem ekki voru síður spennandi. Reyndar er ekki nema rétt mánuður síðan við unnum saman síðast. Elsku Kristbjörg, Þórunn, Jens, Stína og barnabörn! Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að komast yfir missi þessa góða drengs. Elsku Guðmundur! Ég vil þakka þér alla okkar samveru. Hún var bæði lærdómsrík sem og forvitnileg enda þú merkur maður. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Ása. Þú komst brosandi á móti mér og heilsaðir með því að breiða út faðminn, fullan hlýju og með orðum, blönduðum gamni og alvöru. „Mikið líturðu vel út,“ sagði ég undrandi, „hvernig líður þér?“ ,sVel,“ svaraðir þú. Ég sagði að það myndirðu alltaf segja, sama hvernig þér liði. Þú sagðist ekkert ætla að stoppa, værir bara kominn til að kveðja. Það fannst mér slæmt, Karen rétt ókomin heim og vildi gjarnan hitta þig. En þú sagðist ekki geta beðið, baðst fyrir kveðju til hennar og allt- af var þessi leyndardómsfulla kímni í augum þínum, sem við þekkjum svo vel. Þú faðmaðir mig aftur og kysstir á báða vanga og lagðir af stað til dyranna, þar snerirðu þér við og lyftir hendinni í kveðju. Ég ætlaði að stökkva á eftir þér og spyija hvers vegna þú værir svona íbygg- inn á svip — en vaknaði við það. Það var ekki fyrr en Karen var komin til landsins, var að fletta Morgunblaðinu og sagði: „Mamma, þú sagðir mér ekki að hann Guð- mundur væri dáinn.“ „Hann er ekki dáinn en mig dreymdi hann í fyrri- nótt, hann bað að heilsa þér,“ - að mér varð allt í einu ljóst að þú hafðir í alvöru komið til að kveðja, og ég sem átti eftir að segja þér hvað mér þótti vænt um þig og hve mér þótti mikið til þín koma, sem rithöfundar og sem manneskju. Ég átti eftir að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og ekki síst allt sem þið Krissa hafið gert fyrir Karen mína sem þið sýnduð kær- leika eins og væri hún ykkar eigin dóttir. Henni leið svo vel hjá ykk- ur, að eitt sinn er hún kom heim eftir eina dvölina með ykkur sagði hún: „Mamma mín, núna er allt í lagi þó eitthvað komi fyrir þig, ég veit að Guðmundur og Krissa myndu taka mig að sér og þar líður mér vel.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.